Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 Hver mynder spennandi glíma segir Haukur Dór myndlistarmaður „Það eru kraftur, safi og hrafnsvört litbrigði í Hauki Dór Sturlusyni, íslendingi búsettum hér, og nafn hans ætti að vera á vörum allra listelskra Kaupmannahafnarbúa,“ sagði Peter Micael Homung í Berlinske Tidende um sýningu Hauks Dórs í Kaupmannahöfn á síðasta ári. Haukur Dór opnar í dag sýningu á málverkum sínum í Gallerí Nýhöfn í Hafnarstræti. Haukur Dór. Morgunblaðið/Bjami Haukur Dór. Án titils. Haukur Dór stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík 1958-1962. Frá 1962- 1964 var hann við nám í The Edin- borough College of Art og við Kun- stakademiet í Kaupmannahöfn frá 1965 til 1967. Hann er án efa þekktastur fyrir leirverk sín en hann starfaði sem leirkerasmiður hér í Reykjavík allt frá árinu 1967 og til ársins 1981 er hann venti kvæði sínu í kross, seldi hús og fyrirtæki og fluttist erlendis með . Qölskyldu sína. Haukur Dór stofn- aði og rak um árabil verslunina Kúnígúnd og í tengslum við versl- unina starfrækti hann leirmuna- vinnustofu. Það hefur því áreiðan- lega þurft nokkra dirfsku til að rífa sig svo rækilega upp með rótum og reyna fyrir sér á erlendri grund í listaheiminum. Haukur segir reyndar sjálfur að upphaf þessara breytinga á lífsháttum fjölskyld- unnar megi rekja til þess að áhugi hans á leirverkunum hafí verið far- inn að dvína og í fyrstu hafí hug- myndin verið að hressa upp á sköp- unargleðina í leirmunasmíðinni. Það hafí ekki tekist, leirmunaskeið lista- mannsins Hauks Dórs hafi hrein- lega verið á enda runnið og í kjöl- far þessa hafi hann snúið sér alfar- ið að málverkinu. „Ég málaði alltaf líka öll þessi ár en sýndi ekkert ef því fyrr en á þessum áratug. Nú er ég hins vegar alveg búinn að leggja leirinn á hilluna. Hann var líka alltaf aukabúgrein - málverkið aðalatriðið," segir hann um þessa breytingu á listferlinum. „ Við fór- um til Bandaríkjanna árið 1981 þar sem ég var í tengslum við lista- skóla og reyndi að endurvekja áhugann á leirkerasmíðinni." Það tókst ekki og eftir tveggja ára dvöl í Bandaríkjunum var förinni heitið til Dannmerkur þar sem Haukur Dór hefur haslað sér völl sem einn af athyglisverðustu starfandi list- málurunum þar í landi. Ég spyr hann hvers vegna Danmörk hafi orðið fyrir valinu, hvers vegna ekki eitthvað annað Evrópuland eða hreinlega ísland aftur? „Við völdum Danmörku af því að þar var ég við nám á sínum tíma og kunni vel við mig. Hér heima er markaðurinn fyrir myndlist þröngur og erfítt að lifa af myndlist- inni. Ég vinn fyrir mér með mynd- listinni og vil ekki vinna við annað. Ætli maður að ná árangri er heldur ekki um annað að ræða. Munurinn á því að stárfa erlendis og hér heima Gulur, rauður, — nýtt leikverk frumsýnt í Hlaðvarpanum Á mánudagskvöldið næsta, annan í hvítasunnu, frumsýnir leikhópurinn Þíbilja nýtt frumsamið leikverk í kjallara Hlaðvarpans við Vesturgötu. Verkið nefna þau Gulur, rauður, grænn og blár og eru leikendur fjórir: Bryndís Petra Bragadóttir, Inga Hildur Haraldsdóttir, Ingrid Jónsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Leikstjóm er í höndum þeirra Þórs Tuliniusar og Ásu Svavarsdóttur. Við litum inn á æfíngu fyrr í vikunni og fyrir svömm varð Þór Tulinius. Nafn leikhópsins, Þíbilja, er samsett úr nöfnum okkar sem myndum þennan leikhóp. Það er engin djúpstæðari merking á bak við nafnið en það. Upphaf þessarar sýningar má reirja til þess að við héma erum sex tiltölulega nýlega útskrifaðir leikarar og viljum hafa ofan af fyrir okkur með vinnu í leik- húsi. Við höfum öll unnið í leikhúsi í vetur en höfðum tíma aflögu og vildum nýta hann svona. Þetta verk, Gulur, rauður grænn og blár, varð til við spuna. við höfum öll unnið með spuna í námi og einnig síðar á námskeiðum. Við höfum fyrst og fremst unun af spuna og því þá ekki að reyna að setja saman þann- ig sýningu? í leikhúsunum erum við vön að vinna með texta og spinna kannski í kringum hann en þetta er öðruvísi þannig að hér er spuninn undirstaðan og texti og grind verða til upp úr því.“ Er leikverkið þá fullmótað eða breytist það frá einni sýningu til annarrar? „Nei, þetta er fastmótað. Við unn- um þetta þannig að eftir ákveðið tímabil í spuna, þar sem við skráðum hjá okkur allar þær hugmyndir sem fram komu, fórum við Asa og tókum okkur vikutíma í að vinna úr hug- myndunum. Við þurftum auðvitað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.