Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 15 Rótlaust stúdentaráð eftir Vilhjálm Jens Arnason Þann 13. júlí sl. var haldinn stofnfundur útvarpsfélagsins Rótar hf. Þar með var hrint í framkvæmd þeirri hugmynda hjá vinstri sósíalistum að stofna útvarp fyrir félagshyggjufólk á íslandi. Meðal stofnenda félagsins samkvæmt Lögbirtingablaðinu, þeirri ágætu heimild, eru Kristín A. Ólafsdóttir borgarfulltrúi og varaformaður Al- þýðubandalagsins, Ragnar Stefáns- son, einn af forvígismönnum Fylkingarinnar (Rót var einmitt nafnið á flokksblaði fylkingarinnar á sínum tfma), Theodór G. Guð- mundsson, lánasjóðsfulltrúi námsmanna og meðlimur í Félagi vinstri manna við Háskóla íslands, Félag vinstri manna í HÍ, Amar Guðmundsson, ritstjóri blaðs vinstri manna í HÍ, Ingibjörg Haralds, formaður Herstöðvaandstæðinga, og fleiri mætir sem ekki geta beint talist til hófsamari afla hérlendis. Það var perónulegt mat þessa fólks að hinir nýju Qölmiðlar er spruttu upp í kjölfar nýrra útvarpslaga létu sig vinsældir of miklu varða, væru músfkalskir í meira lagi, ögn trúað- ir en að sama skapi lítt gefnir fyrir pólitískar pælingar, eins og eitt- hvert málgagn vinstri manna orðaði það. Útvarp Rót var stofnað til að vinna gegn þessari lágkúru sem vpn gegn glansmenningu á hennar eigin heimavelli. í upphafí var stofn- kostnaður áætlaður 155 þús. kr. en fljótlega varð þó ljóst að ef draumurinn ætti að rætast þyrfti meira fé. Það var því ákveðið að auka hlutafé um u.þ.b. 4 millj. kr. og gefa stærri félögum kost á að opna buddu sína. 250 félagssamtök- um á Faxaflóasvæðinu var sent bréf og þeim boðin þátttaka. í þess- um hópi voru allar stjómmálahreyf- ingar nema Sjálfstæðisflokkur og Borgaraflokkur, Stéttarfélög, frið- arhreyfíngar og ýmis áhugamanna- samtök. Þann 21. október sl. höfðu aðeins eftirfarandi félög gefið Frá sýningu á fatnaði eftir Val- gerði Torfadóttur. Gallerí Langbrók: Kyrniing á fatnaði tveggja fatahönnuða KYNNING á fatnaði tveggja fatahönnuða, Valgerðar Torfad- óttur og Sigrúnar Guðmunds- dóttur, verður í Galleríi Langhrók Bókhlöðustíg 2 dag- ana til 8. nóvember. Fötin em frá samsýningu FAT, Félags fata- og textílhönnuða, sem var í Gamla bíói 9. til 11. október. Valgerður sýnir handmálaðan tískufatnað og Sigrún sýnir bama- föt. Fötin em til sölu og einnig er hægt að sérpanta föt. Galleríið er opið þriðjudaga til föstudaga frá klukkan 12 til 18, laugardaga 10 til 16 og sunnudaga 14 til 18. grænt ljóst á hlutafjárkaup. Æsku- lýðfylking Alþýðubandalagsins, Samtökin 78 og Samtök kvenna á vinnumarkaðnum. Það er því ekki hægt að segja að blásið hafi byr- lega fyrir hinni nýju útvarpsstöð en skv. áætlunum stóð til að hefja útsendingar 1. desember nk. í stjóm stúdentaráðs í Háskóla íslands er Félag vinstri manna í meirihluta ásamt Félagi umbóta- sinna. Félag vinstri manna er jafnframt einn af stofnendum Rótar hf. og auk þess situr eða sat einn af forystumönnum félagsins, The- odór G. Guðmundsson, í stjóm hlutafélagsins. Nú er það svo sem ekkert óeðlilegt að þetta ágæta fé- lag stofni svo sem eins og eitt útvarp með félögum sinum á vinstri vængnum svona til