Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1988 29 Bretland: Samningaviðræð- ur um eldflauga- smíði í strand St. Andrews. Frá frettantara Morgunbladsms, Guðmundi Heiðari Frímannssyni Samningaviðræður Frakka og Breta um sameiginlega smíði á kjarnorkueldflaug í flugvélar eru sigldar í strand, að því er Sunday Telegraph segir sl. sunnudag. Banda- ríkjamenn hafa áminnt Breta um, að þeim sé óheimilt að veita þriðju þjóð aðgang að vopnatækni sem Bretar hafa náð tökum á, vegna samvinnu við þá. Brezka ríkisstjórnin hefur einnig krafizt þess, að í þessum viðræðum verði fjall- að um aukna samvinnu Frakka og Atlantshafsbanda- lagsins. Fyrir mánuði áttu landvarna- ráðherrar Breta og Frakka, Younger og Giraud, fund í Lund- únum. Eftir hann gætti verulegrar bjartsýni um árangur viðræðna þjóðanna um samvinnu við smíði kjarnorkueldflauga fyrir flugvélar, sem komizt gætu í gagnið seint á næsta áratug. Bretar hafa verið rækilega áminntir um, að þeim sé ekki heimilt að deila þeirri tækni, sem þeir hafa náð valdi á með Polaris og Trident kjarnorkueldflaugun- um, með þriðja aðila. Bandaríkja- stjóm hefur sent þeim nokkrar orðsendingar á síðustu vikum um þetta efni. Bretar hafa hins vegar yfir að ráða tækni við gerð kjarna- odda, sem þeir hafa sjálfir þróað. Talið er að Frakkar hafi fyrst óg , fremst áhuga á, að sameina hana eigin kunnáttu í gerð flauganna til að nota í Tornado-flugvélum brezka flughersins og Mirage- þotum Frakka. Fækkun langdrægra kjarnorkuvopna: Misvísandí yfírlýsingar sovéskra ráðamanna Moskvu, Reuter. SOVÉSKIR embættismenn kváðust um helgina vera bjartsýnir um að risaveldpnum tækist að semja um fækkun langdrægra kjarn- orkuvopna og að unnt yrði að undirrita samuing þar að lútandi á fyrirhuguðum fundi þeirra Ronalds Reagans bandaríkjaforseta og Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleiðtoga í Moskvu síðar á þessu ár. Gorbatsjov sagði hins vegar í ræðu á fostudag að geimvarnará- ætlun Bandaríkjasfjórnar kynni að gera viðleitni samningamanna risaveldanna að engu. Sergeoi Akhromeyev, yfirmaður herráðs Sovétríkjanna, sagði á blaðamannafundi á laugardag að vel hefði miðað í viðræðum samn- ingamanna risaveldanna og að ýms jákvæð teikn væru á lofti um að samkomulag næðist um helm- Sovézk þota fórst og 11 menn biðu bana ingsfækkun langdrægra kjarn- orkuvopna. Tiltók hann sérstak- lega að lausn hefði fundist á mörgum ágreiningsefnum en sagði að enn væri ekki ljóst hvern- ig taka bæri á tengslum hugsan- legrar fækkunar langdrægra vopna og túlkun ABM-sáttmálans um takmarkanir gagneldflauga- kerfa frá árinu 1972 auk þess sem enn hefði ekkert miðað í sam- komulagsátt varðandi stýriflaugar í skipum og flugvélum. Kvað hann Sovétmenn líta svo á að samkomu- lag hefði náðst um það á leið- togafundinum í Washington í síðasta mánuði að túlkun ABM- sáttmálans væri órjúfanlega tengd samkomulagi um fækkun lang- drægra kjarnorkuvopna. afvopnun á, einu sviði meðan unn- ið væri að frekari vígvæðingu á öðrum. Á Washington-fundinum urðu þeir Reagan og Gorbatsjov ásáttir um að fela samningamönnum risa- veldanna í Genf að vinna að því að ná samningi um helmings- fækkun langdrægra kjarnorku- vopna en tókst ekki að gera út um ágreining varðandi geimvarn- aráætlun Bandaríkjastjórnar. í sameiginlegri lokayfirlýsingu var ekki tekið á ágreiningi risaveld- anna um áætlun þessa svo “og túlkun ABM-sáttmálans, sem Bandaríkjamenn telja að heimili tilraunir með varnarbúnað í geimnum en Sovétmenn líta svo á að kveði á um að tilraunir á því sviði beri að einskorða við rann- sóknarstofur. Reuter Sergei Akhromeyev, yfírmaður sovéska herráðsins, kynnir blaðamönnum tillögur Sovét- stjórnarinnar um fækkun lang- drægra kjarnorkuvopna í Moskvu á laugardag. Thatcher forsætisráðherra hef- ur einnig krafizt þess, að í þessum viðræðum verði tekið fyrir nánara samband Frakka við Atlantshafs- bandalagið. Ástæða þess er talin vera sú, að hún telur að Frakkar eigi að taka á sig auknar skyldur við varnir Evrópu. Embættismenn brezku stjórnarinnar hafa einnig látið hafa eftir sér að Bretar vilji ekki stofna nánu samstarfi sínu við Bandaríkjamenn og önnur NATO-ríki í hættu, vegna þessar- ar eldflaugasmíði. Thatcher er einnig sögð gera sér grein fyrir því, að ekki sé líklegt að komizt verði að niður- stöðu