Morgunblaðið - 27.06.1987, Side 27

Morgunblaðið - 27.06.1987, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 27 Fjórðungsmót norðlenskra hestamanna: V erðlaunagrip- irnir úr íslensku bergi vekja athygli Mclgerðismelum, frá Valdimar Kristinssyni EKKI verður annað sagt en veðrið leiki við aðstandendur fjórðungsmótsins hér á Mel- gerðismelum. Það hefur verið fram að þessu eins og það gerist best hér í Eyjafirði, sól og blíða. í gærmorgun voru á svæðinu tæplega eitt þúsund manns en búist var við tölu- verðum fjölda fólks með kvöldinu. Að sögn Jónasar Vigfússonar framkvæmda- stjóra mótsins var vonast til að milli þijú og fjögur þúsund manns myndu koma en það færi að sjálfsögðu mikið eftir veðrinu. Stóðhestar voru dæmdir í bæði einstaklingsflokki og einnig með afkvæmum í gær. Þá voru afkvæmahryssur einnig leiddar fyrir dómnefndina. Heldur fóru kynbótadómamir fram úr áæt- luðum tíma og var greinilegt að dómnefndin gaf sér betri tíma til starfa sinna en tíðkast hefur á slíkum mótum. Töldu menn ástæðuna ef til vill þá umræðu og gagnrýni sem komið hefur fram á vinnubrögð dómnefnda undanfarinna ára. Verðlaunagripimir sem veittir verða í mótslok hafa vakið verð- skuldaða athygli en þeir eru úr íslensku bergi sem er skorið og slípað og verðlaunapeningar límdir á. Einnig er grafínn texti á steinana. Gæðingadómaramir sem hér dæma koma víða að, bæði úr Norðlendingafjórðungi og öðmm landshlutum. Hefur nokkuð borið á ósamræmi milli einstakra dóm- ara. Hefur munurinn verið í mörgum tilvikum einn heill og í eitt skiptið munaði rúmlega þremur heilum. Sölusýning var haldin hér í gær og einnig var farið í sameiginlegan útreiðartúr. í dag hefst dagskrá með undanr- ásum kappreiða og verður þá veðbanki starfræktur. Ræktun- arbú koma fram með sýningar- hópa og kynbótahross verða sýnd samkvæmt skrá og verður dóm- um lýst. Þá keppa unglingar til úrslita í báðum flokkum. Að víða- vangshlaupi loknu verður haldin kvöldvaka. Verðlaunagripirnir, sem veittir eru á Fjórðungsmótinu, eru úr íslensku basalti, þykja nokkuð sérstæðir. Fjórðungsmótið á Melgerðismelum: Jöfn og spennandi keppni í A-flokki Nýtt númerakerfi á kynbótahrossin Melgerðismelum, frá Valdimar Kristinssyni. í gær voru A-flokksgæðingar dæmdir og var keppni þar mjög spennandi. Lengi vel leit út fyr- ir að Neisti frá Gröf yrði hæstur eftir forkeppnina en Seifur frá Keldudal skaust yfir hann. Ekki var þó munurinn mikill því Seifur fékk 8,44 i einkunn en Neisti var með 8,43. Knapi á Seifí var Eiríkur Guð- mundsson en Neista sat Herdís Einarsdóttir. Eins og í B-flokki Hestamót á Gaddstaðaflöt: Leiðrétting í MORGUNBLAÐINU 26. júní þar sem sagt var frá hestamótinu á Gaddstaðaflöt var ekki rétt nafn á eiganda Flugars frá Flugumýri. Hið rétta er Konráð Auðunsson og knapi var Þórður Þorgeirsson. Flugar varð í 4. sæti A-flokks gæðinga og í 1. sæti stóðhesta 6 vetra og eldri. Beðist er velvirðingar á þessu. fara átta í úrslit en hinir sex eru Stjarna frá Flekkudal, 8,33, síðan koma jafnir með 8,28, Kveikur frá Keldudal, Eðall frá Stokkhólma, Orri frá Höskuldsstöðum og Tappi frá Útibleiksstöðum. í áttunda sæti varð svo Freisting 5518 frá Bárðartjöm. Sem sjá má er allt útlit fyrir jafna keppni í úrslitun- um í A-flokki á sunnudag. Vakið hafa athygli mótsgesta ný ættbókamúmer sem eru á sum- um kynbótahrossunum. Eru þessi númer tilkomin vegna tölvuskrán- ingar og er þeim ætlað að koma í stað gamla númerakerfisins. Em þetta átta stafa tölur sem fela í sér ákveðnar upplýsingar svo sem hvaða ár hrossið er fætt og í hvaða héraði. INNLENT Meðal stóðhesta, sem komu fyrír dóm á föstudag var Otur 1050 frá Sauðárkróki, en hann hlaut háa einkunn fyrir hæfileika í vor. Knapi er Eiríkur Guðmundsson. LAPPLAND 2 m. kr. 4.800 og 11.100,- 3 m. kr. 5.698, 7.355 og 13.620,- 4 m. kr. 19.500,- ____________ JALDASÝNING verður um helgina á nýju sýningarsvæði okkar við hlið Seglagerðarinnar. Hústjöld, göngutjöld, Ægistjöld og allt í útileguna. Einnig mikið úrval af sólhúsgögnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.