Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 3
,MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988 fyrir nokkrir vanir leikarar og tveir nýútskrifaðir að auki og svo ég, nýfluttur í bæinn og með þá einu reynslu að hafa leikið í áhugaleik- húsum úti á landi. Mér fannst allir standa betur að vígi en ég, og það var náttúrulega svo. Ég fór eiginlega bakdyramegin inn í atvinnuleikhúsið og er sjálf- sagt með þeim síðustu sem gerðu það. Það er hins vegar ekkert laun- ungarmál að ég hef alltaf fundið fyrir því að hafa ekki hlotið regíu- lega menntun á þessu sviði. Ég reyndi að vísu að telja mér trú um að áhugaleikhúsin væru góður skóli, því óneitanlega veita þau gríðarlega mikla sviðsreýnslu, mín leið til menntunar væri þess vegna ekki lakari en leiklistarskóli. Undir niðri hef ég samt alltaf fundið dálít- ið til vanmáttar gagnvart því fólki sem hefur haft skólann að baki. Þess vegna gat ég ekki litið á mig sem fullgildan leikara, að minnsta kosti ekki framan af. Þegar ég var síðan tekinn inn í Félag íslenskra leikara árið 1980 fannst mér það vera eins konar viðurkenning og þá fór ég að líta á mig sem að minnsta kosti hálfan leikara. Fyrsta hlutverkið mitt hér var í Þess vegna skiljum við eftir Guð- mund Kamban. Og strax á fyrsta vetrinum lenti ég í stórhlutverkum á borð við Skugga-Svein og síðan eftir því. Það út af fyrir sig hefur hjálpað mér að komast á þá skoðun að ég væri svona að minnsta kosti þokkalega hæfur. En fljótlega eftir að ég kynntist atvinnuleikhúsinu af eigin raun fór að blunda með mér sú tilfinning að ég yrði að koma mér í einhvers konar nám. Það tók að vísu átta ár að láta það verða að veruleika. Út í óvissuna Þegar ég var búinn að leika hér þessi átta ár fannst mér ég verða að breyta til. Annaðhvort að fara suður og reyna fyrir mér þar eða komast eitthvað í burtu í eitthvert nám, bæði til að hvíla sjálfan mig og ekki síður áhorfendurna, sem voru búnir að horfa á mig hér á sviðinu allan þennan tíma. Þá fór ég til London. Það var eiginlega ævintýralegt hvernig það gerðist. Ég fann aug- lýsingu í blaði frá skóla, The Drama Studio London, sem er eins konar framhaldsskóli fyrir leikara. Ég gat einhvem veginn bögglað saman umsókn og sendi hana og var tek- inn inn í skólann þrátt fyrir einstak- lega lélega enskukunnáttu. Um- sjónarkennarinn minn sagði mér síðar að þeir hefðu velt þessari umsókn lengi fyrir sér. Mér hafði verið sagt að ég kæmist aldrei inn í þennan skóla vegna þess hvað ég var vondur í ensku og ég yrði að svindla svolítið. Ég vildi hins vegar ekki leyna þessu á nokkurn hátt. Hins vegar þurfti ég að skila með- mælum og leitaði til fólks sem ég hafði unnið með og leikið hjá. Þetta voru Signý Pálsdóttir, Páll Baldvin Baldvinsson og Sveinn Einarsson og eftir því sem kennarinn minn sagði voru þetta þvílík meðmæli að þeir álitu einna helst að þeir væru að taka inn í skólann einhvem helsta Ieikara íslands! Það var lengi ætlunin að við færum öll, Guðrún, ég og dætum- ,ar, sem vom orðnar fjórar. Ég fékk fyrirgreiðslu frá Lánasjóði íslenskra námsmanna, en það var ekki grund- völlur fyrir því að fjölskyldan færi og það varð að samkomulagi að ég færi einn og Guðrún héldi áfram að reka heimilið hér. Ég kom heim um jól og páska og hún var svo hjá mér síðasta mánuðinn í London. Á skólabekk Fyrsta skóladaginn í London greip mig álíka tilfinning og fyrsta daginn hjá Leikfélagi Akureyrar. Þarna stóð ég í útlendri borg innan um skólagengna leikara, svo gott sem mállaus. Ósköp fannst mér ég vera lítill þá. En mér var tekið óskaplega vel og eftir að ég áttaði mig á því að mér yrði fyrirgefíð