Morgunblaðið - 10.12.1986, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 10.12.1986, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 Grindvísku bátarnir fjórir sem eru milli vita í verkfalli beitingamanna. Morgunbiaðið/Kr.Ben. Beitingarmennirnir Hreinn Sigtryggsson og Ómar Mattíasson. Grindavík „fríhöfn“ í beitingarverkfalli Grindavík. TVEIR af fjórum bátum í Grindavík, sem stunda línu- veiðar fyrir aðiia í Keflavík og Sandgerði, munu ekki stöðvast vegna verkfalls beit- ingarmanna í Keflavík og nágrenni sem hófst aðfaranótt laugardags þar sem það fólk úr Keflavík sem sér um beit- ingu fyrir þá mun koma til Grindavíkur og beita þar fyrir bátana en verkfallið nær ekki til Grindavíkur. Bátarnir fjórir, sem heita Þor- steinn Gíslason, Hraunsvík, Sigrún og Vörðunes, eru á leigu- samning við aðila í Keflavík, Sandgerði og Njarðvíkum. Þeir réru ekki aðfaranótt mánudags vegna leiðinlegs veðurs þar sem þeir róa venjulega lengra en minni bátarnir, og spöruðu sjó- mennimir umsetninguna sem þeir áttu eftir til betra veðurs. Upp úr hádegi var beitingarfólkið sem beitir fyrir Þorstein Gíslason Bergið klifið. Minn- ingar veiðimannsins Hlöðvers Johnsens. Úteyjalíf náttúrubarns og náttúruskoðara, sjó- mennska með Binna í Gröf, Vestmannaeyja- gos. Einnig fróðleiks- brunnur um horfna þjóðhætti Eyjamanna. hinsvegar búið að koma sér fyrir í beitingarskúr hér í Grindavík enda ætluðu eigendur bátsins að gera bátinn út á eigin vegum. Eigendur Sigrúnar ætluðu að hafa sama hátt á og reyna að útvega sér beitingarmenn. Beitingarmennirnir Ómar Mattíasson og Hreinn Sigtrygg- son voru mjög óánægðir með þetta verkfall. Sagði Ómar að þeir hefðu gengið frá sínum samningum í haust áður en þeir fóru inn í skúrinn til að beita. Þeir sömdu um tryggingu og jóla- tryggingu, auk slysa- og veik- indadagagreiðslu ef slíkt kæmi upp á. Þá fengu þeir greidda tryggingu í þijár vikur meðan báturinn var í slipp í byijun ver- tíðar. „Okkur fínnst forkastanlegt að menn séu að efna til verkfalls nú rétt fyrir jólin til að krefjast þess sama og við sömdum um í haust. Það segir sig sjálft að við tökum ekki þátt í þessu verkfalli og komum því til Grindavíkur til að beita og erum í fullum rétti þar sem bátunnn er gerður út héðan,“ sagði Ómar í samtali við Morgunblaðið. Hreinn bætti við að verkfallið snérist ekki um hækkun heldur leiðréttingu á kjörum beitinga- manna. „Við erum búnir að ná þeim fram og því værum við að- eins í samúðarverkfalli ef við tækjum þátt í þessu verkfalli," sagði hann. Kr.Ben. Suðurnes: Beitingamenn eru enn í verkfalli Hafa samið við eigendur smærri báta Keflavík. VERKFALL beitingarmanna á Suðurnesjum gegn Útvegs- mannafélagi Suðurnesja stendur enn en það hófst á miðnætti aðfaranótt laugar- dags. Náðst hefur samkomu- lag við eigendur smærri báta undir 12 tonnum en nokkuð ber á milli í viðræðum annara deiluaðila og eru um 100 beit- ingarmenn í verkfallinu. Grindvíkingar eru ekki meðal þeirra. Beítingarmenn hafa fengið um 376 krónur fyrir bjóðið með orlofi en vilja fá 450 krónur. Eins leggja þeir mikla áherslu á veikindadaga og slysatryggingu. Tilboð útvegs- manna er 413 krónur, að sögn Sigurbjörns Bjömssonar hjá Verkalýðs og sjómannafélagi Keflavíkur. Þar hafa verkfalls- verðir verið við stöðuga vörslu frá því verkfallið hófst. Sigurbjöm sagði að erfíðlega gengi að fá útvegsmenn til að samþykkja veikindadaga og slysa- tryggingu. „Það þekkist ekki í neinum samningum að tap sé á veikindadögum manna eins og í fyrri samningi deiluaðila. Þar máttu beitingamenn vera veikir upp að 28.000 króna upphæð en fengu ekkert greitt eftir það. Aðalatriðin í samkomulagi beit- ingarmanna við eigendur smærri báta eru að gmnntaxti á beitingu ■ fyrir utan orlof verði 400 krónur á bjóð, veikinda- og slysaréttur verði sá sami og gildir hjá land- verkafólki, og breytingar á taxtanum fylgi almennu fiskverði. B.B. „Kveiktu á perunni“ —fimmta bók komin út ÚT ER komin fimmta bók vísna- gátna í bókaflokknum „Kveiktu á perunni“. Hún er eins og hinar fyrri eftir Ólaf Gíslason á Neðrabæ á Bíldudal. í formála höfundar segir, að í þessari fímmtu Peru séu rímgátur með samfelldri frásögn í hverrri vísu eins og í þriðju og fjórðu Peru, en að því leyti frábrugðnar áður útkomnum gátum þessa safns, að í hverri rímgátu, það er hverri vísu, séu lykilorðin fjögur í sitt hvorri hendingu og eigi að ríma saman. Ennfremur segir, að við ráðningu nægi að tilgreina slypp lykilorðin, sem ýmist geti verið heil orð eða orðahlutar. Punkta- og kommukerfi gildi enn sem áður við útreikning á sendum ráðningum, en þeir 10 efstu, sem sendi ráðningar fyrir 1. júní 1987, fái viðurkenningarskjal og áritaða næstu Peru.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.