Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 Carlucci tekur við starfí Weinbergers Tel Aviv, Washington, Reuter. RICHARD Armitage, aðstoðar- varaarmálaráðherra Banda- ríkjanna, staðfesti í gær að Ermarsundsgöngin: 198 bankar veita fram- kvæmdalán London, Reuter. FULLTRÚAR 198 þykktu f gser að frönsku fyrirtæki, banka sam- veita ensk- Eurotunnel, Caspar Weinberger myndi láta af starfi varnarmálaráðherra og að Ronald Reagan, Bandaríkja- forseti, myndi útnefna Frank Carlucci, öryggisráðgjafa sinn, sem eftirmann Weinbergers f dag. Armitage staðfesti afsögn Wein- bergers á fundi með blaðamönnum við lok tveggja daga heimsóknar til ísraels. Hann sagði að kveðrjuat- höfn og embættistaka Carlucci færi fram í Hvíta húsinu í dag. Armitage er fyrstur embættis- manna til að staðfesta afsögn Weinbergers. Eiginkona Weinber- ger, Jane, hafði áður sagt að hann væri að hætta. Hún sagðist hafa átt við veikindi að stríða að undan- fömu en mótmælti að afsögn hans tengdist þeim. Weinberger hefði lengi beðið eftir tækifæri til að draga sig í hlé en það hefði ekki gefist fyrr en nú. Vinir ráðherrans hafa skýrt frá slæmu heilsufari Jane, sem berst við krabbamein. Að þeirra sögn eru veikindi hennar og uppsöfnuð þreyta Weinbergers eftir sjö ár í starfi ástæða afsagnar- innar. Búist er við að Colin Powell, þel- dökkur hershöfðingi, verði skipaður öryggisráðgjafi Reagans í stað Carlucci. Reuter Caspar Weinberger (í miðið) og eiginkona hans, Jane, taka á móti gestum í mótttöku, sem haldin var vegna fundar varnarmálaráð- herra NATO-ríIqa f Monterey í Kalifomíu á þriðjudag. fimm milljarða sterlingspunda lán til þess að grafa göng og leggja járnbraut undir Ermarsund. Það skilyrði var þó sett fyrir lánveit- ingunni að hlutafjárútboð fyrir- tækisins takist vel. Lánveitingin er ein sú mesta sem um getur í sögunni, en lánið er jafn- virði 325 milljarða íslenzkra króna. Vegna þessa risaláns er nú líklegra en nokkru sinni fyrr að ráðist verði í að gera göng undir Ermarsund. Bankamir settu það þó sem skilyrði að Eurotunnel takist að selja hluta- bréf að upphæð 750 milljónir punda á almennum markaði. Útboð á þeim fer fram seinni hluta nóvember en vegna óróleikans á verðbréfamarkaði um heim allan ríkir óvissa um eftir- spumina. Eurotunnel vonast til að jám- brautargöng undir Ermarsundið verði tilbúin árið 1993. Munu þau liggja frá stað skammt frá Folke- stone í Englandi að frönsku hafnar- borginni Calais. Með göngunum myndi lestarferð milli Lundúna og Parísar styttast úr sjö klukkustund- um í þijár. Reagan Bandaríkjaforseti um afvopnunarsáttmálann í sjónvarpsræðu: Mun styrkja tengsl Bandaríkj- anna og Evrópu — ekki veikja Lét í ljós ósk um að þeir Gorbachev gætu hafið niðurrif Berlínarmúrsins RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, sagði i gær að væntanlegur afvopnunarsáttmáli risaveldanna um upprætingu skamm- og meðal- drægra flauga myndi frekar styrkja tengsl Bandarfkjanna og Evrópu en veikja þau. í sjónvarpsræðunni, sem send var um gervihnött til Evrópu, sagði Reagan bandamönnum sínum m.a.: „Ég vil fullvissa ykkur um það, að hvaða sáttmála sem ég undirrita, verður hann raunhæfur og öUum meðlimum bandalagsins til góða þegar fram í sækir. Ella verður hann ekki undirritaður.