þó að ég talaði ekki nákvæmlega rétt þá fór þetta að ganga. Ég held að kennaramir hafi fyrirgefið mér málleysið, trúlega vegna þess að ég hafði mikl'u meiri sviðsreynslu en nokkur annar af nemendunum. En þetta var erfiður skóli, langur skóladagur og geysilega mikil heimavinna. Þarna var bókstaflega farið í allt sem varðar leik á sviði, í útvarpi og fyrir framan mynda- vél. Auk þess tók ég einkatíma hjá söngkennara. í skólann em árlega teknir fimm leikstjórnarnemar og ég kynntist þeim vel, fylgdist með þeim í námi og græddi heilmikið á því. Og ég má ekki gleyma að geta þess hvað ég stundaði leikhúsin óhemjumikið. Það var heldur ekki lítið sem lærðist á því að gleypa í sig Lundúnaleikhúsin í tíu mánuði. Þessi tími var stórkostleg upplifun og jók mér öryggi, kjark og reynslu sem er ómetanleg. Ég hefði gjaman viljað vera lengur, dveljast annað ár í London, en ég hefði ekki hald- ið það út að vera í burtu frá fjöl- skyldunni annað ár. Búsorgir á erlendri grund Ég er nátturulega sveitamaður í mér og mér fannst ófært annað en að tryggja mér húsnæði áður en ég færi út í heim. Ég hafði sam- band við séra Jón A. Baldvinsson, sóknarprest í Lundúnum, og hann útvegaði mér með ljúfmennsku sinni herbergi á stúdentagarði. Upphaflega leist mér ekki illa á garðinn, en það var klukkutímaferð með lest að heiman og í skólann og eftir á að hyggja var herbergið eins og sæmilegur fataskápur og auk þess deildi ég eldhúsi með fimmtán öðrum, flestum aröbum, sem ég náði engu sambandi við. Þetta var náttúrulega talsverð breyting fyrir fjölskyldumann ofan af Islandi. Ég varð hins vegar var við að nemendurnir í skólanum voru að taka sig saman í smáhópum til að leigja íbúðir og þegar mér var sagt að vantaði fimmta mann í stóra íbúð ekki langt frá skóla ákvað ég að slá til. Mér fannst ég vera að svíkja umsjónarmanninn á garðin- um en bar mig samt upp við hann, og hann varð raunar guðs lifandi feginn að fá herbergið mitt því hann var með langan biðlista og herbergið gekk strax út. Ég komst hins vegar í þá aðstöðu að umgang- ast skólafélagana mikið og kynnast þeim betur og þá má segja að landið hafi farið að rísa. Að þroskast og fullorðnast Já, þessi dvöl í London var hreint ævintýri. Ég hefði aldrei trúað því að ég mundi læra eins mikið á jafn- stuttum tíma. Þroskast, bókstaf- lega fullorðnast. Og mér finnst ég hafa breyst. Ég vinn öðruvísi, geng öðruvísi að verki en áður. Skólinn kenndi mér að taka hlutina öðrum og fastari tökum. Ég geri mér ekki fullkomlega grein fyrir því hvað hefur gerst í mér en mér finnst ég vinna markvissar en ég gerði og með öðru hugarfari. Það er skemmtilegra að vinna en var. Núna hvarflar ekki að mér, eins og fyrir tveimur árum, að verki sé lok- ið þegar frumsýning er búin og rækileg ástæða til að halda upp á það. Eg skynja miklu betur þann raunveruleika að frumsýning út af fyrir sig er bara einn áfanginn á leið frá fyrsta samlestri til lokasýn- ingar. Ég trúi því að þetta sé hluti af því að skilja í raun og veru stöðu sína sem leikari. Og mér finnst líka að eigingirnin hafi minnkað — og það mátti hún. Heim á ný Það var auðvelt að koma heim. Ég hlakkaði alveg óskaplega til þó að mig langaði í aðra röndina til að vera lengur í þeirri stórkostlegu borg London og þessum ágæta skóla mínum. Spennan sem fylgdi því að byija að leika á Akureyri aftur var mikil. Mér fannst ég hafa lært svo mikið og þroskast og ég fann hjá mér .svo mikla þörf fyrir að sýna og sanna fyrir öðrum að þessi dvöl mín hefði verið til ein- hvers. Einmitt þess vegna fannst mér ég verða að koma aftur, betra fyrir mig en að fara eitthvað ann- að, sem