Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 Freigátan Andromeda siglir í humátt á eftir risaolíuskipinu Isomeria. „sigla þau með“ — orðalag sem Bretar kjósa frekar en að nota orð- ið að „fylgja" — um 10 skipum á viku 200 sjómílna siglingu frá Hormuzsundi og vestur fyrir Dubai. 112 klukkustundir sigldum við í kjölfar tankskipsins Isomeria, sem er eign Shell-olíufélagsins og smíðað til flutninga á fljótandi gasi. Björgunarbátar Isomeria héngu í davíðum utan á síðunni til vonar og vara ef áhöfnin neyddist til að yfirgefa skipið í skyndi. Ástæðan fyrir þessari varúðarráðstöfun var að írönsk freigáta af Arvand-gerð elti brezku skipin. Það vill svo til að Isomeria hafði í fyrra sloppið naumlega frá írönsku freigátunni Sahand — sem smíðuð var í Eng- landi og seld þáverandi Iranskeisara — þegar freigátan skaut fimm flug- skeytum að Isomeria en hitti ekki. Sahand var búin svonefndum Sea Killer-flugskeytum, sem stjórnað er með leysigeislum. Andromeda Á eftirlitsferð um Persaflóa: Hræðslan við tundurduflin og yfirgang íranska flotans Eftir Ian Mather í hillingum hitamistursins sýndist hluturínn sem flaut á sjónum vera svartur og með fleinum. Fyrir neðan þyrluna okkar, sem var á sveimi þarna, var áhöfn dráttarbáts að reyna að vekja athygli okkar á hlutn- um. Dráttarbáturinn var einn „hrægammanna" sem bíða á Persaflóa eftir að árás verði gerð á eitthvert olíuflutninga- skipanna í von um að verða fyrstir á vettvang til bjargar. í þetta skipti óttuðust fáklæddir sjómennimir, sem böðuðu út hönd- unum í áttina að rekaldinu, að bátur þeirra hlyti þau örlög að gefa öðrum „hrægömmum" skjótfenginn gróða. Þyrlunni var flogið í áttina að hlutnum, og þegar ég ieit út um opnar dyr þyrlunnar sá ég pappa- kassa fljótandi á hvolfí, og á hliðunum var hann merktur með orðinu Mazda. „Fleinninn" reyndist vera máfur, sem flaug burt þegar við nálguðumst. Svona sjónhverfíngar eru algeng- ar í mollunni sem fylgir nærri 50 stiga hitanum á þessum slóðum. En það verður að rannsaka allt sem þama flýtur og þykir grunsamlegt. „Við tókum mark á þessu,“ sagði James Jolliffe sjóliðsforingi, er stjómaði leitinni um borð í þessari þyrlu brezku freigátunnar Andro- medu. „Þetta líktist tundurdufli. Það hefði getað verið tundurdufl." Þótt við höfum ekki fundið nein tundurdufl að þessu sinni getur hættan ávallt verið á næsta leiti fyrir áhafnir skipanna sem að sigla um Persaflóa. Mestar áhyggjur hafa sjómennimir af tundurduflum sem lagt hefur verið innarlega í fló- anum, en slitna upp og reka suður á bóginn. Duflin geta hæglega rifið gat á hálftommu þykkt stálið í skrokk freigátunnar og skipherrann á Andromedu, Neil Rankin, er langtímum saman á varðbergi í brúnni að fylgjast með því sem framundan er. Á Flóanum er mjög mikið af alls- konar fljótandi drasli. Svartir mslapokar líkjast tundurduflum, og sjóliðamir hafa rætt um að hefja baráttu fyrir því að bannað verði að nota annað en hvíta poka undir msl. „Við höfum venjulega mann á útsýnisvakt frammi í stefni," segir einn undirforingjanna. „Fyrir nokkm sá hann hlut á floti, sem þegar nær var komið reyndist vera ísskápur. Þegar hann loks gat greint hvað þetta var, höfðu flestir í áhöfninni leitað hælis aftur í skut.