Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987 51 Stöndum þétt saman í baráttunni gegn kyn- f er ðisafbr otamönnum Kæri Velvakandi. Eftir að hafa horft á þáttinn „í eldlínunni“ á Stöð 2 mánudags- kvöldið 9. mars undir frábærri stjórn stöðvarstjórans, Jóns Ottars Ragnarssönar, get ég ekki lengur orða bundist. Þeir hörmungarat- burðir og það hörmungarlíf, sem þessi unga stúlka sem síðast kom fram í þættinum hefur þurft að þola, er til háborinnar skammar; að hugsa sér að þetta skuli látið viðgangast hér á Islandi í þjóðfé- lagi, sem telur 240 þúsund hræður, þetta allt vekur hjá mér' mikinn við- bjóð — og ég veit að það gerir það hjá ykkur líka, lesendur góðir. En hvað er hægt að gera til að sporna Þessir hringdu . . Armband týndist Guðrún hringdi: Ég týndi armbandi á leiðinni Óðinsgata-BSR-Iðnó-Espigerði. Þetta var gullarmband með fjór- um viðhengjum, hjarta, skeifu, dropa með rauðum rúbín og skel með hvítri perlu. Fundar- launum heitið. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 28750. Skíðataska tekin í misgripum Kristín hringdi: Svört Dynamic skíðataska með gulum stöfum var tekin í misgripum í Hlíðafelli á Akur- eyri sl. laugardag. í henni voru skíðaskór, skíðapoki, skíðagler- augu, hanskar og myndavél. Ég er með aðra nákvæmlega eins tösku undir höndum og er hægt er að skipta á þeim f miðasöl- unni í skálanum eða hafa samband við mig í síma 91-25419. Silfrar einhver skó? Gerður hringdi: Er til einhver sem silfrar skó? Ef einhver getur gefið mér upp- lýsingar um það er hann beðinn um að hafa samband við Velvak- anda. Gleraugu töpuðust Skúli hringdi: Gleraugu töpuðust á leiðinni frá þóðubryggjunni í Akureyrar- höfn upp í miðbæ fyrstu helgina í mars. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 91- 71476. Fundar- launum heitið. Leiðrétting Enn varð prentvilla í ljóðlín- uin Jónasar Hallgrímssonar, sem beðist er afsökunar á. Svona eru þær réttar (vonandi): Belja rauðar blossa móður blágrár rcykur yfir sveif. við þessu? Vanlíðan sú sem gagntók mig við að hlusta á frásögn stúlkunnar var svo megn að ég get ekki dreg- ið það lengur að tjá mig um þessi mál. Það er langt í frá að þessi um- ræða sé ný af nálinni. Það hafa margir komið fram á ritvöllinn til að tjá sig, eftir að farið var að ræða þessi mál fyrir alvöru á sínum tíma. En hvaða gagn hefur orðið af allri þeirri umræðu? Mjög lítið vil ég leyfa mér að fullyrða. Enn ganga þessir menn lausir eftir að hafa afplánað mislangan tíma bak við lás og slá. Eftir að þeir koma út geta þeir farið að stunda fyrri iðju að nýju. Eitt mál vakti mikla athygli á sínum tíma, en það varðaði einn tiltekinn síbrotamann, hvað varðar kynferðisafbrot. Einum mætum lögfræðingi var falið að kanna hvort ekki mætti fara fram á að hann yrði vanaður, en dómstólamir svör- uðu því til, að það væri gróft mannréttindabrot og þar með var það úr sögunni, að mér hefur skil- ist. En hvernig ber að líta á mál ungu stúlkunnar, sem að framan er getið, telst það ekki mannrétt- indabrot gagnvart henni, að þessi svokallaði „faðir" geti komið fram vilja sínum á svo grimmilegan hátt, þar sem hann misþyrmir bami, já, 8 ára bami með barsmíðum, þannig að stúlkan er öll stórsködduð líkam- lega til æviloka, að ekki sé talað um þá sálarangist og skemmd á sál, sem hún hefur orðið fyrir. Ekki nóg með það, þegar þessi stúlka er orðin það uppkomin að hún er farin að veita