auðvitað gat líka komið til greina. Ég held líka að ég hafi gert rétt. Mér finnst að minnsta kosti miklu betra og skemmtilegra að vinna en áður. Ég sagði áðan að ég hefði þurft að breyta til, ekki síst til að hvíla áhorfendur. Það er ekkert alltof sniðugt að þeir skuli alltaf þurfa að horfa á sömu leikarana þegar þeir fara í leikhúsið sitt. Við stönd- um frammi fyrir í svona atvinnu- leikhúsi, þótt lítið sé, að þurfa að hafa fastráðið fólk. Ég er raunar fylgjandi því að halda því í lág- marki, hér sé kjarni svo sem fimm leikara eða svo. En við þurfum auk þess að hafa talsvert af lausráðnu fólki, bæði til að hvíla þá fastráðnu og leikhúsgestina. Það þarf líka að búa svo um hnútana að fastráðnu leikaramir séu ekki alltaf í burðar- hlutverkum. Það er ekki hægt að hafa alltaf sama fólkið í öllum aðal- hlutverkum. Ég á eftir að ... Það hefur oft og lengi verið rætt um þann möguleika að leikarar fari meira milli atvinnuleikhúsanna og það hefur verið okkur héma ómet- anlegt að fá gestaleikara að sunn- an, eins og oft hefur komið fyrir. En þörfin er ekki sú sama fyrir B 3 sunnan og hér. Þar er miklu meira úrval af leikurum, svo margir fast- ráðnir góðir leikarar að gestaleikar- ar hafa komið hingað en ekki kom- ið að norðan inn á Reykjavíkursvið- in. Satt að segja held ég að á með- al leikaranna sjálfra sé fullur vilji fyrir meiri hreyfanleika en það vanti aðallega skipulag og kerfisbreyt- ingu. Eg þekki marga leikara sem gjarnan vildu flytja sig til, í verki og verki, ef tækifæri væri fyrir hendi. Þetta hlýtur að breytast og ég á eftir að prófa að leika í atvinnuleik- húsi í Reykjavík, hvort sem ég verð gestaleikari eða flyt suður. Málið er bara það að okkur hjónunum líður svo vel hér á Akureyri, líkar sífellt betur að búa hér eftir því sem árin líða, og það yrði átak að þurfa að flytja héðan. En það kemur að því að ég þarf að prófa að leika annars staðar. Glíman við Tevje Þessa stundina er ég að leika Tevje í Fiðlaranum á þakinu. Ég veit að það leist ekki öllum á blik- una þegar fréttist að ég ætti að gera það. Það hafði jafnvel verið búist við því að fenginn yrði gesta- leikari til að leika Tevje. Meðal annars var minnst á Róbert Arn- fínnsson, sem átti einstakan stjömuleik í þessu hlutverki í Þjóð- leikhúsinu á sínum tíma. En mér var falið þetta hlutverk og ég varð var við að það voru ekki allir jafnán- ægðir með það. Ég veit ekki hvern- ig ég hefði bmgðist við slíku mót- læti hér fyrir tveimur ámm. Trúlega hefði ég tekið því illa og jafnvel bognað. En núna komst engin hugs- un að hjá mér önnur en ÉG SKAL. Ég einbeitti mér að verkefninu og gaf allt sem ég átti í það. Það er auðvitað annarra að dæma um ár- angurinn, en þau viðbrögð sem ég hef fundið hafa vakið hjá mér gleði. Og ég er staðráðinn í að vera betri Tevje á hverri sýningu sem eftir er. Verkinu er ekki lokið. Og það að ég skuli hugsa svona núna finnst mér gleggsta dæmið um það hvers virði það var mér að fá að fara í skólann minn. Læra það sem ég hafði verið að gera ámm saman. Og helst vildi ég að ég gæti farið aftur og lært meira. Hver veit nema komi að því líka? Hver veit? Viðtal: Sverrir Páll Henrik Nordbrandt. unnar lifandi kominn. Hvað sem öllu líður, þá sló Nord- brandt ekki í gegn sem skáldsagna- höfundur. Það stafar einkum af því að Danir eiga í erfiðleikum með að skilja hvað hann er að fara en ekki af því að hann tjái sig óskýrt eða skrifi slakan prósa. Ein af ástæðun- um kann að vera sú að það um- hverfí og andrúmsloft sem Nord- brandt skrifar í er svo gjörólíkt hin- um danska smámunasama og sjálf- umglaða Grundtvigisma. í ritgerða- safninu