Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 Heynes er fólginn í því að þeir snúa röksemdafærslu Hayeks að því leyti við, að hann segir ekki, að það séu hinir vondu menn á æðstu valdastól- um, sem valdi því að kerfíð fullnæg- ir ekki þeim kröfum, sem almenningur gerir til þess, heldur er það kerfíð, sem krefst þess, ef það á að vera starfhæft, að því sé stjómað af mönnum sem hafa mjög takmarkaða siðgæðisvitund til að bera. Slíkir menn eru nauðsynlegir til að stjóma í Gulag, Buchenwald, Treblinka og öðrum slíkum stöðum. En hvers vegna er þetta svo? Þeim, sem nánar vilja kynna sér rök- semdafærslu Hayeks, má vísa til kafla í bók hans, sem ber yfirskrift- ina: „Why the worst get to the top“. Svo reynt sé í sem allra stytztu máli að skýra röksemdafærslu hans þá er hún sú, að þeir sem stjóma Gosplan eða hvað nú áætlanagerðin heitir, geta aðeins haft til að bera lítið brot af þeirri þekkingu, sem nauðsynleg er, til þess að samræma hinar margvíslegu þarfir borgar- anna og hina fjölbreyttu tækni, sem völ er á, til þess að fullnægja þeim. Afleiðingin verður hrópandi mis- ræmi milli framleiðslu og þarfa, þannig að það verða ekki þarfímar eins og þær em í raun, heldur mat valdhafanna á því hvaða þarfir fólk- ið eigi að hafa, sem lagt verður til gmndvallar ákvörðununum um það hvað framleiða skuli og á hvaða hátt. Beita verður þá þvingunum til þess að halda óánægju fólksins í skefjum, banna verður gagniýni og hefta tjáningarfrelsi. Þannig leiðir Gosplan til Gulag að dómi Haykes. Þetta á þó fyrst og fremst við í stóm þjóðfélagi þar sem þarf- ir borgaranna og tækni er fjölþætt. Ef samfélagið er hins vegar nógu fámennt getur öðm máli gegnt. Ef við hugsuðum okkur t.d. Grímsey sem sjálfstætt hagkerfi myndi jafn- vel Hayek fallast á það, að hin skynsamlegasta skipan efnahags- mála væri sú, að láta hreppsnefnd- ina þar taka allar ákvarðanir um framleiðslu, tekjuskiptingu og neyzlu. í ijölmennu þjóðfélagi með fjöl- brejrtilegum þörfum og tækni em markaðsviðskipti hins vegar eina leiðin sem hægt er að fara til þess að nýta þá þekkingu sem dreifð er meðal hinna mörgu aðila sem hver hefir sérþekkingu á sínu sviði, ann- ars vegar hvað snertir smekk og þarfir fólksins og og hins vegar þá tækni, sem hagkvæmast er að nota við framleiðsluna. Með því móti einu er hægt að samræma framleiðslu og þarfír. Eru þær hættur sem varað var við í Leiðinni til ánauðar úr sögunni? Þó að hér hafi verið komizt að þeirri niðurstöðu að kjami þeirra kenninga, sem settar vora fram í Leiðinni til ánauðar séu enn óhagg- aðar, þá er þeirri spumingu, sem sett er fram í þessari millifyrirsögn, enn ósvarað. í dag virðast vera miklu minni líkur á því en var fyrir 40 ámm að miðstýrður áætlunarbú- skapur að sovézkri fyrirmynd ryðji sér til rúms á Vesturlöndum. Jafti- vel í þeim löndum, sem lúta stjóm kommúnista, virðist sú skipan mála vera á undanhaldi. Er Kína senni- lega bezta dæmið um það en einnig má nefna Júgóslavíu og Ungveija- land sem dæmi um lönd, sem tekið