Morgunblaðið - 12.02.1987, Side 52

Morgunblaðið - 12.02.1987, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 52 fclk í fréttum að ná sér Breski söngvarinn Boy George bar í vikunni vitni fýrir dóm- stóli, vegna aðildar sinnar að eiturlyfjamáli. Pilturinn þótti koma illa fyrir, vera veiklulegur og sljór. Aðspurður af saksóknara kvaðst hann ekki vera svo á sig kominn vegna eiturlyfjaneyslu, heldur vegna róandi lyfja, sem hann tæki að læknisráði. ...og þegar hann kom til rótt- ar í fyrsta skipti. Kennedy-fjölskyldan hefur jafnan verið þekkt fyrir mikil auðævi og dugnað. Þá hefur pólítískur áhugi almennt verið meiri en gengur og gerist meðal ann- arra fjölskyldna. Nægir því til sönnunar að nefna John F. Kennedy, Bandaríkjaforseta, og Robert Kennedy, dómsmálaráðherra, en báðir féllu fyrir byssukúlu morðingja. Þá var áhugi þriðja bróðursins vart minni, en Edward hefur verið öldungardeildar- þingmaður um árabil og reyndi ákaft að fá lyklavöld að Hvíta húsinu þó svo að það tækist ekki. Nýjasta stjama Kennedy-ættarinnar er Joseph P. Kennedy II., en hann er nýjasti fulltrúadeildarþing- maður demókrata í Massachusetts. Tók hann við sæti „Tip“ O’Neill — fyrrverandi forseta deildarinnar eftir þingkosningarnar síðasta haust. Um mánaðamótin færði hann sig þó um set í metorðastiganum og gerðist íssali í Allston-hverfi í Bost- on. Tilefnið var það að Herrels-ís- búðakeðjan fékk alls kyns þekkt fólk til þess að gerast íssalar fyrir sig í einn dag, en tekjur runnu óskiptar til styrktarsjóðs heimilislausra. Joe Kennedy slakar vanilluís yfir borðið. Reuter Fetað í fótspor að virðist lengi ætla að loða við börn frægra manna að feta í fótsporin, jafnvel þótt þau séu í dýpsta lagi. Má nefna þess ótal dæmi, en oft vill nú reynast bömun- um erfitt að vera föður- eða móðurbetrungar. Þess eru þó vissu- lega dæmi, en yfírleitt sjaldgæfara en hitt. Fyrir skömmu kom enn eitt barn frægra foreldra fram í fyrsta skipti, en það er Kiefer Sutherland, sem er sonur Donalds Sutherlands, leik- arans góðkunna. Kiefer, sem er tvítugur, lék ung- lingsfant nokkum í myndinni „Stand by Me, sem hefur gengið vel í kvikmyndahúsgestur vestan- hafs.A myndinni sjást þeir feðgar saman; Donald greinilega farinn að grána í vöngum og auk þess búinnn að safna þessu myndarlega skeggi, sem sjá má á myndinni. Dýr bangsi jr Aþriðjudag skipti eldgamall gulleitur bangsi, að nafni Archibald, um eigendur. Slíkt hendir iðulega og væri varla merkilegt hefði bangsinn ekki verið seldur fyrir 5.720 sterlingspund, eða um 350.000 krónur íslensk- ar. Bangsinn sá arna er um 75 cm hár og fram- leiddur hjá þýska fyrirtækinu Steiss árið 1904. Hann var m.a. þeirra náttúru gæddur að urra þegar þrýst var á maga hans. Kaupandinn var fornsali frá Pennsylvaníu- fylki í Bandaríkjunum, en hæsta verð, sem fengist hefur fyrir bangsa til þessa er jafnvirði um 290.000 íslenskra króna. Bangsar voru mjög fágætir fyrir valdatíð Theodors Roose- velts, Bandaríkjaforseta, en hann kom þeim í tísku og nefnast þeir enn „Tedda-bimir“ í enskumælandi löndum af þeim sökum. Feðgarnir Kiefer og Donald Sutherland. Boy George ekki enn búinn BÍLA-HAPPDRÆTTIHANDKNA TTLEIKSSAMBANDS ÍSLANDS 9. febrúar var dregið um 50 Fiat Uno 45. Eftirtalin númer drógust út: 10 52702 73405 119111 165051 187125 219882 8699 52985 79835 125056 167816 195505 241686 9370 53085 80306 140018 169243 199493 255192 23090 55600 100927 142254 169796 200648 256959 26280 60068 100976 151494 171192 207781 258236 29801 60931 103379 152047 175084 209860 261935 30112 69560 116515 159405 186457 212740 269694 31938 HSÍ þakkar landsmönnum góðan stuðning við landsliðið okkar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.