Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 57
57 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 bamabömum sínum og sérstaklega varð henni tíðrætt um Pál sonarson sinn. Hann var svo góður og hjálp- samur við afa sinn með kindumar. Enda sá ég hann oftsinnis hjá þeim. Þegar árin færðust yfir og heilsu Sigrúnar tók að hraka, annaðist Arthúr hana frábærlega vel, sleppti varla af henni auga né hendi. Enda sagði hún mér oft að betri mann hefði hún ekki getað eignast. En sem betur fór entist Sigrún til að hafa fótavist og nokkra vinnugetu til síðustu stunda. Sigrún Ámadóttir var fædd að Stóru-Skógum í Staflioltstungum, ystu tungunni, sem svo er nefnd og er sú eina af þrem, sem heldur sínum upprunalega skógi. Foreldrar hennar voru Ámi Guðmundsson fæddur og uppalinn í sömu sveit og Ragnheiður Pétursdóttir frá Akranesi. Þau voru bæði miklar heiðursmanneskjur, Ámi orðlagður dugnaðarforkur en hún kát, léttlynd og söngvin. Glatt var á hjalla ef gest bar að garði og ætíð útrétt hjálparhönd ef þess þurfti með í næsta nágrenni. Foreldrar Sigrúnar voru leiguliðar eins og kallað var. Sigurður og Guðrún á haugum í sömu sveit áttu jörðina. Almæli var að Sigurður hefði verið mjög ánægður með að fá Ama á jörð sína. Haugahjón voru bamlaus en hvort það kom nokkuð máli við létu Ámi og Ragnheiður dóttur sína bera nafn þeirra. Þannig var til komið Sigrúnamafnið. Hún fæddist á fyrsta búskaparári þeirra í Stóm- Skógum. Ég undirrituð var tekin í fóstur að Stóru-Skógum aðeins fárra vikna gömul. Þaðan á ég því allar mínar bemskuminningar. Ég unni sömu slóðum og Sigrún. Þetta batt okkur saman sterkari böndum en orð fá lýst. Stóru-Skógar standa hátt uppi undir ás. Þegar komið er upp á Bjallann (ásinn), sem svo er nefnd- ur, blasir við eitt víðasta útsýni í Borgarfírði. Sérkennilegar stórar klappir eru fram undan túninu og svo holt og skógar allt um kring. En náttúrufegurð er annað en land- gæði. Það fer ekki alltaf saman og svo var hér, enda er bærinn nú nið- urrifínn og ekki lengur býli þama. En borgarbúar virðast kunna að meta staðinn. Þegar ég kom að Stóru-Skógum 1910 var Sigrún 11 ára en Ingólfur bróðir hennar var fæddur árið 1900. Árið áður en ég kom höfðu Skóga- hjón misst sex ára dóttur, Ágústu að nafni. Hún var eðlilega mikið syrgð og hennar sárt saknað. Hvort Ragnheiður bauðst til að taka mig, þetta komabam, veit ég ekki en betri móður en Ragnheiði var ekki hægt að hugsa sér. Ég naut ekki síður ástríkis hjá fóstra mínum. Strax eftir fermingu fóru systkinin í vistir svona tíma og tíma en komu öðm hvoru heim. Sigrún var meira í burtu — mest vestur í Haukadal hjá föðursystur sinni. Alla tíð þótti henni innilega vænt um Haukadal- inn. En þessi ár full af frelsi vom ekki mörg. Ragnheiður, móðir Sig- rúnar, var veik allan veturinn 1917 og dó um vorið. Ég var aðeins 7 ára gömul. Sigrún gegndi nú ekki aðeins systurhlutverki heldur tók hún að sér móður skyldu við mig og húsmóðurstörfín fyrir föður sinn. Þetta fór henni vel úr hendi þó ung væri. En þremur ámm síðar var heilsu hennar svo háttað að hún varð að fara til Reykjavíkur til langdvalar að leita sér iækninga. Faðir hennar hlaut að bregða búi og láta mig fara á annað heimili. Það var honum sásaukafullt en allt fór þetta betur en á horfðist. Ég fluttist á gott og mikið menningar- heimili en fóstri minn var þama áfram í tvö ár hjá nýjum leigjend- um. Síðari veturinn kynntist hann ágætri konu, sem var ekkja með eina dóttur með sér. Þá byggði hann nýbýlið Mið-Skóga þar sem fjárhús hans stóðu. Þessi kona hét Jónína Guðrún Jónsdóttir og hún varð hans ástkæri lífsfömnautur t Eiginmaður minn og faðir okkar, GUNNARJ. MÖLLER hœstaréttarlögmaður, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 10. júní kl. 13.30. Agústa S. Möller, Jakob Þ. Möller, Jóhanna G. Möller, Þóra G. Möller, Helga Möller. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÖNNUJÓNSDÓTTUR Elínborg Stefánsdóttir, Steindór Guðmundsson, Áslaug Guömundsdóttir, Þórunn Guðmundsdóttlr, Guðmundur Benediktsson, Inga Jóna Jónsdóttir, Sigurður Thorarensen, Guðrún Guðmundsdóttir. t Þakka innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför. KRISTINS TRYGGVASONAR, Kvisthaga 10. Fyrir hönd aðstandenda, Dagbjört Finnbogadóttir. t Þökkum af alhug auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför KRISTÍNAR LIUU KRISTJÁNSDÓTTUR, ökrum, Hellnum. Gunnlaugur Hallgrfmsson, Kristján Gunnlaugsson, Ólína Gunnlaugsdóttir, Þorvarður Gunnlaugsson, Elfn Guðrún Gunnlaugsdóttir og barnabörn. Lokað verður eftir hádegi föstudaginn 10. júní vegna jarðarfarar HARÐAR GUÐMARS JÓHANNESSONAR. Blikksmiðjan Grettir. meðan heilsa og líf entist. Með henni átti fóstri minn 2 sonu. Sá eldri dó innan tveggja mánaða ald- urs, sá yngri, fæddur 1927 náði fullorðins aldri en dó í blóma lífs síns rúmlega fertugur maður. Mik- ill harmur var þá kveðinn að konu hans og bömum þeirra tveim. Öllum sem til hans þekktu fannst þeir hafa mikils misst. En Sigrún komst yfír heilsuleysi sitt á næstu misser- um. Hún þekkti fáa í Reykjavík, þegar hún þurfti þess mest með en af einstakri viltiljun lenti hún inn á heimili Einars H. Kvarans. Þar upp- lifði hún marga yfírskilvitlega hluti. Þau áhrif, sem hún varð þar fyrir, hygg ég að hafí fylgt henni ævi- langt og gerðu hana dulari í skapi. Hún var draumspök kona, og lagði mikið upp úr draumum sínum. Hún skrifaði nokkra þeirra upp á blað og langaði til að koma þeim fyrir almenningssjónir. Þó hygg ég að hún hafí ekki komið því í fram- kvæmd. Meðal skýru.stu bemskuminn- inga, sem ég á um Sigrúnu, er hve mikið hún kunni af ljóðum og söng þau frá upphafí til enda. Það er mér ennþá hrein ráðgáta, hvemig hún komt yfír öll þessi ljóð. Mig langar til að telja hér upp örfá þeirra: 1. Hjálmar og Hulda, 20 erindi, 8 ljóðlínur hvert; 2. Litla stúlkan eftir Jóhann Magn- ús Bjamason. Það bytjar svona: Segðu mér söguna aftur; 3. Sigrúnarljóð, 21 erindi; 4. Upp undan bænum í blóm- skrýddri hlíð, 28 erindi. En það mun haf verið pmetað 1892 í ljóðakveri eftir Þorstein Gíslason. Líklega hafa ljóð þessi gengið hönd úr hendi handskrifuð. Þá em ótalin öll ættjarðarkvæðin og fleira og fleira. Mig minnir að móðir Sig- rúnar hafí sungið þetta mep henni, meðan heilsa entist til. Ég man ekki eftir neinum bókakosti á heim- ilinu nema þessum sígildu hugvekj- um, sem fóstri minn las upp úr all- ar kvöldvökur á vetrum. Svo auðvit- að skólabækur systkinanna. Blöðin ísafold og Unga Island vom keypt. Heimilið í Stóm-Skógum var, sem kallað er bjargálna, það er hvorki sárfátækt né auður í garði. Þá var heldur ekki komið í tísku að eyða um efni fram. Jarðaraf- gjaldið var á hveiju vori tvær ær loðnar og lembdar þ.e. í ullu og með lömbum. Eina mjög ljósa end- urminningu af þeim atburði man ég vel og get ekki stillt mig um að skrá hana. Finnst tíðarandinn nú svo mjög í mótsögn við þá mynd: Fóstri minn kemur inn óvenju- glaður, sest á rúmstokk konu sinnar og segir: „Nú líkaði Sigurði á Haug- um vel æmar, sem ég færði honum. Það var hún Hatta mín með gimbr- ina sína í sama lit. Eina höttótta ærin á bænum og úrvals _ hvít ær með svörtu gimbralambi." Ég hlust- aði á þetta gráti nær, sá svo eftir höttótta lambinu. Að fóstri minn skyldi geta gert þetta og verið glað- ur að auki. Ég veit ég hef ekki getað verið eldri en 7 ára, er þetta atvik gerðist og sýnir örlæti og drengskap Áma, föður Sigrúnar. Að gera betur en vel. Ég enda þessi orð með ósk um góða ættar- fylgju til niðja Sigrúnar. Og samúð- arkveðju til eiginmanns hennar, bama og bamabama. Blessuð sé minning Sigrúnar og þökk sé henni fyrir allt. Ólína I. Jónsdóttir + Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur vinar- hug og veittu styrk viö fráfall HAUKS ZOPHANÍ ASSONAR. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Borgarspítalans fyrir frá- bæra umönnun í veikindum hans. Elfn Þorvaröardóttir, börn og barnabörn. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS VILHJÁLMSSONAR, Álfheimum 42. Guð blessi ykkur öll. Guðveig Hinriksdóttir, Gunnlaugur Gunnarsson, Þorbjörg Einarsdóttir, Ema Gunnarsdóttlr, Kristinn Sigurðsson, Guðný Gunnarsdóttir, Jón Pálsson, Vigdfs Gunnarsdóttir, Agnar Logi Axelsson, Ágústa Hallsdóttir, barnaböm og bamabamaböm. t Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og jarðarför GÍSLA BJÖRNSSONAR, Vesturbraut 13, Höfn. Regfna Stefánsdóttir, Arngrfmur Gfslason, Hrafnhlldur Gfsladóttir, Katrfn Gfsladóttir, Guðmundur Pálsson, Borghildur Gfsladóttir, Jón V. Kristjánsson, Björn Gfslason, Auður Jónasdóttir, Kristín Gfsladóttir, Hrelnn Eirfksson, Baldur Gfslason, Elfsabet Sveinbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu lfnubili. Ótrúlegt litaúrval Líttu við í Smiðjubúðini v. ®HF.OFNASMHMAN SÖLUDEILD HÁTEIGSVEGI7. S: 21220 ERT þú að BYGGJA SUMAR- BÚSTAÐ? Hjá okkur færðu: Niður- sagað efni í eldhúsinn- réttinguna og skápana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.