Morgunblaðið - 01.10.1986, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 01.10.1986, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986 29 semi ar Þá hafa stöðvar til íþróttaæfinga sprottið upp um alla borg og svo mun vera víðar í stærri bæjunum. Sundiðkun er almenn og eins er um almennar gönguferðir. Allt er þetta til heilsufarslegra hagsbóta og miklu almennara en fyrir 10—20 árum. Við Hóprannsókn Hjartavemdar kom í ljós að um 23% karla stund- uðu íþróttir 1968 en um 34% 1980 [8,9]. Ekki er ég í vafa um að þessi breyting lifnaðarhátta eykur á næstu ámm líkumar á lengra og betra lífi. Því til stuðnings skal greint frá rannsókn við Harvard- háskóla í Boston þar sem til margra ára var fylgst með tæplega 17 þús- und manns með tilliti til líkamsæf- inga og áhrifum þeirra á lífsferil þeirra, hvað varðar hjarta- og æða- sjúkdóma og aðra sjúkdóma. Niðurstaðan var að þeir sem iögðu mest stund á æfíngamar höfðu nærri helmingi lægri tíðni krans- æðadauða en þeir sem stunduðu léttari æfíngar. Einnig kom í ljós að lækkun varð á dánartíðni ann- arra sjúkdóma þ.á m. krabbameins af öllum tegundum, þó ekki væri hún eins greinileg og lækkun dán- artíðni kransæðasjúkdóms. [10] Aukin likamsþyngd: Samkvæmt rannsóknum Rann- sóknastöðvar Hjartavemdar ca. 15 ára gömlum má telja að minnsta kosti þriðjungur fólks á Reykjavík- ursvæðinu hafí verið ofan æskiiegr- ar þyngdar. [11,12] Var það svipuð tala og fannst í nágrannalöndunum. Nýrri rannsóknir benda til að þetta hlutfall hafí lítið breyst og má því betur, ef duga skal. Enginn vafí er á að margt fólk hugar betur að matarinnkaupum sínum nú en áður með tilliti til fitu og sykurs. Má þar fyrst benda á að erfiðleikar eru á sölu á feitu lambakjöti. Einnig hefír dregið mjög úr þeirri óhóflegu mjólkur- drykkju, sem tíðkaðist um og eftir síðasta stríð. Ekki er ólíklegt að þessar og aðrar breytingar á lifnað- arháttum Reykvíkinga hafí haft í för með sér lækkun blóðfituinni- halds, sem áður er getið. Streita: Erfíðlega hefír gengið að meta og mæla streitu og því fáar rann- sóknir sem eitthvað bitastæðar em í þeim efnum. Öllum er ljóst að mikið andlegt álag og til langs tíma hefír oft í för með sér hækkun blóð- þrýstings og blóðfitu og ekki sjaldan fylgja auknar reykingar í kjölfarið. Sjá því allir að þar er voðinn vís. I Hóprannsókn Hjartavemdar var sú spuming lögð fyrir þátttak- endur hvort þeim þætti núverandi starf andlega erfítt. í fyrsta áfanga rannsóknarinnar 1967—68 svömðu 12% karla þessarí spumingu já- kvætt [8] en í fjórða áfanga 16% [9]. Aðrar rannsóknir á sviði áhættuþátta „Monica“-rannsókn Sl. þijú ár hefír Rannsóknastöð Hjartavemdar eftir beiðni heilbrigð- isyfírvalda tekið þátt í fjölþjóðlegum rannsóknum undir yfímmsjón Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Rannsóknin á að standa í 10 ár og / er ætlað að meta tíðni kransæða- stíflu og þær breytingar er á henni kunna að verða á tímabiiinu ásamt þeim áhættuþáttum sem þekktir em. Er hér um mjög fjárfreka rann- sókn að ræða sem krefst síaukins Rannsóknastöð Hjartavemdar — efnarannsóknadeild. konar íþróttir hafa aykist sem vafalífið mun stuðla að minni áhrif- um streitu. Með nýjum lögum um reykinga- vamir standa vonir til að reykingar