Morgunblaðið - 25.04.1987, Side 59

Morgunblaðið - 25.04.1987, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 59 DÓMIRKJAN: Laugardag: Barnasamkoma kl. 10.30. Egill og Ólafía. Sunnudag: Messa kl. 11. Sr. Hjalti Guðmundsson. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- samkoma á laugardag í Folda- skóla í Grafarvogshverfi fellur niður vegna kosninga til Alþingis í skólanum. Barnasamkoma í safnaðarheimili Árbæjarkirkju kl. 14. Ferming og altarisganga. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Aðalfundur safnaðarins í safnað- arheimili Áskirkju kl. 15. Venjuleg aðalfundarstörf. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Fermingarguðsþjónusta í Bú- staðakirkju kl. 13.30. Altaris- ganga. Organisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Síðasta samkoma vetrarstarfsins. Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Elín Anna Antons- dóttir. Fermingarmessa Breið- holtssóknar kl. 13.30. Félags- starf aldraðra miðvikudagseftir- miðdag. Sr. Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: Fermingarguösþjónusta kl. 10.30 og 14.00 í Kópavogskirkju. Sr. Þorbergur Kristjánsson. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðs- þjónusta ki. 10. Sr. Anders Jósefsson. FELLA- og Hólakirkja: Laugar- dag: Barnasamkoma í Hóla- brekkuskóla kl. 14. Sunnudag: Ferming og altarisganga kl. 14. Fundur f æskulýðsfélaginu mánudagskvöld 27. apríl kl. 20.30. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11.00. (Ath. breyttan mess- utíma.) Jóhanna Möller og Gunnar Guðbjörnsson syngja dúett úr h-moll-messu eftir Bach. Bernhard Wilkinson flautuleikari og strengjasveit nemenda Nýja tónlistarskólans aðstoða. Árni Arinbjarnarson leikur á orgelið. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Barnasam- koma og messa kl. 11. Skólaslit sunnudagaskólans. Sr. Karl Sig- urbjörnsson. Þriðjudag: Fyrir- bænamessa kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Fimmtudag 30. apríl: Opið hús fyrir aldraða kl. 14.30. LANDSPÍTALINN: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 14. Organleikari Orthulf Prunner. Sr. Arngrímur Jónsson. LAUGARNESKIRKJA. Laugar- dag 25. apríl: Guðsþjónusta í Hátúni 10b 9. hæð kl. 11.00. Sunnudag: Guösþjónusta kl. 14. Aðalfundur safnaðarins verður í safnaðarheimilinu strax aö lok- inni guösþjónustu. Venjuleg aðalfundarstörf. Þriöjudag: Bænaguðsþjónusta kl. 18. Sókn- arprestur. NESKIRKJA: Laugardag: Kaffi- sala og basar Kvenfélagsins í safnaðarheimili Neskirkju hefst kl. 14.00. Sunnudag: Barnasam- koma kl. 11. Barnaleikhúsið kemur í heimsókn. Munið kirkju- bílinn. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. Þriðju- dag og fimmtudag: Opið hús fyrir aldraöa kl. 13—17. Miðvikudag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. SEUASÓKN: Guðsþjónusta sunnudag fellur niður vegna kosninga í Ölduselsskóla. Á kjör- dag er merkjasala og basar kvenfélags Seljasóknar. Sóknar- prestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Laugardag: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Eirný og Solveig Lára tala við börnin og stjórna söng. Sunnudag: Fermingarguðsþjón- usta kl. 10.30. Prestur Solveig Lára Guömundsdóttir. Organisti Sighvatur Jónasson. Opið hús fyrir unglingana mánudagskvöld kl. 20.30. Opið hús fyrir 10—12 ára þriðjudag kl. 17.30. DÓMKIRKJA Krists Konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Fyrsta altarisganga barna. Rúmheiga daga lágmessa kl. 18, nema laugardaga kl. 14. