Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 58 Kristján Valdimarsson Framkvæmda- stjóri Alþýðu- bandalagsins KRISTJÁN Valdimarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Al{)ýðubandalagsins. Á fundi framkvæmdastjórnar Al- þýðubandalagsins 18. janúar sl. var Kristján Valdimarsson ráðinn fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins. Kristján hefur starfað sem skrif- stofustjóri Alþýðubandalagsins frá 1984, en þar áður var hann fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins í Reykjavík frá 1979. Utanríkisráð- herrar Norðurlanda: Virða verður vilja Mið- Aineríkuríkja til að leysa vanda sinn án íhlutunar Utanríkisráðherrar Norður- landanna hafa gefið út eftirfar- andi sameiginlega fréttatilkynn- ingu: „I tilefni fundar forseta Mið- Ameríkuríkjanna í San Jose, höfuðborg Costa Rica, 15. janúar nk. lýsa utanríkisráðherrar Norður- landanna í sameiginlegri yfirlýsingu einlægum stuðningi sínum við frið- aráætlun Mið-Ameríkuríkjanna. Utanríkisráðherramir láta í ljós þá von sína að fundur forsetanna hafi jákvæð áhrif á frekari friðar- umleitanir og að friðaráætluninni verði hrundið í framkvæmd. Ráð- herramir fagna áframhaldandi viðleitni í samræmi við friðaráætl- unina til eflingar lýðræðis, sátta og gagnkvæms trausts. Mikilvægt er, að öll ríki sem hafa tengsl við eða hagsmuna að gæta á svæðinu virði hin þjóðréttar- legu grundvallaratriði sem friðar- áætlunin hvílir á. Vilja Mið- Ameríkuríkjanna til að leysa vanda- mál sín án utanaðkomandi íhlutun- ar verður að virða." Siglufjörður: Góður afli netabátanna Sijflufirði. GÓÐ netaveiði hefur verið hjá bátum á svæðinu við Kol- beinsey. Hefur aflinn farið upp í 20 tonn í róðri. Enn sem komið er eru það aðl- lega bátar frá Dalvík og Grenivík, sem hafa verið að veiðum á svæð- inu. Bátar héðan frá Siglufirði eru að búast til veiðanna í kjölfar frétta um góðan afla. Fréttaritari SVAR MITT eftir Billy Graham Mig skortir sjálfstraust Hvernig get eg öðlast meira sjálfstraust? Eg á fremur fáa vini, mér gengur ekki sérlega vei að komast áfram og eg verð oft leiður á sjálfum mér. Mestu varðar að þú gerir þér grein fyrir hvaða augum Guð lítur á þig, ekki hvað þér eða öðrum finnst um þig. Hver er hugur Guðs til þín? Eg vil leggja alla áherslu á það að Guð elskar þig af brennandi kærleika og lætur sér umhugað um þig. Já, hefðir þú verið eini maðurinn á jörð- inni sem þyrfti að frelsast frá syndum sínum hefði Guð eftir sem áður verið fús til að senda einkason sinn lil að deyja á krossinum fyrir syndir þínar. Svo mikil er elska hans til þín, svo kær ertu honum, að hann þráir að þú verðir barnið hans og dveljir hjá honum um alla eilífð. „Sjáið hvílíkan kærleika faðirinn hefur auð- sýnt oss að vér skulum kallast Guðs börn. Og það erum vér.“ (1. Jóh. 3,1.) Eg bið þess að þú veitir viðtöku þessum kærleika Guðs til þín. Vera má að þér finnist þú vera óverðugur elsku hans og á vissan hátt ertu það því að allir höfum við syndgað og eigum ekki skilið að Guð elski okkur. Samt erum við hjartfólgnir Guði, þó að við séum eins og raun ber vitni. Láttu það því ekki aftra þér frá því að koma til Krists þótt þér finnist þú óverðugur. Jesús segir: „Sjá, eg stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun eg fara inn til hans og neyta kvöld- verðar með honum og hann með mér.“ (Opinb. 