Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988 T" Brottflutningur sovéska innrásarliðsins frá Afganistan Viljum íslamska stjóm í Afganistan eða dauða - segja talsmenn frelsissveita skæruliða Parachinar, Pakistan, Reuter. >— FRELSISSVEITIR afganskra skœruliða, sem halda til í Pakistan, hafa lýst yfir því að þær hyggist hafa samkomulag um brottflutning sovéska herliðsins frá Afganistan að engu. Skæruliðar kveðast nú vera að undirbúa sig undir langt stríð gegn sovésku leppstjórninni í Kabúl. „Við munum láta til skarar skríða gegn afgðnsku ríkisstjóminni með hjálp Bandarflqamanna, Kinveija og bræðra okkar í Pakistan," sagði einn foringja skæruliða í samtali við blaðamann Reuters-iréttastofunnar i Parachinar í Pakistan. Flest bendir til þess að skæruliðar ráði yfír vopnabúnaði sem geri þeim kleift að framkvæma hótanir sínar. Heimildarmenn í Pakistan segja að vopn streymi til skæruliðanna og fréttir hafa borist af því að Sovét- stjómin hafí einnig stóraukið her- gagnaflutninga til afganska stjóm- arhersins en brottflutningur herliðs- ins hefst 15. maí samkvæmt ákvæð- um sáttmálans sem undirritaður var í Genf í gær. Skæruliðar eru nú sagð- ir ráða yfír fjölda loftvamarflug- skeyta auk þess sem þeim hafí að undanfömu borist öflugar eldflaugar gegn skriðdrekum. Sáttmálinn sem undirritaður var í gær kveður ekki á um vopnahlé í stríðinu í Afganistan. Risaveldin tvö hafa náð samkomulagi um að ábyrgj- ast samninginn en þau munu áfram styója bandamenn sína í Afganistan. Bandaríkjamenn kveðast reiðubúnir til að hætta stuðningi við skæmliða hætti Sovétmenn hergagnaflutning- um til stjómvalda i Kabúl. Samning- urinn hefur það hins vegar í för með sér að skæruliðar geta ekki lengur haft stöðvar sínar innan landamæra Pakistan. „Við höfum náð miklum vopna- búnaði á okkar vald en við þurfum á nútímalegum búnaði að halda eink- um eldflaugum gegn flugvélum," sagði afganski skæruliðaforinginn. A þessum tíma árs hafa hergagnaflutn- ingar yfír landamærín ffá Pakistan ævinlega verið í hámarki frá því stríðið hófst í Afganistan. Vorveðrið Skæruliðar gráir fyrir járnum nærri landamærabænum Khost í Afganistan. leið til síns heima. Sovéskir hermenn breiða yfir fallbyssu skrið- dreka í Afganistan. gerir skæmliðum kleift að flytja her- gögn á múlösnum og hestum yfír landslag sem að öllu jöfnu er mjög erfítt yfírferðar. Einn fylgismanna Hizb-e-Islami-flokksins, sem lýtur syóm Gulbaddins Hikmatyars, for- ingja sjö skæmliðahreyfínga, sagði í samtali við fréttamann Reuters að stöðugt bæmst fleiri vopn, sem flutt væm á hestum yfír landamærin. „Barátta okkar heldur áfram af því að viljum losna við kommúnistana. Við viljum koma á íslamskri stjóm í Afganistan eða deyja". Pravda: Fagnar sanuiingn- um en efar frið Moskvu, Reuter. PRAVDA, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, fagnar Genfarsamningnum um brott- flutning sovésks herliðs úr Af- ganistan, en segir of snemmt að spá um hvort þeir hafi frið í för með sér. „Þetta er greini- legur sigur raunsæis og rök- hyggju," segir meðal annars i fréttaskýringu Pavels Dem- tsjenkos. Fréttaskýrandinn segir fríð í Afganistan ekki endilega þurfa að sigla í Iqölfar vel heppnaðrar samningsgjörðar og bætir við að of snemmt sé að draga ályktanir. Segir Demtsjenko að „hin átakan- lega langa" styijöld í Afganistan hafí valdið miklum sársauka í hjörtum fjölmargra sovéskra flöl- skyldna. Rauði herinn réðst inn í landið á jólum 1979 og hefur átt í bar- áttu