Breve fra en ottoman (1978), skrifar Nordbrandt um um- hverfið sem varð kveikjan að njósna- sögunni um Fred Finckelstein. Þar kemur í Ijós að lífsreynsla hans í Grikklandi og Tyrklandi hefur haft afgerandi áhrif á hann. Um dvöl sína á grísku eyunni Simi segir hann: Dularfullur og óræður. Þannig ímynd vill Nordbrandt hafa í hugum lesenda sinna. „Vera mín á eyjunni breytti allri minni afstöðu til tilverunnar." Og hann gerðist ekki „símastaur". Nefði Nordbrandt komið í mars, þá hefðum við fengið að heyra hann lesa úr sínum nýjustu prósaverkum; þ.e.a.s. furðusögurnar í Septemb- erfortællingar. Bröndums bókafor- lagið fékk til liðs við sig sjö danska rithöfunda (þeirra á meðal Hans Alf- redsson, Peter Seeberg og Inger Christensen) og setti þá í ímyndaða Decameron-aðstöðu. Sjö persónur neyðast til þess að eyða sjö dögum og nóttum saman — náttúruhamfarir hafa einangrað þá frá umheiminum — og hver þeirra segir hinum sögu dag hvem og útúr þessu koma sjö smásagnasöfn. Öll sjö bindin eiga að koma út í ár, en þegar eru þijú bindi komin og heita þau Skæbnen, Mordet og Mödet. í frásögnum ann- ars dags skrifar Nordbrandt um mann sem nær sér niðri á nágranna sínum, sem er óþolandi fótboltafrík, með því að skjóta knattspymumann á sjónvarpsskermi þess fyrrnefnda, og í frásögnum þriðja dags mynda draugar og sálnaflakk rammann um áhrifamikla sálarkönnun hans. Þó ennþá ríki efí hjá hinum sjálf- umglöðu hvað varðar skáldsagna- gáfu hans, vegna þess hve hann er krefjandi og „Tyrfinn" (eilífur stimpill fyrir bókmenntaverk sem krefjast þess að maður flytji innri fjöll úr stað til þess að skilja þau), þá em þessar sömu kröfur tvímæla- laust virtar í ljóðlist Nordbrandts. Karen Blixen skrifaði eitt sinn smásögu sem heitir Perlen. Hún fjallar um unga konu sem á brúð- kaupsferð sinni setur verðmæta perlufesti sína í viðgerð hjá skósmiði í litlu þorpi í Noregi; og hún er næsta viss um að það muni vanta perlu þegar hún fær festina til baka. Hún blygðast sín fyrir að setjast niður og telja, og langur tími líður áður en hún gerir það; og þó er hún löngu komin til Kaupmannahafnar. En þegar hún loksins sest niður og tel- ur, kemur það í ljós að það hefur fjölgað um eina perlu, og sú perla er meira virði en allar hinar til sam- an. Þess konar perla er Hinrik Nord- brandt í danskri ljóðlist, perla sem okkur hefur áskotnast óverðskuldað — en sem þó verður að vera til stað- ar — á órannsakanlegan hátt! Ljóðin sem hér birtast í þýðingu Hjartar Pálssonar eru öll úr nýjustu ljóðabók Nordbrandts Under Mau- solæet. Texti: Lisa von Schmalensee lektor Þýðing: Geir Svansson HENRIK NORDBRANDT Sorgarsaga Kerín voru einungis tækið, tunglið takmark. Hinir voru leirkerasmiðir. Kerin voru margvísleg í laginu og þegar þau bárust niður eftir fljótinu varð öllum Ijóst á augabragði að ker eru sköpuð til þess að fljóta og fljót til þess að bera þau með sér og tungl til þess að skína niður á fljót með vaggandi kerum allavega í laginu. Drjúgan spöl niöur með fljótinu veiddu óvinveittur ættbálkur kerin upp úr vatninu. Fyrst migu þeir í þau á eftir brutu þeir þau í mél. Leirkerasmiðirnir vour þá einungis gamlir menn Iíkarí sínum eigin leir en nokkru sinni fyrr. Til þess að leyna því smurðu þeir sig alla með leir. Hinir stungu þeim í ofninn því að sem fyrr sagði voru þeir leirkerasmiðir. Vesalir leirkerasmiðir! Tunglið skein hátt á himnni og órafjarrí yfír 30 metra háum bambusskógum en vesalings leirkerasmiöirnir bárust niður eftir fljótinu. Kerín voru einungis tækið. Hjörtur Pálsson þýddi. (Úr Under mausolæet)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.