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há- messa kl. 11. KFUM & KFUK, Amtmannsstíg: Almenn samkoma kl. 20.30. Líf og gleði. Upphafsorð: Leifur Þor- steinsson. Ræðumaður: Sr. Ólafur Jóhannsson. Sönghópur syngur. Bænastund er kl. 20. HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffla- delffa: Guösþjónusta kl. 20. Guðni Einarsson segir frá fjöl- miölafélaginu Ljósinu. Fórn til Ijóssins. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóii kl. 14. Hjálpræöissam- koma kl. 20.30. GARÐASÓKN: Barnasamkoma í Kirkjuhvoli kl. 11 í umsjá Halldóru Ásgeirsdóttur. Sóknarprestur. KAPELLA St. Jósepssystra, Garðabæ: Hámessa kl. 14. KAPELLA St. Jósefsspftala, Hafnarflrði: Hámessa kl. 10. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. H AFN ARFJ ARÐ ARKIRKJ A: Fermingarmessur kl. 10.30 og 14.00. Gunnþór Ingason. Stykkishólmur: Bátur stækkaður í Skipavík Stykkishólmi. SKIPASMÍÐASTÖÐIN Skipavík Morgunblaðið/Ámi Báturinn er lengdur um 2,25 metra og hækkaður um hálfan metr í skipasmíðastöðinni Skipavík hf. Leikfélag Reykjavíkur: Óánægjukórínn Óánægjukórinn eftir Alan Ayck- bourn verður sýndur í þriðja sinn hjá Leikfélaginu á sunnudagskvöld kí. 20. Óánægjukórinn er nýr bráð- fyndinn gamanleikur sem fjallar um leikflokk áhugaleikara sem er að æfa Betlaraóperuna eftir John Gay. Fjöldi söngva og fjörug tónlist er í verkinu. Heldur uppurðarlítill og feiminn skrifstofumaður gengur til liðs við leikflokkinn og er hann til að byrja með ósköp tvístígandi bæði í listinni og öllum samskiptum sínum við aðra úr hópnum. Ýmsir óvæntir atburðir verða til þess að áður en kemur að frumsýningu er hann oröinn sá sem allt snýst um, jafnt innan sviðs sem utan. Þýðandi er Karl Ágúst Úlfsson, um tónlistar- stjórn sér Jóhann G. Jóhannsson, leikmynd gerði Steinþór Sigurðsson en leikstjóri er Þorsteinn Gunnars- son. Dagurvonar Leikrit Birgis Sigurðssonar, Dag- urvonar, verðursýnt íkvöld, laugardagskvöld, kl. 20. Leikstjóri erStefán Baldursson. Leikritið, sem gerist í Reykjavík á sjötta áratugnum, er nokkurs konar uppgjör milli einstaklinga og eiga átökin sér stað innan fjölskyldu þar sem væntingareinstaklinganna eru ólíkarog hagsmunirskarast. T ónlist er eftir Gunnar Reynir Sveinsson og lýsingu annast Daniel Williamsson. Leikendureru: Margr- ét H. Jóhannsdóttir, Valdimar Örn Flygenring, Sigurður Karlsson, Guð- rún S. Gísladóttir, Sigríður Hagalín og Þröstur Leó Gunnarsson. Leikskemma Leikfé- lagsins v/Meistaravelli: Þar sem djöfla- eyjan rís Þar sem djöflaeyjan rís, verður sýnt í hinni nýju Leikskemmu LR á Meistaravöllum í kvöld, laugardags- kvöld, kl. 20. Þetta fjöruga og skemmtilega leikrit Kjartans Ragn- arssonar (sem gert er eftir skáld- sögu Einars Kárasonar) hefurfengið afbragðs viðtökur, enda góð skemmtun fyrir alla aldurshópa. Þjóðleikhúsið: En