Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987 35 Kjaraviðræðum VMSÍ og VSÍ slitið Hugmyndir vinnuveitenda ganga í skerðingarátt segir Guðmundur J. Guðmundsson for- maður Verkamannasambands Islands „VIÐ VORUM að koma af fundi með Vinnuveitendasambandinu, þar sem við tilkynntum þeim að það væri ekki ástæða til þess að halda þessum viðræðum áfram,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, form- aður Verkamannasambands íslands, á blaðamannafundi, sem framkvæmdastjórn VMSÍ boðaði til í gær ásamt ráðgjöfum sinum eftir samningafundinn með vinnuveitendum. Guðmundur sagði að niðurstaða þeirra viðræðna, sem farið hefðu fram, væri ákaflega skýr. „Við höf- um lagt fram kröfur og óskir um að það sé tekið tillit. til þess að meginhluti af félagsmönnum Verkamannasambandsins sé á lægstu launum og launaskrið hafi að mestu farið framhjá þeim. Við viljum leiðréttingu á kjörum þess fólks, sem er á lægstu töxtum, og sér í lagi Ieggjum við áherslu á að fískvinnslufólk, sem er á töxtunum alfarið, að minnsta kosti í fryst- ingu, fái leiðréttingu. Við höfum ekki fengið undirtektir um eitt eða neitt. Þær hugmyndir sem komið hafa frá vinnuveitendum ganga í skerðingarátt," sagði Guðmundur ennfremur. Guðmundur sagði það ómótmælt og vinnuveitendur viðurkenndu það að meginhluti Verkamannasam- bandsins hefði orðið verulega úti hvað samninga og launaskrið snerti. Hann minnti á að í samning- unum í desember hefði spáin fyrir árið 1987 verið mjög slæm, þó hún hefði ekki verið eins slæm og vinnu- veitendur boðuðu nú. Í trausti þess að verðlagi væri haldið í skefjum, hefðu þá verið gerðir samningar, sem byggðu á óbreyttum kaup- mætti. Síðan þá hefði allt farið úr böndunum. Kjarasamningar hefðu verið gerðir út og suður og launa- skrið hefði fylgt í kjölfarið. Almennt verkafólk sæti eftir. „Ef við biðjum um eitthvað fyrir þetta fólk, þá erum við að kreíjast gengislækkun- ar. Sem sagt, það er gengislækkun ef farið er fram á leiðréttingu fyrir það fólk sem lægst er og býr við skarðastan hlut,“ sagði Guðmund- ur. Karvel Pálmason, varaformaður VMSÍ, sagði rétt að undirstrika það sérstaklega að verkalýðsfélögin væru ekki með lausa samninga fyrr en um áramót og það að sjálfsögðu takmarkaði það sem hægt væri að gera á þessu stigi. VMSIhefði ein- ungis farið fram á leiðréttingu vegna iaunaskriðs hjá öðrum starfs- stéttum. Vinnuveitendur viður- kenndu launaskriðið en neituðu að ræða það og þar stæði málið. „Þessi vinslit, ef það má kalla það svo, verða kannski til þess að skerpa frekar línur í samningamál- um í framtíðinni, ef þessi háttur á að verða hafður á af hálfu Vinnu- veitendasambands íslands og Vinnumálasambands samvinnufé- laganna. Hér er nánast um vinslit að ræða, eins og mál standa í dag, en trúlega sjá menn að sér,“ sagði Karvel. „Við hvetjum að sjálfsögðu aðild- arfélögin til þess að 'ræða málin, taka þau í sínar hendur og gera þær ráðstafanir sem þau telja að eigi við, á hveijum stað kannski, þangað til það losnar betur um hefðbundnar aðferðir, ef menn vilja beita þeim,“ sagði Karvel er hann var spurður um hugsanlegar að- gerðir VMSÍ. Málið væri í höndum félaganna og þeir treystu á félags- menn að sýna samstöðu. „Við vonum að augu manna opnist fyrir því að það verður ekki flúið að breyta launahlutföllum í landinu frá þeim sem mest hafa til þeirra sem minnst hafa. Hjá því verður ekki komist og