Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 12
12 B mtr&snblabi* /IÞROTTIR ÞSIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA / UNGLINGAMEISTARAMÓTIÐ A SKÍÐUM Siglfirðingar „sigruðu veðrið" og mótið gekk eins og í sögu ÞRÁTT fyrir ieiðinlegt veður á laugardaginn tókst Unglinga- meistaramótió á skföum á Si- glufirði um helgina vei. Veðrið spilaði þrátt fyrir allt ekki svo mikið inn f þetta. Keppni gekk ljómandi vel á föstu- dag en á laugardag skall á með litl- um fyrirvara mikil norðanátt og hrfð þannig að hætta varð keppni þann daginn,“ sagði Kristján Möil- er, framkvæmdastjóri íþrótta- bandalags SigluQarðar, f samtali við Morgunblaðið eftir mótið. „Á sunnudag var byijað klukkan ellefu að keppa f göngu og um há- degi í alpagreinum og allt kláraðist þann dag. Það var fyrst og fremst góðu starfsliði að þakka, þvf hægt var að láta keppa f tveimur brautum í einu. Það má því segja að við höfum sigrað veðrið." Ekki keppt f stökid Kristján sagði ennfremun „Eini dapuriegi þátturinn við mótið var að ekki var keppt- í stökki, en þar var enginn keppandi var skráður til keppni. Okkur Sigifirðingum þykir það leiðinlegt að það skyldi koma f okkar hlut að halda mót þar sem ekki er keppt í stökki. Ef for- ystumenn skíðamála á íslandi vilja ekki grfpa inn f núna þá er það mjög alvarlegt mál. Mér finnst að Skfðasambandið verði að láta málið til sfn til taka, með þvf að ráða til sfn stökkþjálfara sem ferðast til þeirra staða sem vilja fá svona menn. Erlendan þjálfara sem færi um landið og þjálfaði, segði til og næði að auk veg stökksins á ný í góðri samvinnu við heimamenn. Séstaklega finnst mér mikilvægt að ná áhuganum upp á nýjan leik hjá bömum og unglingum," sagði Kristján Möller. ■ Úrslit/B 17. Taldi mig eiga góða möguleika - sagði Harpa Hauksdóttirfrá Akureyri HARPA Hauksdóttir frá Akureyri var einn sigursœl- * asti keppandinn á þessu móti. Hún sigraði bœði f stórsvigi og svigi f flokki 13-14 ára. Við spurðum Hörpu hvort þessi árangur hefði komið henni á óvart. „Bæði og. Ég hef keppt á móti flestum þessum stelpum í vetur og vissi þvf að ég ætti góða möguleika á sigri. í svona keppni getur hinsvegar allt gerst og þetta var því mjög ánægjulegur sigur." Hveiju viltu þakka þennan árangur? „Það er nú fyrst að nefna Valþór þjálfara minn en hann hefur veitt mér mikið aðhald í vetur. Ég fer á hveijum degi upp í Hlíðarfjall en reglulegar æfíngar eru 4-5 sinnum á viku. Það er mikill áhugi hjá krökkum á Akureyri á skíða- íþróttinni. Við vomm vel yfir 100 krakkar sem kepptum á þessu Unglingameistaramóti." Harpa lét vel af aðbúnaðinum á Siglufirði en sagði þó að veðrið hefði getað verið betra. Hún var nú kominn með * dálitinn magaverk af kvíða þegar blaðamaðurinn ræddi við hana því krakkamir áttu að fara til Akureyrar aftur með togaranum Margréti EA. Harpa sagðist alltaf verða sjóveik en það væri þó ágætt að komast aftur heim til Akureyrar þá um kvöldið. Morgunblaöið/Kristjón Kristjónsson Harpa Hauksdóttlr frá Akureyri var sigursæl á mótinu á Siglufirði um helgina. Hulda Magnúsdóttir frá Siglufírði stóð sig mjög vel f göngukeppni Unglinga- meistaramótsins. Sigraði f öllum þeim greinum þar sem hún tók þátb Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson Þrjár fyrstu f stórsvigi 13-15 ára flokks. Frá vinstri: Marfa Magnúsdóttir, Akureyri, Margrét Rúnarsdóttir, ísafírði, sem sigraði, og Anna í. Sigurðardótt- ir, Húsavík. Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson Ólafur Þórlr Hall frá Siglufirði, til hægri, ásamt félaga sínum Ásþóri Sig- urðssyni. „Ætla að æfa á fullu næsta vetur" - segir Ólafur Þórir Hall frá Siglufirði Ólafur Þórir Hall frá Siglufirði kom mjög á óvart á þessu móti meö tvöföldum sigri sínum íflokki 13-14 ára. jr Olafur tjáði blaðamanninum að sigurinn hefði komið sér mjög á óvart. Árangur hans í vetur hefði ekki verið neitt sérstaklega góður og hann hefði því alls ekki búist við að ná í gull á þessum móti, hvað þá tvö. Við spurðum Ólaf hveiju hann vildi þakka þennan árangur: „Ætli það sé ekki Kerlingafjalla- ferðin siðasta sumar," sagði ólafur brosandi. „Ásþór sem náði öðru sæti fór með mér í Kerlingarfjöll síðasta sumar. Þetta virðist hafa skilað svona góðum árangri. Nei, alvarlega þá fylgir íþróttum alltaf einhver heppni og svo virðist sem ég hafí haft hana með mér núna. Svo má nú ekki gleyma þjálfaranum mínum, Andrési Stefánssyni, en hann hefur verið þjálfari minn síðan ég var sjö ára gamall. Ég hef lært mikið af honum og því vil ég þakka honum fyrir hans framlag í þessum sigri." Hvaða markmið hefur þú sett þér með iþrótt þinni? „Eg ætla að æfa á fullu næsta vet- ur en síðan verður maður að sjá til hvað setur. Ég hef áhuga á því að setjast á skólabekk í Menntaskólan- um á Akureyri. Það væri gaman að geta æft skíði í Hlíðarfjalli en skólinn verður auðvitað að ganga fyrir." Ólafur kvaðst einnig æfa fótbolta með KS og sund á Siglufirði. Hann var sæmilega bjartsýnn á árangur liðsins í 2. deildinni í sumar og bjóst við að liðið myndi geta haldið sér í deildinni. Það var ekki spuming hvaða íþrótt er í mestu uppáhaldi hjá Olafi, skfði, skíði og aftur skfði! Skipting verðlauna Verðlaun á Unglingameist- aramótinu á Siglufírði skipt- ust sem hér segir; fyrstu eru það gullverðlaun, þá silfrið og bronsið, og loks samanlagður fyöldi verðlauna hvers keppn- isliðs. Siglufjörður...9 9 5 23 ísafjörður....7 6 10 23 Akureyri.......9 5 2 16 Ólafsfjörður...1 2 4 7 Reykjavík......0 4 2 6 Húsavík........0 0 2 2 UÍA............0 0 1 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.