Alþýðublaðið - 14.12.1958, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.12.1958, Blaðsíða 2
V.EÐKIÐ í dag: NA gola. Léttskýjað. ISLYSAVARÐSTOFA Reykja víkur í Slysavarðstofunni f er opin allan sólarkringinn. 1 Lseknavörður L.R. (fiyrir vitjanir) er á sama stað frá Tkl. 8—18. Sími 1-50-30. ILYFJABÚÐIN Iðunn, Reykja víkur apótek, Laugavegs apótek og Ingólfs apótek ií. fyigja lokunartíma sölu- 'búða. Garðs apótek, Holts apótelc, Austurbæjar apó- fek og Vesturbæjar apótek eru opin til kl. 7 daglega, ; nema á laugardögum til kl. 4. Holts apótek og Garðs apótek eru opin á sunnu- dögum milli kl. 1—4. e. h. fEAFNARFJARÐAR apóíek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laugardaga kl. 9— 16 og 19—21. Helgiáaga kl. 13—16 og 19—21. ♦KÓPAVOGS apótek, Alfhóls- vegi 9, er opið daglega kl. jj ®—20, nema laugardaga kl. j, 9—16 og helgidaga kl. 13— | 16. Sími 23100. 1 ★ Munið jóiasöfnun M,V% Mæðrastyrks- ('P' nefndar. ☆ J3AGSKRÁ alþingis á mánu- dag: Ed: 1. Dýralæknar, frv. 2. Virkjun Sogsins, frv. Nd: 1. Aðstoð við vangefið fólk, frv. -2. Útflutningssjóð , ur o. fl., frv. AÐALFUNDUR Volkswagen klúbbsins verður í Tjarnar- kaffi uppi þriðjudagskvöld nk. kl. 8.30. Á fundinum verður sýnd ný kvikmyhd frá Volkswagen. Flutt íræðsluerindi um viðhald og viðgerðir Volkswagen- foifreiða og venjuleg aðal- fundarstörf. Allir volks- wageneigendur eru vel- komnir á fundinn. Volks- wagen klúbburinn hefur tátið gera merki handa fé- lagsmönnum til þess að haía á bílum sínum og verða þau afhent á fundin- um. ☆ VTVARPIÐ í dag: 11 Messa í Fríkirkjunni. 13.15 Er- indi: Brotalöm íslenzkra sögutengsla, fyrri hluti (Jónas Þorbergsson, fyrr- um útvarpsstjóri). 14 Mið- degistónleikar (plötur). 15 Sunnudagssagan: ,,Barn síns tíma“. 15.30 Kaffitím- inn. 16.30 Hljómsveit Ríkis útvai-psins leikur. 17 Aug- lýsingar og tónleikar. 17.30 Barnatími. 18.30 Á bóka- markaðnum. 20.20 Kúreka- söngvarinn Hank Williams: Svavar Gests talar um söngvarann og kynnir söng lög hans. 21 ,,Vogun vinn- ur — vogun tapar“. 22.05 Banslög (plötur). ☆ ' XVARPIÐ á morgun: 13.15 .Búnaðarþáttur. 18.30 Barna tírni: Tónlistarþáttur. 18.50 Bridgeþáttur. 19.05 Þing- fréttir. Tónleikar. 20.30 Einsöngur: Nanna Egils- dóttir. 20.50 Urn daginn og veginn (Andrés Kristjáns- son blaðam.). 21.10 Tón- leikar. 21.30 Útvarpssagan: ,,Útnesjamenn“. 22.10 Úr heimi myndlistarinnar. 22.30 Kammertónleikar. JFÉLAG Djúpmanna heldur sþilakvöld í Breiðfirðinga- búð uppi í kvöld kl. 9. Kom írá Astraiíu fil Islands ti! að undirbúa ritgerð m Völuspá UNDANFARNA 6 mánúði hefur 25 ára gamall ástralskur stúdent að nafni John Martin dvalizt hér á landi við nám. Stundaði Martin nám í forn- íslenzku við háskólann í Mel- bournc og kom hingað til þess að undirbúa ritgerð um Völu- spá og Ragnarök. Alþýðublaðið átti stutt viðtal við John Martin í fyrradag, eða daginn áður en hann hélt héðan til Þýzkalands, þar sem hann ætlar að dveljast um jól- in. FEKK STYRK. Martin kvaðst hafa fengið styrk til íslandsfararinnar hjá háskólanum í Melbourne. Kom hann hingað í júní sl, og notaði sumarið til ferðalaga um land- ið. Einnig' safnaði hann efni í ritgerð sína. SÓTTI TÍMA í HÁSKÓLANUM. Jöhn Martin sótti tíma í ís- lenzkudeildinni við Háskóla íslands, m.a. hjá dr. Einari Ól. Sveinssyni. Hefur Martin tek- izt á þessum 6 mánuðum, er hann hefur dvalizt hér, að ná mjög sæmilegu valdi á