Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 ér Ferð forseta íslands til Sikileyjar: Skógrækt sameigin- legt áhugamál tveggja eldfjallaeyja Morgunblaðið/Emilía Við móttökuathöfn i Orleans-höll. Landshöfðingi Sikileyjar er Vigdísi Finnbogadóttur forseta tíl vinstri handar. „ÞAÐ leikur enginn vafi á að ferð okkar til Sikileyjar þjónaði ákveðnum tilgangi," sagði Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, en tveggja daga heim- sókn hennar þangað í boði Cossiga forseta Ítalíu lauk á föstudagsmorgun. „Gestgjafamir lögðu áherslu á að gott væri að treysta vináttu- bönd milli þessara tveggja eld- ijallaeyja í norðri og suðri. Það sannar enn einu sinni mikilvægi þess að við samtíðarmenn í heimi nútímans hittumst og segjum eilí- tið af okkur sjálfum. Hvenær sem við förum af bæ til að segja öðrum hver við erum héma fyrir norðan eykur það virðingu fyrir þjóð okk- ar. Því í stórum heimi em svo ákaflega margir sem ekkert vita um þessa þjóð sem býr á íslandi. Við emm mörg orðin sammála um það í margvíslegum umræðum að það skiptir ekki meginmáli hve margmennar þjóðir séu heldur fremur hvað þær hafa fram að færa.“ — Hvemig vom móttökumar? „Sikileyingar höfðu fullan hug á að taka vel á móti okkur, gest- um sínum frá íslandi, og þeir gerðu sér vel grein fyrir að við búum við sömu ögmn náttúmaf- lanna og þeir. Gestgjafamir höfðu greinilega lesið sér mikið til um Island og landshöfðinginn sagði í ræðu sinni að sameiginlegt áhugamál eyjanna væri að klæða þær skógi og kom það mér spánskt fyrir sjónir, þegar við vomm rétt nýlent í þéttbýli höfuð- borgarinnar, án þess að hafa séð landsbyggðina. Eg hélt auðvitað eins og hver annar íslendingur að ekkert væri auðveldara en að rækta skóga á suðrænni eyju, en ég skildi hvað hann átti við þegar flogið var í þyrlu þvert yfir eyjuna til Siracusa. Þá sá ég að suður- og vesturhluti eyarinnar er hijós- tmgur og gróðurlítill. Jörðin er þurr vegna mikilla hita en mark- mið þeirra með skógrækt er að gróðursetja til að fá skugga af tijám til að rækta jarðveginn. Landshöfðinginn hafði heyrt af tijánum sem ég hef plantað á ferðum mínum um ísland og færði hann mér að gjöf þijú tré frá Sikil- ey sem nú verður að finna samastað á íslandi." — Hvemig fannst þér svo að koma til Taormina? „Ég hef auðvitað stundum velt því fyrir mér af hveiju skáld frá öílum heimshomum hafa sótt og sækja enn til Sikileyjar og þá helst til Taormina eins og Halldór okkar Laxness og merkja þaðan bækur sínar. Strax við komuna til bæjarins við rætur Etnu verður manni ljóst hvers vegna. Þama hafa stórskáld fundið sér skjól til að skrifa um sinn heim og eigin sjálfsmynd. Á Sikiley mættust endur fyrir löngu allir menningar- straumar Evrópu. Eyjan var heimreiðin til Ítalíu frá Miðjarðar- hafinu eins og sannast á sögu hennar en til að ná yfirráðum á Ítalíu sýnist svó sem að menn fortíðarinnar hafi fyrst þurft að leggja Sikiley undir sig. Þama mætast straumar margra menningarskeiða og eru þær menjar vel varðveittar. í Siracusa sáum við grískt leikhús og í Taormina rómverskt. Taorm- ina, þessi gamla borg sem teygir sig upp eftir hæðum og fjallshlí- ðum, er auk þess varðveitt með einlægri virðing fyrir öllu sem vitnar um sögu og fyrri tíma. Það er augljóst að þama geta skáld heimsins leitað að kjama þeirra menningarskeiða sem gengið hafa yfir Evrópu. Allir höfundar sem em að skrifa um samtíðina þurfa að sjálfsögðu að reyna að skilja fortíðina, því fortíðin er undir- staða alls sem við emm að fást við á líðandi stundu. Það hafði mikil og djúp áhrif á mig að kynn- ast þessari perlu Miðjarðarhafs- ins.“ KG Sjá litmyndir úr ferðinni á bls. 24. Erlent sjónvarpsefni dýr- ara með aukinni samkeppni VERÐ á erlendu sjónvarpsefni hefur að meðaltali hækkað tvö- falt i innkaupum að undanf- örnu vegna aukinnar samkeppni Stöðvar tvö og Ríkissjónvarpsins, að sögn Páls Baldvins Baldvinssonar, inn- Kópavogur: Félag veluirn- ara heilsu- gæslu stofnað STOFNFUNDUR Félags velunn- ara heilsugæslu í Kópavogi var haldinn 5. október í Kópavogi. Framhaldsstofnfundur verður haldinn mánudaginn 12. október klukkan 12 á hádegi í fundarsal Heilsugæslustöðvar Kópavogs. Fé- lagið er opið öllu áhugafólki um heilsugæslu. kaupastjóra Stöðvar 2 á er- lendu efni. Páll Baldvin sagði verð á sjón- varpsefni til íslands hafa verið í nokkuð fostum skorðum, en með aukinni samkeppni hefði orðið þar nokkur breyting á. „Verðið hefur hækkað mikið á undanfömum mánuðum, og við sjáum tilhneig- ingu á erlendum mörkuðum til að hækka það enn. Ástæðan er ein- faldlega sú að við og Ríkissjón- varpið höfum verið að sækast eftir sama efni, og slík samkeppni hef- ur í för með sér yfirboð og hærra verð.