Morgunblaðið - 31.05.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.05.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1987 t Eiginkona mín, móöir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR Stóru-Tungu, Dalasýslu, sem lést 21. maí, verður jarðsungin frá Staðarfellskirkju þriðjudag- inn 2. júní kl. 14.00. Ferð veröur frá Umferðarmiðstöðinni með Vestfjarðar leið kl. 8.00 og til baka sama dag. Pótur Ólafsson, börn, tengdadætur og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, HELGI HÓLM HALLDÓRSSON frá ísafirði, Skiphoiti 47, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. júní kl. 11.30. Svandís Helgadóttfr, Filippía Helgadóttir, Geira Helgadóttir, Ásgeir Helgason, Amdfs Helgadóttir, barnabörn og Sigurður Gunnarsson, Magnús Danfelsson, Guðmundur Gunnarsson, Guðrún Jóhannsdóttir, Pótur Veturliðason, barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR GUÐGEIRSSON, hárskerameistari, Mosabarði 1, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjaröarkirkju þríðjudaginn 2. júni kl. 13.30. Elfn Einarsdóttir, Geirlaug Guðmundsdóttir, Vigfús Helgason, Auður Guðmundsdóttir, Póll Egilsson, Svava Guðmundsdóttir, Rúnar Granz, Lfna Guðmundsdóttir, Kristbjörn Guðlaugsson og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTRÚN V. JÓNSDÓTTIR, Nýlendugötu 29, verður jarösungin frá Fríkirkjunni mánudaginn 1. júní kl. 15.00. Jón Ásbjörnsson, Frföa V. Ásbjörnsdóttir, Ásbjörn Jónsson, Baldur Steingrfmsson, Halla Daníelsdóttir, Steingrfmur Baldursson Ásdfs Jónsdóttir, Hóðinn Steingrímsson, Gunnar Steingrímsson. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, HÁKON B. TEITSSON rennismiður, Langholtsvegi 18S, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. júní kl. 13.30. Knútur Hákonarson, Sigrún B. Einarsdóttir og barnabörn. Móðir mín. t GUÐBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR, frá Siglufirði, sföast til heimilis á Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 2. júní kl. 13.30. Olga Pálsdóttir. t Þökkum af alhug öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og jarðarför sonar okkar, bróður, mágs og dóttur- sonar, KRISTJÁNS JÓHANNS KRISTJÁNSSONAR, Miðvangi 31, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til Sr. Sigurfinns Þorleifssonar, sjúkrahúsprests, Borgarspítala og lækna og hjúkrunarfólks sem önnuöust drenginn okkar. Anna Erlendsdóttir, Kristján J. Ásgeirsson, Anna Karen Kristjánsdóttir, Björn Arnar, Kristfna V. Kristjánsdóttir, Vilhelmfna Arngrfmsdóttir, Erlendur Indriðason. Kristrún V. Jóns- dóttir — Minning Fædd25. maí 1911 Dáin 19. maí 1987 Tengdamóðir mín, Kristrún Val- gerður Jónsdóttir, lézt í Borgarspít- alanum að kvöldi þriðjudagsins 19. maí eftir stutta legu. Verður útför hennar gerð frá Fríkirkjunni á morgun, mánudaginn 1. júní. Kristrún Valgerður Jónsdóttir, eða Dúna eins og hún var kölluð af vinum og vandamönnum, fæddist á Þóroddsstöðum í Ölfusi. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, bóndi þar, og kona hans, Vigdís Eyjólfs- dóttir frá Grímslæk í Ölfusi. Þau hjónin eignuðust 10 böm, einn son og níu dætur, og var Kristrún yngst þeirra. Þau eru nú öll látin. Fyrstu bemskuárin dvaldist Kristrún í glaðværum systkinahópi hjá for- eldrum sínum á Þóroddsstöðum. Minntist hún þess tíma ætíð með nokkrum söknuði. Hún heimsótti oft æskustöðvamar síðar á ævinni og rifjaði þá upp gamlar minning- ar. Hún hefði vel getað tekið undir með Steini Steinarr, þegar hann segir: Og langt niðrí djúpum dali er dálítill sveitabær. Þar seytlar fram silfurtær lækur og sóley á bakkanum grær. Þar hef ég gengið í grasi með gullið og silkimjúkt hár. Nú liggja þau langt að baki hin liðnu og gleymdu ár. Árið 1921 fluttust foreldrar Kristrúnar til Reykjavíkur ásamt bömum sínum. Festi faðir hennar kaup á húseigninni Fischersundi 3 og bjó fjölskyldan þar. Kristrún sótti Miðbæjarskólann