fyrr verður ekki samið,“ sagði Karvel. Guðmundur sagði að samningar væru bundnir til áramóta, hvað hin einstöku verkalýðsfélög gerðu eða starfandi verkafólk vissu þeir ekki um og það væri ekki á þeirra færi að segja fyrir um það. Aðspurðir hvort þeir sæu mögu- leika á því að samningar næðust án átaka, sagðist Karvel engu spá um það, en benti á að alvörusamn- ingaviðræður væru í gangi á Vestfjörðum. „Þar eru menn af heiðarleika að vinna sameiginlega að því að leysa þetta vandamál. Eg hoiifi fram til þess að þar kannski eygi menn þátt í lausn væntanlegra kjarasamninga, en þar verður auð- vitað meira að koma til,“ sagði Karvel. Aðspurður um hvort stjómvöld gætu með einhveijum hætti liðkað fyrir samningum, sagði Guðmundur það eftirtektarvert að á fyrstu stig- hagslegt hmn á næsta ári, að líklega væri þetta tuttugasta spáin sem kæmi frá Þjóðhagsstofnun undanfarin ár og það hefði þurft að leiðrétta hveija einustu. Þær væru alltaf of lágar og inn í þær virtist vera innbyggð neikvæð steftia. Guðríður Elíasdóttir, formaður Pramtíðarinnar í Hafnarfirði, sagð- ist hafa orðið fyrir miklum von- brigðum með að slitnað hefði upp úr þessum viðræðum. Innan VMSÍ væri mikill fjöldi kvenna sem væri á lægstu launum og hefði ekki möguleika til þess að auka sín laun. Hann sagði að sumir vinnuveitend- ur væru famir að bjóða að hækka þessi laun án þess að spyija aðra.' „Ég hélt að menn myndu sjá að sér. Þeir standa með húsin tóm og konur fara í alla aðra vinnu frekar en að ganga inn í frystihús til þess að vinna," sagði Guðríður. Hún sagðist handviss um að forráða- mönnum frystihúsa væri haldið niðri af öðmm atvinnurekendum. Þröstur Ólafsson tók í sama streng og sagði að það mætti ekki í öllum tilvikum setja samasem- merki á milli atvinnurekenda og Vinnuveitendasambandsins. VSI væri á síðustu mánuðum að verða eins konar hrellingartröll. Einstakir atvinnurekendur spyrðust fyrir um það hvort þeir gætu ekki samið sér framhjá VSÍ og launafólk væri að semja beint við sína atvinnurekend- ur framhjá aðilum vinnumarkaðar- ins. „Þetta segir auðvitað ákveðna sögu um það hvert Vinnuveitenda- sambandið er að stefna samskiptum aðila vinnumarkaðarins. Það hlýtur að verða þar á veruleg breyting frá því sem verið hefur undanfarin tvö ár og það tel ég kannski stærsta málið í sambandi við þessi slit nú á samningunum. Þetta eru ekki bara slit, það er verið að fara með samningaviðræður í nýjan farveg,“ sagði Þröstur. Jón Kjartansson, formaður verkalýðsfélags Vestmannaeyja, sagði það ekki traustvekjandi þegar farið væri að nota þjóðhagsspár sem áróðurstæki. Honum heyrðist á at- vinnurekendum að þeir ætluðu að leysa vanda frystihúsanna með inn- flutningi á erlendu yjnnuafli. Þeir fengju ef til vill frið í einhvem tíma, en það væri ákaflega mikil uppgjöf hjá íslenskri verkalýðshreyfingu að geta ekki samið það vel fyrir sitt fólk að hún yrði að játast undir innflutning á erlendu verkafólki. Þetta væri því ekki lausn fyrir fisk- vinnsluna, heldur yrði að gera eitthvað til þess að fólk fengist til þess að vinna. Býst ekki við viðræð- um fyrr en eftir áramót GUNNAR J. Friðriksson, form- aður Vinnuveitendasambands íslands, sagði að samtökin hefðu verið sammála því mati Verka- mannasambandsins að það mikið bæri á milli aðila að þýðingar- laust væri að halda viðræðum áfram eins og stæði. „Við sáum engan flöt á því, það munar svo miklu og