“ Hækkunin er misjöfn eftir efnis- flokkum en Páll Baldvin vildi ekki gefa upp einstök dæmi. Hann sagði það yfírlýsta stefnu hjá Stöð 2 að láta verð áskrifta haldast í hendur við kostnað, og hærra verð á erlendu efni kæmi þar að sjálf- sögðu við sögu. Áskriftargjöld stöðvarinnar eru ákveðin ársfjórð- ungslega, en með .auknum fjölda áskrifta sagðist Páll vona að hægt væri að halda hækkunum á þeim í lágmarki. Grindavík: Slysavamar- sveitin Þor- björn 40 ára Grindavík. í TILEFNI af því að liðin eru 40 ár frá þvi að Grindvíkingar stofn- uðu Slysavamarsveitina Þorbjöra verður í dag, sunnudaginn 11. október, vígt nýtt hús sem hlotið hefur nafnið Oddsbúð, auk sjó- setningarbrautar sem gerð hefur verið fyrir björgunarbátinn Odd V. Gíslason. Vígslan hefst kl. 15.00. Að henni lokinni verður kaffisamsæti í Festi fyrir velunnara sveitarinnar og slysa- vamarsveitarmenn á svæði eitt. Kr. Ben Morgunblaðið/BAR Dr. Sigmundur Guðbjarnason, Háskólarektor, ávarpar nýnema. Háskóli íslands: Á annað hundrað manna á fyrstu nýnemahátíð NÝNEMAHÁTÍÐ Háskóla ís- lands var haldin í fyrsta sinn siðastliðinn föstudag. Tilgangur hátíðarinnar var að bjóða ný- nema formlega velkomna og kynna nemendum starfsemi Há- skólans og þá þjónustu sem þeim stendur til boða. Kynnir hátíðarinnar, Stefán Baldursson, aðstoðarmaður Há- skólarektors, setti hátíðina og að því loknu söng Háskólakórinn nokk- ur stúdentalög á latínu undir stjóm Áma Harðarsonar. Þá ávarpaði dr. Sigmundur Guðbjamason, háskóla- rektor, nýnemana og bauð þá velkomna í Háskólann. Ómar Geirs- son, formaður Stúdentaráðs, tók þá til máls og minntist á hagsmuna- mál stúdenta og helstu atriði sem tengjast Stúdentaráði. Ásta Ragn- arsdóttir, námsráðgjafí, ræddi þá þjónustu í námsráðgjöf sem Háskól- inn veitir, talaði um námstækni og fleira. Theódór Grímur Guðmunds- son kynnti þjónustu og reglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna og Halldóra Þorsteinsdóttir fræddi ný- nema á starfsemi Háskólabóka- safnsíns. Jóhann Sigurðsson, læknir, ræddi heilbrigðismál og tal- aði um andlega heilsu og sérþarfir stúdenta í heilsufarslegu tilliti- Margrét Þorvaldsdóttir frædd' nemendur á heilsusamlegu mata- ræði og að lokum talaði Valdimaf Ömólfsson um (þróttir í Háskólan- um og sagði mikla þörf fyrir nýtt íþróttahús. Kynningunni lauk með sýning" á kvikmynd um þróun Háskólans sem Háskólinn lét gera í fyrra. Á eftir var sýnd kvikmyndin Radio- days eftir Woody Allen. Á annað hundrað manns munu hafa verið viðstaddir hátíðina. Misstí ekkí fót í FRÉTT í Morgunblaðinu í g#r var sagt, að maðurinn sem slas- aðist í vinnuslysi t Hafnarfirði ^ miðvikudag, hafi misst annan fótinn. Þetta er ekki rétt. Maðurinn gekkst undir 15 tím8 skurðaðgerð á sjúkrahúsi og tókst læknum að bjarga báðum fótum hans, þótt hann hafi verið illa brot- inn. Morgunblaðið biðst velvirðing" ar á frétt þessari, sem var bygg^ á upplýsingum frá lögreglu. * Ur umferðinni í Reykjavík föstudaginn 9. október 1987 Árekstrar bifreiða: 18. Ökumaður meiddist í árekstri á mótum Álfheima og Glaðheima kl- 16.10 og var fluttur á Slysadeild. Samtals 50 kærur fyrir brot á umferðarlögum á föstudag. Ökumaður mældist aka með 100 km/klst hraða um Suðurlandsbraut á móts við Hótel Esju en leyfilegur hámarkshraði þar er 50 km/klst. Um Kringlumýrarbraut mældist mestur hraði 99 km/klst og 86 km/ klst í Ártúnsbrekku. 1 ökumaður fannst réttindalaus í föstudagsumferðinni. Klippt voru númer af 3 bifreiðum vegna vanrækslu á aðalskoðun og 4 bifreiðir færðar í bifreiðaeftirlitið. Kranabifreið var fengin til að fjarlægja 23 ökutæki vegna ólöglegrar og slæmrar stöðu. Radarmælingum var haldið uppi í nágrenni skóla sem leiddi til 1 kæru. Bókun sýnir að á föstudagskvöld og fram eftir nóttu voru 8 ökumenn grunaðir um að vera ölvaðir við stýrið. Frétt frá lögreglunni í Reykjavík,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.