Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 21.11.1987, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 66 Minning: Bjami Ó. Frhnanns■ son frá Efrimýrum Fæddur 12. mars 1897 Dáinn 10. nóvember 1987 Langri ævi er lokið, farsælt skeið er á enda runnið. Góðbóndi að norð- an, sveitarhöfðingi og nefndarmað- ur í héraði, hefur kvatt þetta jarðlíf. Flest okkar óska þess að ná góð- um aldri á þessari jörð, láta eitthvað gott af okkur leiða, í þágu ætt- menna og annarra. Kveðja síðan þrautalaust, sofna svefninum langa í sátt við guð og menn. Þetta finnst ' mér að fallið hafí í skaut þeim, sem ég geri hér tilraun til að mæla eft- ir við leiðarlokin. Hann var gæfumaður og skilur eftir góðar minningar. Bjami óskar hét hann og fædd- ist í Hvammi i Langadal í Austur- Húnavatnssýslu fyrir níu áratugum. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mundur Frímann Bjömsson og Valgerður Guðmundsdóttir fi-á Sneis á Laxárdal, en hún var síðari kona Frímanns. Foreldrar Bjama urðu öldmð. Hún fæddist árið 1866 og lést 1949. Frímann fæddist árið 1847 og lést 1935. Sést af þessu að Vaigerður hefur verið um tutt- ugu ámm yngri en Frímann. Með síðari konu sinni eignaðist Frímann auk Bjaraa, fimm böm. Á lífi em tveir bræður hans, þeir Jóhann og Guðmundur Frímann, báðir skáld og rithöfundar. Bjami stundaði ekki langskóla- nám, naut aðeins Qögurra vetra náms fyrir ferminguna. Síðan tók við skóli lífsins sem hann notaði dyggilega. Hann vann á búi for- eldra sinna nokkuð fram yfir tvítugsaldur. Var þá þegar tekinn að sinna opinbemm störfum í sveit sinni. Ungmennafélagshreyfíngin átti hug hans, svo og samvinnu- hreyfingin. Opinber störf létu Bjama mjög vel; ég held jafnvel að hann hafí haft yndi af þeim. í Æviskrám samtíðarmanna em op- inber störf Bjama tíunduð nokkuð nákvæmlega. Ég minnist hans sem oddvitans í Engihlíðarhreppi fyrst og fremst. Ungur tók hann við þessu ábyrgðarstarfi og sinnti því um fjóra áratugi. Samtals mun hann hafa verið í sveitarstjóm í um hálfa öld, og er siíkt mjög fátítt. Allt sem frá Bjama kom var með snilldarhandbragði. Rithönd hans var óvenju skýr og fögur. Gangna- seðillinn, sem hann handskrifaði um áratugi og barst inn á hvert heimili í hreppnum, var hreint augnayndi. Nafn sitt ritaði hann jafnan B.Ó. Frímannsson á opinber plögg. Bjami bjó á Efri-Mýmm í rúm- iega hálfa öld, frá 1923 til 1974, er hann fluttist ásamt konu sinni Ragnhildi Þórarinsdóttur (f. 1900, d. 1976) til Keflavíkur en þar bjó þá og lengi fyrr og síðar dóttir þeirra, Valgerður (f. 1925), sem gift er Karli Sigurbergssyni. Eiga þau tvo syni, uppkomna. Þama bjó Bjami upp frá því, fyrst með konu sinni. Hún lést árið 1976. Eftir það bjó Bjami einn í íbúð sinni. Allra síðast var hann vistmaður á elli- heimili staðarins, en kom oft á heimili dóttur sinnar og tengdason- ar. Þar hélt hann upp á níræðisaf- mæli sitt hinn 12. mars sl. Allmargt fólk mætti og urmull skeyta barst. Þótti Bjama vænt um þennan vin- áttuvott sem honum var þá sýndur. í gestabókina skrifuðu sig margir. Þar skrífaði ég stutt erindi, þar sem ég óskaði afmælisbaminu til ham- ingju með þennan dag, og að nú skorti hann aðeins einn tug í hundr- að árin. Þessu marki næði hann, ef Skaparinn gæfí lag. Nú hefur það sýnt sig að Skaparinn hefur ekki gefíð þetta lag. Hann hefur heimt soninn