“ Andromeda er eitt þriggja brezkra herskipa í Armilla-flota- deildinni sem „sigla með“ skipum skráðum í Bretlandi. Að jafnaði er búin Sea Wolf-varnarflaugum, sem ætlaðar em til að skjóta niður árásarflaugar. „Með því að sigla svona er ég í aðstöðu til að granda hverju því flugskeyti sem skotið yrði að Isom- eria,“ sagði Rankin skipherra. „Þessi staðsetning er einnig sú bezta ef beita þarf öðmm vopna- búnaði skipsins. En ég hef sent Sahand óskir um „góðan dag.“ Það er ekki á mínu verksviði að láta ófriðlega. Við emm hér til að tryggja rétt okkar til friðsamlegra ferða á alþjóðlegri siglingaleið." Irönsku freigáturnar framfylgja af hörku þeirri stefnu yfirvalda að stöðva skip og leita í þeim á Hormozsundi. Svo mikil er harkan að brezku sjóliðarnir kalla svæðið „Arvand-sundið“. Þær 12 klukkustundir sem við sigldum með Isomeria var áhöfnin á „varnarvakt" allan tímann og í varðstöðu við allan vopnabúnað freigátunnar. Fyrir marga úr áhöfninni hafði þetta í för með sér sex tíma vaktir í steikjandi hita á þilfari. Svo heitt var í sólinni að nauðsynlegt var að kæla Exocet og Sea Wolf-flug- skeytin öðm hverju með því að sprauta þau með köldu vatni. í vél- arrúminu komst hitinn upp í 60 gráður og ekki var unnt að koma við handrið stiganna með bemm höndum. Í þetta skipti létu þeir á Sahand sér nægja að skiptast stuttlega á formlegum kveðjum í upphafi, en létu svo ekki meira frá sér heyra næstu klukkutímana meðan þeir héldu sig í nánd við brezku skipin. Þegar brezku skipin komust gegn- um sundið út á Oman-flóa, misstu þeir á Sahand áhugann og hurfu á brott. Austur-þýzkt olíuflutningaskipið Zuhl var ekki jafn heppið. Við hlust- uðum af athygli í talstöðinni þegar skipstjóri þess reyndi árangurslaust að komast framhjá íranskri freigátu án þess að þurfa að stöðva. í svari sínu við fyrirspurn freigát- unnar játaði skipstjórinn að hafa lestað olíu í Kuwait, einu þeirra ríkja sem hvað mest styðja Irak fjárhagslega í styrjöldinni. Stutt var síðan Irakar höfðu gert loftárásir á Íran í hefndarskyni fyrir eldflauga- árás írana á Kuwait. „Vinsamlegast dragið úr ferð- inni,“ heyrðum við sagt frá íranska herskipinu. „En það tekur Iangan tíma,“ var svarað með áberandi þýzkum hreim. „Við emm á fullri ferð. Hvenær viljið þið að við hægjum á ferðinni?" „Eins fljótt og auðið er þar sem þið verðið að taka við frekari fyrir- mælum. Neitið þið að hlýða?“ „Nei. Fallist þið á að við verðum komnir í kyrrstöðu eftir klukku- stund?“ „Það er samþykkt.“ „Við stöðvum þá.“ Seinna fékk Zuhl heimild til að halda siglingunni áfram. En hættan á að sendir verði sjóliðar um borð til leitar að varningi, sem kemur frá írak eða á að fara þangað, og að eiga jafnvel yfir höfði sér að vera handtekinn og fluttur til írans hefur fengið margan skipstjórnar- manninn til að gefa Irönum loðin eða villandi svör. Flestir forðast að nefna viðkomu í Kuwait og þykjast á leið til ann- arra hafna. Sumir telja það borga sig að greiða hafnargjöld í öðmm höfnum við Persaflóann svo þeir Morgunblaðið/Davíð Pétursson Sigurður Örn Leósson ásamt einu verka sinna. Grunnskólinn á