Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987 17 Tölvuháskóli VI eftir Þorvarð Elíasson Þann 22. júlí sl. birtist grein í Mbl. eftir Jón Gunnarsson, þar sem fram eru settar ýmsar spumingar varðandi nýstofnaðan Tölvuháskóla Verzlunarskóla íslands. Greinin er of löng til þess að hægt sé að svara öllu sem þar kemur fram og ástæða væri til að svara, en hér á eftir eru dregin fram meginatriði í vangavelt- um Jóns og reynt að svara hveiju þeirra fyrir sig. 1. Er Tölvuháskóli Verzlunarskóla Is- lands háskóli? Þessan spumingu verður að svara játandi. f lögum nr. 55/21. maí 1974 um skólakerfi segir að skólakerfi landsins skiptist í 3 stig: skyldun- ámsstig, framhaldsskólastig og háskólastig. Tölvuháskólinn mun taka inn stúdenta og því er um að ræða nám á háskólastigi. Skólar sem veita nám á háskólastigi hljóta að mega kallast háskólar, enda er starf- andi hér á landi Kennaraháskóli og víða um lönd starfa tækniháskólar, verslunarháskólar o.s.frv. 2. Undirbúningur hraður og lítil opinber umræða Ef ég skil Jón Gunnarsson rétt þykir honum ámælisvert hversu und- irbúningur að stofnun Tölvuháskól- ans hefur gengið hratt fyrir sig en opinber umræða verið lítil. Undirrit- aður telur hröð vinnubrögð kost en ekki galla og líklegri til að skila vönduðum málatilbúnaði, en ef vinn- an veltist milli margra nefnda, ráða og stofnana. Opinber umræða er ágæt, enda var um mál þetta fjallað opinber- lega, m.a. á opinni ráðstefnu sem haldin var í vor. Frekari umræðu var ekki þörf þar sem þeir sem um málið fjölluðu voru samþykkir stofn- un skólans. 3. Má Tölvuháskólinn veita BS-gráðu? Undirritaður fær ekki séð að Há- skóli íslands eigi einkarétt á gráðu- veitingu, enda hefur nú þegar verið stofnaður annar háskóli, þ.e. Kenn- araháskóli íslands, sem veitir gráðu. Það sem máli skiptir er ekki hvort Tölvuháskóli VÍ eða Háskóli fslands veiti útskrifuðum nemendum gráðu, heldur hvort gerðar séu fullnægjandi kröfur til menntunar þeirra nemenda sem gráðuna fá. Skólanefnd VÍ hefur lýst vilja sínum til þess að auka námið upp í BS-gráðu en alls ekkert hefur verið um efni þess viðbótamáms rætt né tímalengd, að því undanskildu að ljóst þykir að tveggja ára námstími að loknu stúdentsprófí sé lágmarks- tími og 3ja ára nám hámarkstími. Það liggur ljóst fyrir að ef veita á slíka prófgráðu, þá verður fyrst að fá hana viðurkennda af mennta- málaráðuneytinu og helst einnig af Háskóla fslands, en vandséð er hvaða tilgangi greinar í dagblöðum, um gæði BS-náms sem ekki er orðið til og enginn veit hvernig verður, geti þjónað. 4. Er námsefini Tölvu- háskólans ekki kennt við Háskóla Islands? Er tvíverkn- aður réttlætanlegnr? Að sjálfsögðu verður margt það sem nú er kennt við Háskóla Islands Þorvarður Elíasson kennt í Tölvuháskólanum og ef það er tvíverknaður að kenna sömu eða svipaða námsgrein í tveimur skólum þá er um tvíverknað að ræða. Að hve miklu leyti námið verður eins í þessum tveimur háskólum og að hve miklu leyti ólíkt er þó ekki hægt að ræða frekar fyrr en kennslustjóri hefur verið ráðinn og námið fullmót- að. Rétt er að benda á að Tölvuhá- skólinn nefnir námsbraut sína tölvufræði, en Háskóli íslands hefur fram að þessu kallað nám sitt tölvun- arfræði þannig að ekki þarf að villast á þessum tveimur ólíku námsbraut- um. Hvað tvíverknaðinn varðar þá er það nú svo að um allan hinn vest- ræna heim eru fyrirtæki, stofnanir og skólar að keppa hvert við annað. Að einokun sé eðlileg, æskileg eða hagkvæm, því trúir varla nokkur maður lengur, ekki einu sinni í aust- antjaldslöndunum. Það liggur enda ljóst fyrir að Verzlunarskóli íslands mun ekki fá meira fé til reksturs síns, en sambærilegt nám myndi kosta ríkissjóð ef nemendumir stunduðu það í öðrum háskóla. 