Morgunblaðið - 29.03.1988, Side 64

Morgunblaðið - 29.03.1988, Side 64
88ei SflAM .62 HUOAaUiaifltJ .GiaAJaHUOHOM MÓRGUNBLABIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 23 FYRR EDA SEINNA VELUR ÞÚ RICOH TELEFAX Ricoh 1973 Ricoh varfremsti framleiöandinn í heiminum sem markaðssetti hraðvirk telefaxtæki með stafrænni tækni. Ricoh 1973 Ricoh var einnig fyrst til að senda telefáxskeyti um gerfihnött frá Tokyo til New York. Ricoh 1975 Ricoh var fyrsta fyrirtækið í greininni sem hlaut Deming verðlaunin fyrir gæðastjómun. Ricoh 1980 Eitt hundrað og fimmtíu Ricoh telefaxtæki voru notuö á Ólympíuleikunum í Moskvu. Ricoh 1986 Richo var fyrsta japanska fyrirtækið er hóf framleiðslu á telefaxtækjum í Evrópu - í Telford á Englandi. Ricoh 1986 Ricoh varð stærsti framleiðandi telefaxtækja í Japan með framleiösluhlutdeild upp á 21.5% Ricoh varð einnig í 1. sæti í Bandaríkjunum, þar sem 15.7% allra telefaxtækja eru frá Ricoh. Ricoh í dag Nú birtist stærsti framleiðandi telefaxtækja í heiminum í fyrsta sinni á íslandi. Ricoh Fleira er óþarft að vita um telefax. tmm Fnemstirmei fax 3 hf SKIPHOLT117 105 REYKJAVlK SÍMI: 91 -2 73 33 Minning: Jón HjörturJóns- sont Hafnarfirði Fæddur 21. október 1898 Dáinn 20. mars 1988 Afí minn, Jón Hjörtur, og Guðríð- ur amma mín kynntust á Hótel Hafnarfirði fyrir margt löngu. Hann vann þá í Hansensbúð, fom- frægri verslun í Firðinum, þar sem nú er veitingahús með svipuðu nafni. Og einhveiju sinni þegar kokkeríið heima hjá kaupmanni Hansen bilaði var starfsmaðurinn sendur yfir götuna í mat í hótelinu á kostnað verslunarinnar. Þar gekk hún amma mín um beina. Sagan af samdrætti afa og ömmu var ein af mínum uppáhaldssögum. Mér fannst þau alltaf vera ólík öðru fólki — svo ung og horfðu alla tíð á heiminn eins og fólk sem er að búa sig á ball. Ég undi mér iðulega tímunum saman við að horfa á gamlar myndir af þeim, trúði þvi varla að heimur ljósmyndanna væri löngu liðinn. Ömmu fannst ég víst stundum eitthvað undarlegur að vilja stöðugt heyra þessa gömlu sögu af því hvemig þau kynntust. En hún má vita það að mér verður oft hugsað til þeirra beggja — til dæmis þegar ég geng framhjá virðulegu veitingahúsi einhvers staðar í heiminum og horfi á unga stúlku þjóna ungum manni til borðs. Ætli þama sé að myndast ættbogi? segi ég við sjálfan mig og er í hug- anum kominn suður í Hafnarfjörð snemma á öldinni þegar þau tóku saman, Guðríður Einarsdóttir frá Merkinesi í Höfnum og Jón Hjörtur Jónsson, sem ólst upp í Gunnarsbæ í Hafnarfírði. I Gunnarsbæ bjó afi Jóns Hjart- ar, Gunnar Gunnarsson. Við hann var bærinn kenndur og gatan reyndar líka, Gunnarssund. Gunnar þessi fæddist um miéja hina öldina, aftur í grárri fomeskju að því mér fannst; og ég starði undrandi á gulnaða ljósmynd af þeim karli og afa mínum, Jóni Hirti, í fangi hans. Jón Hjörtur var júníor; faðir hans og alnafni, sonur gamla Gunnars, dmkknaði aldamótaárið og þá tók sá gamli sonarson sinn í fóstur. Þegar ég fór að koma í kurteisis- heimsóknir í Hafnarfjörð hitti ég helst mitt fólk, ættingja og vensla- fólk, og ekki fyrr en löngu seinna þegar sjóndeildarhringurinn víkkaði og fleira fólk kom til skjalanna að mér var sagt að tilværi sérstakur „Gunnarsbæjarsvipur". Og hvemig svipur er það? spurði ég. Það er svona merkilegheitasvipur eins og á sjálfum þér og fleirum, til dæmis honum afa þínum. Þá fór ég að speglinum og gerði mig merkilegan í framan og fannst ég eiginlega vera meiri maður en áður að til- heyra svona merku slekti að það gat sett upp sameiginlegan svip. Trúiega höfum við verið merki- legir með okkur, við afi, þegar við geystumst gegnum Hafnarfjörð á hjólinu hans. Eg sitjandi á pípunni og augun full af támm í vindinum og kreppti hendumar um stýrið, fann í senn „saltlykt og fjöruangan" og þessa lykt sem ég fann svo oft af afa mínum — daufa neftóbaks- lykt og angan af hreinum fötum. Hafnarfjörður var óvenjulegur bær í mínum augum. Þegar ég kom innan úr Reykjavík þangað suður til að hitta mitt fólk fannst mér ég fara inn í annan hejm. Þetta var hjólreiðamannabær. í þá daga var hraunið alltumlykjandi og gleypti allan vind sem kom úr norðri eða austri. Þess vegna var svo oft lygnt og hlýtt í firðinum og hægt að hjóla í hendingskasti eftir mjóum götum og stígum og hringja bjöllunni fyrir hom. Þá list kunni afi — og kenndi mér. Hann setti mig á reiðhjól stóru- systur minnar, Hjördísar, hélt undir hnakkinn og sagði mér að hjóla af stað. Við fómm upp Linnetsstíginn gamla, sveigðum inn á Álfaskeið og mér fannst undur og stórmerki gerast að ég skyldi geta hjólað í fyrstu tilraun og leit um öxl. En þá var afi enn aftan við mig, hljóp á harðaspretti með hjólinu og sagði: Áfram! Líttekkivið! Og ég herti á mér, fann að ég hélt jafnvæginu, leit um öxl og sá þann gamla hverfa og minnka í íjarlægðinni og fór þá fyrst að hugsa um það að honum hafði láðst að segja mér hvemig ég ætti að stoppa. Fyrsti vinnustaður afa var fyrr- nefnd Hansensbúð. Sfðar starfaði hann í Ásmundarbakaríi og svo í Rafha, sérfræðingur í uppsetningu eldavéla og ofna, iðulega sendur á vegum fyrirtækisins norður og austur og vestur að setja upp ofna í hótel og önnur fyrirtæki. Hann þekkti vel land sitt, las stöðugt og safnaði fróðleik, hélt upp á sínar bækur og blöð, hirti húsið við Linn- etsstíg og garðinn og líf þeirra ömmu féll í fastan farveg myndaðan af trausti og föstum venjum. Þau vom félagslynd, tóku þátt í safnaðarstarfí fríkirkjunnar, störf- uðu í góðtemplarareglunni (Morg- A HITACHI HLJOMTÆKJASETT með geislaspilara og fjarstýringu Verð með geislaspilara: kr. 63.100,- kr. 59.945,- stgr. Vero an geislaspilara: kr. 44.000,- kr. 41.800,- Meiriháttar tæki á ótrúlegu verði. Góð afborgunarkjör. •RÖNNING heimilistæki KRINGLUNNI -SIMI (91)685868

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.