Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986 35 on fyrir þremur árum. íslending- um sem fóru á það brá í brún og þótti skákgyðjunni misboðið, því teflt var á hálfhrörlegu hóteli á lélegum stað í borginni og aðstæð- ur fyrir áhorfendur slæmar. Miðað við þá miklu athygli sem einvígið vakti voru aðstæðumar á skák- stað ótrúlega frumstæðar að sögn íslenzkra sjónarvotta, sem reynd- ar eru góðu vanir í þeim efnum. Þriðji kaflinn í æsispennandi sögu Barátta þeirra Karpovs og Kasparovs um heimsmeistaratitil- inn hefur nú staðið í tvö ár og þróunin hefur verið svo ótrúleg á köflum að það hefur minnt mest á reyfara. Í vestrænum fjölmiðlum hefur persónumótunin verið þann- ig að Kasparov hefur verið ungi góði náunginn, sem á í höggi við þurran og kaldrifjaðan fulltrúa kerfisins, Karpov. Ungi maðurinn kemst í vonlausa aðstöðu til að byija með, en lætur samt ekki bugast og með ótrúlegri þraut- seigju nær hann yfirtökunum. Þá Þriðja einvígi Kasparovs og Karpovs að hefjast Tekist í hendur við upphaf úrslitaskákarinnar i síðasta einvígi. virtist allur vindur úr honum. Hann tapaði þeim 47. og 48. í röð og að sögn var mikil þreytumerki að sjá á honum. Þegar svo var komið, staðan 5—3 Karpov í vil og einvígið þeg- ar orðið það lengsta í sögunni, 48 skákir, tók forset.i FIDE, Flor- encio Campomanes frá Filippseyj- um, umdeilda ákvörðun. Hann lýsti því yfír að einvíginu væri lokið án þess að úrslit hefðu fengizt og byijað yrði upp á nýtt um haustið. Annað einvígið Það hófst eftir sex mánaða deilur um það hvor hefði grætt á því að fyrra einvíginu var frestað. Sú skoðun kom fram í flestum fjölmiðlum að þar sem Karpov hefði tapað tveimur skákum í röð hefði hann sennilega haldið áfram að tapa og því fengið Campom- anes til að fresta. Það var einnig Karpov í óhag að vinartengsl hans við FIDE-forsetann voru alkunn. Eftir slæma reynslu af fyrra einvíginu hafði Campomanes breytt reglunum til núverandi horfs, þannig að hámarksskáka- íjöldinn varð 24. Kasparov vann þá fyrstu nokkuð örugglega, og var á góðri leið með að fylgja sigr- inum eftir strax í þeirri næstu, en missti skákina niður í jafn- tefli. Eftir þetta færðist Karpov í aukana og vann fimmtu og sjöttu skákirnar. Fimm næstu skákir urðu jafntefli, en í þeirri tólftu lék Karpov einum sínum versta afleik: Skák Margeir Pétursson Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst á mánudaginn í London. Þeir Gary Kasparov heimsmeistari og Anatoly Karpov fyrrverandi heims- meistari hefja þá þriðja einvígi sitt á tveimur árum. Meistar- arnir tefla fyrstu tólf skákirnar í London, en í byijun september flytja þeir sig yfir til Leningrad þar sem skákir 13-24 verða tefldar. Sá sigrar sem fyrr vinnur sex skákir, eða hlýtur 12'/2 vinning. Fyrri einvígi Kasparovs og Karpovs voru afar söguleg og það er enginn vafi á því að þetta verður það líka. Því fyrsta Iauk með því að eftir 48 skákir, án þess að annar hvor hefði sigrað, stöðv- aði Campomanes forseti FIDE það, breytti reglunum og boð- aði nýtt einvígi haustið 1985. Þar bar Kasparov sigur út být- um en samkvæmt FIDE-reglun- um átti sigraður heimsmeistari rétt á tækifæri til hefnda og þann möguleika er Karpov nú að notfæra sér. Það er einsdæmi í skáksögunni að tveir sovézkir skákmenn hafi fengist til að tefla slíkt einvígi utan heimalands síns. Metverð- laun, samtals að jafnvirði rúmra 18 milljóna íslenskra króna, eiga vafalaust stóran þátt í að það tókst að fá sovézka skáksamband- ið og keppendur til að tefla helpiinginn í London. Sigurvegar- inn fær í sinn hlut 12 milljónir, en sá sem tapar 6 milljónir ísl. króna. Kasparov