viðnám, þá gengur faðirinn á næsta afkvæmi, eins og haft var eftir stúlkunni, en það barn var aðeins 8 ára. Hann lemur hana í rot og kemur fram vilja sínum við hana þar sem hún liggur meðvitundarlaus. Kæri lesandi, ég veit að þetta em hastarlegar lýsingar, en þetta má bara ekki kyrrt liggja öllu leng- ur. Við, sem ábyrgir borgarar, verðum að rísa upp og heimta að eitthvað róttækt verði aðhafst, ég var áður á móti vönun, en nú heimta ég að sú aðgerð verði viðhöfð varð- andi þá síbrotamenn, sem gerast sekir í tíma og ótíma við að mis- þyrma börnum á svona hrottalegan hátt. Ég veit bara hvemig ég myndi bregðast við ef einhver gerði mínum bömum það sem þessir menn gera. Ég myndi taka lögin í mínar eigin hendur og þá er aldrei að vita hvað kæmi út úr því. Það yrði allavega réttlátari dómur heldur en dómstól- arnir dæma, því að þeir virðast vera gjörsamlega vanmáttugir. Ég ætla að láta þessi skrif mín duga í bili, en ég hef ekki sagt mitt síðasta orð í þessari umræðu. Ég vil að lokum fagna stofnun sam- taka þeirra, sem Díana Sigurðar- dóttir kom á fót, og vona ég að þau reynist þess megnug að koma fram einhverri breytingu á þessum mál- um. Svona í lokin minnir mig að ég hafi einhvers staðar heyrt það, að læknar hafi gefið út þá yfirlýsingu að vönun væri vel til þess fallin, að koma í veg fyrir að þessir menn héldu áfram að stunda þessa iðju sína og finnst mér það réttlæta þá refsingu. Islendingar, stöndum þétt saman í baráttu okkar gagnvart þessum hrikalegu afbrotum, enginn veit hver kemur til með að eiga næsta bam, sem verður fyrir barðinu á þessum mönnum. Agúst Erlingsson, nn. 0125-9210. Slys á mönnum á höfnum inni eru mjög tíð. Oft má rekja orsakir til lélegs frágangs hafnarmannvirkja og björgunartækja. Fylgist með lýsingu á bryggjum og umhirðu björgunar- og öryggistækja. Athugið einkum þau sem ætluð eru til að ná mönnum úr sjó. Að uppgöngustigar nái vel niður fyrir yfirborð sjávar og að þeir séu auðkenndir sem best, svo ætla megi að stigarnir sjáist af manni sem fellur í sjóinn. Undirbúningur og íhugun þín geta ráðið úrslitum um björgun. ÞEGAR NORÐLENDINGAR SKEMMTA SÉR OG OÐRUM verður helgin eftirrmnnileg SKEMMTIKVÖLD Á HÓTEL HÚSAVÍK LAUGARDAGINN 21. MARS + Ljúffeng máltíð + Lauflétt skemmtiatriði + Dansleikur fram eftir nóttu. ALLT FYRIR 2000 KRÓNUR! MATSEÐILL KVÖLDSINS Kfúklingasúpa á /a Napolitaine + Grísasteik „Prítis Hamlet‘' með ristuðum eplum & fylltum tómötum + Jarðarberjafylling í kratnarbúsi JÓHANNES EINARSSON skemmtir af sinni alkunnu snilld. Sérstök afmælisdagskrá. Undirleikari er SIGURÐUR FRIÐRIKSSON Félagar úr LEIKFÉLAGI HÚSAVÍKUR fara á kostum með leik og söng. Að loknu borðhaldi og skemmtiatriðum verður stiginn DANS FRAM EFTIR NÓTTU Hljómsveitin VlBRAR frá Húsavík leikur. I tilefni af kvöldinu verður sérstakt tilboðsverð á gistingu. Við viljum einnig vekja athygli á, að Flugleiðir bjóða mjög hagstæðan helgarpakka til Húsavíkur. -------------HÓTEL HÚSAVÍK------------------------- + skemmtilega stadsett, nýtískulegt og vinalegt + gómsætur matur + tilvalinn áfangastaður t.d. fyrir starfsmannaferðina + góð aðstaða til námskeiða- og fundarhalda + stutt í sundlaug og gufubað + fallegt umhverfi, kjörið til útivistar + og fyrir rómantíska helgi er varla hægt að hugsa sér það betra. VELKOMIN JT TIL HÚSAVÍKUR HOTEL HUSAVIK 96-41220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.