Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987 17 frtæ k Oli, hurðimar falla að stöfum hljótt og þétt eins og á ísskápum. Á rúðuþurrkunum er stiglaus tiðnistilling á tímarofa og kemur að góðu haldi í súldinni. Á afturrúð- unni er hin bráðnauðsynlega þurrka vel staðsett og sprautan hjálpar til að halda hreinu nægilega stóru svæði til að hafa gott útsýni aftur- fyrir bílinn. Stjórntækin Það er með Nissan Sunny eins og aðra bíla þama að austan, stjóm- tækjunum er einkar vel fyrir komið og mjög gott að valda þeim. Fótstig- in með hæfilegt bili á milli og létt, rofar og stengur með sama marki. Þó er ein undantekning þar á. Rof- inn fyrir afturrúðuþurrkuna er á vondum stað og erfítt að finna hann í myrkri. Mælaborðið er skýrt og íþyngir ekki með flókinni uppsetningu. Þar eru hraðamælir og snúningsmælir í öndvegi, bensín- og hitamælir til hliðanna. Annað er sýnt með aðvör- unarljósum. Einn galli er á mælaborðinu, það nær að speglast í hliðarrúðunni í myrkri. Ekki stór- vægilegt, en pirrandi. Nissan Sunny 1.5 SLX. Morgunblaðið/Bjami Stjórnklefinn í Sunny. Stýrishjólið er þægilegt, gott að ná gripi á því. Klæðningin er smekkleg og vönduð. Morgunblaðið/Bj ami Fullklædd farangursgeymslan er vel nýtt og stækk- anleg með því að leggja aftursætið fram, allt eða að hálfu. Helstu staðreyndir Lengd mm 4.215 Breidd mm 1.640 Hæð mm 1.380 Þyngd kg 955 Hlassþyngd kg 460 Veghæð mm 150 Sætafjöldi 5 Dyrafjöldi 5 Vél Gerð Vatnskæld, 4 strokka línuvél m. yfirl. knastás Slagrúmmál sms 1.487 Hestöfl/sn.min. Togkr. kgm/sn. 84/5.600 mín. 12.3/3.600 Þjöppunarhlutfall 9:1 Eldsn.kerfi Tveggja hólfa blöndungur Tankur Itr. 50 Gírkassi 5 gira alsamhæfður Hlutföll 1. 3.063 2. 1.826 3. 1.207 4. 0.902 5. 0.756 Afturáb. 3.417 Drifhlutfall 4.353 Stýri Tannstöng Fjöðrun Sjálfstæð á hveiju hjóli, gormar. Hemlar framan/aftan Diskar/skálar, hjálparafl. J;ím Þaegindin Svona bíll, eins og venjulegur Nissan Sunny er, hefur að sjálf- sögðu ekki uppá að bjóða öll heimsins þægindi sem finnast í bílum. Merkilegt hvað bílar í dag komast þó langt af litlum efnum. Sunny er dæmigerður að því leyti, hann er ekki hlaðinn aukabúnaði og er þó sem ekkert vanti. Sætin eru góð og halda vel, sér- staklega er bakið gott í langferðum. Aftursætin er hægt að leggja niður og stækka þannig farangurs- geymsluna. Hægt er að fella hluta sætisbaksins ef vill 60% eða 40%. Miðstöðin hitar af miklum móð og blæs af engu minni krafti. Það má amast við henni ef maður vill, hún er hávær á mesta hraða og hitastillingin er ónákvæm, en hún virkar og er fljót að vinna sitt verk á köldum morgni. Hljóðeinangrunin er líklega veik- asti bletturinn á þessum Sunny sem hér um ræðir. Þar er fyrst að nefna hjólaskálarnar að aftanverðu. Þær eru ekki nægilega vel varðar, þann- ig að steinkastið smellur þar hátt og hvinur hjá hjólunum ágerist með auknum hraða. Vélarhljóð er ekki áberandi fyrr en komið er upp á 4.000 snúningana, en hins vegar drynur nokkuð í pústkerfinu á inn- gjöfinni, það hljóð hverfur þegar hætt er að gefa inn og ekið á jöfn- um hraða. En þrátt fýrir þessa galla er hljóðeinangrunin engan veginn alvond. Vindhljóð er lítið og furðuvel hefur tekist að deyfa veg- Reynsluakstur: Nissan Sunny 1.5 SLX Umboð á íslandi: Ingvar Helgason hf. Verð kr. 400.000 hljóðið sem venjulega kemur frá hjólunum upp í gegnum öxla og spymur og drynur síðan um allan bílinn, því meira sem vegurinn er grófari. Hér heyrist sáralítið eftir þessari leið og er til mikilla þæg- inda á lengri leiðum, fátt þreytir jafnmikið og linnulaus hávaðinn frá veginum. Plássið er gott að framanverðu, jafnvel fýrir stóra menn. Að aftan er ekki alveg jafn rúmt, en ætti ekki að vera til vandræða. Fjórir fullorðnir sitja sem sagt þokkalega rúmt, hægt að koma fimm í sæti. Klæðningin Japanskir bílar virðast hafa ákveðinn gæðaflokk hvað varðar flest sem í þeim er. Heyrir til al- gerra undantekninga ef þar bregður í einhverju út af. Skýringin er sú, hve vélvædd framleiðslan er, þar er lítið svigrúm orðið fyrir mannleg mistök að eiga sér stað, sérhvetjir tveir bílar eru fyllilega sambærileg- ir um gæði, mánudagsbílamir heyra sögunni til. Klæðningin í Nissan Sunny er augljóst dæmi um þetta. Þar er hægt að ganga að ákveðnum gæða- flokki vísum og sá maður má verða hissa sem finnur veilur þar á. Bíllinn er fullklæddur í hólf og gólf og er frágangur vandaður og klæðningin öll smekkleg og þægileg. Áklæðið sjálft er einkar notalegt og i heild er hlýlegt að koma inn i vagninn. Aðeins hillan yfir farangursrýminu gaf frá sér hljóð á vondum vegum, annars marraði ekki né brakaði í neinu. Farangursgeymslan er klædd líka og nýtist rýmið þar vel, hún opnast alveg niður að stuðara og því ekki erfitt að koma þyngri hlut- um inn. Niðurstöður Nissan Sunny SLX er gott dæmi um þá þróun sem hvað mest er áberandi í bílaiðnaði nú á tímum. Háþróuð tækni við framleiðsluna gerir kleift að smíða bíla með ákveð- inn gæðastimpil, hægt er að treysta á að þau gæði eru fyrir hendi og öll sjálfvirknin leiðir til þess að bílarnir eru mun ódýrari en ella hefði verið. Bíll í þessum gæða- flokki hefði fyrir fáeinum árum verið í allt öðrum og hærri verð- flokki. Sunny SLX er fyrst og fremst fjölskyldubíll, meðalstór og fáanleg- ur í margskonar útfærslu. Hann er lipur og aflmikill af slíkum bíl að vera, laglegur útlits og þægilegur í akstri. Hann er enginn súperbíll og er ekki heldur gefínn út fyrir að vera það, en uppfyllir vel þær kröfur sem til hans eru gerðar. Helstu kostir: Gott vélarafl, verðið, góður frá- gangur. Helstu gallar: Hávaði frá afturhjólum, ónákvæm miðstöðvarstilling, hávær miðstöð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.