hefur lýst því yfir að hann ætli að gefa sín verð- laun til styrktar fómarlömbum Chernobyl-kjamorkuslyssins og Karpov hefur síðan farið að dæmi hans. Fyrir utan þessar upphæðir bætast síðan við verðlaun sem koma frá sovézku einvígishöldur- unum í Leningrad, en þau verða auðvitað borguð út í rúblum. Það er borgarstjóm Stór-Lundúna- svæðisins (Greater London Council) sem ábyrgist verðlaunin. Það em einnig veitt aukaverðlaun fyrir beztu skákina í London, nokkurs konar fegurðarverðlaun. Þau em dágóð eða jafnvirði sex- hundmð þúsund íslenskra króna. London er háborg skák- listarinnar í sumar Það er ljóst að í ágústmánuði beinast augu skákheimsins að London, þar verður fjörið. Þangað streyma skákblaðamenn og áhugamenn úr öllum heimshom- um, þar á meðal allnokkrir frá íslandi og það era ýmsar uppá- komur fyrir utan einvígið sjálft. Hæst ber þar auðvitað söngleikinn „Chess" eða Skák, sem hefur gengið í London frá því í vor. Lög úr honum, svo sem „One night in Bangkok" og „I know him so well“ komust á topp vinsældalist- anna í fyrra, enda ekki við öðm að búast þegar Tim Rice og þeir Bjöm Ulvaeus og Benny Anders- son úr Abba taka höndum saman. Það em miklir hugsjónamenn sem hafa staðið fyrir heimsmeist- araeinvíginu og þeim mörgu mótum sem haldin hafa verið í London undanfarin ár. Fremstur í flokki þeirra er enski stórmeist- arinn og skákrithöfundurinn Raymond Keene, en með fágaðri enskri séntilmannsframkomu sinni og sannfæringarkrafti hefur honum tekizt að fá brezk stórfyr- irtæki og stjómmálamenn til að leggja sér lið í baráttunni fyrir útbreiðslu skáklistarinnar. Á Eng- landi eins og víðar er þar við ramman reip að draga, þorri al- mennings lítur enn á skák sem spil sem iðkað sé af öidungum í snobbklúbbum, en ekki keppnis- íþrótt sem æskulýðurinn hefði bæði gagn og gaman af. Þróun undanfarinna ára hefur þó verið í áttina, fyrir tíu ámm áttu Eng- lendingar ekki einn einasta stórmeistara, en nú eiga þeir tíu, suma mjög öfluga. Mótunum fjölgar jafnt og þétt, þeir Nigel Short, Tony Miles og John Nunn em orðnir nokkuð þekktir á Eng- landi og ef heimsmeistaraeinvígið nú fær nægilega athygli fjölmiðla gæti það leitt til enn frekari fram- gangs skáklistarinnar þar. Ekkert er til sparað Einvígið fer fram á einu þekkt- asta hóteli Lundúnaborgar, Park Lane Hotel, og er teflt í stærsta veizlusal hótelsins. í öðmm sölum em skákskýringar og hægt er að leigja heymartól og hlusta á skýr- ingamar í þeim inni í skáksalnum sjálfum. Að sjálfsögðu verður heldur ekki þverfótað fyrir sjón- Nýr heimsmeistari með lárvið- arsveig. Eftir aðeins níu mánuði þarf hann nú að veija titilinn. varpsskermum og þökk sé nýrri tölvutækni sjást leikimir um leið og þeim er leikið. Það er heldur ekkert til sparað svo keppeendum geti liðið sem bezt. Þeir hafa báðir svítur á Park Lane-hótelinu, en að auki hafa þeir til umráða einbýlishús í London, fyrir sig, fylgdarlið sitt og aðstoðarmenn. Því hefur verið haldið algjörlega leyndu hvar hús þessi em, svo þeir Kasparov og Karpov geti haft sem mest næði á meðan á einvíginu stendur. Ef gula pressan á Englandi fær áhuga á málinu ætti þó fljótlega að komast upp um dvalarstaði þeirra og þá verður friðurinn úti. Báðir skoðuðu aðstæðumar snemma í sumar og eftir að þeir höfðu látið gera minniháttar breytingar samþykktu þeir skák- salinn sem tefla á f. Teflt verður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 17 til 22 að staðartíma. Bið- skákir verða á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum frá 17 til 23. Það má því búast við að skýrt verði frá úrslitum f tíufréttum