Morgunblaðið - 23.08.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.08.1987, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1987 Munnmæli herma að eftir kristnitöku á Þingvöllum árið 1000 hafi sumir heiðingjar verið skírðir í volgri laug á Laugarvatni, þar sem heitir Vígðalaug. I hartnær sextíu ár hafa ótalin íslensk ungmenni hlotið á Laugarvatni annars konar skirn, þá eldskírn sem það er hverjum og einum að standa á eigin fótum og brjótast til mennta og manndóms. Laugarvatn er fjölmennasta skólasetur íslands í dag. Það var Jónas Jónsson frá Hriflu sem mestu réði um það að Laugarvatn varð hinn útvaldi staður þegar ákveðið var að reisa unglingaskóla á Suðurlandi. Ekki gekk staðarvalið átakalaust fyrir sig. Er þar skemmst frá að segja að um það stóðu langvinnar deilur og fundahöld. Þessu lyktaði þó með þvi að skólinn var stofnaður á Laugarvatni árið 1928. Seinna fylgdu í kjölfarið íþróttakennaraskóli, sem stofnaður var árið 1932, Húsmæðraskóli, stofnaður árið 1942 ogloks Menntaskóli, sem stofnaður var árið 1953. Þ órir Þorgeirsson íþróttakennari hefur starfað allan sinn starfsaldur við skólana á Laugarvatni. Þórir er fæddur fyrir rétt rúmum sjötíu árum á Hlemmiskeiði á Skeiðum og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Hann fór sem nemandi í Héraðsskól- ann á Laugarvatni árið 1936 og hefur að heita má ekki yfirgefið Laugarvatn síðan. Nokkru eftir að Þórir lauk námi í Héraðsskólanum flutti hann sig um set í íþróttaskól- ann sem Bjöm Jakobsson stofnaði á Laugarvatni árið 1932. Bjöm var menntaður í Danmörku. „A þeim tíma hámenntaður í sínum fræðum," segir Þórir og bregður fyrir kímni djúpt í samankipruðum augum hans. Sólin skín glatt í heiði þennan eftir- miðdag sem ég staldra við á Laugarvatni og ræði við Þóri á skrif- stofu hans í húsi sveitarstjómarinnar í Laugardalshrepp. Hinu megin í húsinu er hjúkrunarfræðingur stað- arins að sprauta smábam og gengur Textl: QuArún Quðlaugsdóttlr Myndir: Benedikt JAnsson Héraðsskólinn á Laugarvatni þeim árum. Það var langtum meiri dans hjá stúlkunum, Bjöm sá um tónlistina, lék á fiðlu í tímunum hjá þeim. Hitt var svo annað að hann fór yfir allt kennsluefni stúlknanna með okkur strákunum, svoleiðis að við gætum kennt stúlkum. Bjöm var merkilegur maður á margan hátt. Hann starfaði í anda ungmennafélaganna og lagði áherslu á heilbrigt líf og reglusemi á allan hátt. Skólinn býr að því enn þann dag í dag hvað þau mál voru tekin föstum tökum strax frá upp- hafi. Ekkert vín eða tóbak og því Menntaskóiinn á Laugarvatni striki hefur verið reynt að halda fram á þennan dag. Ég hef aldrei smakkað vín eða notað tóbak á æfi minni, hvorki fyrr né síðar og ætla að halda mig við það. Bjöm var þó ekki „fanatískur", enda hefur slíkt oft öfug áhrif. Bjami Bjamason viðhafði sömu reglusemi á öllum sviðum í Hérðas- skólanum. Bjöm Jakobsson kenndi leikfimi í Héraðsskólanum og nemendur íþróttaskólans hjálpuðu til við kennsluna, ég þar á meðal. Haustið 1941 varð ég ábyrgur fyrir leik- fimikennslu í Héraðsskólanum og hafði nemendur íþróttaskólans mér til aðstoðar eins og Björn hafði áð- ur, bæði í sundi og leikfimi. Ég kenndi raunar við báða skólana, enda var þetta allt samtvinnað. Þegar ég fór að kenna íþróttir voru fáir íþróttakennarar starfandi í landi og fáir íþróttasalir til. Það kemur ekki skriður á þau mál fyrr en Þorsteinn Einarsson varð íþrótta- fulltrúi, en hann kom til starfa um Húsmæðraskólinn á Laugarvatni það ekki hljóðalaust fyrir sig. Þórir lætur bamsgrátinn ekki á sig fá, heldur riljar ótrauður upp liðna tíma á Laugarvatni. „Áður en ég fór í íþróttaskólann var ég starfsmaður á skólabúinu á Laugarvatni í tvö ár og sótti jafn- framt tíma í skólanum. Þá var rekið kúabú á Laugarvatni og það var til húsa einhversstaðar nálægt þar sem Menntaskólinn er núna. Eg var bú- stjóri hjá Bjama Bjamasyni skóla- stjóra Héraðsskólans, sem rak skólabúið. Lengi vel sá búið skólun- um fyrir mjólk. Ég var orðinn 18 ára þegar ég kom fyrst á Laugarvatn, hafði að mestu verið heima fram að því. Fljót- lega eftir að ég kom á Laugarvatn ákvað ég að verða íþróttakennari. Ég hafði lítilsháttar lært að synda í sundlaug sem komin var í Brautar- holti og íþróttimar voru mitt áhugamál. Með mér á íþróttaskólan- um voru þrír herrar og fjórar dömur. Við vorum í skólanum veturinn 1940 til ’41. Um það leyti var íþróttaskól- Nýi íþróttaskólinn inn gerður að ríkisskóla, var áður einkaskóli Bjöms Jakobssonar. Skól- inn starfaði í Hérðasskólanum, kennslustofan var bókasafnið og íþróttimar voru kenndar í íþróttasal Héraðsskólans og sundlaug. Bjöm Jakobsson var langt á und- an sinni samtíð í íþróttakennslu. Hann hafði verið kennari við Menntaskólann í Reykjavík og þjálf- að ÍR um írabil. Hann lagði í kennslu mest uppúr mýkt og að fara vel með manninn. Hann var sérstaklega góð- ur í kvennaleikfimi. Það var mikill munur á karla og kvennaleikfimi á i»|iliiwrrrs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.