Morgunblaðið - 12.03.1988, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 12.03.1988, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 Stofuhortensía Frumvarpi um bílasöl- ur fagnað Morgfunblaðinu hefur borizt eftir- farandi ályktun frá Félagi bif- reiðasala: „Á stjómarfundi Félags bifreiða- sala, sem haldinn var þriðjudaginn 9. mars 1988, var ályktað að fagna frumvarpi því sem lagt var fram á Alþingi 8. mars sl. svo og umræðu um löggildingu starfsgreinarinnar. Jafnframt er harmað að ekki skuli hafa verið haft samráð við félagið um útfærslu frumvarpsins þar sem ákveðin ákvæði þess stangast á við áratuga hefðir er viðgengist hafa við sölu notaðra bifreiða. Sem dæmi ber þar að nefna ákvæði um upplýsingaskyldu bif- reiðasala um ástand bifreiða þar sem bifreiðasalinn er gerður ábyrgur fyr- ir ástandi þeirra, einnig ákvæði frumvarpsins um söluþóknun bif- reiðasala, er gerir það að verkum að rekstrargrundvöllur fyrir bif- reiðasölur verður ekki fyrir hendi. Jafnframt að hið opinbera sjái um að bifreiðasölum sé gert kleift að starfa eftir frumvarpinu verði það að lögum." — Hydrangea Senn eru liðnar þrjár vikur af góu og dagar orðnir það langir að ýmis inniblóm eru að byija að taka ijörkipp, farin að spretta. Eftir því sem nývöxtur þeirra eykst, út- heimta þau vaxandi umönnun í vökvun og áburðargjöf, en það eru þau atriði umhirðunnar sem gera mest tilkall til aðgæslu svo gróður- inn dafni vel. Að vökva rétt geta þó allir lært, sé þess gætt að fylgj- ast vel með. Ekki er ólíklegt að hér og þar hafi einhver stofublóm látið það mikið á sjá eftir skammdegið að varla borgi sig að halda upp á þau lengur. Kemur þá til álita að fá sér eitthvað nýtt í staðinn. Þar er vissulega úr mörgu að velja, eins og vikið hefur verið ögn að í undan- fömum þáttum. Ánægjulegt og áberandi skrautlegt stofublóm, sem árlega fer að sjást í blómaverslun- um landsins þegar sólargang tekur að lengja, er stofuhortensía — Hydrangea macrophylla. Hér er um að ræða runna af steinbijótsætt — Saxifragaceae, en í þeirri ætt er stæðilegur hópur forkunnarfagurra jurta, sem ræktaðar eru í görðum. Sumar þeirra prýða hér víðsvegar úti í náttúrunni, s.s. gullbrá, gull- steinbrjótur, klettafrú og vetrar- blóm, svo örfá dæmi séu nefnd. Runnar eins og hin blómfagra snæ- kóróna og fjallarifs eru einnig ætt- ingjar. Stofuhortensía hefur einn- ig verið nefnd hindarblóm, en það nafn mun líklega seint festast í því sessi, hortensíuheitið er munntam- ara. Það er heldur ekkert gælu- heiti, heldur gamalt alþjóðaheiti á ættkvíslinni, sem gildir samt ekki lengur. Stofuhortensía er ættuð frá suðurhluta Honshu í Japan, en barst til Kína til Evrópu á 18. öld. í Jap- an vex hún víða villt á lækjóttu landi og meðfram ám, þar sem gnægð er af jarðraka. Nafnið Hydr- angea, sem dregið er af vatni og fati, bendir einnig til þess að hort- ensía sé vatnskær, enda stöku sinn- um kölluð vatnsrunni. Þeir sem ræktað hafa hortensíu hafa vafa- laust einnig komist að raun um að hún er þurftarfrekari en flestar aðrar piöntur á vatn þegar hún er þakin sínu dökkgræna, gróskumikla laufskrúði og í fullum blóma. Svo viðkvæm getur hún þá verið, að hendi það í eitt skipti að rótar- klumpur hennar nái að þoma, þann- ig að blöð og blóm slappist, er voð- inn vís. Þá visnar oft eitthvað af blómunum og jafnframt því geta blaðrendur látið á sjá. Að þessu leyti er stofuhortensían vandmeð- ic^ x*- X"* JO £>W A\ farin, en á flestan annan hátt er hún þæg meðferðar. Góð aðgætni í vökvun er því efst á lista um- hirðunnar. Varast skyldi þó að láta vatn standa að staðaldri í skál und- ir plöntunni. Slíkt hindrar næga loftrás og afleiðingin verður sú, að rætur fara mjög fljótlega að kafna. Sé vökvað í skál, eins og oft er ráðlagt, má ekki láta vatnið standa öllu lengur en 10-20 mínútur við hveija vökvun. Annars er ætíð best og öruggast að vökva ofan frá. Stofuhortensía er tilkomumikil þegar hún stendur í fullum blóma, þakin flennistórum flathnöttóttum blómkollum, sem ýmist geta verið bláir, bleikir, rauðbleikir eða hvítir. Munu örugglega fá stofublóm geta keppt við hana hvað blómskartið snertir. Auk þess hefur hortensía það sér til ágætis að geta verið lengi í blóma, sé hitastigið umhverfís hana ekki of hátt. Til að laða fram bláan lit á hortensíu, beitir garð- yrlqumaðurinn því bragði að rækta plöntuna í súrum jarðvegi og setur auk þess álún í hann. Til þess að ná fram sem allra tærustum lit, velur hann ákveðin bleik og rauð afbrigði. Þau bleiku litast ljósblá, en þau rauðbleiku verða sterkblá. Slíkar plöntur þola ekki kalk, því þá breytist blómlitur þeirra yfir í morbleikt. Yfírleitt á því að hygla stofuhortensíu með súrum áburði, en mikil vökvun kallar á tíða áburð- argjöf fram eftir sumri. Hortensíu þarf að vela aðsetur á björtum stað, þar sem er þó ætíð vægur skuggi þegar sól skín. Sé herbergi eða garðstofa fyrir hendi sem ekki er Stofuhortensía allt of mikið upphitað gætu þetta reynst kjömir staðir. Eigi að reyna að halda í hortensíu eftir blómgun og kanna hvort að takast muni að fá þær til að blómgast ár eftir ár, þarf í fyrsta lagi að klippa þær dálítið niður að blómgun lokinni, og síðan örva vöxt þeirra á ný. Þegar vetra tekur verður að geyma þær á svölum stað við 4—6° fram undir febrúarlok og sjá til þess að þær þomi aldrei. Stofuhortensíu er fjölgað með lið- eða toppgræðling- um, og það er ekki ýkja vandasamt að koma þeim til. Óli Valur Hansson VERÐBRÉFAÞ -
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.