Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 61 Hringrás vitleysunnar er víðar en í fj ár lagagatinu Kæri Velvakandi. Fróðlegir og umhugsunarverðir pistlar, Frá lögreglunni, birtast nú daglega á 4. síðu Mbl. Þetta fram- tak skal metið og þakkað. Þama kemur fram svo ekki er um að vill- ast hvaða vanda lögreglan er fást við dagsdaglega. Og þó ekki allt því margt fer framhjá. Slys, árekstrar, ógætni og hryllingur i umferð fyllir þessa dálka og í þessu eiga fíkniefnin hlut og það í meiri- hluta. Enda mundi lítið fyrir lög- reglu að starfa væru þau fjarlægð. En auðvitað er ekkert vit í því, það væri rothögg fijálshyggjunni. Merkilegast er að þeir sem skilja ekkert í þessu brennivínsþjóðfélagi og vaxandi vanda af þeim efnum, standa fyrir því með bros á vör að ota þessum efnum í hvem krók og kima lands vors, og telja svo sam- tíðinni trú um að þannig eigi að vinna að vímulausri æsku: Koma þeim sem víðast til landsmanna; já, fleiri brennivínsútsölur og í Ólafsvík er jafnvel útsala komin í bamafata- verslun og þannig á það að vera. Og á harða harða spretti hendist áfram klárinn minn. Það er eitthvað vit í þessu, þetta em þeir menning- arstraumar sem valdhafar telja hollasta íslensku menningarlífi. Og segjum svo að þessir háu herrar hafi ekki vit fyrir samfélaginu og viti hvað því kemur best. Og blöðin segja að meirihluti fyrir bjómum sé nú á Alþingi. Þó það nú væri. Hvemig geta alþingismenn verið utan við og án þess að hjálpa til að koma fólkinu „niður hjamið". Þetta vill fólkið, segja þeir, en við eigum ekki að hafa vit fyrir því. Alveg rétt og svona er þetta allt einfalt. Og gott að fólkið hefír ekki hugmynd um til hvers það er að kjósa. Það virðist ekki sjá neinn mun á mönnum og skoðanir em ekki „móðins í dag“. Það vantar fólk í öll störf. Talað um 2.000 manns á næstu ámm. En valdhafar em ekki I vandræðum. Lausnin er meira brennivín og fleiri afvötnunarstöðvar handa fólki sem lent hefir í flóðinu. Það er miklu betra að eiga mikið af afvötnunar- stöðvum en fískiðjuvemm og fá svo erlent vinnuafl. Það gæti svo í upp- bót síðar fengið pláss á Sogni eða Staðarfelli sem SÁÁ reka til að þurrka upp brennivínsbleytuna. Þetta er einfalt og skömm að menn skuli ekki hafa séð svona einfalt ráð fyrr. Og segja svo að við eigum ekki framsýna foringja og ráðholla. Hringrás vitleysunnar er víðar en í fjárlagagatinu. Og svo er alveg lífsspursmál að bæta bjómum við. Það er eins og strákurinn sagði við pabba sinn þegar hann greip olíubrúsann í ógá- ti þegar hann var að slökkva eldinn: „Pabbi. Taktu heldur bensínbrús- ann. Það logar miklu betur." Það er mikil viska í þessu. Dagblaðið hefir varið miklum tíma og kröftum til að hjálpa bjómum inn í landið og ofan í fólkið. Ég hefi verið að velta því fyrir mér hvað sé bak við allt þetta erfiði. Jú, þeir vita sínu viti. Engar fréttir em góðar fréttir, var sagt í gamla daga og má enn sjá að er sannleikur. Hinar fréttim- ar em oftast í fylgd með vímunni. Væri svo bjómum bætt við fylltust dálkar Dagblaðsins, því við góðu fréttimar staldra menn ekki. Þetta skyldu fleiri blöð athuga og fara þá leið og hrópa svo húrra. Fjár- málaráðherrann sem ann öllu velsæmi, þjóðmenningu og hinum vinnandi manni er í stuði í þessari vímuáveitu og veit að almenningur hefir ekkert annað að gera við pen- ingana en kaupa bjór og brennivín. Þar em þeir á réttum stað. Og ótal ráðgjafar em komnir I ráðuneyti hans til að fækka þar mistökum. Segja menn að þetta sé besta fjár- festingin á ferli núverandi ríkis- stjómar. Það er leikur að læra, leikur sá er mér kær, vita meira og meira, meira í dag en í gær. Og menning- in heldur áfram með bjórvambimar í fararbroddi. Fram, fram fylk- ing... Næsti áfanginn er meðferð. Sem sagt. Ljómandi gott. Árni Helgason Húsnæði fyrir verndaðan vinnustað Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík, vinnur nú að uppsetningu á vemduðum vinnustað á Reykjavíkursvæðinu. Starfsemin verður framleiðsla úr plastefnum og vinna tengd því. Óskað er eftir400-600 fm húsnæði með góðu aðgengi fyrir fatlað fólk. Tilboð sem tilgreinir staðsetningu, leiguskilmála og annað sem skiptir máli sendist undirrituðum fyn'r 20. október nk. Hvati^ Plastskúffur RÚMGÓÐ LAUSN WHF.OFNASMIBJAN SÖLUDEILD HÁTEIGSVEGI7 S: 21220 BOSCH SUPER Betri gangur, minni eyðsla með Bosch-super kertum BOSCH Iriógerða- og varaMuta þtónumta B R Æ Ð U R N I R ORMSSONHF LÁGMÚLA 9, SÍMI38820 ^5 GÓÐAVEISzTT , * GJÖRA SKAL * * ARSHATIÐARNEFNDIR- STARFSMANNAFÉLÖG -fyrirtækí Bókanir eru hafnar fyrir veturinn 87-88. Við bendum þeim aðilum sem þegar eiga pantað fyrir veturinn að staðfesta pantanir sínar sem fyrst. Eigum ennþá óráðstafað föstudögum og nokkrum laugardögum í vetur. Höfum sali sem taka allt frá 100 til 400 í sæti. Pantið því tímanlega og hafið samband við veitingastjóra á staðnum eða í SÍmum 685660/686220. HÖFUM ALLT TIL ALLS, PEGAR GÓÐA VEISLU GJÖRA SKAL: , -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.