Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 „'pjl mi&ur, herm m)nn, eg ffnn hpu\n bana. ckki-" LÍFRÍKITJARNARINN- AR ENGIN HÆTTA BÚIN Ast er... ... ekki hvað þú seg- ir — heldur hvernig þú segir það. TM Rag. U.S. P«t Oft — all tighu rnxid • 1987 Los Angetes Times Syndicats Ég verð að kenna honum. Ég læt hann hafa það með þessum blaðastranga — HÖGNI HREKKVÍSI — TIL " SÖLU _ fiF HV/6RJ0 pA& ER SVOMA O Ov'RT... ? * Ágæti Velvakandi. í útvarpinu er ég alltaf að heyra fréttir og auglýsingar undir heitinu Lifí Tjömin og ég hefí líka séð um allt veggspjöld með teikningum og þessum orðum. Ég er að velta fyrir mér hvers lags fólk þetta er, sem rekur svona málflutning og hvers konar fólk það er sem rekur hann í útvarpinu. Það er liðinn mánuður síðan ég las í sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins þá frétt að Náttúruvemdarráð,, þar sem eru ágætir líffræðingar og vatnalíffræðingur hafí ekki séð ástæðu til að hafa afskipti af bygg- ingu ráðhúsbyggingarinnar, þar sem ekki væri talin nein hætta á að hún hefði áhrif á lífríki Tjamar- innar. Hafði ráðið fengið kynningu á því hvemig staðið yrði að bygg- ingunni og fylgist með því. En sem sagt að þessi bygging hefði ekkert með lífíð á Tjömnni að gera, það yrði að vera af öðrum ástæðum, sem fólk gæti verið á móti henni. Hefur ráðið áhyggjur af ýmsu öðru, svo sem vatnasvæði Tjamarinnar og hefur tekið upp samvinnu við borg- ina um rannsóknir á því. Báðir aðil- ar ætla að veija Tjömina. Varla hefur síðan verið nokkur umræðuþáttur í ríkisútvarpinu að ekki hafí verið dregnar þar inn umræður um fyrirhugað ráðhús. Stjómandi dró það fram í einum sunnudagsþætti sama dag og þessi frétt var á stóm letri í Morgun- blaðinu (þá var hún nokkurra vikna gömul frá Náttúruvemdarráði), en ekki var minnst á þetta atriði. Frétt- ir em stöðugt með eitthvað um „Lifí Ijömin", bæði í útvarpi og sjónvarpi, en engum hefur dottið í hug að segja þessa frétt eða spyij- ast fyrir hjá Náttúruvemdarráði. Einhvem tíma hefðu nú þessir fréttamenn séð fréttir í blöðunum og rokið til að endurtaka þær eða fylgja þeim eftir. Allir sem eitthvað vita um líffræði viðurkenna þetta, ég hefi spurt marga, líffræðinga og nátt- úmfræðinga, sem segja að ef þeir ætluðu að fara að halda því fram að þessi ráðhúsbygging gengi af Tjöminni dauðri, þá hegðuðu þeir sér enn verr en stjómmálamennim- ir. Því það sé blekking! Mér er sagt að þessi kona, sem hæst hefur og mest beitir sér í sam- tökum gegn ráðhúsi, sé líffræðingur eða eitthvað slíkt. Hún veit vel að þetta er blekking, en samt er áróð- urinn rekinn undir þessum fölsku kjörorðum, svo saklaust fólk heldur að lífríki 'Ijamarinnar sé í hættu. Ekki virðir hún nú vísindaheiður sinn mikils. Ég get vel skilið að fólk hafí aðra skoðun en ég á því hvort ráð- hús eigi að standa þama, en það er þá af öðmm ástæðum, t.d. feg- urð, kostnaði o.s.frv. En slík blekk- ing, sem útvarpið er búið að styðja í marga mánuði, jafnvel eftir að fréttin er orðin opinber, er öllum til skammar. Eitthvað annað býr undir. Nú þykist þetta fólk, sem er búið að hamast gegn ráðhúsi vikum saman, ekki geta kjmnt sér málið á mánuði. Guðrún Guðmundsdóttir Óskað eftir pennavinum Til Velvakanda Fyrir skömmu las ég grein í tíma- ritinu National Geographic sem fjallaði um ísland og langar mig til að komast í bréfasamband við ein- hvem þar. Ég er 34 ára, fráskilin og á tvo syni