liten 0 i havet (Atómstöðin) Konunglega leikhúsið í Stokk- hólmi (Dramaten) sýnir í kvöld, laugardagskvöld.söngleikjaútgáfu Hasse Alfredsens á Atómstöðinni eftir Halldór Laxnes. Meðal leikenda eru Lena Nyman, sem leikur Uglu, Harriet Andersson, sem leikurfrú Árland og Kleópötru, Sven Lind- berg, sem leikur Búa Árland og Organistann, en auk þess má nefna Sif Ruud og Jonas Bergström. Auk leikaranna koma fram dansarar og söngvararog sjö manna hljómsveit Jazzdoctors. Margir kannast við Hans Alfred- son hér á landi, enda er hann þekkturog vinsæll skemmtikraftur, leikari, leikskáld og kvikmyndahöf- undur. Um árabil skemmti hann með Tage Danielsson og gengu þeir þá jafnan undir nafninu Hasse ogTage. Rympa á rusia- haugnum Barnaleikritið Rympa á rusla- haugnum eftir Herdísi Egilsdóttur veröur sýnt á stóra sviðinu á sunnu- dag kl. 15. Leikstjóri er Kristbjörg Kjeld, hönnuður leikmyndar og búninga er Messíana Tómasdóttir, dansa- höfundur Lára Stefánsdóttir, Ijósa- hönnuður Björn Bergsteinn Guðmundssson, en Jóhann G. Jó- hannsson útseturtónlistina og stjórnar hljómsveit á sviðinu. Tónlist og dans setja mikinn svip á leikinn. Leikritið gerist á rusla- haug, sem er iðandi af lífi og munu rúmlega 20 ungir ballettdansarar sjá til þess. Sigríður Þorvaldsdóttir leikurskemmtilega skassið Rympu, sem býr á ruslahaugnum með haus- lausa tuskukarlinum Volta. Það verður aldeilis búhnykkur fyrir hana þegar tvö börn birtast á öskuhaug- unum á flótta frá heimili og skóla. Aurasálin Gamanleikurinn Aurasálin eftir franska skopsnillinginn Moliere verður sýndur nk. fimmtudagskvöld kl. 20. Sveinn Einarsson þýddi og leik- stýrir þessum 300 ára gamanleik sem enn er með vinsælustu gaman- leikjum allra tíma. Finnski listamað- urinn Paul Suominen hannaði leikmynd og Helga Björnsson, tísku- teiknari hjá Louis Féraud í París teiknaði búningana. Jón Þórarins- son samdi tónlist við verkið og var æfingastjóri tónlistar Agnes Löve. Ljósahönnuður er Ásmundur Karls- son, sýningarstjóri Jóhanna Norð- fjörð og aðstoðarmaður leikstjóra Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Bessi Bjarnason leikurburðar- hlutverkið, aurasálina Harpagon, en í öðrum hlutverkum eru Pálmi Gest- son, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Guðlaug María Bjarnadóttir, Gísli Alfreðsson, Sigriður Þorvaldsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Randver Þorláksson, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Jón Simon Gunnarsson, Emil Gunnar Guðmundsson, Flosi Ólafsson, Júlí- us Hjörleifsson og Hákon Waage. Hallæristenór Gamanleikurinn Hallæristenór, eftir bandaríska leikskáldið og lög- fræðinginn Ken Ludwig, í þýðingu Flosa Olafssonar, verður sýndur á stóra sviði Þjóöleikhússins á sunnu- dagskvöld kl. 20. Leikstjóri er BenediktÁrnason. Leikurinn gerist á hótelsvítu í Ohioríki í Bandaríkjunum fyrir um hálfri öld. (talskurhetjutenórá að syngja hlutverk Othello á hátíöar- sýningu Clevelandóperunnar. En það gengur á ýmsu og virðist á stundum að ekkert ætli að verða úrsýningunni. í aðalhlutverkum eru örn Árna- son, Aðalsteinn Bergdal, Tinna Gunnlaugsdóttirog ErlingurGísla- son. Brot