Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 við að árangur á öðrum sviðum verði einnig slakur. Fyrstu aðgerðir Fyrstu aðgerðir ríkisstjómarinn- ar eru viðbrögð hennar við þensl- unni og þeirri tilhneigingu að útgjöld vaxi hraðar en tekjur. Þess- ar aðgerðir, sem felast í skatta- hækkunum og vaxtahækkunum, eru bæði skref á og þó aðallega af þeirri braut sem mörkuð er í stjóm- arsáttmálanum. Heildarumfang skattahækkanana er í takt við þá stefnu ríkisstjómarinnar, að eyða halla ríkissjóðs á þremur árum en einstakir skattar ganga flestir þvert á þá yfírlýsingu stjómarsáttmálans, að hlutverk ríkisins sé fyrst og fremst að tryggja stöðug almenn skilyrði fyrir atvinnulífíð hvað varð- ar skatta og lánakjör og einnig í mótsögn við þá stefnuyfírlýsingu að einfalda beri skattkerfíð. Með fækkun undanþága á sölu- skatti er bæði verið að stíga skref að og frá virðisaukaskatti. Skref að virðisaukaskatti er skattur á matvæli, sem kemur fljótt fram í hækkuðum framfærslukostnaði, en er skattur á endanlega neyslu. Skref frá virðisaukaskatti er álagn- ing á ýmis aðföng fyrirtækja sem á eftir að kalla á enn hærri virðis- aukaskattprósentu þegar sá skattur verður loks tekinn upp. Mismunandi söluskattsprósentur og undanþágur fyrir einstakar matvælategundir gera söluskattskerfíð hins vegar enn flóknara og enn erfíðara í eftir- liti og söluskatturinn verður því enn óáreiðanlegri tekjustofn fyrir ríkið og var þó ekki á bætandi í þeim efnum. Skattur á bifreiðir er bæði skatt- ur á neyslu og aðföng fyrirtækja. Einu sjáanlegu rökin fýrir þeim skatti eru að skattstofninn er ör- uggur og því erfítt að komast hjá honum. En með honum er verið að skattleggja þá nauðsyn sem bfllinn er í enn ríkari mæli án þess að þjón- usta eða vegagerð sé aukin á móti. Þessi skattur er því í ósamræmi við hlutleysismarkmiðið sem ríkis- stjómin hefur sett sér. Skattur á kjamfóður kemur harðast niður á framleiðendum kjúklinga- og svínakjöts og bætir jafnframt samkeppnisstöðu dilka- kjötsframleiðenda sem njóta fyrir margskyns vemdar. Markmiðið með skattinum er reyndar gagngert að styrkja samkeppnisstöðu inn- lendrar fóðurframleiðslu. Skattur á erlendar lántökur er hugsaður til þess að draga úr eftir- spum eftir erlendu lánsfé auk þess að afla tekna. Heimilt er að undan- þiggja ríkisstofnanir og ríkisfyrir- tæki frá skattinum með reglugerð og hann leggst í raun fyrst og fremst á fyrirtæki sem hefur verið úthýst af innlendum lánamarkaði vegna stærðar sinnar. Skatturinn leggst á rekstrarlán útflutnings- fyrirtækja í þjónustugreinum og flutningum en ekki á afurðalán út- flutningsfyrirtækja í vömfram- leiðslu. Skatturinn gengur þannig þvert á hlutleysismarkmiðið. Þessi skattur á ennfremur eftir að verða óhemju erfíður í framkvæmd því að hætt er við að hjá undanþágum og geðþóttaákvörðunum verði ekki komist við innheimtu hans. Síðan á eftir að reyna á hvort skatturinn stenst m.t.t. skuldbindinga okkar gagnvart Alþjóða gjaldeyrissjóðn- um. Þá var ákveðið að leggja endur- greiðslu uppsafnaðs söluskatts til sjávarútvegsfyrirtækja inn á bundna reikninga í vörslu Verðjöfn- unarsjóðs og Fiskveiðasjóðs. For- svarsmenn í sjávarútvegi stóðu í þeirri meiningu að þetta fé ætti að leggja inn á einkareikninga hvers einstaks fyrirtækis en þegar til átti að taka fer allt féð í sameiginlega sjóði. Þetta er því ekkert annað en skattur á sjávarútveginn sem gegn- ir furðu einmitt þegar sjávarútvegs- fyrirtæki þurfa að byggja sig upp til þess að geta staðist þá gengis- stefnu sem stjómin boðar og væntanlegan aflasamdrátt. Atvinnulífið standi á eigin fótum Fólk hefur vanist þeirri hugsun, að atvinnulíf gangi ekki nema til komi alls kyns aðgerðir með vissu millibili af hálfu stjómmálamanna. Þessu fer víðs §'arri. Efnahags- ástandið er hvað best í þeim löndum þar sem sértæk afskipti stjóm- málamanna em með hvað minnsta móti. í þessum löndum em verð- ákvarðanir, hvort sem varðar vöm, þjónustu eða fjármagn, í höndum þeirra sem í viðskiptunum standa og um laun er samið án íhlutunar stjómmálamanna. Stjóm peninga- mála er mun sjálfstæðari og agaðri en hér.tíðkast og þar ríkir því sæmi- lega stöðugt verðlag sem auðveldar skynsamlegar ákvarðanir. íslenskt efnahagslíf hefur sér- stöðu vegna skarpra afkomu- sveiflna, sem rekja má til einhæfrar framleiðslu. Þessar sveiflur hefur stjómvöldum