Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 r o Cf 20 B BLÓÐGJAFAFÉLAG ÍSLANDS Blóðgjafafélag íslands heldurfræðslufund mánu- daginn 25. apríl nk., kl. 21.00 í skrifstofuhúsnæði Rauða kross íslands á Rauðarárstíg 18, Reykjavík, gengið inn frá Njálsgötu. Dagskrá: 1. Meðferð dreyrasjúkra: Geta íslendingar full- nægt eigin þörfum fyrir storkuþátt VIII? Björg Jónsdóttir lífefnafræðingur flytur stutt erindi. 2. Tvö stutt myndbönd um blóðgjafir og blóðbankastarfsemi. 3. Önnurmál. Fundurmn er öllum opinn. Stjórnin. OÍTlROn AFGREIÐSLUKASSAR Hressingin Whoopi Þeir sem urðu fyrir vonbrigðum með siðustu tvær myndir Whoopi Goldberg ættu að gleðjast yfir Hættulegri fegurð, nafngiftin höfðar ekki til útlits leikkonunnar - þrátt fyrir persónutöfrana. Hér ásamt sjaldséðum ágætisleikara, Sam Elliott. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson BÍÓHÖLLIN: Hættuleg fegurð — „Fatal Beauty" Leikstjóri Tom Holland. Handrit Hilary Henkin og Dean Reisner. Söguþráður Bill Svanoe. Kvik- myndatökustjóri David M. Walsh. Tónlist Harold Faltermeyer. Að- alleikendur Whoopi Goldberg, Sam Elliott, Harris Yulin, Rubén Blades, Catharine Blore, Jenni- fer Warren, Fred Aspargus, John P. Ryan, Brad Dourif. Það þarf ekki glöggan mann til að sjá hvaðan handritshöfundar Hættulegrar fegurðar hafa fengið innblásturinn, þeir hafa brugðið sér á Beverly Hills Cop myndimar hans Eddie Murphy. Því hér er löggan komin á nýjan leik, munurinn að- eins sá að búið er að skipta um kyn og nú er það hin óheflaða, eld- hressa Whoopi Goldberg sem leikur skálkaskelfinn. Nafnið vísar til bráðdrepandi kókaíns sem kemst fyrir vanþekk- ingu á markaðinn í Los Angeles. Lögreglukonunni Rizzoli (Goldberg) er fengið málið í hendur. Lengst af rennir hún blint í sjóinn meðan hún kafar æ dýpra niður í sollinn í leit sinni að dreifingaraðilunum. Grunurinn beinist að nýríkum fast- eignabraskara (Harris Yulin), en sá eini sem kemur Rizzoli verulega til hjálpar er Mike Marshak (Sam Elli- ott), dularfullur náungi sem er yfir- maður lífvarðarsveitar braskarans. Formúlan gengur fimavel upp, ekki síst fyrir tilstuðlan Whoopi Goldberg, sem hér á sinn langbesta gamanleik. Það klæðir hana mun betur að fást við persónu sem er með annan fótinn á jörðinni, en streðast við hæpna farsa einsog Jumpin’Jack Flash og Burglar. Þá er handritið hið líflegasta og höf- undamir sjá til þess að brandaram- ir koma af færibandi sem og átaka- atriðin. Smá rómantík í lokin hefði mátt missa sig. Hér er hóað saman flinku og góðu aukaleikaraliði þar sem Sam Elliott (Mask) er langmest áber- andi. Synd hvað þessi öruggi og aðlaðandi leikari fær fá tækifæri. Hér er Rubén Blades, upprennandi leikari sem fer með aðalhlutverkið í nýjasta leikstjórnarverkefni Ro- berts Redford, Harris Yulin, sem hefur sérhæft sig í hlutverkum mannhraka (Doc, Trúfélagið), John P. Ryan, sem hefur þokast frá því að leika illvíg rustamenni (Runaway Train) uppí illvíga lögreglumenn (Rent-a-Cop) og Brad Dourif, svo eftirminnilegur í Gaukshreiðrinu og hefur fengist við dálítið ruglaðar persónur æ síðan (Eyes of Laura Mars, Blue Velvet). Þéttur hópur. Lífleg kvikmyndataka Walsh bætir myndina og Holland, sem á að baki dágóða hrollvekju, Fright Night, gerir hér einnig ágæta hluti og slak- ar hvergi á. En það eru klúrir brand- aramir og ofsafenginn leikur Whoopi sem öðru fremur gera Hættulega fegurð að pottþéttri af- þreyingu. nútímaatvinnurcksUar fjÖLVERKAKERFi fjölnotendakerh NÝ T/EKL TÖLVUR, HUGBÚNAÐUR- priájstfrarntak eyri: 208 skrifuðu undir áskorun um brúar- framkvæmdir 208 íbúar í Þingeyrarhreppi skrifuðu undir áskorun til þing- manna kjördæmisins og ráða- manna vegamála á Vestfjörðum þess efnis að hraða eins og kostur er framkvæmdum við Dýrafjarðarbrúna. Á fundi sem Kvenfélagið Von á Þingeyri hélt þann 29. mars sl. var samþykkt að safna undir- skriftum til að skora á þingmenn kjördæmisins og ráðamenn vega- mála á Vestfjörðum að hraða eins og kostur er framkvæmdum við Dýrafjarðarbrúna. Það voru 208 íbúar í Þingeyrarhreppi sem skrif- uðu undir skjal er á stóð: Við undirrituð álitum að Dýrafjarðar- brúin sé einn stærsti þátturinn í því að tryggja öryggi og bæta samgöngur okkar sem hér búum og framkvæmdir þoli enga bið. Undirskriftarlistamir hafa ver- ið sendir viðkomandi aðilum. Wterkurog LJ hagkvæmur auglýsingamióill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.