5. Erþörffyrir Tölvuháskóla? Það hefur komið mjög skýrt fram hjá atvinnurekendum, nemendum framhaldsskóla og tölvufræðingum sem leitað hefur verið til að mikil þörf sé fyrir það nám sem nú er verið að stofna til. Þær íjölmörgu fyrirspumir um kennslu og námsvist sem stöðugt berast benda til að rétt mat hafi hér verið á lagt og að mik- il þörf sé fyriri Tölvuháskóla VÍ. 6. Er Verzlunarskóla * Islands treystandi til að ráða háskóla- kennara og hafa það sjálfstæði sem hann nú hefur? Jón Gunnarsson virðist _ mjög undrandi á að Verzlunarskóli íslands skuli vera sjálfstæð stofnun, sem ráði málum sínum sjálf, og með öðr- um hætti en Háskóli íslands, og spyr hvort menntamájaráðuneytið treysti Verzlunarskóla íslands stór- um betur til að ráða kennara en Háskóla íslands. Sá misskilningur kemur fram hjá Jóni að hann telur að verið sé að auglýsa eftir 12 kenn- umm. Hið rétta er að að verið er að auglýsa eftir kennumm til að kenna 12 námsgreinar. Að sjálf- sögðu gæti það gerst að til þess yrðu ráðnir 12 kennarar, en ekki er það líklegt. Þá kemur einnig fram sá misskiln- inguur að engar kröfur verði gerðar til kennara um háskólamenntun. Að þess er ekki getið í auglýsingunni stafar einfaldlega af því að ekki var talin þörf á að telja upp faglegar kröfur sem gera á til væntanlegra kennara. Verzlunarskóli íslands ger- ir almennt þá kröfu til kennara sinna að þeir hafi BA- Eða BS-gráðu eða meiri menntun, svo sem allir sem þekkja til skólamála vita. Hvað varð- ar sjálfsstjóm Verzlunarskóla fs- lands er rétt að fram komi að skólanefnd og skólastjóri hafa frá upphafi ráðið alla kennara skólans og greitt þeim laun. Fjárframlög til skólans em til ráðstöfunar fyrir skólanefnd til greiðslu reksturs- kostnaðar og em laun aðeins einn hluti þess kostnaðar, þó sá hluti sé að vísu stór. Þyki einhveijum staða Verzlunarskólans að þessu leyti betri en staða Háskóla íslands, væri eðli- legast að hann beitti sér fyrir að HI fengi aukna sjálfstjóm. 7. „Deskiliing" Jón Gunnarsson notar enska orðið deskilling í grein sinni en vill hvorki þýða það á íslensku né segja af hveiju honum kemur það orð í hug. Undirrituðum kemur í hug að fyrir 45 ámm þegar Verzlunarskóli ís- lands fékk leyfi til að útskrifa stúdenta vom haldnir hávaðasamir fundir þar sem mótmæli vom sam- þykkt og notuð vom orð eins og afmenntun. Ýmsir mætir menn létu þá frá sér fara í ræðustól yfirlýsing- ar sem þeir nú iðrast. Hinn endanlegi dómur um allt skólastarf er dómur reynslunnar og kenningar og hug- myndir háskólamanna jafnt sem annarra verða að lúta þeim dómi. Lokaorð Margir háskólamenn hafa stutt stofnun Tölvuháskóla VÍ og eiga þakkir skildar fyrir framlag sitt. Það er ekki hvað síst vegna þeirrar skoð- unar stjómenda Háskóla íslands að þörf sé fyrir stutt nám á háskóla- stigi utan Háskóla íslands að Tölvuskóli VÍ hefur fengið svo góðan hljómgmnn sem raun ber vitni, enda væntir skólastjóm Verzlunarskóla íslands góðrar samvinnu og leið- sagnar þaðan, í málum þar sem samráðs er þörf. Höfundur er skólastjóri Verzlun- arskóla íslands. TIL EYJA UHIIVERSLUNARMANNAHELGINA Samfelld skemmtidagskrá frá föstudegi til mánudags Miðaverð kr. 2.500.- ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Grelfarnlr Halll og Laddl Hljómsvelt Magnúsar Kjartanssonar Pálmi Gunnarsson Björgvln Halldórason Eymenn Magnús Ólafsson Flosl Ólafsson Jóhannes Krlstjónsson fró Ingjaldssandl ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Hjörtur Mór Benedlktsson eftlrherma Wolfman Jack og Stjarnan, Guðmundur Rúnar Brúöubílllnn Knattspyrna: íslenska ungllngalandsllölö, ÍBV BJargslg Flugeldasýnlng Brenna Og flelra og flelra og flelra og flelra og flelra Midasölustadir á fasta landinu: Grindavik................................................Fraktarinn, c/o Björn Brigisson Reykjavik..............................................................B.S.I, c/oGunnar Hvolsvöllur............................................................Björk, c/o Finnur Hella...............................................Umboðsskrifstofan, c/o Aðalheiður Selfoss..................................................Se'rleyfisbilar Selfoss, c/o Þörir Njarðvik.........................................Steindór Sigurðsson se'rl.- og hópferðir. FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.