Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 43
Sfí?RGlBlÉLAÐÍÐ, WföynQaDffioÆ9.A§$M^fM Sértu meyja, naut eða fiskur færðu ekki vinnu hjá okkur Atvinnurekendur hafa löngum beitt hinum margvíslegustu að- ferðum við mannaráðningar sínar. Flestir styðjast reyndar við hefðbundin skjöl á borð við prófskírteini og meðmælabréf, ásamt svolítilli mannþekkingu, en þeir eru þó til sem senda rithandarsýnis- horn umsækjenda til svokallaðra skriftarsérfræðinga, sem lesa svo út úr stöfunum kosti þeirra og galla, kveða upp dóm um vinnusemi og vandvirkni viðkomandi aðila. En ekki eru allar aðferðirnar upptald- ar enn. Nýlega auglýsti tryggingarfyrirtæki eitt í Bretlandi nefnilega eftir starfskrafti á skrifstofu sína og setti sem skilyrði að umsækjend- ur yrðu að vera fæddir í ákveðnum stjömumerkjum. Þessi eftirsóttu stjömumerki vom tákn Tvíbura, Bogmanna og Ljóna. „Ég hef sko tröllatrú á stjörnuspekinni," segir forstjóri fyrirtækisins. „Eftir ára- langa reynslu í ráðningu starfsfólks er ég kominn á þá skoðun að langbestu starfskraftarnir em fæddir í fyrrgreindum merkjum. Tvíburarnir em orðheppnir og skrafhreifnir, hafa gífurlegan sann- færingarmátt og það er stór kostur í þessari starfsgrein. Ljónin eru hinsvegar óhemju dugleg, algjörar jarðýtur til vinnu. Þau hafa einn- ig stjórnunarhæfileika, em stundvís, ákveðin ogýtin, sem er mjög gott. Bogmenn em líka miklir vinnuþjarkar, léttir í lund og sam- vinnuþýðir," segir þessi hái herra. „Það má vel vera að á þessu kerfi mínu sé einhveija bresti að finna og innan hinna stjömumerkj- anna séu menn sem gætu eins vel sinnt starfinu. En með þessari aðferð slæ ég þó nokkra vamagla, tek ekki eins mikla áhættu og ella.“ Já, aðferðimar em fjölmargar — en hvers eigum við vatnsberam- ir og vogimar að gjalda? Tryggingafyrirtæki eitt í Bretlandi ræður fólk í vinnu eftir því hvenær ársins það er fætt. Eftirsóttustu starfs- kraftar eru ljón, bogmenn og tvíburar. COSPER — Skórnir, sem ég keypti í gær, eru of litlir. „Ég geri mér grein fyrir að þetta verður vandasamt verk,“ segir Rebecca de Mornay um hlutverk sitt sem Patty Hearts. „Málið er afskaplega viðkvæmt, én það er kannske ekki síst það, sem gerir hlutverkið svona heillandi.“ Saga Patty Hearst fest á f ilmu m Eg hef aldrei lagt það í vana minn að ráðast á vegginn, þar sem hann er lægstur," segir leik- konan Rebecca de Momay, sem nýlega hefur tekið að sér hlutverk, sem margar reynslumeiri leikkonur höfðu hafnað, hreinlega ekki treyst sér til að túlka. Hlutverk þetta er líka afskaplega viðkvæmt og kreij- andi, en Rebecca á að fara með hlutverk Patty Hearst Shaw — hinnar ungu og ríku blaðakóngs- dóttur, sem var rænt af hryðju- verkamönnum fyrir þó nokkmm ámm. Patty Hearst, sem nú er orð- in 32 ára gömul, hefur nefnilega sent frá sér bók um líf sitt og reynslu og mun kvikmyndin byggð á þeirri sögu. Ákveðinn f að halda sig á heima- slóðum af ótta við hryðjuverk aflýsti Liberace hljómleikaferð sinni um Evrópu. Liberace óttast hryðju- verk í Evrópu Hræðsla við hryðjuverk og hefndaraðgerðir Libýumanna er afskaplega útbreidd meðal bandarískra stórstima. Fjöldi söngvara og hljómsveita hafa aflýst hljómleikum um allan heim, sakir þessa, auk þess sem sviðssetningu heilu kvikmyndanna hefur verið breytt — myndimar teknar í ein- hveiju fylkinu vestan hafs í stað stórborga Evrópu. Nýlega lýsti hinn glysgjami píanósnillingur Liberace því yfir að hann hygðist ekki halda neina tónleika í Evrópu meðan ástandið væri svona ótryggt. Fyrir- hugaðri hljómleikafor hans var því aflýst, aðdáendum hans héma meg- in Atlantsála til mikilla vonbrigða. Fjárhagur Liberace verður því ekki alveg eins vænlegur næsta vetur og reiknað hafði verið með, því áætlað hafði verið að hann þénaði rúmar 110 milljónir íslenskra króna á för sinni. Enga ástæðu hefur hann þó til að örvænta, því sú upp- hæð ku aðeins vera dropi í hafið, þegar fjármál hins fræga píanóleik- ara em annars vegar. getrlaina VINNINGAR! 