á unglingsaldri. Ég vinn fyrir blaðið The Warwick Daily News og skrifa um kennslu- og menntamál. Ég hef einnig kennslu- réttindi í grunnskóla. Ahugamál mín eru að semja og syngja söngva, gítarspil, ljóð, listir, góður matur, ferðalög, lestur og að upplifa eitt- hvað nýtt. Ég mun svara öllum bréfum og skiptir aldur eða kyn bréfritara ekki máli. Ég hlakka til að fá bréf frá íslandi. Yvonne Browne P. O. Box 89 Warvick Q. 4370 Australia Yíkverji Umræður um íslensk landbún- aðarmál taka á sig hinar furðulegustu myndir. Leita menn víða fanga í röksemdum sínum fyr- ir óbreyttu íslensku kerfí, en kjarni þess er sá, að innflutningur er bann- aður á landbúnaðarafurðum, sem framleiddar eru í landinu, og þessar afurðir eru niðurgreiddar af ríkinu. Ólafur H. Torfason, forstöðumaður Upplýsingaþjónustu landbúnaðar- ins, dró upp nýjan flöt í þessum umræðum í Morgunblaðsgrein 20. febrúar sl., þegar hann velti því fyrir sér, hvers vegna helgarblað væri ódýrara í New York heldur í Reykjavík. Segir Ólafur, að mönn- um sjáist jrfír það í umræðum um verð á eggjum og kjúklingum, að íslenskir kjúklingar og egg eru langtum ódýrari en íslensk blöð, vilji menn miða við verð í útlöndum. Um leið og Víkveiji telur, að í deilunni og orðaskakinu vegna landbúnaðarmála, þar sem oft er leitast við að gera blöðin að blóra- böggli, hafí Ólafí H. Torfasyni tek- ist bærilega að finna sér áróðurs- vopn með þessari grein, fínnst Víkveija nauðsynlegt að benda á verulegar veilur í röksemdafærsl- unni. skrifar XXX * Ifyrsta lagi er rétt að minnast þess, að íslensk blöð eru ekki rekin í sama skjóli og íslenskur landbúnaður. Það er ekkert bann í gildi við innflutningi á erlendum blöðum og tímaritum. Og á íslensk- um fjölmiðlamarkaði er háð hörð alþjóðleg samkeppni, telja þó marg- ir, að erlend áhrif af þessu tagi sé ekki síður hættuleg þjóðmenning- unni en ef vegið er að bændum og landbúnaði. í öðru lagi er fráleitt að leggja þyngd blaða til grundvallar, þegar reiknað er verð þeirra. Sú regla á við, þegar verð á kjúklingum er metið. Kíló af dönskum kjúklingi nýtist íslenskum neytanda með sama hætti og kfló af íslenskum. Hið sama á ekki við um kíló af íslensku blaði og dönsku. í þriðja lagi er ljóst, að hag- kvæmni markaðarins nýtist með allt öðrum hætti við framleiðslu á dagblöðum en kjúklingum. Þannig geta íslenskir blaðaútgefendur ekki keppt á erlendum mörkuðum með framleiðsluvöru sína vegna tungu- málamúra. Á hinn bóginn gætu kjúklingabændur selt afurðir sínar um heim allan, þar sem ekki eru í gildi samskonar bönn og hér á landi. XXX egar Víkveiji leiðir almennt hugann að grein Ólafs H. Torfasonar, dettur honum enn í hug, hve okkur hættir oft til þess í umræðum um flókin og vandmeð- farin mál að grípa til vopna, sem draga athyglina frá ágreiningsefn- inu sjálfu. Að bera saman verð á jafn óskyldum hlutum og dagblöð- um og kjúklingum stuðlar því miður ekki að því að leysa vanda íslensks landbúnaðar. Og staðreynd er, að án tillits til kílóa, þá eru innflutt erlend dagblöð dýrari hér á landi en innlend, hins vegar yrðu erlend- ir kjúklingar ódýrari en innlendir yrði leyft að flytja þá til landsins. Spumingin er hvort Óiafi H. Torfa- syni hafí með grein sinni tekist að draga vígtennumar úr einhveijum fjölmiðlungum, sem hafa verið orð- hvassir og háværir í gagnrýni sinni á landbúnaðarstefnuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.