fari minnkandi. Eins og áður getur em krans- æðasjúkdómar lengi að þróast, ár eða áratugi. Það er viðbúið að það taki langan tíma að snúa þessari þróun við, en sú breyting sem orðið hefur á helstu áhættuþáttum krans- æðasjúkdóma hér á landi og dánartíðni þeirra, gefur vonir um að ná megi vemlegum árangri í framtíðinni. Heimildir [1] K. Svárdsudd: Are the Changes in Is- chemic Heart Disease caused by Changes in Risk Factors? Theracom, 34:2,1985. [2] N. Sigfússon: Blood pressure in Icelandic males aged 34—61 years. Health Survey in the Reykjavík area. Stage 1,1967—’68. Report A X, Reylgavík, 1978. [3] Nikulás SigfÚ8Son: Hypertension in Middle-Aged Men. The Effect of repeated screening and referral to community physicians on hypertension control. Acta Medica Scandinavica, Suppl. 710,1986. Rannsóknastöð Hjartaverndar — efnarannsóknadeild. Rannsóknastöð Hjartavemdar — tölvuvinnsla. starfsafla en hefír ekki notið þess fjárhagsstuðnings yfírvalda sem nauðsyn krefur. * Urvinnsla úr gögnum Hjartaverndar Ýmis verkefni em þar í gangi en ég mun geta eins þeirra sem kemur áhættuþáttunum beint við. Rannsókn hefír staðið yfír sl. tvö ár á dánarorsökum um 4500 manns en þeir hafa allir verið þátttakendur í Hóprannsókn Hjartavemdar frá því hún hófst á haustmánuðum 1967. Er langt komið að tölvuskrá þennan efnivið m.a. til að finna áhættuþætti og meta þátt þeirra í sjúkdómum og dauða. Skráning kransæðastíflu Árið 1981 hófst á Rannsóknastöð Hjartavemdar skráning kransæða- stíflutilfella meðal allra íslendinga á aldrinum 25—74 ára. Þessi skrán- ing á að ná yfír 10 ára tímabil og er þáttur í framangreindri Monica- rannsókn. Slík skráning er tímafrek og tafsöm, þar eð heimsækja þarf spítala borgarinnar og stærri bæja á landinu til að skrá innlagða krans- æðasjúklinga svo og öll dánarvott- orð. Því miður em hjartavemdar- samtökin ekki það vel í stakk búin fjárhagslega að geta hmndið þessu verki áfram eins og nauðsyn ber til og fjárhagsstuðningur hins opin- bera mjög skorinn við nögl. Með þessari skráningu verður í framtíð- inni hægt að fylgjast með fram- vindu kransæðasjúkdóms og dánartfðni vegna hans í þjóðfélag- inu. Hefir forvarnastarfið borið árangnr? Ég held að flestu leyti megi svara þessari spumingu játandi. Séu áhættuþættimir taldir upp í þeirri röð sem að framan getur hefír eftir- lit og meðferð á hækkuðum blóð- þrýstingi stóraukist og batnað. [3] Blóðfíta (kolesterol) hefír einnig lækkað. Með nýlega hertum reykingavömum em líkindi til að draga megi úr reykingum til muna á næstu áram. Þá sést að viðbrögð almennings um stundun lfkamsæfinga alls kon- ar og hollrar útivistar fara sívax- andi. Hins vegar benda rannsóknir Hjartavemdar til að fólk telji að streita fari vaxandi í störfum þeirra, og ekki virðist skv. sömu rannsókn að líkamsþyngd Reykvíkinga fari lækkandi. Hvomtveggja er áhyggjuefni, sem er samofíð því lífsgæðakapphlaupi sem við búum við. Dánartíðni kransæða- sjúkdóms Svo er að sjá að þar sem lengst og ákveðnast hefir verið beitt for- vamastarfí gegn kransæðasjúk- dómi hafí orðið mest ágengt f lækkun _ dánartíðninnar. (Banda- ríkin, Ástralía, Nýja-Sjáland). í þessum löndum höfðu þessar ráð- stafanir verið við hafðar áratugum fyrr en