Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBtAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER '1986 Sendi innilegt þakklceti til allra þeirra, sem sendu mér gjafir og kveðjur á áttatiu ára af- mœli mínu 3. nóvember. Vinsemd ykkar hefur yngt mig um mörg ár. Sendi ykkur bestu kveÖj- ur okkar hjónanna og óskum ykkur allrar blessunar. Tryggvi Jónsson, Dalvík. Menntun sem nýtist út um ailan heim Nám í hótelstjórnun í Sviss. IHTTI býður upp á tveggja og þriggja ára nám í hótelstjórnun. Námið er ætlað jafnt konum sem körlum, 18 ára og eldri, og eru skírteini afhent í námslok. Kennt er á ensku en nemend- ur sækja einnig námskeið í frönsku og þýsku. Kennt er í skóla IHTTI í Luzern í Sviss. Ný nám- skeið hefjast í febrúar og október á hverju ári. Námsgjald er 23.000 svissneskir frankar á ári og er allt innifalið. Fáið sendan upplýsingabækling frá: International Hotel and Tourism Training Institutes Ltd. Swrtzerland l—l P.O. Box 95, CH 4006 Basel Sími: (061) 423094. Telex: 65216 TC CH. Domus Medica, Egilsgötu 3. Sími: 18519. Sérframboð Stefáns Val- geirssonar? Það væri að bera vatn í bakkafullan lnelfinn að tíunda frekar en orðið er þau átök framsóknar- manna i Norðurlands- kjördæmi eystra sem leiddu tíl þess sem Stefán Valgeirsson, alþingis- maður, túlkaði sem pólitíska „aftöku" sína. Nú ganga um kjör- dæmið, einkum Norður- Þingeyjarsýslu, undir- skriftalistar, þar sem skorað er á Stefán Val- geirsson að efna tíl sérframboðs. Gangi það eftir verður það saga tíl næsta bæjar, hvern veg komið er fyrir Fram- sóknarflokknum i þessu gamalgróna vigi hans og vöggu samvinnuhreyf- ingarinnar. „Furða, sár- indi, óhugur“ Ingvar Gíslason, al- þingismaður, hefur sent flokksbræðrum sinum i kjördæminu opið bréf. Það hefst á þessum orð- um: „Kæru samheijar. Ýmsir atburðir siðustu daga vekja hjá mér allt i senn: furðu, sárindi og óhug.“ „En mestu varðar þó hjá mér að það setur að mér óhug að horfa upp á afleiðingamar: Klofn- ing Framsóknarflokksins i Norðurlandskjördæmi eystra, þar sem við blasir að höfuðvigi flokksins á öllu fslandi verði lagt i rúst i tilefni 70 ára af- tnælis flokksins." Ingvar deilir hart á ýmsa framsóknarmenn nyrðra, einkum þing- bróður sinn Stefán Valgeirsson og Þórólf Gíslason, kaupfélags- stjóra. Arásin á Stefán felst m.a. í gangrýni á þá meintu „firru að hægt sé að sameinast með þvi að sundra sér". Framsókn í Norðurlandi vestra: Stefán Guðmundsson berst við Pál Pétursson um efsta sætið „Kemur mér mjög á óvart,“ segir Páll STKKÁN GIIDMIINDSSON al- þingismaðtir Kramaóknar- flokkiúnM I Norðurlandskjör da>mi vmlra. aem akipaði annað mHí framhoðaliata Kramaókn- arflokkaina I aiðuatu koaningum hefur ákvrðið að atrfna A rfata an'tið á framhoðaliata flokkaina I |irófkjöri flokkaina, aom lýkur z:i. þowui mAnaðar og krppa þar mnl við l’Al l’éturaaon, formanu þingflokka Kramaókn- arflokkaiua um airti það arm l'AII hefur undanfarin kjörtimahil akipað. l'Ali koma þoaaa tiðindi n\jög n óvnrt, að þvi rr hann upplýati I aamtali við Morgunblnðið I girr. „Kéiagar mlnir I KVamaóknar- flokknum og vimr I Skagufmli hnfa mmað kiianiiigiisknrstofu mér til atuðningH,* sngih Strfán i aunitiili við Morgunbl.iðið Að spurður hvort hnnn stefmli lul þvl iut ná fyrutii aa-ti lisiuas i |m>f- kjiiri flokksins, sugili Stefán: Já það rr n'*tt f'g ati'fni á fym' KjiHið.* Stefán var spunVir hvort • _ ákv inlun hans va-ri vinla' uni að framnnknitmionn landi vest uni að ná tvrimur anmkva'nit nýju Ans. .f+f ivf vonð I fyrxt.a airlinu kjortlniiilnl, og hef S milt la-sla Oriog '••ga i hnndiim •vlur n-akjii ii kosið vi'fðr . litmicnn I f ^ "m. W m 'JT aL / - .... VS?K' St.fán tu'fur. ItyaVtulum siniini. I*að it aið w-gja iut þrir fá alna vigt vegna Jh'hn iu> þrim it trvyst og kji'aatulur |K'irra liakku þá u|ip. K.f kji'iwinliir gvru |iað i-kki, |iá niiasir niáinuln ingur þingmannsuiM sinn „atnlus*, isVi jiiul la’ditiaka afl wni liaiin Ivfiir |ku> rýmnr, vs> |mð iuI liann •V að jsda viuitraiist kj.Vs. isla lil jmnnig :i íu> N.nvVir- «i vi-stru. ekki siiVir ' ‘'•lislyonlnMiiuni. ■n.Msvara á fyrir ,1 hwaw & "" óvart .