Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 42. tbl. 75. árg. FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987 Prentsmiðja Morgunbiaðsins Noregnr: Aðhalds- aðgerðir boðaðar Osló, Reuter. NORSKA stjórnin œtlar að leggja frumvarp um aðhaldsað- gerðir í efnahagsmálum fyrir þingið f mars, að því er Gunnar Berge fjármájaráðherra sagði f gær. Stefnt er að þvf að afgreiða frumvarpið áður en samninga- viðræður um kaup og kjör hefjast f vor. Berge sagði á blaðamannafundi að ætlunin væri að afla eins millj- arðs norskra króna (um 56 milljarða ísl.kr.) með því að draga úr fjárveit- ingum til félagsmála og hækka skatta. Hann kvað aðgerðimar nauðsyn- legar vegna Qölda flóttamanna, sem sótt hafa um hæli í Noregi, og einn- ig þyrfti að efla ríkisfyrirtæki. Þingheimur tók yfírlýsingu ráð- herrans með ró og ætlar stjómar- andstaðan að skoða fmmvarpið og kanna hvemig hrinda eigi aðgerð- unum í framkvæmd áður en gefín verður út opinber yfírlýsing. Reuter RósturíPerú Flugmaður lét lffið f sprengingu á herflugvelli í Lima í Perú í gær og embættismaður stjómarinnar var skotinn til bana. Tafið er að skærulfðar hafi verið að verki. Skæruliðar úr maóistahreyf- ingunni „Stígur Ijóssins" (Sendero Luminosa) lögðu undir sig sjö útvarpsstöðvar skamma stund í gær. I sfðustu viku réðist lög- regla inn f þijá háskóla í Lima og voru átta hundruð námsmenn handteknir. Aðgerðir þessar hafa vakið mikla reiði f Perú og hafa mótmæli námsmanna sett sinn svip á höfuðborgina í þess- ari viku. Á myndinni mundar stúdent með klút fyrir vitum sér slöngvivað á þaki háskólabyggingar. Pakistan: Sprengjutilræði við afganska skæruUða Peshawar, Pakiwtan, AP. KRÖFTUG sprengja sprakk f vöruflutningabifreið fyrir utan skrif- stofu afgönsku skæruliðahreyfingarinnar Jamiat-i-Islami f bænum Peshawar f Pakistan f gær. Að sögn lögreglu létust tfu menn f sprengingunni, þ. á m. fimm böra, og 70 særðust. Að sögn lögreglu skemmdist einnig skólabygging sem stendur gegnt skrifstofunni. Böm vom að leik við skólann. Óstaðfestar fregnir herma að flórir menn hafi verið skotnir til bana í mótmælum, sem brutust út þegar reiðir Pakistanar þustu á götur út eftir sprenginguna, en líkin hefðu horfið þegar lögregla dreifði mannfjöldanum. Haft var eftir blaðamönnum og sjónarvottum að fólkið hefði hrópað vígorð gegn Afgönum og varpað gijóti. Fjöldi íbúa í Peshawar réðist einnig að verslunum og heimilum afganskra flóttamanna og kveikti f húsum og ökutækjum. Sendiherra Bandaríkjanna í Bonn: Bandarískt herlið er forsenda friðar Fundur helstu iðnríkja heims: Búist við samkomulagi um gengi gjaldmiðla Parífl, AP. Edouard Balladur, fjármálaráðherra Frakklands, neitaði í gær að staðfesta að helstu iðnrfki heims ætli að halda fund f Parfs um helg- ina. En yfirmaður f japanska seðlabankanum sagði að Satoshi Sumit bankastjóri héldi tíl Parísar f dag til að sitja fund sjö helstu iðn- ríkja. Þar verður til umræðu að koma jafnvægi á gengi gjaldmiðla. Bankastarfsmaðurinn sagði að Sumito ætlaði að hitta seðlabanka- stjóra og fulltrúa ríkisstjóma iðn- rílq'anna sjö í efnahagsmálum. Hann neitaði að staðfesta frétt í japönsku dagblaði um að Kiichi Miyazawa flármálaráðherra færi með Sumita á fund fímm helstu iðnríkja heims á laugardag. Embættismenn í Bonn sögðu að ákveðið hefði verið að halda fundinn eftir margra vikna viðræður bak við tjöldin. Fimm helstu iðnríki heims em Japan, Bandaríkin, Bretland, Vest- ur-Þýskaland og Frakkland. Þegar talað er um sjö helstu iðnríki bæt- ast Ítalía og Kanada við. Á fundi fímm helstu iðnríkja í september árið 1985 var ákveðið að stuðla að lækkun gengis Banda- ríkjadollara til að aðstoða við að minnka viðskiptahalla Bandaríkja- manna og lækka verð á banda- rískum útflutningsvörum. Síðan hefur dollarinn snarlækkað gagn- vart helstu gjaldmiðlum heims án þess að tilætlaður árangur næðist. Gengi dollara hækkaði í gær vegna frétta af