Morgunblaðið - 29.03.1988, Page 9

Morgunblaðið - 29.03.1988, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 9 Glugginn auglýsir Vorum að taka upp sumarbússur, peysur °g pils. Glugginn, Laugavegi 40. Vinsælar mingargjafir Svefnpokar Bakpokar Snyrtitöskur Ferðatöskur Skjalatöskur DULUX EL frá OSRAM - 80% orkusparnaður - 6 föld ending - E 27 Fatning 7 W 11 W 15 W 20 W 40 W 60 W 75 W 100 w Fæst í öllum helstu raftækjaverslunum og kaupfélögum landsins. Heildsölubirgðir. J0HANN 0LAFSS0N & C0.HF. 43 Sundaborg 13-104 Reykjavík - Sími 688 588 Evrópukort f ramtíðarinnar ísiand og Evrópubandalagið er meginefni nýjasta heftis tímaritsins Stefnis. Þar ræða ýmsir aðilar um hver framtíð samskipta ís- lands við EB eigi að vera með áform banda- lagsins um einn innri markað bandalagsríkj- anna árið 1992 í huga. Spurt er hvort að ís- land verði á Evrópukorti framtíðarinnar. Fylgjumst vel með Maria E. Ingvadóttir, fjármálastjóri Útflutn- ingsráðs og formaður Hvatar, vitnar i grein sinni í Stefni til starfs- áætlunar rikisstjómar Þorsteins Pálssonar þar sem segir: „Opinber af- skipti af verðlagningu verði sem minnst. Stuðl- að verði að aukinni sam- keppni og verðgæsla efld þar sem samkeppni er ófullnægjandi. Löggjðf gegn hringamyndun, samkeppnishömlum og óeðlilegum viðskipta- háttum verði endurskoð- uð.“ Siðan segir Maria: „Gaman væri að' vita hvemig líður endurskoð- un löggjafar gegn hringamyndun, sam- keppnishömlum og óeðli- legum viðskiptaháttum. Þvi miður höfum við mjög nærtækt dæmi um opinber afskipti af verð- lagningu, en þau afskipd þurrka út eðlilega sam- keppni í viðkomandi grein og gera verðgæslu óþarfa. A ég þar við reglugerð landbúnaðar- ráðherra um fram- leiðslustýringu á eggjum og kjúklingum. Þeir sem fjárfestu og byggðu upp sin bú i skjóli fijálsrar samkeppni, hlupu á jötuna þegar Ijóst varð að verðsamkeppnin hentaði þeim ekki leng- ur. Frá upphafi bjuggu þeir við þær furðidegu aðstæður, að keppa við niðurgreiddar búgreinar og voru neyddir til að taka þátt i að niðurgreiða þær. Hvemig þessar að- gerðir landbúnaðarráð- herra, að koma á algjörri framleiðslu- og verðstýr- ingu búvara, samrýmast áðumefndri tilvitnun úr starfsáætlun ríkissfjóm- arinnar, veit ég ekki. Offramleiðsla land- búnaðarafurða er víðar vandamál. Ekki er gott að spá um framvindu samsldpta okkar við Evr- ópubandalagið, en engu að síður er nauðsynlegt fyrir okkur að fylgjast vel með. Það tók langan tima og miklar umræður að ganga i EFTA á sínum tima. Það tæki líka mörg ár að semja um inngöngu í Evrópubandalagið. Það verður varla lengur hjá þvi komist, að huga að þvi, hveijir kostimir séu og hveijir ókostimir við inngöngu. Ef þær tilraunir EB takast, að „eyða innri landamærum" þrengist um okkar möguleika til samninga, einkum ef okkar helsti samkeppnis- aðili, Noregur, verður þá kominn með aðild. Ekki er ráð nema i tima sé teldð." Hugsanleg að- ild Norð- manna Finnur Geirsson, hag- fræðingur, ritar einnig grein i Stefni um ísland og Evrópubandalagið. í grein sinni segir. Finnur meðal annars: „íslend- ingar hafa eins og er til- tölulega hagstæða við- skiptasamninga við EB, en ljóst má vera að sú staða getur breyst innan tiðar, svo ekki sé talað um þann möguleika að Norðmenn sæki um að- ild. Norðmenn em helstu samkeppnisaðilar okkíir á evrópskum fískmörk- uðum og myndu sem að- ildarþjóð losna við tolla á fiski. Þetta yrði svo sem nógu slæmt, en segir þó ekki alla söguna. Það versta er, að við færum á mis við það hagræði sem myndast á stórum markaðss væðum þar sem allir pjóta sömu réttinda og skilyrða." Sérréttindi hyrfu Siðar i grein sinni seg- ir Finnur: „Aðild íslands að EB gæti m.a. þýtt að sérrétdndi á borð við inn- flutningshömlur, verð- lagshöft, skattamismun- un og lánamismunun hyrfu. En það em ein- mitt þessar aðstæður sem eiga enn frekar eftir að verða okkur fjötur um fót, jafnvel fremur en sá möguleiki að samkeppn- isþjóðir njóti toUafríð- inda á erlendum mörkuð- um. Þá er eftir að tejja þann ávinning sem hlyt- ist af þvi að tengjast með formlegum hætti stóm gjaldeyrissvæði, þvi þótt þátttaka í Evrópumynt- kerfinu sé ekki skilyrði fyrir þátttöku i EB, þá stefnir allt i þá átt að samstarf Evrópuþjóð- anna i gjaldeyrismálum verði stöðugt meira. Er nú jafnvel talað um evr- ópskan seðlabanka. Avinningamir fyrir okk- ur af slíku sairstarfi em augljósir, verðbólga gæti aldrei orðið meiri hér en þar. Helstu rökin gegn að- ild að EB sem heyrast em þau að stóm löndin muni einfaldlega gleypa okkur. Voldug fyrirtæki sæju sér leik á borði, keyptu eignir og afnota- rétt að auðlindum, hirtu gróðaiui og ekkert yrði eftir handa íslendingum. Þar að auki myndu þjóðareinkenni og þjóð- ernisvitund smám saman hverfa. Ég held að þetta sé ástæðulaus ótti og í rauninni fjarstæðu- kenndur ef tilkall okkar til hugvits og dugnaðar á við rök að styðjast. Þá fyrst þegar við opnum okkur fyrir erlendum straumum, mun á það reyna hvort við getum með réttu státað okkur af ýmsu því sem við höf- um gert og stöndum fyr- ir. Þjóðeraishroki yrði að víkja fyrir réttmætu þjóðernisstolti." SKAMMTÍMABRÉF IÐNAÐARBANKANS Örugg ávöxtun án langs binditíma. □ Skammtímabrét' Iðnaöarbankans bera 9,8% ávöxtun yfir verðbólgu. Þau greiðast upp með einni greiðslu á gjalddaga. □ Velja má um gjalddaga frá 1. júní nk. og síðan á tveggja mánaða fresti til 1. febrúar 1990. □ Skammtímabréf Iðnaðarbankans eru fyrir þá sem vilja njóta öruggrar ávöxtunar en vilja ekki binda fé sitt lengi. □ VIB sér um sölu á skammtímabréfum Iðnaðarbankans. Komið við að Ármúla 7 eða hringið í síma 91-68 15 30 og fáið nánari upplýsingar. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavik. Simi 68 15 30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.