sinn til sín skömmu eftir níræðisaftnælið hans. Ég gat um konu Bjama, Ragn- hildi. Eg held að fullyrða megi að hjónaband þeirra hafí verið óvenju ástríkt og farsælt. Ég var oft gest- ur á Efri-Mýmm og vann þar sem vormaður um tvítugsaldur. Gott var hjá þeim að starfa; bæði voru þau léttlynd og ræðin. Jafnan var vinnufólk á Efri- Mýmm, þvi að húsbóndinn var mikið utan heimjlis vegna opinberra starfa sinna. Á Efri-Mýmm var símstöð mjög lengi og sáu þau hjón- in um hana af kostgæfni. Gesta- gangur var mikiil á bænum og hafði húsfreyjan nóg að gera jafnan. Það var svo sannarlega í mörg hom að líta. Þegar Bjami keypti Efri-Mýrar var þetta rýrðarkot. En hann gerði jörðina að stórbýli. Túnið varð stórt og rennislétt, húsakostur fyrir fólk og fénað hinn reisulegasti. Vinátta góð var milli heimilis og foreldra minna og Efri-Mýra. Faðir minn virti Bjama mikils og leitaði oft ráða hjá honum, svo og aðstoð- ar enda kvað hann eitt sinn þessa vísu því viðvíkjandi: Þegar innra óiór var auðs af vinning rýrum, erindin til auðnu bar oddvitinn á Mýrum. Skaði var að Bjami, jafn ritfær maður og hann var, skyldi ekki rita endurminningar sínar. Að vísu birt- ist í Heima er best nýlega frásögn hans í sendibréfsformi (til Trausta Kristjánssonar fóstursonar þeirra hjóna), þar sem hann gerir góða grein fyrir kvonfangi sínu og fleim. Bjó ég þetta undir prentun því að mér fannst það eiga erindi til al- mennings. Frásögnin er létt og eðlileg. Þetta er víst að verða í lengra lagi, en þegar ég geri tilraun til að minnast míns gamla vinar og sveit- arhöfðingja, finnst mér það raunar ekki mega styttra vera. Áðrir munu gera öðmm þáttum ævi og starfa Bjama á Mýrum betri skil. Merkur maður og nýtur er genginn: Bjami á Mýmm. Þannig munum við hann sem vomm honum samferða. Fari hann í friði, friður Guðs hann blessi. Ástvinum hans vottast samúð. Auðunn Bragi Sveinsson í dag verður til moldar borinn _á 91. aldursári afí minn, Bjami Ó. Frímannsson frá Efrimýmm, „Bjami á Mýram". Mér er afar ljúft en jafnframt mikill vandi á höndum að minnast hans fáum orðum, þvílíks merkisdrengs sem hann var. Efst er mér í huga þökk fyrir að hafa notið langra samvista við hann, fyrst að búi hans á summm sem bam og unglingur, síðar sem fulltíða maður hér suður „á möl- inni“. Þessi kynni em mér ómetan- lega mikils virði. Afi var gæfumaður. Hann var Guði sfnum innilega þakklátur fyrir það hlutverk sem honum var úthlut- að í framrás lífsins. Bamstrú hans var bjargföst og jafnframt um- hugsunarverð mér og minni kyn- slóð, sem hneigjumst í verki að véla- og verðmætadýrkun. Mér vit- anlega lagði hann aldrei stund á ritningar- og sálmalestur en hlýddi á allt Guðsorð er á vegi varð með djúpri lotningu. Mér er minnisstætt er við á síðasta ári vomm báðir viðstaddir vígslu Hallgrímskirkju. Þetta var mér afar hátíðleg stund en snart mig þó til að byija með ekki meir en messur almennt. En afi var uppnuminn. Honum fannst hann upplifa einn af merkari at- burðum lífs síns og raunar ailrar íslandssögunnar. Atvikið öðlaðist aðra og dýpri merkingu í mínum huga fyrir vikið. Eftir fráfall ömmu sálugu fann afí iðulega fyrir nærvem hennar og var þess fullviss að þeirra endur- fundir yrðu að vemleika eftir hans dag. Til slíks er gott að hugsa, því þáu vom ákaflega samiýnd, þótt ólík væm, og bám aðdáunarlega