Kleppjárnsreykjum: Myndlistarsýning opn- uð við setningu skólans Grund, Skorradal. GRUNNSKÓLINN á Kleppjáms- reykjum var settur laugardaginn 19. september, jafnframt skóla- setningu var opnuð myndlistar- sýning í skólanum undir nafninu „Kynning borgfirskra lista- manna“. Þetta er fimmta árið í röð sem slík kynning fer fram. Þeir listamenn sem kynntir hafa verið em Elísabet Haraldsdóttir, Hvanneyri, Páll Guðmundsson, Húsafelli, Ingibjörg Einarsdóttir frá Runnum, Guðmundur Sigurðsson, Borgamesi, og nú er kynntur Sig- urður Öm Leósson, kennari Klepp- jámsreykjum. Sigurður Öm sýnir 70 myndir sem unnar em í olíu, vatnsliti, pastel og fleira. Af þessum 70 myndum era 55 þeirra til sölu og munu þær prýða veggi skólans í um hálfan mánuð. Sunnudaginn 27. september og 4. október verður skólinn opinn kl. 14.00-22.00 og mun þá listamaður- inn vera viðstaddur og bjóða upp á kaffí í matsal skólans. _ D.P. Frá Áfengisvamarráði: Áfengi og heilsa Afengi algengasta vímuefnið Neysla áfengis, algengasta vímuefnis jarðarbúa, gleður marg- an en getur skaðað mörg mikilvæg líffæri sé ekki farið að með fyllstu gát. Skemmdir á líffæmm af þess- um sökum geta ógnað heilsu fólks og jafnvel lífí segir í einu af upplýs- ingaritum um áfengisneyslu sem gefín em út m.a. af yfírvöldum heilbrigðisfræðslu í Bretlandi. Þriðjungur sjúkra- rúma tepptur vegna áfengisneyslu Um allan heim hvfla útgjöld vegna sjúkdóma og heilsutjóns, sem rekja má til áfengisneyslu, þungt á efnahag þjóða. í það fara fjármunir sem sárlega skortir til að koma í veg fyrir heilsutjón og sjúkdóma almennt. í sumum ríkjum Evrópu er þriðjungur plássa á sjúkrahúsum einungis notaður fyrir þá sem spillt hafa heilsu sinni með einhveijum hætti með áfengisneyslu. í þróun- arlöndunum fer heilsutjón vegna áfengisneyslu vaxandi. Með sama áframhaldi munu þjóðir þróunar- landanna neyta jafnmikils áfengis og þjóðir iðnríkjanna eftir manns- aldur eða svo, jafnvel meira. Því munu fylgja aukin vandamál og álag á veikburða efnahag og þjóð- félagsástand. Drykkja skaðar öll líffæri nema þvag- blöðru og lungu Þeir sem neyta áfengis reglu- lega geta skaðað öll líffæri sín nema þvagblöðm og lungu. Heili, taugar, lifur, vöðvar, ným, magak- irtlar, kynfæri, vélindi, magi og gamir em meðal þeirra líffæra sem geta skemmst. Næst á eftir hjarta- sjúkdómum og krabbameini kemur skorpulifur sem helsta dánarmein miðaldra karla í mörgum iðnríkj- um. Lífslíkur em undir því komnar hversu snemma sjúkdómurinn fínnst. Heilinn í baði Sérfræðingar hafa komist að því að við mikla drykkju skerðist starf- semi heilans sem er þá í bókstaf- legri merkingu í vínandabaði. Það má m.a. sjá á skertu jafnvægi og stjómun vöðva. Því má ekki heldur gleyma að áfengi er slævandi (de- pressant) og áfengisneytendur sem eru þunglyndir fremja oft sjálfs- morð. Áf engi og krabbamein Meltingarfærin verða mjög fyrir barðinu á áfengi og vísindamenn hafa komist að því að áfengi teng- ist krabbameini í munni, hálsi og vélinda, en dauði vegna þess hefur færst í vöxt frá 1950. Ein af ástæð- unum fyrir því að þeir sem neyta mikils áfengis deyja fyrr en aðrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.