Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 19897 34 >— Snemma morguns, þriðju- daginn 15. janúar árið 1952, settist rithöfundurinn lan Fleming niður við gömlu Imperial ferðaritvélina sína í setustofunni í sumarhúsinu sínu í Goldeneye á eyjunni Jamaíka og byrjaði að segja frá fyrsta ævin- týri James Bond, Casino Royale, án þess að hafa undirbúið það eða skipuiagt að neinu ráði eftir því sem sagan segir. Hann vann á morgnana og skrifaði tvö þúsund orð á dag. Það liðu tveir mánuðir þartil hann, á þriðjudeginum 18. mars, tók síðasta blaðið úr vélinni og njósnarinn, sem átti eftir að verða ódauðlegur, var tilbúinn að koma íheiminn. Dæmigerður Bondhasar: Lotus Esprit hverfur í hafið eltur af þyrlu í myndinni Njósnarinn sem elskaði mig. NJÓSNARIHENNAR HÁTIGNAR Nýjasta Bondmyndin, Logandi hræddir (The Living Daylights) frumsýnd á 25 ára afmæli kvikmyndahetjunnar með nýjum leikara í hinu kröfuharða hlutverki Síðan eru liðin 35 ár, 14 bækur eftir Flem- ing, 16 kvikmyndir og fjórir James Bond-ar. Fimm raunar, því árið 1954 var gerð sjón- varpsmynd í Bandaríkjunum eftir fyrstu Bond-sögunni og þá fór Barry Nelson með hlutverk njósnara hennar hátignar (Peter Lorre lék illmennið Le Chiffre). Vinsældir Bonds hafa verið með ólíkindum í gegnum árin en Fleming var í fyrstu ekki viss um hvernig fólk ætti eftir að taka sögunum. Hann hafði raunar gengið með það í magan- um í fimm ár að skrifa njósnasögu. „í fyrstu 3&ammaðist ég mín svo mikið fyrir það sem ég hafði skrifað að ég hafði áhyggjur af því hvað vinir mínir myndu segja ef þeir læsu það,“ sagði hann einu sinni. Nafnið á sögu- hetju sína fékk hann óbreytt frá höfundi náttúrufræðiritsins Fuglar Vestur-lndíu en hann hét James Bond. Útlit söguhetjunnar byggði Fleming á golfleikaranum Henry Cot- ton. Þannig hófst saga hins bókmenntalega James Bond en réttum tíu árum eftir að Fleming settist við ferðaritvélina sína var njósnarinn settur á filmu og sigurganga hans hófst með þessari velþekktu kynningu: „Ég heiti Bond. James Bond." Orðin mælti óþekktur skoskur leikari, að nafni Sean Connery, fyrst fyrir 25 árum þar sem hann sat við fjárhættuspil í Pinewood-kvikmynda- verinu og kveikti sér i rettu fyrir framan suðandi myndavélarnar. Connery var sonur vörubílstjóra í Edinborg og var lítt reyndur leikari. Framleiðandinn Harry Saltzman hafði rekið augun í hann í minniháttar breskri gamanmynd árið 1961 og fengið hann til að leika Bond þegar leikararnir Patrick McGoohan og Richard Johnson höfðu báðir hafnað hlutverkinu. Saltzman og meðfram- leiðandi hans, „Cubby" Broccoli, höfðu sett tæpa milljón dollara í þessa fyrstu Bond- mynd, Dr. No, m.a. í þeirri vissu að Connery yrði vel tekið sem meistaranjósnaranum velklædda og háttvísa sem hafði smekk fyr- ir hraðskreiðum bílum, góðum vínum og Sean Connery í hlutverki Bonds. Roger Moore í hlutverki njósnarans ódauð- lega. Rithöfundurinn lan Fleming árið 1963. fögrum konum. Þeir Saltzman og Broccoli höfðu veðjað á réttan hest. Connery var fullkominn njósnari fyrir sjöunda áratuginn og Dr, No varð upphafið á myndum sem áhorfendur hafa hingað til borgað meira en milljarð dollara til að sjá. Kvikmyndastjarnan James Bond er sumsé orðin 25 ára. Bíóhöllin hefur frumsýnt nýj- ustu Bond-myndina, Logandi hræddir (The Living Daylights), A-Ha hljómsveitin hefur komið til landsins með titillag myndarinnar í farteskinu og Timothy Dalton bíður þess á hvíta tjaldinu að fá einkunn kröfuharðra áhorfenda sem annarsvegar voru aldir upp við Sean Connery og voru aldrei sáttir við Roger Moore og hins vegar yngri kynslóðar- innar sem aldrei þekkti Connery en ólst upp með Moore. Hver veit nema þriðja kynslóð- in eigi eftir að líta á Dalton sem hinn eina og sanna Bond.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.