Morgunblaðið - 25.03.1988, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 25.03.1988, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 B 5 Stoð 2: Indriði G. ■■^■B Rithöfundurinn og blaðamaður- 9050 inn Indriði G. Þorsteinsson verður í Nærmynd Jóns Óttars Ragnarssonar í kvöld. Indriði hefur starfað sem blaðamaður og er nú ritstjóri Tímans, auk þess hefur hann skrifað skáldsögur og ljóð og annast þýðingar. Árið 1980 var frumsýnd kvik- myndin Land og synir en handritið var unnið eftir samnefndri sögu Indriða. Indriði G. Þorsteinsson Sjónvarpið: Rás 2: LI.S.T. Sjónvaipið: Þfóðlag ■■■■ Á dagskrá Sjónvarps- 0050 ins í kvöld er þáttur- inn Úr ljóðabókinni. Að þessu sinni les Tinna Gunn- laugsdóttir ljóðið Þjóðlag eftir Snorra Hjartarson. Áður en lest- urinn hefst kynnir Páll Valsson skáldið. Snorri Hjartarsson fæddist 1906 á Hvanneyri, Borgi Stundaði nám við Flensborgai-skóla í Hafnarfirði og menntaskólanum í Reykjavík tvo vetur. Árið 1930 var hann við listnám í Kaup- mannahöfn og í Osló 1931-32. Snorri Hjartarson ■■■■ Þátturinn 1A05 L.I.S.T. er A U ~ á dagskrá Rásar 2 í dag. Þorgeir Ólafsson er umsjónar- maður þáttarins og leitast hann við að leika tónlist frá öðrum málsvæðum en þar sem enska er töluð. - - Dönsk revíulög og frönsk kvikmyndatón- list er meðal þess sem hlustendur mega eiga von á að heyra. Inn á milli laga eru fluttar „öðruvísi" fréttir úr erlendum dagblöðum. mmmm fííi- 1 Q05 djarfir ^ feðgar verða í Sjónvarp- inu í kvöld. Þætt- irnir segja frá feðgum, faðirinn er leynilögreglu- maður og sonurinn lögfræðingur. Harry Fox er 55 ára og leitar til sonar síns þegar viðskiptavini hans vantar lögfræðiað- stoð og sömuleiðis leitar sonurinn til föður síns þegar hans viðskipta- vini vantar eitthvað sem sanna þarf fyrir.dómstólum. Það gengur á ýmsu í samskiptum þeirra feðga. Harrison Fox, kona hans og sonur og Harry Fox. Spiluð er tónlist frá Frakklandi. Ftfldjarfir féðgar Rás 2: Spurt um alnæmi ■■■■ Fræðsluviku um alnæmi lýkur í kvöld í þættinum Ekkert 0007 mál á Rás 2. Þá gefst unglingum kostur á að hringja á Rás 2 og bera fram spurningar um sjúkdóminn. Fyrir svörum verða tveir læknar, þeir Sigurður Guðmundsson á Borg- arspítalanum og Kristján Erlendsson á Landspítalanum. HVAÐ ER AÐO GERAST i hlutverkfara: Þórarinn Eyjförð, Bjarni Ing- varsson, Ellert Ingimundarsson, Saga Jónsdóttir, GrétarSkúlason. Takmarkaö- ursýningarfjöldi. Miðapantanireru allan sólarhringinn í síma 656500. Leikfélag Hafnarfjarðar Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir Emil í Katt- holti laugardaginn 26. mars kl. 13.00 og 17.00, fimmtudag 31. mars kl. 14.00. Miðapantanir I slma 50184 allan sólar- hringinn. Gránufjelagið Gránufjelagiö sýnir ;,Endatafl" eftir Samu- el Beckett fimmtudag 24. mars kl. 17.00. Leikarar í „Endatafli" eru fjórir: Barði Guðmundsson, Hjálmar Hjálmarsson,. Kári Halldórog Rósa Guðný Þórsdóttir. Eggert Ketilsson erframkvæmdastjóri sýningarinnárog Leiksmiðjan (sland hef- ur unniö með Gránufjelaginu að gerð leikmyndar. Leiksýninginferfram að Laugavegi 32 í bakhúsi. Miðasala opnar klukkustund fyrir sýningar en þær verða auk frumsýningarinnar á sunnudaginn, mánudaginn 21. mars og þriðjudaginn 23. marskl. 