hingað til ekki tekist að jafna með hefðbundnum aðferð- um. Þvert á móti er ástæða til að halda að stjómvöld hafí ýtt undir þær. Aðhaldsaðgerðir á þenslutím- um, hvort sem er á sviði peninga- mála, gengismála, ríkisfjármála eða launamála hafa oft komið seint eða jafnvel unnið hver gegn annarri. í raun og veru er atvinnulífíð best fært um að tryggja þann stöð- ugleika sem sóst er eftir. Andstætt stjómmálamönnum, sem freistast til að miða aðgerðir við kjörtímabi- lið, horfa fyrirtækin mun lengra fram í tímann. Fjárfestingar í vélum og fasteignum em teknar i ljósi áætlaðrar arðsemi mörg ár fram í tímann. Og afkomusveiflum, sem óhjákvæmilegar era vegna breyt- inga á ytri skilyrðum, er mætt með því að safna í góðæri til mögra áranna. Fyrirtæki sem rekin era á ábyrgð eigendanna hafa ekki efni á því að treysta á utanaðkomandi hjálp. í starfsemi sem rekin er á ábyrgð stjómmálamanna er hins vegar freistast til að mæta ófyrir- séðum útgjaldatilefnum með því að prenta peninga sem engin verð- mæti era á bak við. Niðurstöður Ríkisstjómin hefur feril sinn með að mörgu leyti ágæta stefnu í far- angrinum. Meginstefnan er sú, að atvinnulífíð eigi að fá skilyrði til þess að vaxa og standa meira á eigin fótum með auknu fíjálsræði, stöðugleika og hlutfallslega óbreyttu umfangi ríkisumsvifa. Þannig verður atvinnulífíð líka best í stakk búið til þess að auka verð- mætasköpun og standa undir betri lífskjöram og velferð þjóðarinnar allrar. En ríkisstjómin mun þurfa að glíma við mikla erfíðleika. Kröfur verða gerðar um aukningu ríkisút- gjalda og skattheimtu langt umfram þau mörk sem ríkisstjómin hefur sett og það mun reyna mikið á innri styrk jafnt sem getu hennar til þess að halda tiltrú annarra að- ila í þjóðfélaginu. Það markmið ríkisstjómarinnar að auka ekki ríkisumsvif í hlutfalli af þjóðartelq'- um næst ekki nema að fram fari gagngerð uppstokkun á útgjöldum til húsnæðismála, velferðar- og fé- lagsmála og atvinnuveganna. Ennfremur kunna ytri aðstæður að snúast okkur í óhag eftir dæma- fátt góðæri og verðbólgan er á uppleið. Þvi má lítið út af bera til þess að ríkisstjómin missi ekki tök- in á landstjóminni og að hin mikil- ar 17 vægu markmið um framfarir verði enn Qarlægari en áður. Reikna má með því að verðbólgan verði á 20%—30% stiginu næstu misseri og að krónan verði orðin mjög völt eftir áramótin. Versni ytri aðstæður kann verðbólgan að aukast enn meir. Stjómartími ríkisstjómarinnar verður að líkindum tímabil átaka. Engin þjóðarsamstaða er um skattahækkanir og þær geta því orðið hvati að nýju vixlgengi verð- lags og kauplags. Ríkisstjómin boðar skattahækkanir til þess að nú jafnvægi í ríkisbúskapnum á næstu þremur áram. Hætt er við að mikil andstaða verði gegn þess- um áformum og að viðbrögð almennings og fyrirtækja við skattahækkunum lúti sínum eigin lögmálum en ekki óskum stjóm- málamanna. Fyrstu aðgerðir ríkisstjómarinn- ar gefa tvíræða vísbendingu um framhaldið. Skattahækkanimar era að heildaramfangi í samræmi við það sem ríkisstjómin hefur boðað en einstakar aðgerðir gera mörg verkefni stjómarinnar erfíðari en ella. Heildaráhrifin era þau að skattkerfíð er nú orðið flóknara en áður þrátt fyrir þá stefnu að ein- falda það og skattar mismuna meira milli fyrirtækja og atvinnugreina en áður þrátt fyrir það markmið að skattar eigi að vera hlutlausir gagnvart atvinnuvegum og neyslu- vali almennings. Veralegur hagvöxtur er nauð- synlegur á næstu áram ef takast á að uppfylla þær væntingar sem hafa verið vaktar með þjóðinni og aðeins atvinnulífíð í landinu getur skapað þau verðmæti sem á þarf að halda. Verzlunarráðið óskar ríkisstjórninni velfamaðar í þeirri viðleitni sinni að auka frjálsræði og bæta hag almennings og vonar að störf hennar eigi eftir að skila þjóð- inni árangri. ELDHUSUNDRIB GÆDI ALVEG EINSTÖK FRAAEG Margra tœkja maki á makalausu verði! KM 21 fráAEG er sannkallað eldhúsundur enda er fjölhœfnin undraverð. Bara að nefna það, KM 21 gerir það: Hrœrir, þeytir, hnoðar, rífur, hakkar, blandar, hristir, brytjar, sker... Eldhúsundrið frá AEG er margra tœkja maki en á makalausu verði, aðeins kr. 6.903.- Vestur-þýsk gœði á þessu verði, - engin spurning! AEG heimilistœki - því þú hleypir ekki hverju sem er í húsverkin! BRÆÐURNIR DJORMSSONHF Lágmúla 9, sími: 38820
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.