* sagi’ tbfCfh- ^ 4 V „Nordan, hardan, gerdi gard“ Framsóknarflokkurinn heldur nú hátíðlegt sjötugs afmæli. Jafn- framt stendur yfir 19. flokksþing Framsóknarflokksins. En þar sem vötn falla í norður — í þáðum Norðurlandskjördæmum — stendur flokkurinn í innþyrðis stríðum. „Nordan, hardan, gerdi gard“, eins og segir í gömlum húsgangi. Staksteinar staldra við þetta efni i dag. Stefán gegn Páli Nú horfir tii átaka milli þingmanna Fram- sóknarflokksins í Norð- uriandskjördæmi vestra. Stefán Guðmundsson hefur opnað kosninga- skrifstofu á Sauðárkróki og stefnir að þvf að ýta Páli Péturssyni úr fyrsta sætí listans. „Stefán hefur ekki sagt mér af þessari ákvörðun sinni, og hún kemur mér satt að segja mjög á óvart,“ segir Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknar- manna, í viðtali við Morgunblaðið i gær. Stefán Guðmundsson segir hinsvegar í viðtali við blaðið: „Já, það er rétt. Ég stefni á fýrsta sætíð.“ Hér skulu engar líkur að þvf leiddar að sama framsóknarsagan gerist í vestara Norðurlands- kjördæminu og þvi eystra. Ljóst er hinsveg- ar að Framsóknarflokk- urinn á við heimilisböl að búa f báðum Norður- landskjördæmunum og raunar vfðar. Ábáðum áttum Framsóknarflokkur- inn hefur að sjálfsögðu sitt hvað tíl- síns ágætis, eins og flestir stjóm- málaflokkar. Hann hefur sýnt viðleitni í þá átt að laga sig að nútímanum, framvindunni í samfé- laginu, eins og fram hefur komið í núverandi stjómarsamstarfi. Sá árangur sem núverandi stjómarflokkar hafa náð í efnahagsmálum og sagt hefur til sín i hjöðnun verðbólgu, stöðugleika í efnahagslifi, minnkandi viðskiptahalla, stöðvun erlendrar skuldasöfnun- ar, meira fijálsræði og meiri samkeppni í at- vinnulifinu o^.frv. ber þessu ljósan vottinn. Hins vegar er ekki á visan að róa, þar sem Framsóknarflokkurinn er. Vegir hans liggja til allra átta. Stefnumörkun hans er stefnumörkun á báðum áttum. Það sýna hejjarstökk flokksins frá hægri yfir i vinstri rflds- stjómir. Og þau átök, sem átt hafa sér stað i flokknum, veikja hann, þó hann qjótí, eins og stjómar- flokkamir báðir, góðs af þeim árangri og efna- hagsbata, sem náðst hefur í valdatíð sitjandi rfldsstjómar. Fólk gerir sér almennt grein fyrir þvi, jafnvel fólk sem heyrir til vinstri flokkiun, að ekki er gefið mál að annars konar rfldsstjóm hefði gefizt betur í lifróðri þjóðar- búsins út úr verðbóigu- vandanum. Auglýsingar22480 Afgreiðsla 83033 Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til við- tals í Valhöll Háaleitisbraut 1, á iaugardögum frá kl. 1Ó—12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrir- spurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 8. nóvember verða til viðtals Magnús * ' L. Sveinsson forseti borgarstjórnar og Hulda Valtýs- mk dóttir formaður menningarmálanefndar. TSít.amat.kajdiitLnrL j'lH11 <fj-iettisgötu 12- 18 SAAB 900i 1986 Hvitur, 2ja dyra, sérlega fallegur bíll sem flesta langar i. Ekinn 5 þ.km. Verfi 570 þ. Honda Civic Sedan 1985 Hvítur, sjálfskiptur m/overdrive. 2 dekkjagangar o.fl. Ekinn 22 þ.km. Verð 410 þ. — Mazda 626 2 dyra '83 Sóllúga o.fl. Fallegur bfll, ekinn 40 þ.km. Sjálfskiptur. Verð 430 þ. Chervolet Citation 1980 Rauöur, 4 cyl., sjálfskiptur, aflstýri, 5 dyra bíll + með framdrifi. Elnn i sér- flokki. Verð 260 þ. M. Benz 200 1987 Orange, útvarp + kassetta, aflstýri, bfll í góðu standi. Verð 420 b- M. Benz 280 SE '80 Steingrár, sóllúga o.fl. Blazer K5 '79 Svartur, ekinn 63 þ.km. Mazda 626 GLX '85 Steingrár, rafm. í rúöum o.fl. Citroen Alex '86 Hvítur, ekinn 13 þ.km. V. 230 þ. Daihatsu Charmant '83 Vfnrauður, ekinn 62 þ.km. Mazda 323 station '82 Rauöur, ekinn 48 þ.km. Honda Accord EX '83 Rauður, raflæsingar o.fi. V. 410 þ. Lancia Firier '86 Gullsans. Ekinn 6 þ.km. V. 285 þ. Escort 1.6 station '85 Ekinn 26 þ.km. 2 dekkjag. V. 410 þ. Honda Civic sport 1986 Hvitur, 1500 vél, 5 gira, sóliúga o.fl. Skemmtilegur smábfll. 3ja dyra. Ekinn 11 þ.km. Verö 440 þ. Fjöldi bifreiða á mjög hagstœðum greiðslu- kjörum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.