fundinum. Vestur-Þjóðveijar hafa lýst yfír því að þeir muni aðeins sitja fund fímm helstu iðnríkja ef unnt verður að komast að samkomulagi um gengi gjaldmiðla. Ifyrst ákveðið hefur verið að halda fund er líklegt að þegar hafi náðst samkomulag um meginatriði og fyrir henni sé tillaga, sem ráðherrar og banka- stjórar þurfi aðeins að ræða og veita samþykki sitt. Washington, Reuter. RICHARD Burt, sendiherra Bandaríkjanna í Vestur-Þýska- landi, kvaðst f gær telja að átök í líkingu við heimsstyrjaldirnar tvær gætu blossað upp ef herlið Bandaríkjamanna yrði kallað frá Evrópu. Burt lét þessi orð falla á ráðstefnu sem bandarfsk stofn- un (Cato-institute) gekkst fyrir um Atlantshafsbandalagið og fjárframlög Bandaríkjastjómar til þess. Tilefíii ráðstefnunnar var útgáfa bókar eftir bandaríska hagfræðing- inn Melvin Krauss, sem nefnist „Þannig veikir NATO Vesturlönd". I bókinni koma fram ákveðnar efa- semdir höfundar um að fjárframlag Bandaríkjastjómar til NATO skili tilætluðum árangri. Krauss kveðst telja að vera bandarískra hermanna í Evrópu sýni að Evrópumenn treysti ekki loforðum Bandaríkja- manna um að veita þeim vemd ef til ófriðar dregur. Burt kvaðst telja að aukinnar tilhneigingar til að halla sér að Sovétríkjunum myndi gæta hjá ríkjum Evrópu ef Bandaríkjamenn kölluðu herlið sitt á brott. Haughey falin stjórn- armyndun Dublin, Reuter. CHARLES Haugliey, leiðtoga flokksins Fianna Fáil, vantar þijú þingsæti upp á að geta myndað meirihlutastjóra í írska lýðveldinu. Talningu atkvæða í þingkosning- unum lauk í gær og hlaut Fianna Fáil 81 þingsæti. 166 þingsæti eru á írska þinginu. Haughey tekur nú við forsætisráðherraembættinu í flórða sinn og verður hann að treysta á stuðning þriggja óháðra þingmanna. Sjá bls. 22. Gorbachev: Afsögn ef endur- bætur stöðvaðar Moflkvu, Reuter. MIKHAIL Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, sagði við sovéska blaðamenn f sfðustu viku að hann yrði að segja af sér, ef andstaða við endurbótastefnu hans myndi binda enda á hana. Yegor Yakovlev ritstjóri greinir frá þessu f vikuritinu Moskvufréttir. Þar sagði að Gorbachev hefði látið þessi ummæli falla á fundi með fimmtán blaðamönnum fyrir viku. Yakovlev sagði að þar hefði komið í ljós að aðalfundi miðstjóm- ar sovéska kommúnistaflokksins hefði verið frestað þrisvar áður en hann var settur 27. janúar. „Ef miðstjómin hefði komist að þeirri niðurstöðu að endurbætur ættu ekki rétt á sér og þeim bæri að haftia, hefði ég sagt að ég gæti ekki haldið áfram störfum," hafði Yakovlev orðrétt eftir Gorbachev. Anatoly Koryagin lát- inn laus úr fangelsi Moflkvu. AP. Moskvu, AP. Sálfræðingnum Anatoly Koryagin hefur nú verið sleppt eftir fimm ára vist í þrælkunarbúðum og fang- elsi, að því er haft var eftir Yelenu Bonner f gær. Bonner kvaðst hafa frétt að Koryagin hefði verið látinn laus hjá vinum sálfræðingsins. Hún sagði að þeir hefðu hringt í sig í gær og greint frá því að Koryag- in væri nú á heimili sínu í borginni Kharkov í ÚkraSnu. Koryagin var dæmdur til sjö ára fangelsis og útlegðar innan- lands árið 1981. Hann var sakaður um að hafa komið á fram- færi áróðri gegn Sovétríkjunum og kynnt undir andófí vegna þess að hann birti fregnir af sovéskum Anatoly Koryagin. Reuter andófsmönnum, sem lagðir höfðu verið inn á geðsjúkrahús. Örlög Koryagins vöktu reiði á vesturlöndum og evrópskir þing- menn tilnefndu hann til friðar- verðlauna Nóbels á þessu ári. Eiginmaður Bonners, friðar- verðlaunahafinn Andrei Sakh- arov, hefur nokkmm sinnum tekið mál Koryagins upp síðan þau hjón vom látin laus úr útlegð í Gorkí 23. desember. Gennady Gerasimov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, tilkynnti í gær að æðstaráð kommúnistaflokksins hefði náðað andófsmanninn Iosif Begun og sagði að hann yrði látinn laus úr Chistopol-fangelsinu í dag. Geras- imov sagði að náðunin hefði verið undirrituð á þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.