ís- lenzkri tungu. ALDREI EINS KALT ÁÐUR. John Martin kvaðst liafa mætt mikilli velvild hvarvetna hér á landi. En hann sagðist aldrei hafa komið í eins mik- inn kulda áður og hér hefði verið síðustu daga. Um þessar mundir er sumar í Ástralíu og jólin eru þar alltaf að sumar- lagi. En á veturna er aldrei mjög kalt í Melbourne, sagði Martin. FYRSTU VETRARJÓLIN í BAJERN. Martin kvaðst fara héðan til Bajern í Þýzkálandi og verða ALÞÝÐUBLAÐIÐ MYNDAKEPPNi KRON LOKIÐ. KAUPFÉLAG Reykjavíkur og nágrennis efndi nýlega til myndasamkeppni meðal skóla- barna í Reykjavík og nágrenni á aldrinum 6—15 ára. Frestur fil að skila myndum var til 1. des. og var þátttaka mjög góð. Alls bárust 327 myndir. Dómnefnd skipuðu Selma Jónsdóttir listfræðingur, Kjart an Guðjónsson listmálari og Sigurður Sigurðsson listmálari. Dómnefndin taldi ekki ástæðu til að veita nein fyrstu verð- laun, en veitti fyrir þrjár myndirnar önnur verðlaun. Önnur verðlaun, kr. 250,00, hlutu: Jónína Einarsd., Miklu-, braut 50,11 ára; Sigríður Hjálm arsdóttii', Miklubraut 70, 8 ára; Sigrún M. Proppé, Gunnarsbr. 30, 7 ára. Þriðju verðlaun, kr. 100,00, hlaut Guðfinna Svava Sigur- jónsdóttir, 16 ára. Aukaverðlaun, 50,00, hlutu: Júlíana G. Gottskálksdóttir, Barmahlíð 25; Hildur Eiríks- dóttir, Selvogsgrunni 25; Bld- vin Björnsson, Laugarnesvegi 75; Jón Rafn Antonsson, Hjarð arhaga 38; Stefán Eggertsson, Bjargarstíg 2; Halldór Snorri, Pieykjahlíð 14; Haraldur Þ. Haraldsson, Fossvogsbletti 36; Ástríður Guðmundsd., Kapla- skjólsvegi 41; Sigrún Guðnad., Háteigsvegi 42; Guðbiörn S. Richter, Baldursgötu 11; Fríð- ur Ólafsdóttir, Melgerði 16, Kópavogi; Guðríður Halla, Hringbraut 61, Hafnarfirði; Gústaf Adólf Skúlason, Biarg- arstíg 2; Jóna Berg Andrésd., Kleppsvegi 10; Hlín Helga Páls- dóttir, Sóleyjargötu 7; Sigríður Framlrald á 3. sxðu. John Martin, þar um jólin og yrðu það sín fyrstu vetrarjól. Þaðan fer hann svo til Vínai', þar sem hann verður urn 6 mánaða skeið til þess að læra þýzku. En hann verður að skrifa rit- gerð sína á þýzku. 12 í FORNÍSLENZKU. Við háskólann í Melbourne eru tveir prófessorar í forn-ís- lenzku, þeir próf. Lodewyckx og próf. Maxwell. John Martin var við nám hjá hinum fyrr- nefnda og voru 12 stúdentar, er lögðu stund á forn-íslenzku hjá honum. En aúk þéss vöru nokkrir hjá próf. Maxwell. KEMUR E.T.V. AFTUR. John Martin kvaðst hafá mik inn áhgua á að koma aftur hingað til lands og sagði, að ef til vill gæti hann komið hingað aftur að lokinni dvöl sinni í Vín eftir hálft ár. Síld 'ÍW' Fi'amhald af 1. síðu. ur uppsaltaðar, eða 170—180 þús. uppmældar tunnur, SALTAÐ f CA. 98 ÞÚS. TN. í fyrrakvöld hafði verið salt- að í ca. 93 þús. tunnur og talið, að söltun hafi numið um 98 þús. tunnum eftir daginn í gær. í athugun eru samningar um meiri sölu og nú þegar tekizt að selja eitthvað viðbótar- magn. Reknetaveiðin hefur gengið ákaflega vel, þrátt fyrir óhagstæða tíð að undanförnu, sagði Gunnar, og þekkist svona mikil síldveiði í reknet hvergi nema hér á landi. MIKILL TUNNUSKORTUR. Undanfarið hefur nokkuð. borið á tunnuskorti hjá ein- stökum. söltunarstöðvum. Ný- lega komu þó tveir skipsfarm- ar af tunnum til landsins og sá þriðji er væntanlegur rétt fyr- ir jól, Auk þess er verið að flytja tunnur að norðan til að bæta úr brýnasta skortinum. Gera menn sér vonir um, að ekki komi til þess að söltun stöðvist neins staðar vegna tunnuskorts, enda þótt söltun sé miklu meiri á þessum árs- íma en áður hefur þekkzt. Útgefandi: Alþyðuflokkurinn. Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmars- son. Fróttastjórir Björgvin Guöniundsson. Auglýsingastjóri: Pét- ur Pétursson. Pitstjórnarsímar: 14901 og 14902. Aug'lÝsing'asími: 14906. AfgreiÖslusími: 14900. Aösetur: Alþý'ð-uhúsið. Frentsmiðja AlþýðublaÚsins Hverfisgötu 8—10 A thyglisverður samanburður ÞJÓÐVILJINN segir í gær, að Alþýðuflokkurinn sé ekki sjálfráður gerða sinna og ber honum á brýn, svik við laiinastéttirnar vegna afstöðu hans í efnahagsmálunum. Allt er þetta mikill misskilningur. Og Þjóðviljinn er hér vitandi eða óafvitandi að sparka í Alþýðubandalagið, ,þó að hatrið og ofstækið sé ætlað Alþýðuflokknum. Hann sér ekki sína menn. Alþýðuflokkurinn vildi leysa efnahagsjnálin nú á sama'hátt Og gert var haustið 1956 í ágætri samvinnu við Alþýðubandalagið og ráðherra þess, Hannibal Valdimarsson og Lúðvík Jósepsson. Var afstaða Alþýðubandalagsins og ráðherra þess þá svik við launastéttirnar? Þjóðviljinn er ekkert öfundsverður af að finna viðhlítandi skýringu á því, hvers vegna hann fordæmir 1958 það, sem var gott og blessað 1956. En er þá Alþýðubaiulalagið sjálfrótt gerða sinna? Hér skal aðeins minnzt á }>að viðhorf, sem Þjóðviljinn reynir helzt að gera að æsingamáli gagnvart Alþýðui'lokknum — stefnu og samþykktir síðasta Alþýðixsambandsþings. Alþýðuflokkurinn er ekki síðasta Alþýðusambandsþingi að öllu leyti sammála í efnahagsmálunum, Alþýðubanda- lagið segir hins vegar, að ekki gangi linífurinn milli þess og Alþýðusambandsþingsins. En hvað segja staðreynd- irnar? Alþýðusambandsþingið vildi verðstöðvun og reyndist í því efní á sama máli og Alþýðuflokkurinn, þó að ýiriíslegt beiú á milli um, hvaða leið skuli valin. Al- þýðubandalagið vill hins vegar sleppa dýrtíðinni og verð- bólgunni lausri, Alþýðusambandsþingið lýsti trausti á fi’áfarandi ríkisstjóin og mæltist til áframhaldandi sam- vinnu stúðningsflokka hennai'. Hvernig framkvæmir AI- þýðubandalagið þá stefnuyfirlýsingu Alþýðusambands- þingsins? Það rauf stjórnarsamvinnuna sönru dagana og samþykkt þessi var gerð á Alþýðusambandsþinginu. Þetta er víst að vera í einu og öllu sammála Alþýðusam- bandsþinginu og tillöguxxi þess? Blekkingar Þjóðviljans í sambandi við efnahagstillögur Alþýðuflokksins eru gersamlega vonlaus viðleitni. ÖHum íslendingum liggur í augum uppi sá háski, ef dýrtíðarflóðið skellur af ofupþunga yfir landið og vísitalan kemst upp í 270 stig á næsta ári. Alþýðuflokkurinn vill umfram allt koma í veg fyrir þá óheilláþróun. En Alþýðubandalagið hefur horfið frá réttri stefnu sinni haustið 1956, gefizt upp fyrir dýrtíð.arþrýstingnum og hlaupizt frá vanda efnahags- málanna á örlagastund. Og það heitir á máli Þjóðviljans að Alþýðubandalagið sé sjálfu sér samkv.æmt. Samahburðui'inn á Alþýðuflokknum og Alþýðubanda- laginu er þannig harla athyglisverður. Annars vegar er sú viðleitni að leysa vandann áður en í fullkomið óefni er komið. Hins vegar er ábyrgðarleysi og sýndarmennska. Ætli þjóðin verði í nokkrum vandræðum að dæma? AI- þýðuflokkurinn óttast að minnsta kosti ekki úrslitin. DANSLEIKUR í kvðld kl. 9. Höíuin opnað kjörbúða að Langholtsvegi 130 Gjörið svo vel og reynið viðskiptin KRON KAUPFELAG REYKJAVIKUR OG nágrennis. 14. des. 1953 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.