útvarpsins og jafnvel í kvöldfréttatíma sjónvarpsins hér heima. Aðstæðumar ættu því að vera öllu betri en þegar þeir Kasparov og Korchnoi tefldu einvígi í Lond- grípur kerfið inn í, stöðvar leikinn og nýtt einvgi hefst eftir sex mánaða hlé. Þá sigrar réttlætið að lokum. En kerfiskarlinn hefur búið svo um hnútana að hanií fær tækifæri til að hefna sín aðeins rúmu hálfu ári síðar og þar emm við nú stödd í sögunni. Þannig hefur baráttan litið út í augum flestra Vesturlandabúa og það er a.m.k. ljóst að á Eng- landi er Kasparov miklu vinsælli, ekki sízt fyrir tilstuðlan Raym- onds Keene, sem er ásamt Braz- ilíumanninum Lucena að reyna að ná yfírtökunum í FIDE með stuðningi Kasparovs. Karpov hef- ur alls ekki notið sannmælis í umfjöllun fjölmiðla, það ert.d. enn mjög óljóst hvers vegna fyrsta einvíginu var frestað eftir 48 skákir í febrúar 1985. Fyrsta einvígið Karpov hefur líklega aldrei tek- ist betur upp á ævinni en haustið 1984 þegar fyrsta einvígið var að byija. Hann vann þriðju, sjöttu, sjöundu og níundu skákimar og var kominn með 4-0 forskot. Síðan hófst nær tveggja mánaða status quo, næstu 17 skákum lauk með jafntefli, sem er heimsmet. Þá 27. vann Karpov og nú þurfti hann aðeins að vinna eina skák til viðbótar, til að hafa unnið þær sex skákir sem til þurfti. Þá var enginn hámarksskákafjöldi eins og nú. En eftir 27. skákina gerði Karpov afdrifaríka skyssu, hann varð of sigurviss, bjóst líklega við að sjötti vinningurinn myndi koma án fyrirhafnar, fyrr eða síðar. Hann bjóst jafnvel við því að af- geiða Kasparov svo fljótt að hann gæti teflt síðustu umferðirnar á Olympíumótinu í Saloniki. Sovézka sendinefndin þar hafði jafnvel þvingað fram þá einstæðu samþykkt að Karpov gæti komið inn í sovézku sveitina sem sjöundi maður þegar hann hefði afgreitt unglinginn Kasparov. Stórvinur Karpovs, Júgóslavinn Bjelica, skrifaði um það í mótsblaðið að Karpov væri farinn að spyija til veðurs í Saloniki. Það hefur orðið mörgum dýr- keypt að hrósa sigri of fljótt og eftir að Karpov komst í 5-0 hóf- ust ótrúlegustu umskipti skáksög- unnar. Kasparov vann loks 32. skákina og eftir að Karpov missti af gullnu tækifæri í 41. skákinni Svart: Karpov 22. - Hcd8T? Slæm yfírsjón. Eftir 22. — Hd6 getur svartur haldið jafnri stöðu. Kasparov lagfærði bindið og flibb- ann, leit á áhorfendur og lék síðan snöggt: 23. Dxd7!! - Hxd7, 24. He8+ - Kh7, 25. Be4+ og Karpov gafst upp. í næstu skákum tefldi Karpov af mikilli varfæmi, en í þeirri sext- ándu náði hann ekki að fínna bezta svarið við bráðskemmtilegri nýjung Kasparovs í Sikileyjar- vöm. Askorandinn náði undirtök- unum í skákinni og vann síðan stórglæsilega. Síðan þá hefur Karpov fundið rétta svarið við nýjunginni og afbrigðið kemur vafalaust ekki til með að sjást í London. Þar með var Kasparov kominn vinningi yfír og í nítjándu skák- inni jók hann forskot sitt. Karpov náði að sýna mikinn styrk með því að vinna 22. skákina og þá munaði aðeins einum vinningi. Þeir 23. lauk með jafntefli og þá var ljóst að eftir meira en árs baráttu og 71 skák, myndi sú síðasta ráða úrslitum. Hún var tefld af mikilli hörku, líklega hikaði Karpov of lengi með að fara í sókn og eftir mikið tíma- hrak vann Kasparov skákina og þar með einvígið, 13—11. Síðan þá hefur mikið verið deilt um skemmtilegustu stöðurnar í ein- víginu, sérstaklega hefur verið vinsælt umræðuefni hvort Karpov hafí átt vinning í síðustu skák- inni. Þótt 72 skákir á rúmu ári séu stór skammtur, þyrstir menn enn í að sjá viðureignir þessara tveggja höfuðsnillinga skáklistar- innar í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.