“ í ræðunni vék Reagan að fjölmörgum atriðum, sem eru mönnum ofarlega f huga vegna væntanlegs leiðtogafundar í Washington hinn 7. desember næstkom- andi. Hann hóf mál sitt á því að benda á undur tækninnar, sem gerðu Fundur varnarmálaráðherra NATO: Ekkí samið um bandarísk- ar herstöðvar á Spáni Montery í Kaliforníu, Reuter. ÞEIR Caspar W. Weinberger og Narcis Serra, varnarmálaráð- herrar Bandaríkjanna og Spán- ar, náðu ekki samkomulagi um framtíð bandarfskra herstöðva á Spáni, þegar þeir ræddu málið á fundi Kjarnorkuáætlananefndar NATO í Monterey f gær. Fundinn sátu allir varnarmálaráðherrar NATO. Spánveijar tilkynntu á hinn bóginn að hvernig sem færi myndu þeir segja gamla samn- ingnum upp í næstu viku. Helst deila Bandaríkjamenn og Spánverjar um flugstöð nokkra skammt frá höfuðborginni Madrid, en þar eru 24 F-16 orrustuþotur. Menn eru nú vondaufir um að samn- ingar takist, fyrst ráðherrunum varð ekkert ágengt, en í dag og á morgun munu háttsettir embættis- menn ríkjanna hitast í Madrid. Spænskir embættismenn í Madrid segja að í næstu viku yrði núverandi samningi sagt upp með sex mánaða fyrirvara, því verði honum ekki sagt upp fyrir 14. nóv- ember gildir hann í ár til. Astæðuna fyrir uppsögninni segja Spánveijar þá, að ljóst sé að gera þurfi nýjan samning og að þá sé eins gott að hafa ýtt hinum gamla út í ystu myrkur. áheyrendum sínum kleift að fylgj- ast með honum handan hafsins í sama mund og hann flutti ræðuna í Washington, og sagði að fyrir til- stilli tækninnar væri heimurinn óðum að breytast í eitt órofa sam- félag, eina fjölskyldu. Vonaðist hann til þess að fyrir vikið yrði tor- tryggni og óvild þjóða á milli minni. Hann vék að hlutverki NATO. „Fjórir áratugir friðar í Evrópu eru engin tilviljun . . . Við höfum öll þurft að leggja okkar til, annars hefði það ekki gengið og það hefur gengið . . . Friðarspillar þurfa ekki að velkjast i neinum vafa um banda- lagið, því skilaboðin eru stutt og einföld: .Reyndu ekki einu sinni að hugsa um það.‘“ Afvopnunarsáttmálinn Hann beindi talinu að afvopnun- arsáttmálanum, sem til stendur að undirrita í Washington að mánuði, og benti á að Sovétmenn fjarlægðu fjórum sinnum fleiri flaugar en Bandaríkjamenn, til þess að gera skamm- og meðaldrægar flaugar Reagan Bandaríkjaforseti. útlægar. „Afrek sem þetta er hvorki afrakstur óskhyggju né háværra yfirlýsinga um friðarvilja. Raun- verulegar framfarir má rekja til yfirvegaðs raunsæis, samningsvilja og þess að hvika ekki frá grundvall- arstefnu." Fullvissaði hann síðan bandamenn sína um að hann myndi aldrei undirrita samning, sem ekki væri öllum bandalagsríkjum NATO til góða. Þá vék Reagan að umræðu um breytingar í Sovétríkjunum og sagðist vona að slíkt tal ætti við rök að styðjast. Hann sagði það þó horskra manna hátt að bíða þess að sjá áþreifanlegar breytingar. Sagðist Reagan t.a.m.. munu fylgj- ast grannt með mannréttindamál- um þar eystra. „Það er erfítt að ímynda sér að ríkisstjóm, sem brýt- ur frelsi á bak aftur í eigin landi og rýfur trúnað við þegna sína, sé treystandi til þess að halda loforð við aðra.