Morgunblaðið - 16.06.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.06.1987, Blaðsíða 64
Rífandi laxveiði fyrir norðan: Tíu 20-23 - punda lax- ar á einum morgni úr Vatnsdalsá „MIKIL veiði og stórir lax- ar,“ er lýsingin sem Morgun- blaðið fékk á opnun Vatnsdalsár, Víðidalsár og Miðfjarðarár í gær, veiði hófst í tveimur fyrstnefndu ánum í gærmorgun, en um helgina í Miðfjarðará. Veiði hófst og í Langá á Mýr- um í gærmorgun. í öllum ánum fyrir norðan var stórveiði og ein- hver besta bjnjun á laxveiði- vertíð í manna minnum. 38 laxar veiddust á sex stangir fyrir há- degi í Vatnsdalsá og á sama tíma 24 á 8 stangir í Víðidalsá. í Vatnsdalsá veiddust 10 laxar frá 20 og upp í 23 pund, en „að- eins“ þrír slíkir í Víðidalsá, sem þó hafði stærðarvinninginn með 24 punda hæng. í hvorugri ánni veiddist lax undir 10 pundum og meðalþunginn var álitinn vera milli 12 og 14 pund. Stærsti laxinn af þeim öllum kom hins vegar úr Miðfjarðará, en í Morgunblaðinu á sunnudag- inn var greint frá feykigóðri byijun þar. 20 laxar voru veidd- ir þar fyrsta veiðidaginn. Hópurinn veiddi alls 45 laxa, þann stærsta 25 punda sem Bjarni Ámason veiddi í Neðri- ! Hlaupunum í Austurá. í Langá veiddust 6 laxar fyrsta morguninn og menn sáu talsvert líf. Það taldist til tíðinda, að 18 punda hængur veiddist, en svo stórir laxar eru fátíðir í ánni. Sjá nánar „Eru þeir að fá’ann?" á bls. 35. Morgunblaðið/RAX. Boðið í fiskinn úr Otri á fiskmarkaðnum í Hafnarfirði í gær. Mikill mannfjöldi var viðstaddur uppboðið. Fiskmarkaðsverðið um 25% hærra en skráð verð: Verðið sambærilegt við 50 kr. á kg fyrir gámafisk erlendis „SÖLUVERÐ fyrir þorsk sem fluttur hefur verið á markað erlendis í gámum þarf að vera um 50 krónur kílóið svo hægt sé að telja það sambærilegt við það verð sem fékkst fyrir þorskinn á fiskmarkaðnum í dag,“ sagði Kristján Ragnars- son, framkvæmdastjóri LÍÚ í samtali við Morgunblaðið í gær, eftir að uppboðum lauk á fyrsta aflanum sem í hús kom hjá Fiskmarkaðnum hf. í Hafnar- firði, en hann tók formlega til starfa í gærdag. Meðalverð fyrir aflann á mark- aðnum, sem mestmegnis var þorskur, var 33 krónur, en skráð þorskverð fyrir fisk áf þessari stærð var um 25-26 krónur. Afl- inn seldist því fyrir u.þ.b. 25% hærra verð en það sem hafði ver- ið skráð. Kristján sagði að kostnaðurinn við gámaútflutninginn væri í kringum 15-16 krónur, og þegar búið væri að taka með í reikning- inn rýmun þá sýndist sér þetta verð, 50 krónur fyrir kílóið, vera nærri lagi. Þá taldi hann að verð fyrir ýsu á markaði erlendis þyrfti að vera um 58-60 krónur, en ýsu- verðið á markaðnum í gær fór í rúmar 45 krónur. „Annars held ég að fisksalamir sem þama vom mættir til að bjóða í aflann hafi sett strik í reikning- inn hvað ýsuverðið varðar, og það sama má segja um lúðuverðið," sagði Kristján, „því þessar teg- undir fóm fyrir talsvert hærra verð en skráð verð. Annars held ég að ekki hafí verið hægt að hitta á verri markaðsdag því stærri fiskvinnslumar á svæðinu buðu ekki í, en þær eiga eftir að koma inn í myndina og hafa mik- il áhrif. Það verður því geysilega fróðlegt að fylgjast með fram- gangi mála á næstunni," sagði Kristján Ragnarsson að lokum. Sjá frásögn og myndir af opnun fiskmarkaðarins i Hafnarfirði á bls. 26. i 212 milljónir fara í Jagfæringar á sliti í sumar er varið 212 milþónum til viðhalds gatna Reykjavikur- borgar. Að sögn Ólafs Guðmunds- sonar hjá embætti gatnamála- stjóra er ástand gatna eftir veturinn sérlega slæmt og kenndi hann mikilli notkun nagladekkja og aukinni bílaeign borgarbúa um. ' Miklar gatnaframkvæmdir em í gangi í borginni og að sögn Ólafs er aðaláherslan lögð á að leggja yfirlag á malbiksslit. Nýlokið er við að leggja á Suðurlandsbraut, unnið er nú á Miklubraut og Reykjanesbraut verður lagfærð þar á eftir. Til nýframkvæmda er varið 469 milljónum í sumar. Japansmarkaður: Mikil verðlækkun á loðnu fyrirsjáanleg HORFUR eru á mikilli verðlækk- un á loðnu og loðnuhrognum á Japansmarkaði fyrir næstu vertíð. Orsakir þessarar lækkun- ar eru miklar birgðir í Japan, auknar veiðar Kanadamanna fyrir Japansmarkað og minnk- andi neysla á loðnu i Japan. Að sögn Helga Þórhallssonar, sölustjóra hjá Sölumiðstöð Hrað- frystihúsanna. sem nýkominn er frá Japan, seldu íslendingar meira af loðnu til Japans en búist var við. Gengið hefur erfiðlega hjá japönsk- um kaupendum að selja loðnuna til aðila, sem búa hana til neyslu. „Miklar birgðir hafa safnast fyrir og er fyrirsjáanlegt að miklar birgð- ir verði eftir þegar reynt verður að selja afrakstur næstu vertíðar," sagði Helgi, en gat þess þó að ekki væri allt útséð í þessu máli. Ekki væri mjög langt síðan loðnan kom á Japansmarkað og hrognin hefðu komið á markað 20. maí síðastliðinn og hefðu sýni verið send um allt land og mælst mjög vel fyrir. Kanadamenn eru helsti sam- keppnisaðili íslendinga á Japans- markaði og seldu þeir um 32.000 tonn af loðnu til Japans í fyrra á meðan íslendingar seldu 5.100 tonn. Ársneyslan í Japan er hins vegar ekki nema 28.—29.000 tonn. „Þrátt fyrir mikið framboð þeirra, vilja Japanir halda viðskiptum við okkur áffarn, enda er okkar loðna öðru vísi." Loðnuvertíðin hjá Kanadamönn- um er nýhafin og yrði það, að sögn Helga, mjög slæmt fyrir okkur, ef þeir veiddu meira en 30.000 tonn fyrir markað í Japan. „Þeir gætu hugsanlega veitt um 40.000 tonn, en það væri hins vegar mjög óskyn- samlegt af þeim," sagði Helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.