Morgunblaðið - 14.09.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.09.1986, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1986 SIGURÐUR NORDAL ALDARMINNING Trúin á ævintýrin EFTIR ÞORSTEIN GYLFASON Síðustu mánuði ársins 1922 var einmunatíð í Reykjavík; hún dugði til þess meðal annars að lsta desem- ber söfnuðust margir Reykvíkingar saman á Austurvelli til að hlýða ræðu af svölum Alþingishússins. Þá var Háskóli íslands þar til húsa ásamt Alþingi. Ræðuna flutti Sigurður Nordal sem var rektor Háskólans um þessar mundir. Hún var birt í Lög- réttu 7da desember og hét þar Trúin á ævintýrin. Erindi Sigurðar við þá sem á hann hlýddu var hversdags- legt, og væri það líka núna sextíu og fjórum árum síðar hann var að biðja um peninga handa Háskólanum. Peningana vildi hann nota til þess að byggja stúdentaheimili, það er að segja stúdentagarð. Honum fórust meðal annars orð á þessa leið: Þér megið umfram allt ekki halda, að stúdentaheimilið sé nauð- eru þeir að skapa hér íslenskt stúd- entalíf, sem áður hefír ekki verið til, samt eru þeir svo djarfir, að þeir fylkja sér allir hiklaust undir merki framtíðar, sem þeir aldrei njóta sjálfír, samt eru þeir svo ríkir, að þeir koma og bjóða allri þjóðinni hlut í ævintýrinu með sér. Þér eigið að vera þakklátir fyrir að fá að taka þátt í öðru eins . . . Maðurinn lifír ekki á brauði einu saman. Maðurinn lifir alls ekki á brauði. Brauðið bjargar honum frá að deyja. Maðurinn lifír á ævintýr- unum. Án þess væri lífíð ekki líf, og maðurinn ekki maður. Það er óþarfínn svonefndi, þau verðmæti lífsins, sem varpa yfír það Ijóma fegurðar og ímyndunar, sem gerir daglega lífíð þolanlegt. Heldur eig- um vér að spara allt við oss hversdagslega, og kunna svo að halda hátíð á milli, en gera allt lífið að tilbreytingarlausu töðumauli. Höggmynd af Sigurdi Nordal eftir Siguijón Ólafs- son. synjamál. Það er allt annað og meira. Það er ævintýri. Þér megið ekki halda, að allt geti ekki slarkað áfram héðan af eins og hingað til. Stúdentarnir koma ekki tilyðareins og þurfamenn. Nú eru þeir margir hverjir kúldaðir í smáum herbergis- holum, verða að vinna fyrir sér jafnframt námi sínu, fara á mis við fíest það, sem sambræðrum þeirra er veitt í öðrum löndum. Og samt Árið 1934, tólf árum eftir að ræð- an var flutt, kom stúdentaheimilið í gagnið. Það var fyrsta byggingin á háskólalóðinni og heitir nú Gamli garður. Það var svo ekki fyrr en 1940 að Háskólinn sjálfur flutti úr Alþingishúsinu í eigið hús þar sem hluti hans, nú ekki nema lítill hluti, á heima enn í dag. II Við skulum staldra við eitt orð í þessum stúf: höfum það stúdentalíf. Sigurður Nordal ætlaðist til þess af Reykvíkingum að þeir reistu stórhýsi utan um stúdentaiífið. Hvaða líf er það? Garðsböll? Eða alls konar sukk og svall? Væri ekki nær að ryðja Alþingishúsið og tildra upp einhveiju skólahúsi yfir þetta lið? Þá þvælist það ekki fyrir löggjafarsamkomunni alla daga. Og er ekki þessi háskóli tómt bruðl og vitleysa hvernig sem á er litið? Þarna eru 22 kennarar, á embættislaunum, lesandi yfír 113 stúdentum. Veit fólk hvað það kost- ar? Svo er hægt að fá það allt saman ókeypis í Danmörku. Þar hefur það líka „stúdentalífið" sem það sækist eftir. Árið 1924 vildi Jón Þorláksson, Aldar- minning FRAMHALD gistiprófessor við Harvard-háskóla í AP BLS. 3.C Bandaríkjunum. Kvöð háskólans var sú að hann héldi sex fyrirlestra um íslensk efni, og þar gafst honum lang- þráð tækifæri og tírni til að sinna frekar undirbúningi íslenskrar menn- ingar, sem hann hafði orðið að láta sitja á hakanum um Iangt skeið vegna annarra starfa. Umhverfi og atlæti í Harvard var honum mjög að skapi. Hann taldi sér nauðsyn að starfa að þessu verkefni í nokkurri Qarlægð frá vettvangi þeirra atburða sem um var fjallað, horfa ekki yfir hið víða svið af heimaþúfu, heldur úr framandi umhverfi ótruflaður af hversdags- áhrifum sem honum mættu sífellt hér heima. Sigurður Nordal lokaði sig ekki frá lífinu. Hann fylgdist mætavel með dægurmálum af öllu tagi, og það var ekki ótítt að hann drægist sjáífur inn í slík mál. „Aumur er öfundlaus mað- ur“, segir máltækið. Til voru þeir sem sáu ofsjónum yfir velgengni og mann- hylli hans og honum var stundum vandlifað. Ekki held ég hann hafi alla jafna tekið aðkast nærri sér, og ekki man ég hann nefndi slíkt í mín eyru. Hann svaraði stundum fyrir sig og var bæði beinskeyttur og rök- fastur ef því var að skipta. En áreiðanlega var honum langtum kær- ara að örva og leiðbeina skáldum og rithöfundum og vekja áhuga á verk- um þeirra sem horfnir voru og gleymdir. Áhrifavald Sigurðar Nordals yfir nemendum sínum var fimasterkt. Kom þar margt til. Hann var fríðleiksmaður, ríflega meðalmaður á hæð, en þéttvaxinn, snyrtimenni mik- ið í klæðaburði og ákaflega aðlaðandi í framgöngu. Honum var eðlilegt að blanda geði við yngri menn sem eldri og skorti aldrei viðeigandi umræðu- efni. Gleðimaður var hann þar sem slíkt átti við og var mikill unnandi frjórrar lífsnautnar. Gáfur hans voru í senn skapandi og rökvísar. Þó und- arlegt megi virðast var fjölhæfnin stundum fundin honum til foráttu af einsýnum mönnum. Vísa Stephans G. átti vel við Sigurð Nordal: Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað. Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. Sjálfur segir Sigurður Nordal svo í Einlyndi og marglyndi: „Einlyndið er að miklu leyti sama og framkvæmni, marglyndið leggur áherslu á viðkvæmnina. Vaninn er hollur á sviði framkvæmninnar en sljóvgar viðkvæmnina. Látum oss því gera sem mest af verkum vorum af vana, en halda viðkvæmninni sífellt nýrri og frískri. Og með því hverfa þessar andstæður." Ég held að Sigurður Nordal hafi alltaf leitast við að lifa samkvæmt þessari kenningu. Það var haustkvöld 1937 að fund- um okkar Sigurðar Nordals bar fyrst saman. Ég þekkti hann auðvitað af afspum, og í huga mér skipaði hann háan sess fyrir glæsileik sinn, lærdóm og gáfúr. Sjálfur var ég ungur og óráðinn, en hafði innritast í norrænu- deild háskólans mest vegna þess að ég hugði mig þar helst eiga vinum að mæta sem og reyndist. Eg sat, um kvöldið hjá þeim Sigurði og Ólöfu konu hans sem tóku mér strax með þeirri hlýju og innileik sem síðan fylgdi kynnum okkar ævilangt. Sigurður Nordal var að eðlisfari mannblendinn. Um hann átti það við að maður er manns gaman. Sam- neyti við annað fólk var honum mikil nauðsyn, og hann eyddi æmum tíma með glöðu geði í viðræður við aðra, kunni og manna best að haga svo orðum að viðmælendur mætu sam- verustundirnar og hefðu af þeim ánægju og uppörvun. Ekki átti þetta síst við um nemendur hans. Hann var glöggur á menn og leitaði vand- lega að áhugaefnum þeirra. Ollum vildi hann koma til þroska, og munu þeir sem uppi standa af nemendahópi hans kannast við það. Hann var ráð- spakur maður, en vildi engum stjóma með nauðung, heldur láta menn sem mest sjálfráða, en styrkja þá eftir megni til þess er hugur þeirra hneigð- ist. Sparaði hann sig hvergi til að efla sjálfstraust og sjálfstæði nem- enda sinna. Sigurði Nordal var sem sagt einkar lagið að fræða í viðtölum eins og spekingum fomaldar. Það gerði hann hvort heldur hann var á gönguferð í Heiðmörk, götum gömlu Reykjavíkur eða heima í stofu sinni. Hann hafði næmt auga fyrir náttúrufegurð, og Heiðmörk mátti kallast draumaríki hans. Ég hygg hann hafi átt drjúgan þátt í að þetta landsvæði var gert að fólkvangi Reykvíkinga, og nafnið Heiðmörk var frá honum komið. — Gömlu húsin í Reykjavík vom honum eins og opin bók til að lesa af sögur þjóðkunnra manna sem í þeim höfðu búið á fyrri tíð. Mjög hugleikið um- ræðuefni voru líka æskustöðvar hans fyrir norðan, frændfólk hans þar og ýmsir gildir bændur og kyniegir kvistir í Húnaþingi og víðar. Kennsla Sigurðar Nordals við há- skólann var að miklu leyti fólgin í fyrirlestrum. Hann Ias fyrir í kennslu- stofu læknadeildar í alþingishúsinu meðan háskólinn var þar, eða til árs- ins 1940. Mun sú stofa hafa verið rúmbetri en aðrar vistarverur háskól- ans, enda vom oft fleiri viðstaddir kennsluna en nemendur hans. Eitt af því fyrsta sem ég man af kennslu Sigurðar var inngangserindi um rómantísku stefnuna og síðan kynning og skýringar á kvæðum Bjarna Thorarensens. Sigurður lét nemendur lesa kvæðin sem síðan vom skýrð í samræðuformi, sem hann stýrði af festu og lipurð, opnaði sífellt ný svið og sjónarhorn og sýndi hinn mikla líkingasmið í nýju ljósi, oft næsta óvænt, — fmmleik Bjarna, skarpskyggni og frábæra andagift. Þetta var engin þurr ítroðsla, en ákaf- lega varð Sigurður glaður, ef hann þóttist fínna skilningsglætu í þeim ungu sálum sem hann vildi opna fyr- ir dýrlegar sýnir og „skóga hug- mynda" skáldsins á Möðmvöllum. Hér hefur verið farið fljótt yfir sögu og aðeins drepið á fáein atriði á löngum og viðburðaríkum æviferli Sigurðar Nordals. „Gleymt er þá gleypt er“, segja menn. Vonandi verður það orðtak aldrei að algildum sannindum. Við lifum nú tíma mikillar gleymni og gleymsku. Margir snúa baki við for- tíðinni í stað þess að draga af henni þarflega lærdóma. Að því mun koma, þó að síðar verði, að menn reyna að knýta þræði sem slitnað hafa. Þá mættu íslendingar gera góðan hlut þess manns, sem veitti þjóðinni svo lengi og örlátlega af gnægð hjarta síns og hugar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.