3,20.) Já, Kristur drepur á dyr hjarta þíns. Hann þráir að fá að koma inn. Hann vill eiga samfélag við þig. Þú þarft ekki að gera annað en opna dyr hjartans og bjóða Kristi að vera drottinn þinn og frelsari. Þá mun Guð veita þér hjálp á hverjum degi. Þú lærir að reiða þig á hann og felur honum allan vanda og sérhvert svið lífsins. Mændu á Krist. Hann gefur þér nýja sjón er þú ferð að sjá sjálfan þig — og aðra — með hans augum. t Eiginkona mín og móðir, HALLDÓRA GUÐRÚN TRYGGVADÓTTIR, Nesbala 32, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 22. janúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er toent á Krabbameinsfélag íslands. Helgi Ingvarsson, Ásta Sigríður Ólafsdóttir, Ingvar Júlíus Helgason. t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HRAFN JÓNSSON forstjóri, Vaðlaseli 2, Reykjavík, verðurjarðsunginnfrá Dómkirkjunni föstudaginn 22.janúarkl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélagiö. Erla Höskuldsdóttir. Valdimar Hrafnsson, Ásdís Þórðardóttir, Ólöf Hrefna Hrafnsdóttir, Hrafnhildur Hrafnsdóttir, Trausti Tómasson, Guðbjörg Hrafnsdóttir, Bragi Biumenstein, Sveinn Þór Hrafnsson, Bryndfs Jóhannsdóttir, Daniel C. Gribb, Jóhanna Jónasdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vin- áttu við andlát og útför, EYÞÓRS EINARSSONAR, Kambahrauni 8, Hveragerði, ■ Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11-A á Landspitalanum og starfsfólks sjúkrahúss Suðurlands. Guðborg Aðalsteinsdóttir, Emma Eyþórsdóttir, Einar Eyþórsson, Arnheiður Eyþórsdóttir, Aðalsteinn Eyþórsson, Lilja Guðrún Eyþórsdóttir, Sigurður Eyþórsson, Ásgerður Eyþórsdóttir. Brynjólfur G. Brynjólfsson, Gunn Randi Kristensen, Gylfi Guðmarsson, Erla Einarsdóttir, Haraldur Benediktsson, t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR SKÚLA GUÐLAUGSSONAR f.v. forstjóra, ' Hvassaleiti 8, Reykjavfk. Guöbjörg Guðmundsdóttir, Björn Johnsen, Margrét Guðmundsdóttir, Guðmundur Skúli Johnsen, Sturla Björn Johnsen, Guðriður Edda Johnsen. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, MÖRTU HÓLMKELS, Hringbraut 57, Keflavík. Þakkir faerum við læknum og hjúkrunarfólki deild 11-A Landspítal- ans fyrir góða hjúkrun og umönnun hinnar látnu. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, EYJÓLFU BJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Sundstræti 41, isafirði. Sveinn Ó. Jónsson, synir og aðrir aðstandendur. f t Þökkum auösýnda vinsemd og hlýhug við andlát og útför, MARÍU EINARSDÓTTUR VESTMANN, Akranesi. Börn Einars Vestmanns, tengdabörn og barnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar GUNNARS EGGERTSSONAR verður skrifstofu okkar lokað í dag fimmtudaginn 21. janúar milli kl. 13 og 15. Eggert Kristjánsson hf., Sundagörðum 4. Lokað Vegna jarðarfarar GUNNARS EGGERTSSONAR, for- stjóra, verða skrifstofur okkar lokaðar fimmtudaginn 21. janúar milli kl. 13.00 og 15.00. Mata, Sundagörðum 10. Lokað Skrifstofur Glerverksmiðjunnar Esju hf. verða lokaðar í dag milli kl. 13.00-15.00 vegna jarðarfarar GUNNARS EGGERTSSONAR, stórkaupmanns. Glerverksmiðjan Esja hf. Lokað eftir hádegi í dag vegna útfarar GUNNARS EGGERTS- SONAR, stjómarformanns. Bananarhf. Lokað eftir hádegi í dag vegna útfarar GUNNARS EGGERTS- SONAR, stjórnarformanns. Bananasalan hf. Lokað verður í dag, fimmtudaginn 21. janúar, vegna jarðarfarar GUNNARS ÞÓRÐAR EGGERTSSONAR stórkaupmanns. Gunnar Eggertsson hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.