óvissuatriði em svo mörg að við treystum okkur ekki til þess,“ sagði Gunnar að- spurður hvort VSI hefði ekki séð neina leið til þess að koma til móts við VMSÍ þannig að viðræður gætu haldið áfram. „Að sjálfsögðu kemur að þvi að við verðum að ná samning- um, en núna sjáum við ekki flöt á því,“ sagði Gunnar ennfremur. — Hvað þarf til þess að samning- ar náist? „Fiskiðnaðurinn er rekinn með halla, þannig að hann er ekki (stakk búinn til þess að taka á sig kaup- hækkanir. Hins vegar em athyglis- verðar tilraunir I gangi á Vestfjörð- um, sem kynnu að gera fiskiðnaðinum kleift að koma eitt- hvað til móts við fískvinnslufólk með aukinni framleiðni. Ef það yrði niðurstaðan úr þeim tilraunum þá g^ætu skapast einhveijir möguleik- ar,“ sagði Gunnar. Gunnar sagðist ekki vilja taka undir það að nú horfði í alvarleg átök á vinnumarkaði. Hann sagðist halda að samningsaðilar væm það sjóaðir í samningum að þeir gerðu sér grein fyrir því áð þeir væm báðir á sömu skútunni. Menn yrðu að vona að aðstæður yrðu hagstæð- ari þegar sest væri að samninga- borðinu á nýjan leik. Hann bjóst ekki við að það yrði fyrr en eftir áramót, enda giltu núverandi kjara- samningar til áramóta. Það væri ekki nema eitthvað nýtt gerðist að viðræður hæfust fyrir áramót. — Gæti ríkisvaldið eitthvað gert til þess að samið yrði? „Ég geri ráð fyrir að þegar kem- ur að því að við setjumst niður muni ríkisvaldið eitthvað koma þar inn í, eins og verið hefur í undanf- ömum samningum," sagði Gunnar. Hann sagði að ekkert lægi fyrir um það hvort stjómvöld væm tilbúin til þess að liðka til fyrir fískvinnsl- una, nema ef vera skyldi það að hætt yrði við að leggja á kvaðir, sem fískvinnslan hefði ekki f dag og hann kallaði það ekki að liðka til. Gunnar sagðist ekki búast við að erfíðara yrði að ná samningum eftir áramót. Eftir áramót væri búið að afgreiða fjárlagafrumvarpið og þá yrði ef til vill ljósara með gengi dollars. Fall hans undanfarið hefði haft áhrif á viðræðumar nú. Morgunblaðið/Júlíus Hluti fulltrúa Verkamannasambandsins gengur af fundi með vinnuveitendum í gœr, þar sem samninga- viðræðum var slitið. Talin frá vinstri: Guðríður Elíasdóttir, Guðmundur J. Guðmundsson, Karvel Pálmason og Þröstur Ólafsson. Gunnar J. Friðriksson formaður VMSÍ: um þessara samningaviðræðna hefði VMSÍ lýst yfir vilja sínum til þess að ganga sameiginlega með vinnuveitendum á fund ríkisstjóm- arinnar til þess að mótmæla launaskatti á fiskvinnsluna og að hætt yrði endurgreiðslu uppsafnaðs söluskatts til hennar. Vinnuveitend- ur hefðu tekið vel í þetta í byijun, en síðan hefði eitthvað gerst og þeir hefðu ekki minnst á að ræða við ríkisstjómina og ríkisstjómin heldur ekki rætt við aðila vinnu- markaðarins. „Ég er hræddur um að þama sé hjá að minnsta kosti hiuta af ríkisstjóminni og Vinnu- veitendasambandinu einhver af- staða. Nú, en það em getsakir, en það datt allt í einu niður þessi áhugi á að afstýra því að fiskvinnslan væri skattlögð og þeir hafa ekkert viljað ræða það mál meira og ekk- ert viljað af ríkisstjóminni vita,“ sagði Guðmundur. Þröstur Ólafsson sagði rétt að kæmi fram eftir þá hrollvekju sem lesin hefði verið yfír þjóðinni í gær um fall dollarans og nánast efna- Morgunblaðið/Júltus Gunnar J Friðriksson, t.h., og Víglundur Þorsteinsson ganga til fund- arins með Verkamannasambandsmönnum i gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.