Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.05.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 3 Hannes Hlífar Stefánsson Hannes teflir við Frakkann De Graeve Óvíst hvort honum dugar jafntefli til sigurs á mótinu Hannes Hlífar Stefánsson teflir við franska piltinn De Graeve í síðustu umferð heimsmeistara- móts unglinga 16 ára og yngri í skák í InnsbrÚck í Austurríki en mótinu lýkur í dag. Hannes er efstur á mótinu með 8,5 vinninga en sá eini sem getur náð honum að vinningum, Adams frá Bret- landi sem hefur 8 vinninga, teflir við Lautier frá Frakklandi í síðustu umferð en Lautier og De Graeve hafa báðir 7 vinn- inga. Hannes hefur unnið bæði Adams og Lautier á mótinu. Ekki er ljóst hvort Hannesi dugar jafntefli til sigurs á mótinu. Ef tveir skákmenn verða jafnir eru lagðir saman vinningar andstæðinga þeirra að undanskildum þeim efsta og neðsta. Ef staðan væri reiknuð út miðað við næstsíðustu umferð væru Hannes og Adams jafnir að stigum. Ef slíkt kemur upp eru vinningar allra andstæðinganna reiknaðir út og þá hefur Adams yfirhöndina. Ef Hannes og Adams verða jafn- ir að vinningum getur frammistaða fyrri andstæðinga þeirra í síðustu umferðinni þannig ráðið því hvor þeirra Hannesar eða Adams hrepp- ir gullverðlaunin á mótinu. Guðmundur Siguijónsson stór- meistari, sem aðstoðar Hannes Hlífar og Guðfnði Lilju Grétars- dóttir í InnsbrÖck, sagði að Hannes yrði að tefla af öryggi í síðustu umferðinni og fylgjast jafnframt með skák Adams og reyna að taka mið af þróuninni þar. Síðasta um- ferðin hefst klukkan 8 að stað- artíma og má búast við að úrslit liggi fyrir um hádegisbilið að íslenskum tíma. Sjá skákþátt á blaðsíðu 29 Sjónvarpið kannar við- horf yngstu áhorfendanna SJÓNVARPIÐ hefur samið við fyr- irtækið SKÁÍS — Skoðanakannanir á íslandi um að gera könnun á við- horfum 3—15 ára bama til þess dagskrárefnis sem sérstaklega er ætlað þessum aldurshópum. Af því tilefni hafa nú verið send- ir út 3000 spumingalistar til bama og unglinga um land allt. Sjón- varpið vill beina því til foreldra yngstu bamanna, er féngið hafa spurningalista, að þeir ræði við bömin um efni þeirra og aðstoði þau siðan við að fylla þá út. Hver spumingalisti er jafnframt happdrættismiði, og verður dregið í happdrættinu 17. júní. Skilafrest- ur er til 10. júní. DAI H ATSU C H A R A D E ÞRIÐJA KYIXISLÓÐIIM BÍLASÝIMING í DAG MILLIKL. 130G 18 Við sýnum allar gerðir af hinum glæsilega, nýja DAIHATSU CHARADE, sem erað slá öll okkarfyrri sölumet. Nýjarsendingareru á leiðinni. DAIHATSU CHARADE, frumherji smábíla- byltingarinnar, hefur nú þróast í rennilegan og glæsilegan bíl sem vart á sér hliðstæðu. Nýi DAIHATSU CHARADE opnar dyrnar að nýju tímabili framtíðaraksturs í þægindum og öryggi á grunni minni bíla hönnunar. Komið og sjáið til að sannfærast. Verð aðeins f rá kr. 329.700.- DAIHATSU CHARADE, fremstur í gæðum og endursölu. DAIHATSUUMBOÐIÐ, Ármúla 23, s. 685870 - 681733.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.