hafa upp markaðsbúskap að nýju í talsverðum mæli. Er athyglisvert að Sovétríkin virðast hafa látið þá þróun afskiptalausa í Ungveija- landi, þar sem þeir þó geta ráðið öllu því, sem þeir óska. En hefir þróun efnahagsmála á Vesturlönd- um þá ekki tekið á sig aðrar myndir, sem stofnað gætu framföram, frelsi og mannréttindum í vestrænu sam- félagi í hættu? Þessi spuming er meira og minna rædd í bók þeirra sexmenninganna og þó að skoðanir þeirra í því efni falli ekki alveg saman, þá em þeir sammála um það, að því fari fjarri að þessari hættu hafi verið afstýrt. Hayek og Keynes vom sammála um það, þrátt fyrir ágreining um margt annað, að hin þjóðfélagslega þróun ákvarðaðist í miklu ríkara mæli af þeirri hugmyndafræði, sem ríkjandi væri á hveijum tíma frem- ur en hagsmunum einstaklinga og starfsstétta og baráttunni um þá. Hér vom þeir á öndverðum meiði við Karl Marx, sem hélt því fram, að ríkjandi hugmyndafræði ákvarð- aðist á því sem næst vélræna vísu af þeim framleiðsluháttum og þeirri stéttaskiptingu, sem ráðandi væm í þjóðfélaginu á hveijum tíma. Til- gangslaust væri að reyna að breyta hugmjmdum fólksins að óbreyttu því umhverfi sem ákvarðaði þessar hugmjmdir. Flestir sexmenning- anna virðast aðhyllast eins konar millistig milli þessara andstæðu skoðana. Hannes gagmýnir þá afstöðu Hayeks í Leiðinni til ánauðar að leggja megináherzlu á hugmjmda- fræðina og brejdingar, sem á henni þurfi að verða, ef ekki eigi illa að fara, en minni áherzlu á stofnanir þjóðfélagsins og þróun þeirra. Hinn stjómmálafræðingurinn, Norman Bary, sem grein á I ritinu, tekur þó hér enn dýpra í árinni. Flestir ættu líka að vera sammála um það, að erfitt getur verið að brejrta hug- mjmdum fólks til samræmis við kröfur tímans, ef til em voldugar stofnanir í þjóðfélögum, sem telja það hagsmunum sínum nauðsjmlegt að halda vemadarvæng jrfir stað- naðri og úreltri hugmyndafræði. En hvaða stofnanir er hér um að ræða? í nútíma þjóðfélagi er ekki vafí á því, að þar skipta mestu máli samtök vinnumarkaðarins, bæði launþega og vinnuveitenda, en auk þeirra má nefna margs konar aðra þrýstihópa, sem vinna í þágu margvíslegra sérstakra málefna, íþróttafélaga, góðgerðarfélaga, samtök fólks sem haldið er ákveðn- um sjúkdómum og ótal mörg önnur samtök. Það er fjærri mér að for- dæma starfsemi þessara samtaka. Þau hafa flest átt hlut að þvi að koma sínum góðu málum I kring auk þess sem samstarf þeirra sem eiga sameiginlega hagsmuni eða hugðarefni getur haft tilgang í sjálfu sér. Hins vegar má ekki loka augun- um fyrir þeim hættum, sem efna- hagskerfinu stafar af heildaráhrif- um af starfsemi allra þessara þiýstihópa, þótt hver um sig vinni að góðu málefni. Þiýstingur þeirra á þau yfírvöld, sem opinbemm fjár- málum og peningamálum þjóðar- innar sijóma, getur grafið undan heilbrigðri skipan þeirra mála og valdið m.a. verðbólguöngþveiti, sem stöðvar allar framfarir í þjóðfélag- inu. Hætt er þá við að bæði á svonefndum hægri og vinstri væng stjómmálanna komi fram krafa um