“ ' Afganistan og Austur-Evrópa Reagan sagði ennfremur að Bandaríkjastjóm vonaðist eftir breytingum í utanríkisstefnu Sov- étríkjanna. „Hemám Sovétrílqanna í Afganistan er orðið eitt allsheijar kviksyndi. Afganir hafa sýnt að þeir eru allra þjóða hugrakkastar." Hann beindi talinu að Austur- Evrópu. „Hví skyldu þjóðir Evrópu vera aðskildar mep gaddavír, varð- tumum og vélbyssum? Hví skyldu ekki allir Evrópubúar hafa frelsi til þess að ferðast, heimsækja hveijar aðra eða eiga viðskipti saman? Er ekki tími til kominn að gefa Brez- hnev-kenninguna loksins upp á bátinn? Af hveiju skyldu 17 milljón- ir Þjóðveija enn vera sem fangar í eigin landi, fjórum áratugum eftir styijaldarlok?" Hann nefndi Berlín- armúrinn og sagði hann ör á meginlandi Evrópu. „Væri það ekki fagnaðarefni ef Gorbachev, aðalrit- ari, og ég gætum einn góðan veðurdag hist í Berlín og tekið nið- ur fyrstu múrsteina Berlínarmúrs- ins? — og við gætum haldið áfram að rífa niður múra þar til vantraust- ið milli þjóða okkar er horfíð og gömul sár gróin.“ Evrópa og- Banda- ríkinjafningjar Gjaldeyrís- og verðbréfamarkaðir; Beðið eftir aðgerðum Bandarikjasljórnar London, New York, Washington, Reuter. GENGI dollarans hækkaði dálítið f gær en hlutabréf lækkuðu í verði á verðbréfamörkuðum um allan heim. Breskir bankar lækk- uðu almenna vexti um hálft prósentustig og er þess nú beðið, að bankar i Vestur-Þýskalandi fari að dæmi þeirra. Seðlabankar í Japan og Vestur- Þýskalandi keyptu mikið af doll- urum og varð það með öðru til að gengið hækkaði aðeins. Hlutabréf halda hins vegar áfram að falla í verði og segja verðbréfasalar, að áhyggjur manna af fjárlaga- og viðskiptahallanum f Bandaríkjunum og veikum dollara séu að bijótast upp á yfírborðið á nýjan leik. Fjár- festendum finnst ekki lengur taka því að kaupa dollara eða hlutabréf fyrr en Bandaríkjastjóm veit hvað hún ætlar að gera og þjóðir, sem hafa mikinn viðskiptaafgang, t.d. Vestur-Þjóðveijar, hafa gert eitt- hvað til að örva efnahagslífíð. Bankar í Bretlandi lækkuðu í gær almenna vexti um hálft prósent, í 9%, og fóru í því að dæmi Hollend- inga fyrir nokkrum dögum. Er þess beðið með nokkurri óþreyju, að Vestur-Þjóðveijar geri slíkt hið sama. Hagfræðingar segja, að til- hneigingin til að hækka vexti og gera þar með atvinnulífínu erfíðara fyrir hafi m.a. átt þátt í, að verð- hrunið í Wall Street árið 1929 breyttist í kreppu. Fall dollarans gagnvart þýska markinu Gengi dollars gagnvart v-þýsku marki eftir verðhrunið 19. október síðastliðinn 1,82 1,80 1,78 1,76 1,74 1,72 1,70 Október Nóv. y. ./ m ./ y y ./ ./ — 19 20 21 22 23 26 27 28 29 30 2 3 Reagan ræddi ótta, sem vart hefur orðið við í Evrópu, þess efhis að með væntanlegum afvopnunar- sáttmála myndi bilið milli Banda- ríkjanna og Evrópu breikka. Vísaði hann honum á bug og sagði tengsl- in ekki myndu rofna. „Tengslin munu styrkjast, ekki veikjast, takist samningar. Slík söguleg fækkun kjamorkuvopna myndu myndi glögglega sýna einingu, styrk og eindrægni bandalagsins." Hann vék að fundi og ályktun Vestur-Evrópubandalagsins og sagði hana staðfesta mikilvægi Vestur-Evrópu innan NATO. „Und- anfama fjóra áratugi hefur tíðkast að líta á Bandaríkin sem helsta aðildarríki bandalagsins. Nú þegar efnahagsstyrkur Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna er fyllilega sam- bærilegur, er löngu kominn tími til þess að við lítum á okkur sem jafn- ingja. Samskipti jafningja ætti ekki að verða til þess að þau minnki, heldur styrlq'a þau.“ Heimildir: USIS, Worldnet og Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.