1. leikvika — 23. ágúst 1986 Vinningsröð: 1 2X-X1 X-1 21 -1 1 2 1. vinningur: 12 réttir, kr. 70.230,- 48031 (4/11 95929 (6/11) 126347 /6/11) 49095 (4/11 126059 (6/11) 126999 (6/11)+ 2. vinningur: 11 réttir, kr. 1 .504 r 2102+ 45549 48098 51474 56824 97155 126888+ 7045 45551 • 48480 51997 56955+ 97238 126977 7284 45640 49031 52312 59435 97748 127791 7625 46500 49035+ 53131 95004 97760 127866+ 7782 46742' 49036+ 53678 95104 98630' 128033+ 8186 46961 49411 54494- + 95553 98732 128530+ 9914 47591+ 49448 54668 95778 98865 128531+ 10078+ 47626+ 49564 55648 95844 125017' 200152 10535 47653+ 49759 55719 96120 125134 200472 45222 47723 50086 55997 96283 125511 45363 47910 51208+ 56278 96316 125641 45472 + 48091 51212+ 56171 97060 126142 • =2/11 Kærufrestur er til mánudagsins 15. sept. 1986 kl. 1 2.00 á hádegi. íslenskar Getraunir, íþróttamiðstödinni v/Sigtún, Reykjavík Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni i Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Islenskra Getrauna fyrir lok kærufrests Þvottavélar og þurrkarar ..eins og hlutirnir gerast bestir Árangur náinnar samvinnu sænsku neytendastofnunarinnar KONSUMENTVERKET, textilrannsóknastofnunarinnar TEFO og tæknirisans ASEA. Nýsköpun sem fær hæstu einkunnir á upplýstasta og kröfuharðasta markaði heims fyrir árangur, taumeðferð og rekstrarhagkvæmni. ASEA CYUNDA tauþurrkari Skynjar sjálfur hvenær tauið er þurrt, en þú getur líka stillt á tíma. 114 lítra tromla, sú stærsta á markaðin- um. Það þarf nefnilega 2,5 sinnum stærri tromlu til að þurrka í en til að þvo í. Tekur því úr þvottavélinni í einu lagi. Mikið tromlurými og kröftugt útsog í stað innblásturs stytta þurrktíma, spara rafmagn og leyfa allt að 8m barka. Neytendarannsóknir sýna að tauið slitnar ekki né hleypur í þurrkaranum, heldur losnar aðeins um lóna af notkunarslitinu. Það er kostur, ekki síst fyrir ofnæmisfólk. Sparar tíma, snúrupláss og strauningu. Tauið verður mjúkt, þjált og slétt, og æ fleiri efni eru gerð fyrir þurrkara. Getur staðið á gólfi eða ofan á þvottavél- ASEA CYLINDA þvottavélar Þvo best, skola best, vinda best, fara best með tauið, nota minnst rafmagn. Vottorð upp á það. Gerðar til að endast, og í búðinni bjóðum við þér að skyggnast undir glæsilegt yfirborðið, því þar er ekki siður að finna muninn sem máli skiptir: trausta og stöðuga undirstöðu, vöggu á dempurum í stað gormaupphengju, ekta sænskt ryðfrítt krómnikkelstál, SKF-kúlulegur á 35 mm öxli, jafnvægisklossa úr járni í stað sandpoka eða brothætts steins o.fl. Athyglisverð er líka 5-laga ryð-og rispu- vörn, hosulaus taulúga, hreinsilúga, grófsía, sápusparnaðarkerfi með lyktar- og hljóðgildru, stjórnkerf: með framtíð- arsýn og fjölhraða lotuvinding upp í 1100 snúninga. ASEA CYLINDA er nú eini framleiðandi heimilisþvottavéla á Norðurlöndum. Með stóraukinni framleiðslu og tollalækkun er verðið hagstætt. Og víst er, að gæðin borga sig, STRAX vegna betri og ódýrari þvottar, SlÐAR vegna betri endingar. /FOnix HÁTÚNI6A SÍMI (91)24420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.