mótvægis við hægri pressuna, eins og einhvers staðar segir. En Félag vinstri manna lét bara ekki þar við sitja, heldur neyttu þeir líka meirihiuta- valds síns í stúdentaráði til að kaupa fyrir peninga stúdenta hlutabréf í Rót hf. Útvarpsfélaginu sem þeir sjálfir höfðu meðal annara stofnað. Þar með slógu þeir tvær flugur í einu höggi þ.e.a.s., annars vegar safnaðist í hlutafjársjóðinn og hins vegar fékks nafn stúdentaráðs inn á hluthafalistann sem vissulega er jákvætt út á við gagnvart öðrum hagsmunasamtökum. Mér er aftur á móti til efs að með þessum kaup- um hafi staða stúdenta til þess að „En Félag vinstri manna lét bara ekki þar við sitja heldur neyttu þeir líka meirihluta- valds sins í stúdenta- ráði til að kaupa fyrir peninga stúdenta hluta- bréf í Rót hf koma sínum hagsmunamálum á framfæri eitthvað batnað. Eða þá að stúdentaráð eigi eftir að vinna stóra áróðurslega sigra í gegn um það. Ofan á þetta bættist að vinstri menn misnotuðu skrifstofuaðstöðu stúdentaráðs til sölu á hlutabréfun- um áður en nokkurt samþykkti hafði fengist í stúdentaráði fyrir hlutafjáraðild að Rót hf. Þegar tilagan var lögð fram var hún samþykkt með naumum meiri- hluta og fór i raun í gegn á atkvæði þess manns sem hafði mestra hags- muna gæta, Thedórs G. Guðmunds- sonar, sem sat í stjóm útvarps- félagsins. Þrír vinstrimenn greiddu ekki atkvæði með tillögunni og það vakti athygli að fulltrúar umbóta- sinna, sem svo hart hafa alltaf barist fyrir því að stúdentaráð fjalli aðeins um hreina hagsmuni stúd- enta, greiddu atkvæði með hluta- ijárkaupum. Ef þetta, fólk, sem misnotar aðstöðu sín svo hrapal- lega, á að erfa landið verður ekki sagt að framtíðin sé allt of björt fyrir okkar litlu þjóð. Höfundur er heimspekinemi og fuiltrúi Vöku ístúdent&ráði HI. SPARNADARFERÐIR TIL GLASCOW OG Þú nýtur svo sannarlega góðs af útsjónarsemi og reynslu starfsfólks okkar í sparnaðarferðum til Glasgow og Trier. Afsláttur, afslöppun, fróð- leikur og fjör í frábœrum ferðum. GLASGOW Helgarferðir: Fjórir dagar - þrjár nœtur. Gisting í tveggja manna herbergi m/morgunverði. 16.140.- Fimm daga ferðir: Frá þriðjudegi til laugardags. Fimm dagar - fjórar nœtur. Gisting í tveggja manna herbergi m/morgunverði. 17.180.- FSLATTARKORT Sérstakt afsláttarkort er innifalið í sparnaðarferðum Úrvals til Glasgow. Það gildir í 13 vöruhús- um, fataverslunum, matsölustöð- um, nœturklúbbum, leður- og skinnavöruverslunum og sérversl- unum með rafmagnsvörur og skartgripi. TRIER Uppselt! ítfríírTíöFr Trier í Vestur-Þýskalandi er einnig sérstaklega falleg og spenn- andi borg. Þar bjóðum við upp á gott hótel, miðsvœðis í borginni, við aðal verslunargötuna. Fararstjórinn okkar, Friðrik G. Friðriksson, er ykkur til halds og trausts og stendur m.a. fyrir skemmtisiglingu og vínsmökk- unarferð um Mosel. í Trier er fínt að vera og frábœrt að versla. Fjórir dagar - þrjár nœtur. Flug, gisting í tveggja manna her- bergi m/morgunverði, akstur til og frá flugvelli og íslensk farar- stjórn. 19.600.- rm/isKiursTor/ui urv/u - fólk sem kann sitt fag! Pósthússtrœti 13 - Sími 26900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.