um þetta efni á sama ári og gengið er til forsetakosninga í Frakklandi. Frakkar hafa einnig viljað ræða sameiginléga stefnu um val á skotmörkum fyrir kaf- bátaeldflaugar beggja ríkjanna. Younger varnarmálaráðherra hef- ur lagzt gegn því á þeirri forsendu að Frakkar taki ekki þátt í hemað- arsamvinnu NATO og honum sé því ekki heimilt að láta af hendi upplýsingar um þessi efni. Ráðherrar brezku stjórnarinnar telja að þrátt fyrir þessa erfiðleika sé full þörf á að laða Frakka til nánara samstarfs innan NATO til að styrkja vamir Evrópuríkja eftir samning risaveldanna um meðal- drægar kjarnorkueldflaugar á síðasta ári. Sovétríkin: Vill láta loka safiii til Moskvu. Reuter. ELLEFU manns biðu bana þegar farþegaþota frá sovézka flugfé- laginu Aeroflot fórst í lendingu í borginni Krasnovodsk í Sovét- lýðveldinu . Túrkmenistan snemma í gærmorgun. Auk þeirra sem biðu bana slösuð- ust 12 menn, sumir þeirra lífshættulega, að sögn Izvestia, málgagns sovézku stjórnarinnar. Blaðið birti ffegnir af slysinu sam- dægurs og markar það tímamót því venjulega hafa sovézkir fjölmiðlar ekki skýrt frá flugslysi fyrr en vik- um eða mánuðum seinna, ef þeir hafa á annað borð skýrt frá þeim. Þotan var af gerðinni Tupolev TY-154 og ber 160 farþega, en ekki fylgdi sögunni hversu margir hefðu verið um borð þegar hún fórst, klukkan 4,20 að staðartíma í gærmorgun, klukkan 1,20 að íslenzkum tíma. Að sögn blaðsins brotnaði hún í sundur í lending- unni. Þotan var í áætlunarflugi frá Moskvu til Áshkhabad og ætlaði að millilenda í Krasnovodsk. Sovétmenn lögðu fram uppkast að samningi um fækkun þessara vopna í Genf á föstudag en Banda- rikjamenn höfnuðu honum þegar í stað og sögðu tilgang Sovét- manna vera þann einn að hefta framgang geimvarnaráætlunar- innar. Míkhaíl Gorbatsjov sagði í ræðu í Moskvu á föstudag að geimvarnaráætlun Bandaríkja- manna myndi verða til þess að draga úr stöðugleika og Sovét- menn gætu aldrei fellt sig við slíkt. Sagði hann fráleitt að vinna að minningar um Stalín Moskvu, Reuter. SOVÉSKA vikuritið Ogonyok birti um helgina bréf frá sovéskum blaða- manni sem býr og starfar í Moldavíu, þar sem hvatt er til þess að Stalín-safninu í borginni Gori í Georgíu verði lokað. Segir bréfritari að gestum safnins sé boðið upp á taumlausar lygar um sögu Sovétrikj- anna og varpar fram þeirri spurningu hvort slík sé líðandi á tímum _Glasnost“-stefhunnar. Þúsundir manna heimsækja Stalín-safnið í Gori, heimaborg Jós- efs Stalíns, á ári hveiju og Georgíu- menn flykkjast þangað í eins konar pílagrímsferðir því margir þeirra dýrka þennan landa sinn enn þrátt fyrir að tæp 35 ár séu liðin frá dauða hans. Stalín-safnið, sem minnir um margt á guðshús eða hof, var reist eftir dauða hans árið 1935 og getur þar meðal annars að líta 17 metra háa styttu af einræðisherranum. í bréfi sínu segir blaðamaðurinn, V.I. Sofrony, að leiðsögumenn safns- ins skýri gestum frá snilldarverkum Stalíns og hvemig hann hafi bjargað sovésku þjóðinni og raunar heims- byggðinni allri undan oki fasismans. „Safnið er minnismerki um sjálfs- hyggju og persónudýrkun þar sem fólki er boðið að hlýða á ritskoðaðan sannleika, sem samanstendur af hreinum lygum og þjóðernisremb- ingi,“ segir Sofrony í bréfi sínu. „Ilvers vegna leyfum við að hæðst sé að sannleikanum með slíkum hætti í þessu minningarsafni ríkiss- ins um Stalínismann á tímum hinnar opinskáu umræðu,“ (Glasnost) spyr bréfritari. Lætur hann í ljós þá skoð- un sína að safnið sé móðgun við minningu þeirra fjölmörgu bestu sona þjóðarinnar sem urðu fóm- arlömb persónudýrkunnarinnar sem einkenndi valdaskeið Stalíns og hvetur til þess að því verði lokað. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefur heimilað opinskárri umfjöllun en áður um ógnarstjórn Stalíns og hefur hann hvatt til þess að fyllt verði í „eyður“ í sögu Sovétríkjanna, sem stjórnvöld hafa hingað til komið í veg fyrir. Sjálfur hefur Gorbatsjov gagnrýnt stjómarhætti Stalíns með- al annárs í langri ræðu í nóvember á síðasta ári. Sagði Gorbatsjov við það tækifæri að Stalín hefði borið ábyrgð á kúgun, misrétti og órétt- lætti en varði þá ákvörðun hans að koma á samyrkjubúskap í Sovétríkj- unum sem hafði í fór með sér hinar verstu hörmungar fyrir smábændur í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.