við andspymuhreyfingu íslamskra skæmliða æ síðan. Tal- ið er að ekki séu færri en 115.000 sovéskir hermenn í landinú og áætlað er að um 20.000 Sovét- menn hafí fallið í stríðinu. Kína: Meðalaldur ráðherra lækkar PekÍDg. Reuter. ÞINGIÐ í Kína hefur kosið nýja ríkisstjórn. Var tillaga Li Peng, forsætisráðherra, um nýja ráð- herra, samþykkt. Á blaðamanna- fundi í gær, sem sigldi i kjölfar stjóraarkjörsins, neitaði Li þvi eindregið að ágreiningur væri milli hans og Zhaos Ziyangs, aðalritara kommúnistaflokksins, um ágæti umbótastefnu flokks- ins, en erlendir stjórnarerindrek- ar og fréttaskýrendur telja Li vilja ganga mun skemur en Zhao. „Okkur Zhao aðalritara greinir ekki á um nein stefnumál," sagði Li á blaðamannafundinum, en slíkir fundir em næsta fátíðir þar eystra. Li eyddi ennfremur nokkmm tíma í að neita þeim sögusögnum að hann ætti frama sinn'að þakka fóst- urföður sínum Chou Enlai, fyrmrn forsætisráðherra Kína, en hann lést 1976. Tíu nýir ráðherrar em í ríkis- stjóm Kína eftir breytingamar. Jafnframt því að gera breytingar á skipan ríkisstjómarinnar ákvað þingið að gera stjómkerfíð skilvirk- ara með því að fækka ráðuneytum úr 45 í 41. Helzta breytingin á stjóminni er sú að Wu Xuegian hefur látið af starfí utanríkisráðherra og tekið við starfí aðstoðarforsætisráðherra. Mun hann stjóma mótun utanríkis- stefnu Kínveija og fjalla um vopna- sölumál. Við starfí Wu í utanríkis- ráðuneytinu tók Qian Qichen, fyrr- um aðstoðarráðherra hans. Reuter Zhao Ziang, aðalritari Kommúnistaflokks Kína, ásamt Deng Xiao- ping undir lok þingsins. Qin Jiwei, sem situr í stjóm- málaráði kínverska kommúnista- flokksins og er yfirmaður heraflans í Peking, tók við starfí vamarmála- ráðherra. Forveri hans, Zhang Aip- ing, lætur af starfi sökum aldurs. Chen Muhua seðlabankastjóri, valdamesta konan í ríkissljóm Kína, varð einnig að láta af starfi sakir aldurs. Verkffæðingurinn Li Guix- ian, sem hlaut menntun í Sovétríkj- unum, tekur við starfi hennar. Li hefur enga reynslu af fiármála- stjóm en hið sama átti við um Chen. Kosið var leynilegri kosningu um tillögu Pengs. Var kosningin með þeim hætti að þingfulltrúar gátu samþykkt eða hafnað viðkomandi ráðherraefni eða skilað auðu. Ákveðið var að skýra ekki ffá niður- stöðu kjörsins og segja stjómmála- skýrendur það veikleikamerki hjá valdhöfunum. Að sögn kínverskrar fréttastofu er meðalaldur 13 manna ríkisráðs, sem valdamestu ráðherramir skipa, 61 ár miðað við 67 ár í fyrrverandi stjóm. Meðalaldur annarra ráð- herra er 58 ár. Þeir em nær allir háskólamenntaðir. Reuter Suður-afrískir embættismenn rannsaka flak DC-3 vélarinnar. Suður-Afrika: 23 farast þegar DC-3 brotlendir Jóhannesarborg, Reuter. FLUGMAÐUR gamallar DC-3 flugvélar tilkynnti að eldur væri um borð skömmu áður en hún brotlenti á akri nokkrum aðfaranótt miðvikudags. Ailir um borð, 23 að tölu, fórust, en þetta er annað flugslysið I Suð- ur-Afríku á tveimur vikum. í vélinni, sem var tveggja hreyfla, vom helstu knapar, tamn- ingamenn og forystumenn veð- hlaupa í Suður-Afríka. Þeir vom á leið til fundar í Jóhannesarborg. Ekki er vita um orsakir slyssins að öðra leyti en að skömmu áður en vélin steyptist niður heyrðist flugmaðurinn segja í talstöiðinni: „Það er eldur laus um borð,“ en eftir það heyrðist ekkert frekar til hans. Rannsóknaraðilum hefur reynst örðugt að ráða í brakið, enda brann allt sem bmnnið gat. Þingið kýs nýja ríkisstjóm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.