Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988 Þriðjudagur wmWi ■ ' Manudagur Miðvikudagur Manudagu r Þriðjudagur Flestir kannast við það að þurffa að ffá frí úr vinnu tii að sinna ýmsu sem kemur upp á og sumir láta sig hafa það að „stelast" frá í stuttan tíma. Fjögurra daga vinna, þriggja daga frí? Sjálf- sagt væru þeir ekki margir sem myndu slá hendinni á möti slíku vinnuboði að því tilskyldu að upphæðin í launaumslaginu breyttist ekki. Hins vegar yrðu . sjálfsagt margir til að benda á þennan möguleika sem draum- kenndan og óraunhæfan með öllu í okkar íslenska þjóðfélagi. Má vera að svo sé, enda allmargir við vinnu sína á hverjum degi lengur en í átta tíma og ýmsar atvinnúgreinar þannig upp byggðar að starfsemin verður að vera gangi fimm daga vikunnar ef þá ekki fleiri. En það er ekki svo með allar starfsgreinar og nú þegar heimili ganga almennt fyrir tveimur fyrirvinnum, tími fyrir heimilishald og fjölskyldulíf er kominn í skemmri og fastari skorður en almennt tíðkaðist fyrir nokkrum áratugum, er kannski raunhæft að velta fyrir sér hvort einhver leið sé til að koma slíku vinnu- fyrirkomulagi á, a.m.k ítilteknum atvinnugreinum. Það ber heldur ekki að líta framhjá því að ýmiskon- ar vinnutímahagræðing er nú þegar til staðar hvað varðar fimm daga vinnuviku, s.s. „opinn tími“, þ.e. starfsmenn mæta frjálst á milli kl. 08.00 og kl. 10.00 og vinna Ijúka vinnudeginum á bilinu kl. 16.00 til kl. 18.00, eins og lengst af tíðkaðist hjá Skeljungi h.f., svo dæmi séu nefnd. Þá fyrirfinnst það víða hjá smáiðnaðar- fyrirtækjum og verkstæðum, að menn vinni af sér nokkra tíma og hætti fyrr á föstudögum en ella. Slíkar hagræðing- ar miðast þó að fyrst og fremst við fimm daga vinnuviku En hvað um vinnudagana fjóra? Stundirnar 37 Rökin á móti fjögurra daga vinnuviku eru fyrst og fremst þau, að þjóðfélagið þurfi á að halda öllu því vinnuframlagi sem þegn- ar þess leggja til eins ög mál tíðkast nú. Gott og vel, en hver var svo sem að tala um að vinna fjóra daga vikunnar í átta tíma á dag? Þegar talað er um fjörutíu stunda vinnuviku er í raun átt við rúmar 37 stundir unnar, afgangstíminn fer í matar- og kaffihlé. Sléttum 37 stundum mætti ná á fjórum dögum með vinnutíma frá kl. 08.00 til kl. 12.00 á hádegi og frá kl. 13.00 til kl. 18.15. Að vísu nokkuð langur vinnudagur, en kannski í sumum tilvikum þess virði að vinna sér inn þriðja helgardaginn, t.d. föstudag. Kaffibollinn á skrifborðinu í ofangreindu dæmi er einungis gert ráð fyrir klukkustundar matarhléi og engum kaffitímum og má segja sem svo að víða í fyrirtækjum eru kaffitím- ar sem slikir að líða undir lok og starfs menn með bollann á skrifborðinu þess í stað. En dæmið gæti eins litið þannig út að í staðinn fyrir klukkustundar matarhlé, styttist það í hálftíma og í stað kæmu tveir fimmtán mínútna lang- ir kaffitímar. Þetta dæmi lítur kannski betur út á prenti en í reynd í mörgum tilvikum, því eins og t.d. Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur bendir á, þá er margvíslegur fyrirtækja- rekstur þannig að hann verður að vera til staðar alla virka daga og má í því sambandi nefna skrifstofur hins opinbera. Hann bendir einnig á að þótt fyrirkomu- lag í þessa áttina væri ef til vill auðveldara í framkvæmd hjá ýmis konar iðnaðarfyr- irtækjum, þá sé oft um að ræða langan vinnudag fyrir þar sem starfsmenn sitja daglangt við sömu störf, eins og t.d. á saumastofum og lenging vinnutíma um rúma klukkustund geti reynst of mikil og þreytandi. Orkusparnaður - mann- legur og vélrænn Hvað iðnaðinn varðar þá má í einhverjum tilvikum benda á ótvíræða kosti þess að vera með fjög- urra daga vinnuviku, t.a.m. þar sem orkufrekar vélar eru notaðar, sem dýrt er að setja í gang. Eru dæmi hérlendis um verksmiðjur þar sem unnið er fjóra daga vikunnar, allan sólarhring- inn á átta tíma vöktum. Þó að ekki væri um slíkt kerfi að ræða, er ekki ólíklegt að í ein- hverjum tilvikum væri um sparnað að ræða, ekki bara hvað varðar orkunotkun, heldur einnig kostnað fyrirtækjanna af því að koma starfsmönnum til og frá vinnu, fæð- iskostnaði á vinnustað og ýmislegt í þeim dúr. Sambærilegur sparnaður yrði svo hjá starfsfólki í þeim tilvikum sem það ber sjálft kostnað af ofangreindum hlut- um. Samt er ekki bara um sparnað að ræða í krónum talið. Mannlegi þátturinn skiptir síst minna máli í þessum efn- um. Kostirnir fyrir einstaklinginn og launþegann í fjögurra daga vinnu- kerfinu væru kannski fyrst og fremst þeir að viðkomandi hefði rýmri tíma fyrir sjálfan sig og fjölskylduna, helgardagarnir yrðu kannski aftur að tveimur hvíldardögum í stað- inn fyrir einn, eins og útivinnandi húsmóðir og tveggja bama móð- ir benti á í samtali við blaða- mann: Hvíld um helgar? „Það er löngu liðin tíð að laug- ardagar séu hvíldardagar, laugardagurinn er sá dagur vikunnar sem mín fjölskylda ætlarað sigra heiminn, það á að hreinsa heimilið, skola af bílnum, hendast í búðir fyrir hádegi eftir hinum og þessum hlut- um sem hefur vantað í vikunni, fara í stórmark- aðinn með innkaupa- listann fyrir næstu viku. Það á að horfa á íþróttaþáttinn, leggja tíma og vinnu í að hafa huggulegan mat, leyfa börnun- um að vaka lengur og horfa á Fyrir- myndarföðurinn, nú og svo ef á að bjóða vinum eða ættingjum í kvöldkaffi þá er reynt að gera það á laugar- dögum." Sú hin sama svaraði hinsvegar spurning- unni um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.