21.00. íslenska óperan (slenska óperan sýnir Don Giovanni eftir Mozart í Gamla bíói. Með aðalhlutverk fara Kristinn Sigmundsson, Bergþór Páls- son, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Elín Ósk Óskarsdóftir, Sigríður Gröndal, Gunnar Guðbjörnsson og Viðar Gunnarsson. Hljómsveitárstjóri er Anthony Hose og leikstjóri Þórhildur Þorleifsdóttir. Sýning verðurföstudaginn 25. og laugar- daginn 26. mars kl. 20.00. Miöasalan er opin daglega kl. 15-19. Siminn er 11475. Litli sótarinn eftir Benjamin Britten er einnig sýnt í (slensku óperunni. Sýning verður fimmtudaqinn 24, mars kl. 16.00. Myndlist FÍM Halldóra Thoroddsen sýnir í FlM-salnum á horni Ránargötu og Garðastræíis. Halldóra er fædd 1950. Á sýningunni eru textílverk unnin með blandaðri tækni. Sýningin er opin daglega kl. 14-18 og stendurtil 3. apríl. Gallerí Borg Valgerður Hauksdóttir sýnir grafíkmyndir í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9. Valgerður er fædd í Reykjavlk 1955 og er nú deildar- stjóri við grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla (slands. Sýningin eropin virkadaga kl. 10-18 og um helgarkl. 14-18. Lokað er á föstudaginn langa og páskadag. Sýningunni lýkur 5. apríl. Galleri Borg hefur sett á stofn sérstakt Grafík Gallerí I Austurstræti 10 og kynnir verk einstakra listamanna í glugganum i Austurstræti. Nú stenduryfir kynning á grafikmyndum eftir grafíklistamanninn Ingiberg Magnússon og keramikmunum eftirlistakonuna Kristínu ísleifsdóttir. GalleríGangskör Lisbet Sveinsdóttir sýnir í Gallerí Gang- skör, Amtmannsstíg 1. Lísbet stiindaði nám við Myndlista- og handíðaskóla (s- lands 1972-1982. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 12.00—18.00 og um helgarfrá kl. 14.00—18.00. Sýning henn- arstendurtil 10. apríl. Lokað verður um páskahelgina. GalleríGrjót Guðbergur Auðunsson sýnir í Gallerí Grjóti. Á þessari 10. einkasýningu hans eru ný og eldri verk sem öll eru til sölu. Sýningin sem stendur til 27. mars er opin virka daga frá kl. 12 til 18 og um helgarkl. 14-18. Gallerí Svart á hvítu Ranka (Ragnheiður Hrafnkelsdóttir) sýnir í Gallerí Svart á hvltu. Þetta er þriðja sýning Rönku hér á landi en hún hefur tekið þátt í samsýningum erlendis. Ranka er fædd 1953 og stundaði nám við Sko- len for Brugskunst í Kaupmannahöfn 1978-1982 ífrjálsum textíl. 1982-84 var hún við nám í Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam I málun og skúlptúr. Á sýn- ingunni eru verk unnin með blandaðri tækni á pappír, málverk og skúlptúr. Sýningin stendurtil 27. mars og eropin kl. 12-18 alla virka daga og um helgar. Lokaö er á mánudögum. Gullni haninn Á veitingahúsinu Gullna hananum eru myndir Sólveigar Eggerz til sýnis. Að þessu sinni sýnir hún vetrarmyndir og stemningar um Ijóð Sigfúsar Daðasonar. HRAFN- HILDUR Hrafnhildur Sigurðardóttir sýnir colleg-verk sín í Gallerí 15, Skólavörðustíg. Hrafn- hildur er fædd 1959 og stund- aði nám við textíldeild Mynd- lista- og ’nandíðaskóla íslands árin 1982-86. Hún er meðlim- ur í textílhópnum „4 grænar og 1 svört í sófa“. Þetta er hennar fyrsta einkasýning en hún hefur áður tekið þátt í samsýningum hérlendis. Gallerí 15 í Galleri 15 við Skólavörðustíg sýnir HrafnhildurSigurðardóttirtextílhönnuður colleg-myndir. Á sýningunni eru 18 myndverk auk eins textílverks. Gallerí 15 eropiðalla daga kl. 14-18. Sýning Hrafn- hildarstendurtil 30. mars. Hafnargallerí (Hafnargalleríi stenduryfirsýning á 44 pastelmyndum og tússteikningum eftir ÓskarTheódórsson. Verkin eru unni á sl. ári. Sýningin sem stendurtil 30. mars er opin kl. 9-18 virka d.aga og kl. 9-12 laugardaga. Hafnargallerí er fyrir ofan Bókaverslun Snæbjarnar, Hafnarstræti 4, í Reykjavík. Listasafn ASÍ Guðbjartur Gunnarsson opnar sýningu á myndum unnum i blandaöri tækni í Lista- safni ASÍ, Grensásvegi 16, laugardaginn 26. mars kl. 14.00. Guðbjartur lauk kenn- araprófi 1950 og síðar myndmennta- kennaraprófi í Bandarfkjunum. Myndirnar sem hann sýnir eru byggðar upp á Ijós- TONY KAY Amerísk kyiining stóð yfir á Holiday Inn fyrir skömmu og kom til landsins af þvi tilefni Tony Kay, bandarískur píanóleikari og söngvari. Tony skemmtir gestum Holiday Inn næsta hálfan mánuðinn. Einhverjir kann- ast eflaust við Tony því hann hefur tvisvar áður komið hingað til lands. myndum, þrykktar á mismunandi litan pappír og handlitaðar með pastellitum. Sýningin er opin virka daga kl. 16-20, laugardaga og sunnudaga kl. 14-20 svo og skírdag og annan i páskum. Föstu- daginn langa og páskadag verðuropið kl. 15-20. Sýningunni lýkur 10: apríl. Nýhöfn Sigrún Harðardóttir sýnir í Nýhöfn í Hafn- arstræti 18 í Reykjavík. Á sýningunni eru málverkog þurrkrítarmyndirsem unnar eru á þessu og síöastliðnu ári. Þetta er 3. einkasýning Sigrúnar en hún hefur tekið þátt í samsýningum hér og erlend- is. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 ogum helgarkl. 14-18. Umpáskana er hún lokuð á föstudaginn langa og páska- dag. Sýningunni Iýkur6. apríl. f innri sal Nýhafnar eiga eftirtaldir listamenn verk til sölu: Ágúst Petersen, Borghildur Óskarsdóttir, Bragi Ásgeirsson, Daði Guðbjörnsson, Edda Jónsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, GunnarÖrn Gunnarsson, Harpa Björnsdóttir, Haukur Dór, Hólm- fríðurÁrnadóttir, Kari Kvaran, Karólína Lárusdóttir, Magnús Kjartansson, Val- garður Gunnarsson og Vignir Jóhanns- son. Nýiistasafnið Einar Garibaldi sýnir í Nýlistasafninu. Ein- arerfæddur 1964 á ísafirði. Hann stund- aði nám við Myndlista- og handíðaskóla (slands 1980-85. Einarstundarnúfram- haldsnám við málardeild Accademia di Belle Arti di Brera í Mílanó. Einar sýnir 25 verk í Nýlistasafninu. Sýningin stend- urtil 27. marsog eropin mánudaga til föstudaga kl. 16-22 og um helgar kl. 14-22. Kjarvalsstaðir í Austursal Kjarvalsstaða stendur sýning 10 norrænna textíllistamanna. Yfiriskrift sýningarinnar er Saarilla sem er f innska og þýðir Á eyjunum. Tveir listamenn frá hverju Norðurlandanna eiga verk á sýn- ingunni. Anna Þóra Karlsdóttir og Sigur- laug Jóhannesdóttir (Silla) taka þátt í sýn- ingunni af íslands hálfu. Þetta er farand- sýning og fer héðan til Færeyja, Borgund- arhólms og Álandseyja. Sýningin stendur til 28. mars. I Vestursal Kjarvalsstaða stenduryfir sýning á verkum Sigurðar Öriygssonar. Ásýhingunni eru 7 stór myndverk, öll unnin í akríl- og olíuliti i vetur. Þetta er 15. einkasýning Sigurðar en hann hefur einnig tekið þátt í samsýningum hér á landi og erlendis. Sýningu Sigurðarlýkur 27. mars. Báðar sýningarinar eru opnar daglega kl. 14-22. Krókur Nýr sýningarsalur hefur verið opnaður að Laugavegi 37f Reykjavík. Salurinn hefur hlotiö nafnið Krókur og er Kees Visser sá fyrsti sem sýnir þar. Kees sýn- ir þar skúlptúra til 1. apríl. Sýningin er opináverslunartfma. Liststofa Bókasafns Kópavogs Sýning á 18 Ijósmyndum eftir Svölu Sig- urleifsdóttur stendur nú yfir í Liststofu Bókasafns Kópavogs. Ljósmyndirnar eru teknar á seinustu 6 árum á Isafirði og Hornafirði. Svala fæddist á (safirði 1950. Sýningin eropin á sama tíma og bókasaf- nið, mánudaga til föstudaga kl. 9-21, laugardaga kl. 11 -14. Sýningin stendur til 15. april og eraðgangurókeypis. Glugginn Akureyri Kristján Steingrímur Jónsson sýnir mál- verk í Glugganum Glerárgötu 34 á Akur- eyri. Kristján Steingrímur er fæddur á Akureyri 1957. Sýningin verður opnuð föstudaginn 25. mars kl. 21 og stendur til mánudagsins 4. apríl. Glugginn er 'opinn daglega kl. 14-18 en lokaöerá mánudögum, nema annan dag páska verður opið eins og aðra daga. Við opn- un sýningarinnarfer Jón L. Halldórsson með kvæði við undirleik félaga sinna. Slunkaríki ísafirði SigríðurÁsgeirsdóttirsýnirverksin í Slunkaríki á (safirði. Verkin eru unnin í gler og tré á síðastliðnum tveimur árum. Sýningin sem stendur til 27. mars er opin frá fimmtudegi til sunnudags kl. 16-18. Ferðalög Upplýsingamiðstöð Upplýsingamiðstöö ferðamála er með aðsetur sitt að Ingólfsstræti 5. Þar eru SJÁ NÆSTU OPNU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.