Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986 51 Þessir hringdu . . . Seiko-kvenúr týndist Guðrún hringdi: Seiko-kvenúr týndist í Reykjavík nú nýlega. Þetta er fremur þunnt úr, svargrátt með gyllingu. Ef einhver hefur fundið það er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband við Guðrúnu í síma 691155, á daginn, eða 671774 á kvöldin og um helgar. Fundarlaunum heitið. Lyklar töpuðust Lilja hringdi: Lyklar töpuðust þann 15. þessa mánaðar sennilega í Fossvogs- kirkjugarði eða nágrenni Öslq'u- hlíðar. Þeir voru á steingeitar- kippu og á sköftin voru appelsínugul, ljósblá og græn. Finnandi vinsamlegast hafí sam- band í síma 76206 Minkahattur tapaðist Kona hringdi: Minkahattur með börðum var tekinn úr húsi við Ingólfsstræti síðastliðinn þriðju- dag milli klukkann 9-10 um morgunin. Hatt þessa er mjög saknað, enda gjöf á 75 ára af- mælisdegi. Hann er sérsaumaður og því auðþekkjanlegur. Fundar- launum heitið. Ef einhver getur gefíð upplýsingar um hattinn er hann beðinn um að hafa samband f síma 14657 eða 78007 eða lög- regluna. Reiðhjól hvarf Margrét Blöndal hringdi: 14. september síðastliðinn hvarf reið- hjól frá Hvassaleiti 15. Hjólið er sænskt, blátt að lit með litlum hjólum. Finnandi vinsamlegast hafí samband í síma 39125. Gengið um Laugardal GJÓ hringdi: Þegar ég var að alast upp var kjörorð ungmennafélaganna ræktun lýðs og lands. Mér verður oft hugsað til þeirra orða er ég geng um íþróttasvæðin í Laugar- dal hér í borg. Þar þyrfti að setja upp skylti um betri umgengni ekki síður en að bannað sé að vera þar með hunda. Það er oft óhugnanlegt að sjá þetta fallega svæði svo grátt leikið af virðingar- leysi og óþnfnaði. Mig grunar að jafnvel sjálfa íþróttamennina skorti snyrtimennsku. Ég tek sem dæmi hið snotra blómabeð við nýja húsið hjá íþróttahöllinni. Þar fær arfínn að una í ró. Slíkt ætti ekki að eiga sér stað. Þar skortir ræktun lands. Svo í lok nöldurs míns tók ég eftir því í vor, að búið var að setja upp stóra styttu í Laugardalnum. Ég gekk að henni og sá sem var að þar var kominn steyptur í brons íþróttaunandinn Gísli Halldórs- son. Ég undraðist staðsetningu styttunnar og varð að orði: Þama tókst þeim að gera Gísla Halldórs- son að utangarðsmanni, hans minning er utan við hin venjulegu fþróttasvæði, nánar tiltekið við bifreiðastæðin. Þvílík smekkleysa. Hús fyrsta borgarstj órans Arni Jóhannsson: Ég vil gera það að tillögu minni, að borgarstjóm kaupi húseignina Vesturgötu 38, ef hún verður sett á sölu. í þessu húsi bjó fyrsti borgarstjóri Reyk- víkinga, Páll Einarsson, og því húsið athyglisverður minjagripur um sögu borgarinnar. Kveðjur til sorphreinsun- armanna Kona hringdi: Ég vil senda kveðj- ur til sorphreinsunarmannanna sem sækja hjá mer sorpið, syðst í Hvassaleiti. Þeir eru svo liprir, ganga hljóðlega um og snyrtilega og taka allt sem ég bið þá um að taka. Ég hef búið á fleiri á fleiri stöð- um í borginni og verð að segja að þessir menn eru til fyrirmynd- ar. Einnig þakkir til Unnar, sem er veðurfræðingur hjá sjónvarp- inu. Hún hefur mjög skemmtilega framkomu. Hálskeðja týndist Ema Valsdóttir hringdi: Um miðjan mars sfðastliðinn varð ég fyrir því óhappi að týna háls- keðju sem ég hafði nýlega fengið að gjöf. Keðja þessi er þreföld, eða þijár keðjur fleftaðar saman. Ein úr hvítagulli ein úr gulu gulli og ein