úrýmsum þekktum óperum eru sungin í leiknum. Æf- ingastjóri tónlistar var Agnes Löve, hönnuður leikmyndar og búninga Karl Aspelund og Ijósahönnuður Sveinn Benediktsson. Alþýðuleikhúsið: „Eru tígrisdýr í Kongo“ Alþðuleikhúsið sýni nú leikverkiö „Eru tígrisdýr í Kongo" í veitingahús- inu í Kvosinni. Leikstjóri er Inga Bjarnason en rithöfundana tvo leika þeirViðar Eggertsson og Harald G. Haraldsson. Næstu sýningar verða þriðjudaginn 28. apríl kl. 12, miðvikudaginn 29. apríl kl. 12 og fimmtudaginn 30. apríl kl. 13. Miða- verð er kr. 750 og í því er innifaliö: leiksýningin, léttur hádegisverður og kaffi. er nu að ljúka við breytingar á mb. Hrímni SH 55 frá Stykkis- hólmi. Er báturinn lengdur um 2,25 metra og hækkaður um hálf- an metra. Þá hafa verið yfirfarin öll tæki og eins allt rafkerfið og ýmislegar aðrar lagfæringar hafa átt sér stað. Þetta allt gerir skipinu meiri möguleika til frek- ari veiða, auk þess sem aUt verður þægilegra og betra. Skip- stjóri á bátnum er Sigurður Hreiðarsson, sem lengi hefir ver- ið hér farsæll skipstjóri. Fréttaritari hitti að máli Ólaf Kristjánsson, framkvæmdastjóra og ræddi einnig við starfsmenn. Ólafur sagði að fram að þessu hefðu verkefni verið næg fyrir þann mannafla sem nú starfar hjá fyrir- tækinu, en ýmis teikn eru á lofti Fyrirlestur um sérkennslu á Islandi ÞÓREY Eyþórsdóttir talkennari flytur þriðjudaginn 28. aprU nk. fyrirlestur á vegum Rannsókna- stofnunar uppeldismála er nefnist: „Skipulagning og stjórn- un á sérkennslu á Islandi 1983-1984.“ Fyrirlesturinn verður haldinn í kennaraskólahúsinu við Laufásveg og hefst kl. 16.30. Öllum er heimill aðgangur. um framhald verkefna, m.a. vegna þess að stærri verkefni eru ekki nein í sjónmáli, þau fara meðal annars utan og má þar um kenna stefnuleysi stjómvalda og skilnings- leysi útgerðarmanna á þörf skipa- smíðastöðva á eflingu atvinnu í landinu. Hagkvæmni við erlenda smiði liggur í niðurgreiðslu kostn- aðar frá stjómvöldum viðkomandi lands. Þá var bent á að erfitt væri að fá reynda starfsmenn til að vinna í þessari grein, þar sem fáir fara í iðnnám í skipasmíði og einnig vegna uppgripatekna í allskonar veiðum sem gerir það að verkum að iðnað- urinn getur ekki keppt í launakjör- um nema sérstök hagræðing og úrbót komi þar til greina. Eins og áður er sagt verður skipasmíðaiðnaðurinn að keppa við niðurgreidd tilboð stærri verkefna og svo munu aðrar iðngreinar hafa fundið fyrir. Þetta gerir að ekki er hægt að bæta launin t.d. með yfír- borgunum eins og sumar atvinnu- greinar hafa orðið að grípa til. Þess vegna verður það vinnuaflsskortur- inn sem mestum áhyggjum veldur sagði Ólafur. Hann benti á að hér hafí menn getað þreytt iðnnám áður, en nú verði að sækja það suður á bóginn og þá ráði stundum hending hvort nemendur komi til baka eftir nám. Oft bjóðist þeim þar meiri laun í öðrum atvinnu- greinum. Skipavík er nú að byggja 9,9 tonna bát sem eru vinsælastir í dag. Einnig er fyrirtækið að byggja flotbryœjur fyrir Stykkishólms- hrepp. I sumar verður svo hugað að viðhaldi báta, en það er sá tími sem þau verkefni eru mest. — Árni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.