það að einhveijum „sterkum" manni verði nú falin stjómin og þannig verði mdd braut beint til alraaðis. Vandamálið er það, hvemig setja megi starfsemi þessara þiýstihópa, hagsmunasamtaka sem annarra, leikreglur, sem gefí þeim eftir sem áður frelsi til þes að vinna að þeim sérmálum, sem þau vom stofnuð til að þjóna, en tryggi það hins vegar að vald og ábyrgð á al- mennri stjóm efnahagsmála sé raunveralega í höndum þeirra, sem þjóðin kýs til forystu í þeim málum. I bók sinni Leiðinni til ánauðar gerir Hayek lítil skil þeim vanda- málum, sem hin miklu og vaxandi áhrif þrýstihópanna hafa. í seinni bókum sínum, einkum Constitution of Liberty (1960) og þriggja binda bók sinni Law, Liberty and Legi- slation (1973-79), gerir hann hins vegar tilögur um það hvers konar löggjöf þurfi að setja til þess að tryggja heilbrigt eftiahagslíf sem skilyrði framfara og bættra lífskjara almennings. Hér skulu þær tillögur ekki ræddar né tekin til þeirra afstaða, en ágreiningur ætti hins vegar ekki að vera um það, að þar er hrejrft mesta vandamáli, sem við er að etja í nútíma vestræn- um þjóðfélögum. Höfundur er fyrrverandi prófeas- or við viðskiptafrseðideild Háskóla íslands. Hann var um langtárabil alþingismaður fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Reykjavík og einn helzti talsmaður flokksins í efnahags- málum svo og ráðunautur rikis- stjómarinnar um áratugaskeið. MALI0RKA ...M - . - . -Hí • '•**' éyjnt. :r»*- - - - - Royal IVlagaluf Gistislaður í sérflokki. Ferðaskrilstofa, Hallveigarstíg t slmar 28388 og 28580 allt á grillið HANGIKJÖT Hangilæri m/beini ... kr. 420.- kg. Hangilæri úrbeinað ... kr. 568.- kg. Hangiframpartur m/beini ... kr. 321.- kg. Hangiframpartur úrbeinaður.. ... kr. 487.-kg. Hangikjöt í 1/1 og 1/2 skrokkum. kr. 360.- kg. Soðin hangilæri ... kr. 720.- kg. Svið, söguö/óhreinsuð . kr. 128.-kg.- Svið, söguö/hreinsuð ... kr. 202.- kg. FERSKT GRÆNMETI Allar tegundir Nýtt hrásalat - Nýtt kartöflusalat - Ný cockta- ilsósa - Tómatar - Agúrkur - Blaðsalat Paprika - Púrrur - Hvítlaukur o.fl. Grillkol Uppkveikilögur Grillolía Pappadiskar Plasthnífapör Marineraðar lærissneiðar kr. 548.- kg. Marineraðar kótilettur kr. 401.- kg. Marineraður framhryggur kr. 491.- kg. Marineruð lambarif kr. 175.- kg. Marineraðar grillsneiðar kr. 225.- kg. Marineraðir grillleggir kr. 363.- kg. Okkar vinsæla Ladó lamb kr. 553.- kg. UUFFENGT A GRILLIÐ Ljúffengir svína- og nauta- grillpinnar. Ný svínarif.. ..........kr. 267.- kg. Nýsvínarifjasteik.......kr. 329.- kg. Kryddaðar, svínahnakkasneiðar kr. 613.-kg. NAUTASTEIKUR Nautasteik.... ........kr. 378.- kg. Nauta bógsteik.. ............kr. 378.- kg. NautaT-bone.... .............kr. 513.-kg. Nauta Sirlon.. kr. 513.-kg. Enskt buff..............kr. 753.- kg. Nauta piparsteik(filet).... .kr. 864,- kg. Nautafilet... .........kr. 864.- kg. Nautalundir... .......kr. 1.004.- kg. Nauta Roast beef. ...........kr. 637.- kg. KJOTMIÐSTOÐIN Sími 686511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.