á vetmm og lauk þaðan fullnaðarprófi. Réðst hún síðan bamfóstra til Eggerts Kristjánssonar, stórkaupmanns, og konu hans, Guðrúnar Þórðardóttur. Voru þær Guðrún og Kristrún systkinadætur. Reyndist þessi fjöl- skylda Kristrúnu afar vel. Urðu þær frænkur vinkonur ævilangt og heimsóttu hvor aðra reglulega með- an þeim entist aldur. Þegar Kristrún var 17 ára missti hún móður sína. Litlu síðar veiktist hún af berklum og varð að fara á heilsuhælið á Vífilsstöðum og dvelj- ast þar um skeið. Á þeim ámm var berklaveikin mikill ógnvaldur og sorglega margir, sem fóm á hælið, áttu ekki afturkvæmt þaðan. Kristrún náði þó sæmilegum bata og brautskráðist frá Vífílsstaða- hæli. Hóf hún þá skrifstofustörf hjá Þóroddi bróður sínum, sem orðinn var allumsvifamikill stórkaupmað- ur. Flutti Þóroddur meðal annars út ýmsar landbúnaðarafurðir, þar á meðal refaskinn. Um þessar mund- ir fór bóndasonur frá Deildará í Múlahreppi í Austur-Barðastrand- arsýslu, Ásbjöm Jónsson, að skipta við Þórodd. Þau Kristrún kynntust, felldu hugi saman og gengu í hjóna- band 1938. Festu þau kaup á húseigninni Nýlendugötu 29 í Reykjavík og bjuggu þar æ síðan. Kristrún og Asbjöm eignuðust tvö börn: Jón, heildsala og fiskút- flytjanda í Reykjavík. Kona hans er Halla Daníelsdóttir. Böm þeirra em tvö, Ásbjöm og Ásdís, og bama- böm tvö. Fríðu Valgerði, hús- mæðrakennara, sem er gift undirrituðum. Synir okkar em: Baldur, Héðinn og Gunnar. Á fyrstu hjúskaparámnum lék allt í lyndi hjá ungu hjónunum á Nýlendugötu. Ásbjörn byggði lítinn sumarbústað á Deildará og dvaldist fjölskyldan þar á sumrin. Kynntist Kristrún vel íbúum Múlahrepps, og urðu margir þeirra tíðir gestir á heimili þeirra hjóna í Reykjavík. Þá tóku þau Ásbjöm og Kristrún þátt í starfsemi Breiðfírðingafé- lagsins í Reykjavík. Héldu þau því áfram alla ævi og bám hag þess mjög fyrir brjósti. En skjótt brá sól sumri. Kristrún veiktist og varð að fara á Vífíls- staðahæli öðm sinni. Var bömun- um, ungum að ámm (4 og 5 ára), komið í fóstur og heimilið leyst upp. Naumast þarf að lýsa, hvílíkt reiðarslag þetta varð allri fjölskyld- únni og þó einkum hinni ungu móður, sem varð að hverfa frá eig- inmanni og bömum og beijast ein við banvænan sjúkdóm. En Kristrún bugaðist ekki. Eftir 4—5 ára dvöl á hælinu náði hún sæmilegri heilsu og starfsþreki. Gat hún þá flutzt heim á Nýlendugötu, tekið til sín börnin og hafíð húsmóðurstörfín á ný. Eftir þetta helgaði hún heimil- inu alla krafta sína. Löngum var gestkvæmt af vinum og vandamönnum á heimili Krist- rúnar og Ásbjamar, enda bæði tvö gestrisin og greiðasöm. Stóð þá ekki á húsfreyjunni að bera fram rausnarlegar góðgerðir. Var þá oft glatt á hjalla, enda nutu húsráðend- ur þess að blanda geði við gesti sína. Kristrún Jónsdóttir var að eðli t Móðir okkar, VALGERÐUR BJARNADÓTTIR, Tjarnargötu 16, Keflavík, verður jarðsett 2. júní kl. 14.00 frá Keflavíkurkirkju. Systkinin. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, VIGDÍS JÓSEFSDÓTTIR, Bárugötu 4, Reykjavfk, verður jarðsungin þriðjudaginn 2. júni kl. 15.00 frá Fossvogskapellu. Magnús V. Ágústsson, Edda Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, ÞÓRDÍS EINARSDÓTTIR STRAND, Stigahlfð 22, verður jarðsett frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 3. júní kl. 13.30. Einar Strand, Erla Einarsdóttir Strand, Einar Þór Strand. t Innilegt þakklæti til frændfólks og vina nær og fjær fyrir auð- sýnda samúö og vinarhug við andlát og útför SÓLVEIGAR JÓNSDÓTTUR, Grettisgötu 6, Reykjavfk. Jón Geir Árnason, Sigrfður Einarsdóttir, Sigurður ísfeld Árnason, Sólrún Einarsdóttir, Lóa Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR ÁRMANNS MAGNÚSSONAR stórkaupmanns. Guðrún Lilja Halldórsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. 1 S.HELGASONHF STEINSMIÐJA SKHMMUVH3I 48 SfMI 76677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.