hjartavemdarsamtökin vom stofnuð hérlendis. Hafa ber og í huga að fyrstu breytingar í æða- veggjum sem em undanfari æðakölkunar geta byijað á ungl- ingsámm. Breytingar þessar em því áratugagamlar þegar þær gefa líkamleg einkenni. Eins og áður sagði hafa litlar breytingar dánartíðninnar orðið á Norðurlöndum og Bretlandi í þess- um efnum enda forvamarstarf hafíð litlu fyrr en hérlendis. Samkvæmt heilbrigðisskýrslum fer dánartíðni vegna kransæðasjúk- dóms stöðugt vaxandi hér á landi allt framá sjöunda áratuginn. Kringum 1970 virðist verða breyt- ing á þessri þróun, dánartiðnin hættir að vaxa og jafnvel gætir nokkurrar lækkunar einkum meðal kvenna eins og sjá má á meðfylgj- andi línuriti. [13,14] Niðurlagsorð Rannsóknir Hjartavemdar gefa til kynna: 1) Blóðþiýstingsmælingar hafa stórlega aukist og meðferð blóð- þrýstings batnað. 2) Blóðfíta (kolesterol) hefur vem- lega lækkað. 3) Sígarettureykingar hafa minnk- að, einkum meðal karla. 4) Líkamsrækt allskonar hefur aukist vemlega. 5) Aukin líkamsþyngd er svipuð síðustu 10—20 árin. 6) Streita í starfí hefur heldur auk- ist. Leggja þarf áherslu á að blóð- fitumælingar verði sem algengastar hjá fullorðnu fólki. Aðgerða er þörf til þess að þyngd manna nálgist sem mest kjörþyngd. Fagna ber að líkamsrækt og alls- [4] AUi Ámason & Guðmundur Sverrisson: Fréttatilkynningfrá Sjúkrahúsi Seyðis- flarðar. Hjartavemd, 23:2,1986. [5] Ottó J. Bjömsson, Davíð Davfðsson, Ólafur Ólafsson, Nikulás Sigfússon, Þorsteinn Þorsteinsson: Survey of Serum Lipid Lev- els in Icelandic Men Agen 34—61 Years. An epidemiological and statistical evalua- tion. ^Acta Medica Scandinavica, Suppl. 616, 1977. [6] Baldvin Þ. Kristjánsson, Davíð Davfðsson, Guðmundur Bjömsson, Nikulás Sigfússon, Ottó J. Bjömsson: Reykingavenjur íslenzkra karla á aldrinum 46—68 ára. Hóprannsókn Hjartavemdar 1974—’76. Rit C XXIII, Reykjavík, 1983. [7] Baldvin Þ. Kristjánsson, Davíð Davfðsson, Guðmundur Bjömsson, Nikulás Sigfússon, Ottó J. Bjömsson. Reykingavenjur fslenzkra kvenna á aldrinum 42—69 ára. Hóprannsókn Hjartavemdar 1976—’78. RitC XXVIII, Reykjavík 1984. [8] Ólafur Ólafsson, Haukur ólafsson: Skóla- ganga, atvinna, húsnæði og heilsufar nokkurra starfsflokka fslenzkra karla á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 34—61 árs. Hóprannsókn Hjartavemdar 1967—’68. Skýrsla A XVI, Reykjavík 1980. [9] Rannsóknastöð Hjartavemdar. Óbirtar niðurstöður. [10] P.D. Wood, W.L. Haskell, S.W. Far- quhar Role of physical excercise in primary and secondary nrevention of atheroscle- rotic disease. Heartbeat, 4:1,1985. [11] Bjami Torfason, Davíð Davfðsson, Niku- lás Sigfússon, Ottó J. Bjömsson: Líkams- hæð, Ifkamsþyngd og þyngdarstuðull fslenzkra karla á aldrinum 34—61 árs. Hóprannsókn Hjartavemdar 1967—’68. Skýrsla A XV, Reykjavík 1978. [12] Davfð Davfðsson, Friðrik Sigurbergsson, Gunnar Guðmundsson, Nikulás Sigfússon, Ottó S. Bjömsson, Ólafur Ólafsson: Lfkamshæð, lfkamsþyngd ogþyngdarstuð- ull íslenzkra kvenna á aldrinum 34—61 árs. Hóprannsókn Hjartavemdar 1968—’69. Rit a XXVI, Reykjavík, 1983. [13] Heilbrigðisskýrslur 1966—1984. [14] Heilbrigðismál, 1:1986. Höfundur er prófessor ílæknis- fræði ogdr. med.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.