Morgunblaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987 21 SNÆSURA Polygonum alpinum Fyrir löngu síðan, kannski hálf- um öðrum áratug eða meira, áskotnaðist mér forláta planta í garðinn minn og hef haft á henni mikið dálæti frá fyrstu kynnum. Gefandinn, ræktunarmaður góður úr vesturbænum, trúði mér fyrir því að plöntu þessa, sem héti Snæ- súra, hefði hann „fyrir náð" fengið í gróðrarstöð einni í Fossvogi, þang- að hefði hún verið innflutt frá Danmörku og væri víst harla fágæt hér á landi. En svo vel hefði hún dafnað hjá sér, að hann væri þegar farinn að taka af henni rótarsprota til þess að gefa vinum og kunningj- um og var ég meðal þeirra útvöldu. Plöntuna, sem virtist all lífvæn- leg og kröftug, lét ég þegar í stað út í beð þar sem aðrar fjölærar plöntur voru fyrir, sumar stórvaxn- ar en aðrar smáar eins og gengur. Segir nú ekkert af samskiptum okkar fyrr en eftir 2 eða 3 ár að ég veitti því athygli að snæsúran var orðin æði fyrirferðarmikil og svo aðgangshörð að smærri plöntur máttu bara gæta sín að verða henni ekki algjörlega að bráð. Þetta varð til þess að ég tók plöntuna upp og færði á góðan sólríkan stað og þar hefur hún síðan staðið ein sér og dafnað með miklum ágætum. Hún tilheyrir sem sagt þeim hópi fjöl- ærra jurta sem á Norðurlöndum kallast „solitaire“-plöntur og mun það nafn gefa til kynna að þær uni sér best einar og út af fyrir sig, og þá t.d. gjaman á grasflöt. í ár- anna rás hef ég vissulega verið upp með mér af snæsúrunni þegar hún skartar í sínum glæsilegu sumar- klæðum og oft hef ég staðið mig að því að hvísla því að henni að sennilega sé hún með fegurstu snæsúmm á landinu, ef ekki sú allra fegursta og ég held að hún kunni vel þessu lofi, sem e.t.v. er oflof. Snæsúran er um það bil 150-180 sm. á hæð, blöðin eru ljós- græn, löng og lensulaga, stönglam- ir greinast mikið og á endum þeirra em blómin í fremur gisnum skúfum. Blómgun hefst að jafnaði í miðjum júní. Fyrst í stað em blómskúfamir snóhvítir og ilmandi og standa þannig í 2-3 vikur, en eftir það fara þeir að gulna en geta þó stað- ið langt fram eftir sumri ef sæmi- lega viðrar. Þrátt fyrir mikinn og öran vöxt er jurtin ekki þurftafrek og þar sem ég hef haft spumir af henni, hvort heldur er sunnan eða norðan fjalla, blómgast hún betur í fremur mögmm jarðvegi en fijó- um. Þetta er háijallaplanta sem vex í Alpajöllum og allar götur austur til Kína. Latneskt heiti hennar er Polygonum alpinum og hef ég feng- ið upplýsingar um það frá Grasa- garði Reykjavíkur að undir því heiti séu þar þijú íslensk nöfn: Alpasúra, Fjallasúra og Snæsúra, en það síðastnefnda hef ég jafnan haldið mig við. Alpasúmnafnið er hinsveg- ar skráð í Skrúðgarðabókina og einnig hef ég rekist á það sama nafn í plöntulistum frá gróðrar- stöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Sennilega em nokkur ræktunar- afbrigði komin í garða hér á landi og erfitt fyrir leikmenn að greina á milli þeirra. En hvað sem því líður er þetta öndvegis garðplanta sem gaman er að rækta. Svo hávaxin sem hún er veitir henni ekki af svolitlum stuðningi og í því efni hefur mér reynst best að setja utan um hana vfmet (klætt grænu plasti, ca. 60-70 cm breitt) áður en hún nær 20 cm hæð. Að vísu er enginn fegurðarauki að því fyrst í stað, en vöxturinn er það mikill og ör að fyrr en varir er hún búin að stinga blöðum og greinum út um hvem möskva og netið þar með orðið ósýnilegt. Mjög auðvelt er að fjölga jurtinni með skiptingu og best er að skera utan af henni á hveiju vori til þess að halda vextinum í skeflum. - Ág.Bj. Snœsúru lætur vel að standa ein og út af fyrir sig. Morgunblaðið/ólafur Jónsson mm ö' m .6 -iii n in m ö 3 t u n' n "r I P t :' Póröur Ingvi Guðmundsson, framkvæmdastjóri * M Ásg eir Eiríksson, aðstoðarframkvæmdastjóri. Lind á nýjum staö hjá Lind stóðum í stórræðum fyrir helgina við að flytja starfsemi fyrirtækisins úr Bankastræti 7 í nýtt og betra húsnæði að Ingólfsstræti 3. En nú eru flutningarnir um garð gengnir, við höfum komið okkur vel fyrir á nýja staðnum og okkur er ekkert að vanbúnaði. Við bjóðum því alla þá sem vilja kynnast kostum góðrar fj ármögnunarleigu velkomna í heimsókn. LIND Ingólfsstræti 3, 101 Reykjavik. Sími 62 19 99 Kristín Baldursdóttir. skrifstofumaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.