Morgunblaðið - 28.10.1987, Page 7

Morgunblaðið - 28.10.1987, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987 7 Flugleiðir: Samningum lokið um búnað nýju þotnanna Fyrri þotan afhent vorið 1989 FLUGLEIÐIR hafa lokið við að semja um búnað Boeing 737-400 flugvélanna tveggja sem pantað- ar hafa verið frá Boeing-verk- smiðjunum í Seattle í Banda- ríkjunum. Fyrsta flugvélin af þessari gerð á að verða tilbúin í janúar á næsta ári en vélar Flug- leiða verða tiibúnar rúmu ári síðar. Leifur Magnússon, fram- kvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Flugleiða, sem var í Seattle til að ganga frá þessum samningum, sagði að kaupendur þyrftu að ákveða hvaða búnað þarf til við- bótar grunnbúnaði flugvélanna. Þannig væru til dæmis tölvuskjáir í mælaborði vélanna í stað hefð- bundinna mæla, og þyrfti að velja hvaða grunnmyndir væru heppileg- astar á skjáunum. Vélar þær sem Flugleiðir hafa pantað eru af gerðinni Boeing 737-400 sem er nýjasti meðlimur- inn í 737-fjölskyldunni. Fyrsta vélin af þeirri tegund kemur úr verk- smiðjunni í byijun janúar og verður hún prófuð í 8 mánuði. Fyrirhugað er að fyrstu vélamar verði síðan afgreiddar til kaupenda í september 1988 en fyrstu vélamar af þyngri gerð, eins og vélar Flugleiða, verða ekki afgreiddar fyrr en vorið 1989 og eru Flugleiðir annað flugfélagið sem fær slíkar vélar. Leifur Magn- ússon gerði ráð fyrir að byijað ýrði að setja flugvélar þær sem Flugleið- ir hafa pantað saman næsta haust. Fimm gerðir em til af 737-flug- vélunum. 737-100 og 737-200 hafa verið notaðar í talsverðan tíma en þær em með eldri gerð hreyfla sem eyða meira eldsneyti og em hávaða- sainari. Tegundin 737-300 kom á markaðinn 1984 og er hún með hreyflum af nýrri gerð sem em bæði spameytnari og hljóðlátari en eldri gerðimar auk þess sem hún er stærri og tekur að meðaltali 138 í sæti. 400-gerðin, eins og Flugleið- ir em að fá, er síðan stærri en 300-gerðin en vélar Flugleiða munu taka um 158 manns í sæti. Síðasta gerðin er síðan 737-500 en hún er minni og tekur aðeins um 118 í sæti. Til samanburðar má nefna að stærri Boeing 727-vél Flugleiða tekur 164 í sæti. Útgefendur keppa um Sykurmolana Útsendarar nokkurra helstu hljómplötufyrirtækja í heimi verða viðstaddir tónleika Sykurmolanna i Reykjavík næstkomandi föstudag. Erindi þeirra hing- að til lands er það að sjá hljómsveitina á sviði, en fyrirtæki þeirra hafa lýst áhuga sínum á að gera við hana útgáfusamning. Þessi tilboð hafa borist í kjölfar þess að lag hljómsveit- arinnar Birthday hefur farið hátt á vinsældalistum í Bretlandi. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að vem- legar fjámpphæðir séu í boði. Síðastliðinn laugardag vom myndir af hljómsveitinni á forsíðum bresku poppblaðanna Melody Maker og New Musical Express og hér til hliðar má sjá mynd af forsíðu Melody Maker 24. október síðastliðinn. Bogi Ágústsson Ráðinn blaðafulltrúi Flugleiða BOGI Ágústsson hefur verið ráð- inn blaðafulltrúi Flugleiða. Hann tekur við störfum 1. febrúar n.k. Bogi gegnir nú starfi aðstoðar- framkvæmdastjóra útvarpsins. Hann var áður fréttamaður á Ríkis- sjónvarpinu. Bogi tekur við hinu nýja starfi af Sæmundi Guðvins- syni. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! VANDAÐUR, LITPRENTAÐUR BÆKLINGUR LIGGUR NÚ FRAMMI f VERSLUNINNI \" FRAMLEITT AF EE HUSGÖGNUM P&Ó/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.