Morgunblaðið - 22.09.1987, Síða 29

Morgunblaðið - 22.09.1987, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987 29 Sviss: Þekktur italskur glæpa- maður gefur sig fram Genf, Reuter. LICIO Gelli, leiðtogi leyniregl- unnar P-2 á ftalíu, sem tengist einu stærsta fjársvikamáli sem upp hefur komist þar í landi, gaf sig fram i Genf í Sviss í gær. Gelli hefur lengi verið eftirlýstur bæði á Ítaiíu og í Sviss. Gelli er sakaður um að hafa ver- ið í tygjum við hryðjuverkamenn sem viðriðnir voru sprengjutilræði í Bologna.á Ítalíu árið 1980 en þá fórust 85 manns. Þá er hann einnig viðriðinn mikið fjársvikamál sem upp komst árið 1982 og leiddi til þess að Banco Ambrosiano, stærsti einkabanki Ítalíu, varð gjaldþrota. í ágústmánuði 1983 tókst Gelli að stijúka úr Champ-Dollon-fangels- inu í Sviss skömnmu áður en framselja átti hann til Ítalíu. Gelli stjómaði ólöglegri leyni- reglu fram til ársins 1981 þegar upp komst um starfsemi hennar. Fýrirskipuð var opinber rannsókn og leiddi hún í ljós að 1.000 framá- menn á Ítalíu, þar á meðal ráð- herrar, kaupsýslumenn og herforingjar, höfðu tekið þátt í starfsemi reglunnar sem sögð var vinna að því að kollsteypa þjóð- skipulaginu. Hneykslismál þetta varð til þess að ríkisstjóm Amaldos Fanfani hrökklaðist frá völdum. Gelli var handtekinn í Genf í sept- ember árið 1982 eftir að hann hafði reynt að að svíkja tugi milljóna íslenskra króna út úr banka þar í landi með því að framvísa fölsuðum skjölum. Utibú Banco Ambrosiano í Suður-Ameríku höfðu lagt fé þetta inn á svissneska bankareikninga en Robert Calvi, fyrmrn bankastjóri Banco Ambrosiano, var náinn sam- starfsmaður Gellis. Calvi, sem var nefndur „bankastjóri Guðs“ vegna tengsla hans við Páfagarð, fannst látinn í London árið 1982 og hafði hann verið hengdur í brú yfir Tham- es. Lögfræðingar Gellis birtu yfirlýs- ingu í gær þar sem sagði að hann væri hjartveikur og þyrfti þegar í stað á læknishjálp að halda. „Hann vildi ekki ljúka ævi sinni sem eftir- lýstur sakamaður í útlegð," sagði þar ennfremur. Líklegt er talið að Gelli verði fyrst látinn svara til saka í Genf en síðar verði hann fluttur til Ítalíu. LÍCÍO Gelli. Reuter Indíánar í Kanada tóku páfa með kostum og kynjum. Var honum m.a. færður þessi fatnaður en hann sameinar i senn gamlar hefðir frumbyggjanna og þá tísku, sem hveijum páfa byijar. Páfi í indíánabyggðum í Kanada: Hvatti til „nýs sáttmála“ við frumbyggjana Fort Simpson, Róm, Reuter. Jóhannes Páll páfi II kom til Kanada á laugardag og á sunnudag talaði hann til um 3000 manna, sem safnast höfðu saman við Mackenzie-fljót í Norðvesturhéruðunum. Skor- aði hann þar á meirihluta Kanadamanna að gera „nýjan sáttmála“ við frumbyggja landsins. „Koma páfa getur stuðlað að því, að frumbyggjar þessa lands fái aukna sjálfstjóm, að þeir fái að ráða meiru um sín eigin ör- lög,“ sagði Joe Mercredi, einn af frammámönnum í samtökum frumbyggjanna, indíána og eski- móa, en þau beijast fyrir fullum yfirráðum yfir gömlum veiðilend- um og að frumbyggjamir fái sjálfír vald til að úthluta heimild- um til náma- og olíuvinnslu. í ræðu sinni við Mackenzie-fljót hvatti páfí til nýrra viðræðna milli stjómvalda og frumbyggja og sagði, að