úr rauðagulli. Þrátt fyrir mikla leit og auglýsingar eftir keðjjunni hef ég ekki fundið hana. Ef finnandi hennar sæi þetta nú bið ég hann um að vera svo vænan að hafa sam- band við mig í síma 14660. Málsvari hins þögula hóps Kristján Baldursson skrifar: Þökk sé þeim sem halda uppi málsvörn fyrir trúna á lífíð og bera lotningu fyrir þvi. Undrast yfír mik- illeik þess og lyfta hugsun sinni frá dufti og ösku. Það heyrast of sjaldan raddir þeirra sem hætta sér út í baráttuna við helstefnuna og dauðamyrkrið. Andvaraleysi og góð trú hindrar átök við svartnættið. Grein Huldu Jensdóttur í Morg- unblaðinu 3. september s.l. kom eins og leiftrandi ljós inn í lág- kúrulega umræðu um svívirðu nútímans, Qöldaaftökur á fóstrum í móðurlífi. Eg tek undir orð Huldu þar sem hún talar um sjúkan þjóðarlíkama og ójafnvægisástand, þar sem Al- þingi slysast til að ganga erindi feigðaraflanna og læknar þvingaðir til að vinna óhæfuverk gegn heilögu heiti starfs síns. „Vakna þú sem sefur og rís upp frá dauðum og þá mun Kristur lýsa þér“. Þessi var ein áminning postu- lans Páls fyrir rúmum nitján öldum. Það er mikill svefn og andlegur dauði sem geysar þegar allt verð- mætamat miðast við efnaleg og félagsleg gæði. Hvað er orðið af menningu mannsins sem hefur hann upp af plani dýrsins? Hvemig er háttað þeirri siðmenningu sem horfír aðgerðarlaus á mannafómir? Hver er trú þess fólks sem telur efnaleg og félagsleg gæði mest og verðmætust? Það trúir á efnið sem er hjóm eitt. Fagnaðarboðskapurinn með frelsandi mátt sinn hefur ekki náð eyrum þess. Trú og lotning fýrir lífinu, trú á eilíft líf, trú á skapara himins og jarðar, trú á kærleika og aukin þroska getur ein breytt þeirri ógn- arhelstefnu sem mannkynið byltist eftir í boðaföllum. Aths. ritstj. Við viljum vekja athygli þeirra á sem tala í nafni Krists á því að halda sig við orð hans, en ekki mannasetningar. Hér er rætt um viðkvæmt mál með orðum sem Velvakandi verður að vara við. Fjöldaaftökur eru særandi orð í þessum pistli og engum málstað til framdráttar. Um fóstureyðingar eru ekki allir á einu máli. Lágmark- skrafa er að fjalla um þær hér í dalkunum og annarsstaðar með orðfæri sem telst prenthæft. Morg- unblaðið mun íhuga það atriði nánar. Fyrirspurn til borgar verkfræðings 6277-7885 skrifar: Síðastliðið vor var yfirlýsing í Morgunblaðinu um að byija ætti á nýja Vesturbæjarskólanum núna í haust. Skóli þessi átti að vera á auða svæðinu hjá Framnesvegi og Hringbraut. Samkvæmt upplýsing- um sem ég fékk hjá byggingadeild borgarverkfræðings er búið að fresta framkvæmdum enn einu sinni, nú fram yfír áramót. Því lang- ar mig að beina einni spumingu til forstöðumanns byggingardeildar borgarverkfræðings. Hvenær á í rauninni að byija á þessum fram- kvæmdum? NÝTT SÍMANÚMER 69-1 1-00 Offset Ýmis tæki til prentplötugerðar, svo sem KLIMSCH vertical- myndavél, plöturammi o.fl. til sölu. Upplýsingar í síma 33251. Hefur þú áhuga? Við erum að leita eftir söngmönnum. Hafðu samband við Bjarna í síma: 26102 milli kl. 9.00—16.00 eða Böðvar í síma 32584 eftir kl. 19.00. Kariakór Reykjavíkur Kökur yðar og brauð verða bragðhetrí og íallegri ef bezta tegund af * lyftidufti er notuð. BJORNINN HF Borgartún 28 - simi 621566 Reykjavík VARA^ U VER síma 1621566 Og nú erum við í Borgartúni 28 r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.