Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B II ttgmiWfiMfe STOFNAÐ 1913 237. tbl. 75. árg. ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkjamenn ráð- ast á olíupall Irana WaaKmivfAn RafiMiii Rnntnr Washington, Bahrain, Reuter. Bandaríkjamenn eyðilögðu olíupall írana austur af Qatar á Persaflóa í gær í hefndarskyni fyrir árás á tankskip í höfninni í Kuwait sl. föstudag. íranir hót- uðu grimmilegum hefndum og sögðu strið hafið við Bandarikin. Þeir sögðu Bandaríkjamenn komna út í kviksyndi sem þeir ættu ekki afturkvæmt úr. Caspar Weinberger, varnarmálaráð- herra, varaði írani við enn harðari hefndaraðgerðum ef þeir létu ekki segjast. Ronald Reagan, Bandaríkjafor- seti, sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásarinnar á olíupallinn, þar sem sagði að olíupallurinn hefði verið notaður sem bækistöð fyrir tilefnislausar árásir á skip, sem væru Persaflóastríðinu óviðkom- andi. „Hér var um réttmætt og takmarkað svar við ólöglegri vald- beitingu gegn Bandaríkjamönnum að ræða, sjálfsvörn," sagði í yfirlýs- ingunni. Reagan sagði að Bandaríkja- menn hefðu engan áhuga á ófriði við írani. „Þeir skyldu þó ekki und- ir neinum kringumstæðum vanmeta staðfestu okkar og getu til að verja skip okkar og hagsmuni gegn tilefn- islausum árásum," sagði forsetinn. Að sögn Weinbergers skutu tundurspillamir Kidd, Young, Left- wich og Hoel um eittþúsund fímm tommu skotum á Rostam-olíupall- inn, sem er á miðjum Persaflóa, 120 mílur austur af Bahrain. Arásin hófst klukkan 14 að staðartíma, klukkan 11 að íslenzkum tíma. Starfsmenn pallsins, um 30 talsins, hefðu verið varaðir við árásinni með 20 mínútna fýrirvara. Hefðu þeir forðað sér á báti. Weinberger sagði að stuttu seinna hefðu sjóliðar farið um borð í annan íranskan olíupall skammt norður af Rostam-pallinum og eyði- lagt þar ratsjár og íjarskiptabúnað. Fred Hoffman, talsmaður vamar- málaráðuneytisins, sagði að starfs- menn síðarnefnda olíupallsins hefðu yfirgefíð pallinn þegar skothríð var hafin á Rostam. Að sögn Hoffmans var beitiskip- inu Stanley siglt milli olíupallsins Caspar Weinberger, varn- armálaráðherra Banda- rikjanna, gerir grein fyrir árás Bandaríkjamanna á olíupail írana á blaða- mannafundi í Washington í gær. Myndin á töflunni er af olíupallinum sem var eyðilagður. og strandar írans til þess að koma í veg fyrir íranska gagnárás meðan á árásinni á pallinn stæði. Eftirlits- flugvélar af gerðinni E-2C flugu yfír svæðið til að fylgjast með írönskum flugvélum og orrustuþot- ur frá flugmóðurskipinu Ranger sveimuðu yfír tundurspillunum og voru til taks ef á þyrfti að halda. Bandaríkjamenn sögðu að á báð- um pöllum hefði verið fylgst með skipaferðum á Persaflóa og þaðan hefði verið lagt upp í árásarferðir á vopnuðum hraðbátum. Þaðan hefðu verið gerðar árásir á banda- rískar herþyrlur 8. október sl., sama dag og bandarískar þyrlur sökktu vopnuðum írönskum hraðbáti og tóku tvo til viðbótar norðarlega á flóanum. Leiðtogar beggja bandarísku stjómmálaflokkanna lýstu stuðn- ingi við Reagan forseta vegna árásarinnar. Bretar lýstu stuðningi við hana og ríkisstjómir fjölmargra ríkja lýstu skilningi sínum. Sovét- menn fordæmdu árásina hins vegar og sögðu Bandaríkjamenn komna út á hálan ís. Verðfaíl í kauphöH- inni í New York 23% fall í New York, 10% í London, París, Frankfurt og Tókýó Washington, London, Tókýó. MEIRA verðfall varð í kauphöll- inni í New York í gær en i hruninu mikla, sem kom krepp- unni af stað árið 1929. Hvarf sú hækkun, sem orðið hafði á verð- bréfum á öllu árinu, á einum degi, og voru verðbréfin aðeins verðminni í gærkvöldi en í upp- hafi árs. Óvissa ríkti í fjármála- heiminum vegna lækkunarinnar og sögðu efnahagssérfræðingar brezka útvarpsins, BBC, óviss- una það mikla að ómögulegt Norðmenn í Hollywood: Ætla að gera mynd um Leif heppna Osló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKIR peningamenn hyggj- ast reyna að fá kvikmyndafram- leiðendur í Hollywood til þess að gera kvikmynd um Vínlandsfund Leifs heppna