Kanada gæti orðið öðr- um ríkjum til fyrirmyndar um gott samband milli fmmbyggja og þeirra, sem síðar settust að í landinu. Drengir og einnig stúlkur að- stoðuðu við messu, sem haldin var á sunnudag í indíánaþorpinu Fort Simpson. Stafaði það af einhveij- um misskilningi enda vill Páfa- garður ekki, að kvenþjóðin komi nálægt messugjörðinni. Páfí lét sér þó hvergi bregða og hafði ekki orð á. Páfí kom í gær til Rómar úr Vesturheimsferðinni, sem stóð í 11 daga. Kom hann til níu borga í Bandaríkjunum og lauk förinni í hinum afskekktu indíánabyggð- um í Kanada. Bretland: Námamenn í yfirvinnubanni St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunbladsins. Yfirvinnubann námamanna hófst í gær og er ástæðan ágrein- ingur milli Sambands breskra kolanámamanna og stjómar breska kolanámafyrirtækisins um agaregiur. Átökin milli námamanna og fyrirtækisins veturinn 1984-85 hófust með yfirvinnubanni. Fyrir nokkru var almenn at- til yfirvinnubanns og hófst það í kvæðagreiðsla í Sambandi námamanna, sem lýtur forystu Arthurs Scargill, um agareglur, sem stjóm breska kolanámafyrir- tækisins vildi setja. Var þeim hafnað af miklum meirihluta en stjóm fyrirtækisins segir, að þess- ar reglur séu nánast þær sömu og gilda í öðmm iðnaði. Forystu- menn námamanna vildu ekki sætta sig við ákvæði um hvemig skera skuli úr ágreiningi og ekki við það, að hægt sé að segja manni upp vegna hegðunar hans annars staðar en á vinnustað. Eftir samningaviðræður, sem sigldu endanlega í strand í síðustu viku, boðaði stjóm námamanna gær. Scargill vildi sjálfur grípa til harkalegri aðgerða en fékk því ekki ráðið. Yfírvinnubannið nær eingöngu til kolavinnslunnar en ekki til viðgerða og viðhalds, sem má vinna að um helgar. Þetta veldur því, að full vinnuvika næst í kolavinnslunni. Áætlað er, að yfírvinnubannið muni aðeins valda 1% samdrætti i vinnslunni og ekki fara að hafa áhrif fyrr en eftir sex vikur. Kolabirgðir em miklar í landinu. Ekki er talið, að svipuð átök séu í uppsiglingu nú og veturinn 1984-85. Margir námamenn hafa ekki enn náð sér fjárhagslega eft- ir verkfallið þá og em því tregir til að endurtaka það. Þó hafa námamenn í Jórvíkurskíri krafíst harðari aðgerða og ætla að hafa um það almenna atkvæðagreiðslu. Lýðræðislega námamannasam- bandið, sem stofnað var til höfuðs Scargill í átökunum ’84-’85, mun ekki grípa til neinna aðgerða enda hefur það samþykkt hinar nýju agareglur. Það hefur hins vegar hafíð herferð til að laða til sín nýja félaga, sérstaklega í nýrri námu í Selby, sem verður mjög tæknilega fullkomin þegar hún tekur til starfa síðar á þessu ári. Þar hafa herskáir vinstrimenn hvað eftir annað stöðvað vinnu með fulltingi námamannasam- bandsins en margir námamenn era mjög óánægðir með þá þróun og em tilbúnir til að ganga í hið nýja félag. GERNI JET TURBO HREINSITÆKI Hreinsun verður leikur einn GERNi JET, ný gerð af háþrýsti- hreinsitæki með Trubo spíss. Mjög handhæg — létt og af- kastamikil. Aðeins 18 kg á þyngd og með allt að 120 BAR þrýsting. Ýmsir fylgihlutir, t.d. fyrir sand- blástur. Þú sparar tíma, fé og fyrirhöfn með GERNI JET. Skeifan 3h - Sími 82670

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.