virðingu hvort fyrir öðm. Afí missti mikils er amma kvaddi 27. júlí 1976, eftir 56 ára samvistir. Hún bætti alla tíð upp bresti hans og var honum einstök stoð á lífsleið- inni. Víst er um það að þetta samspil gerði heimili þeirra að slíkri merk- is- og rausnarstofnun sem Efrimýr- ar vom um áratuga skeið. Þau héldu alltaf upp á minningu 17. ágúst 1920, dagsins sem þau játuðu hvort öðm ást sína í baðstofunni í Hvammi. Ljóst varð hve stór þessi dagur var í huga afa, þegar hann af miklum eldmóði vildi koma þess- ari minningu í varanlega mynd fyrir rúmu ári. Bjó hann henni fagra umgjörð af frumleika og sínu sér- kennilega listfengi. Kvað hann almættið kreflast þessa mjög ein- dregið af sér. Má segja að þetta hafi orðið hans seinasta stórverk- efni. Afi ræktaði með sér frá því í bemsku áhuga á félagsstörfum. Samvinnuhugsjónina drakk hann í sig í föðurhúsum því Frímann faðir hans var einn af forvígismönnum slíkra hugmynda í héraðinu og mun fyrsti undirbúningsfundur að stofn- un Kaupfélags Húnvetninga hafa verið haldinn í baðstofunni í Hvammi. Samvinnuhreyfingunni helgaði hann dijúgan hluta af starfsorku sinnar alja tíð síðan. Hann lét ekki af því þegar hann flutti til Keflavíkur, þá hátt á átt- ræðisaldri, því hann gjörðist félagi í Kaupfélagi Suðumesja og var skömmu síðar kjörinn til að sitja Sambandsfund að Bifröst sem einn af fulltrúum þess. Þökk sé þeim góðu mönnum, sem hann kynntist hér syðra í þeim efnum og sýndu honum margvíslegan sóma. Til marks um þennan mikla fé- lagslega áhuga þegar á unga aldri má nefna, að afi var aðaldriffjöðrin í stofnun „Unglingafélagsins Skarphéðins" f Langadal árið 1912. Þetta var stórmerkur félagsskapur, sem hélt málfundi hálfsmánaðar- lega og var skipaður ungmennum undir 16 ára aldri. Síðan tók við stofnun UMF „Vorboðans" og for- mennska þar til 1923 og síðar í UMF „Bjarma" um langt skeið. Þessi félagsskapur rak marghátt- aða menningarstarfsemi í héraðinu og var í raun sem háskóli margra ungra manna. Þama þroskaði afi með sér þá eðlisþætti sem vom afl- vaki hans síðar á lífsleiðinni. Ræðumennska og reikningshald skipuðu þar stóran sess. Honum var ásköpuð mikil ástríða til að færa alla hluti til bókar. Saman við þessa hvöt blandaðist annar eiginleiki, sem ríkur var í sumum Hvamms- systkinunum, en það var listfengi. Þessi sérkennilega blanda kom mönnum fyrir sjónir í óvanalega fallegum embættisskjölum af ýmsu tagi. Mörg þeirra em fágæt skreyti- verk. Þar held ég að gangnaseðlana beri hæst, enda lagði afí sérstaka alúð í gerð þeirra og var stoltur af þeim. Vald afa á íslensku máli var og með miklum ágætum. Orðfærið var afar sérstakt, einhver ólýsanleg balnda úr ritlist og embættisfærslu. Dagbækur þær sem hann hélt í áratugi em sér á parti. Auk venju- legra veður- og viðburðalýsinga em þar hinar margvíslegustu hugleið- ingar af ýmsu tagi. Á tfmabili langaði afa mjög að vinna æviminn- ingar upp úr þessum gögnum, og enda hvöttu hann margir, en því miður hafði hann tæpast þrek til þess þegar næðið gafst að búsvifum loknum. Þó fékk hann oft tækifæri til að lesa valda kalfa úr þessum brotum á mannamótum við ýmis tækifæri, og var þess oft farið á leit við hann. Fyndni var ríkur þáttur í afa mínum. Hafði hann jafnan orð á sér fyrir að vera hinn mesti „grínfugl". Samt var kímnigáfa hans aldrei með þeim hætti