Eiríkssonar. Hand- ritið að myndinni um fund Ameríku verður byggt á norskri skáldsögu eftir Veru Henriksen, sem heitir „Rúnakrossinn" (Runekorset). Þegar hefur verið haft samband við nokkur kvikmyndaver í Holly- wood og segist leikkonan Liv Ullmann hafa mikinn áhuga á að leika aðalhlutverk í myndinni. Gert er ráð fyrir að myndin verði tilbúin til sýninga í janúar árið 1990, nokkru áður en haldið verður upp á fímm hundruð ára afmæli þess að Kristófer Kólumbus fann Ameríku á nýjan leik. „Mynd um Vínland gæti átt dtjúgan þátt í því að koma norskri sögu og menningu á framfæri," var haft eftir einum þeirra, sem stánda að baki hinni fýrirhuguðu kvikmynd. væri að segja á hvorn veg mál þróuðust. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, sagðist í gær- kvöldi eiga von á þvf að bandarísk stjórnvöld gripu til aðgerða til að snúa þróuninni á verðbréfamarkaðinum í Wall Street við. Sérfræðingar sögðu að verðfallið væri banahögg fyr- ir uppsveifluna, sem verið hefði á verðbréfamarkaði í 5 ár. Þegar kauphöllinni í New York var lokað höfðu verðbréf lækkað um 507,99 stig gagnvart Dow Jon- es-verðbréfavísitölunni, sem stóð þáí 1.738,74 stigum. Verðlækkunin í gær nam því 23%. Lækkun bréf- anna hófst í síðustu viku en þá lækkaði vísitalan um 235 stig, þar af um 108 stig á föstudag. Var það í fyrsta sinn sem hún lækkar um meira en hundrað stig á einum degi. „Mesta hættan er sú keðjuverk- un, sem verðlækkunin gæti haft í för með sér fyrir fjárhag þeirra aðila, sem hafa fest mikið fé í þess- um markaði," sagði Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, þegar Morgunblaðið innti hann álits á þróuninni á verðbréfamarkaðinum. „Keðjuverkunin gæti haldið áfram í gegnum allt kerfíð og það myndu peningayfírvöld fyrst og fremst reyna að stöðva. Það þýðir að þau verða meðal annars að dæla minni peningum inn í fjármagns- kerfíð og ná vöxtum niður. Þama Úr kauphöllinni í New York. eru gífurlegir fjármunir í veði og það tapa margir miklu. Það er ekki nokkur vafí á að stjómvöld munu áreiðanlega bregð- ast fljótt við til þess að koma í veg fyrir að fyrirtæki, bankar og stofn- anir, sem eiga mikið í hættu, bíði stóran skaða. Áhrifín á gengismálin em minna áhyggjuefni á þessu stigi. Meira áhyggjuefni em þau áhrif sem lækkunin kann að hafa á efnahagsstarfsemina og hvort hún snúi þróuninni við til verri veg- ar,“ sagði Jóhannes. Mesta hran á Wall Street varð 12. desember 1914 þegar verðbréf lækkuðu um 24,4% á einum degi. Lækkunin 28. og 29. október 1929, hmnið mikla, nam 12,8 og 11,7%. Var það upphafið að kreppunni miklu. Verðbréf höfðu hækkað um nær 800 stig í ár og náði Dow Jones- vísitalan hámarki 25. ágúst sl. er hún komst í 2.722,42 stig. Hún stóð í 1.895,95 stigum við síðustu áramót. í gær lækkuðu verðbréf um tíu prósent að meðaltali í Tókýó vegna gífurlegs framboðs. Einnig lækk- uðu verðbréf um 10% í London, París og Frankfurt þegar fregnir bámst af verðfallinu í New York. Bandaríkjadollar féll talsvert í verði gagnvart japönsku jeni og vestur-þýsku marki en það er trú margra að örlög dollars og hluta- bréfa haldist í hendur. Dollarinn komst ískyggilega nærri 140-jena markinu. Talið er að Louvre-samkomulag sex helztu iðnríkja heims frá því í febrúar hafí sett 140 jen sem lægri mörk dollars. James Baker, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði um helgina að Louvre-samkomulagið hlyti að endurskoðast fyrst Vestur-Þjóð- veijar hefðu ekki staðið við fýrirheit um að stefna að auknum hagvexti til að hjálpa Bandaríkjamönnum að draga úr eigin viðskiptahalla. Hann taldi nýlega vaxtahækkun Vestur- Þjóðveija ekki í samræmi við þau fyrirheit. Hann sagði dollarann myndu þola frekari verðlækkun. Kaupahéðnar í Wall Street óttuðust í gær að dalnum yrði leyft að falla í verði í þeirri von að það dragi úr viðskiptahallanum. Slíkt gæti aukið verðbólgu og fælt í burtu erlenda peningamenn. Þessi ótti leiddi til mikillar verðbréfasölu og hins mikla hmns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.