að vera klúr eða meiðandi. Menn sóttust mjög gjaman eftir félagsskap hans og hafði hann jafnan mikið yndi af mannlegum samskiptum. Feimni var ekki til í hans fari og má segja að hann hafí verið skemmtilega framhleypinn. Hann gat spjallað við nánast hvem sem var um hvaðeina. Kom þar til hans frábæra minni og ættfræðiáhugi. Okkur hjónum þótti eftirtektarvert, eftir að hann flutti suður og varð tíður gestur á heim- ili okkar, hvað hann átti yfirleitt gott samneyti við vini okkar og jafn- aldra. Enginn af „eldri kynslóðinni" í kringum okkur féll eins inn í hóp- inn og hann. Stundum lá við að gleymdist að hann væri ekki einn af okkur „skólasystkinunum“. Þessi umgengnisfæmi olli því, að í gegnum tíðina var hann jafnan kallaður til að sætta ólík sjónarmið, þegar menn deildu í hans heima- sveit. Varð honum oftast vel ágengt í þeim efnum. Enda sagði afi oft á seinustu ámm, að hann vildi gjam- an að sín yrði helst minnst fyrir að hafa verið „mannasættir". Ekki er svo að skilja að hann hafi í lífinu alltaf siglt lognkyrran sjó. Hann var í eðli sínu mjög ráðríkur og lenti oft í pexi og málaþrasi til að vinna hugmyndum sínum brautargengi. En merkilega oft tókst honum að hafa sitt fram og á þann hátt að hinn aðilinn væri sáttur við það og héldi reisn sinni. Afi hafði ekki þörf fyrir að niðurlægja meðbræð- uma og bakaði sér held ég aldrei langvarandi óvild. í þessu sambandi vil ég nefna, að þegar einn helsti deiluaðili hans í pólitík og sveitar- stjómarmálum í gegnum tíðina lá fyrir dauðanum, gerði hann boð fyrir afa og fékk hann til að gera erfðaskrá og ráða sínum málum er hann væri allur. Jafnskjótt og afí hóf búskap á eigin jörð tók hugur hans að stefna á embættisstörf fyrir héraðið. Þeg- ar árið 1925 bauð hann sig fram til sýslunefndar, og þá jafnframt t Dóttir mín, móðir okkar og tengdamóðir, SÍSÍ TRYGGVADÓTTIR ráðgjafi á Sogni, lést 19. nóvember. Magnfríður Sigurbjarnardóttlr, Lára Stefánsdóttir, Gísli Gtslason, Fríður Birna Stefánsdóttir, Óskar Jónsson, Jóhann Gunnar Stefánsson. t Útför JENNÝAR MAGNÚSDÓTTUR, Kvistum, sem andaðist á heimili sínu 13. nóvember fer fram frá Kópavogs- kirkju þriðjudaginn 24. nóvember kl. 13.30. Ragnar Böðvarsson, Böðvar Jens Ragnarsson. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, PÁLL S. ÞORKELSSON, Sogavegi 206, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. nóvember kl. 13.30. Halldóra Pálsdóttir, Hörður Adolphsson og barnabörn. t JÓN BJÖRNSSON tónskáld frá Hafsteinsstöðum, lést í Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki aðfaranótt miðvikudagsins 18. nóvember. Fyrir hönd vandamanna, Esther Skaftadóttir. t Eiginmaöur minn, HAFSTEINN ÓLAFSSON, Eskihlíð 33, andaöist í Borgarspítalanum þann 19. þessa mánaöar. Fyrir hönd aöstandenda, Steinunn Lilja Sigurbjörnsdóttir. t Innilegar þakkir til allra sem með hlýju handtaki, samúðarkveöjum og blómum auðsýndu okkur samúð við andlát og útför sonar okkar, unnusta, bróður, mágs og frænda, BRYNJARS KRISTJÁNS GUNNLAUGSSONAR, Álfhólsvegi 103, Kópavogi, Guð blessi ykkur öll. Gunnlaugur Gunnarsson, Þorbjörg Einarsdóttir, Erla Guðmundsdóttir, Gunnar Karl Gunnlaugsson, Hólmfríður Kristinsdóttir, Einar Már Gunnlaugsson, Magnea Júlfa Geirsdóttir, Birna Gunnlaugsdóttir, Björn Jónsson og systkinabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.