Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 3
B 3 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTT1R ÞRŒXJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 ÍÞRÓmR FOLK MSovéski landsliðsmaðurinn, Ig- or Belanov, verður að líkindum fyrsti Sovétmaðurinn til að leika knattspymu á ítalíu.Það var ann- arrar deildar liðið Genoa sem hafði gengið frá samningi við sovéska knattspymusambandið um kaup á Belanov, en þar sem því mistókst að komast upp i fyrstu deild á síðasta keppnistímabili hefur það gert samning við fyrstu deildar fé- lagið Atalanta um að það fái Sovét- manninn knáa. Sovétmenn frá olíu fyrir um 13 milljónir kr. fyrir Bel- anov. Aðrir erlendir leikmenn Atal- anta á næsta keppnistímabili verða að líkindum Svíamir Glenn Ström- berg og Robert Prytz. ■ NORSKA handknattleiksfé- lagið Stavanger hefur gert tveggja ára samning við dönsku skyttuna Flemming Hansen. Hann kemur inn í liðið fyrir Morten Stig Christ- ensen. Stavanger virðist halda mikið upp á danska leikmenn, því að þjálfari liðsins, Bjarne Jeppes- en, er margreyndur danskur lands- liðsmaður og leikur jafnframt með liðinu. ■ ÍTALSKA félagið Roma er reiðubúið að selja v-þýzka landsliðs- manninn Rudi Völler og kaupa í staðinn brasilíska miðvallarspilar- ann Alemao, sem er hjá Atletico Madrid. ■ ORÐRÓMUR hefur verið á kreiki um að Ronald Koeman leikmaður, PSV Eindhoven, sé á forum frá félaginu og á leiðinni til Manchester United. Forráðamenn PSV Eindhoven hafa hins vegar vísað þessum orðrómi á bug og segja að Koeman hafi nýlega skrif- að undir ijögurra ára samningi við félagið, og Koeman tekur í sama streng; segir að United hafi ekki haft samband við sig. ■ GREG Norman frá Ástralíu, er stigahæsti golfleikari heims sam- kvæmt nýrri stigaskrá, sem birt var í gær. Annar í röðinni er Sandy Lyle frá Bretlandi en þriðji, Bandaríkjamaðurinn Curtis Strange. ■ MORGUNBLAÐSMÓTIÐ í tennis verður haldið dagana 7. - 14. júlí á tennisvöllunum í Laug- ardal. Keppt verður í einliðaleik karla og kvenna, tvíliðaleik karla og unglingaflokki. Skráning í ungl- ingaflokk og tvíliðaleik fer fram við Víkingsvellina í Fossvogi á þriðju- dag og miðvikudag kl. 17:00 - 21:00 en skráning í einliðaleikina auk of- angreindra tíma á tennisvöllunum í Laugardal fimmtudag og föstu- dag kl. 17:00 - 21:00. Mótstjóri verður Arnar Arinbjarnar. ■ DERBY hefur boðið Arsenal 350.000 pund fyrir Perry Groves. Hann var fyrsti leikmaðurinn sem George Graham keypti eftir að hann tók við liðinu í september 1986. Þá keypti hann Groves frá Colchester á 60.000 pund. ■ KEN Brown, sem var fram- kvæmdastjóri hjá Norwich mun líklega taka við sömu stöðu hjá Plymouth á næstu dögum. KNATTSPYRNA / ÍTALÍA Allessandro AltobellI:„Ég veit sveim mér ekki hvað mér á að fmnast. ítalskar konur vilja ólmar giftast mér, en fara svo rakleitt ( bólið með Walter Zenga!!!“ „ítalskar konur vilja ólmar giftast mér“ „ AFINN“ í ftalska landsliðinu í knattspyrnu, Allessandro Altobelli, hinn 32 ára mið- herji Inter Mflanó, sem nú er á förum til Juventus, er geysi- lega vinsœll á Ítalíu. Ekki efn- göngu meðal stuðnings- manna ítalska landsliðsins, heldur einnig meðal ítalskra kvenna. Zenga, markvörður frá Inter Mllanó. Þegar hinar blóðheitu itölsku kvensur voru spurðar hver væri eftirsóttasti elskuginn, var annað upp á teningnum. Zenga varð efstur, Vialli annar og Altobelli þriðji, en þessir þrír leikmenn voru nokkuð í sérflokki um hylli kvenn- anna. Italska blaðið Gazzetta dello Sport gerði skoðanakönnun meðal kvenna um ýmsa karlkosti leikmanna ítalska landsliðsins. Þegar spurt var um hver væri óskaeiginmaður, varð Altobelli í efsta sæti, annar var Gianluca Vialli, sóknarleikmaður Samp- doría og í þriðja sæti kom Walter Þegar Altobelli var spurður um niðurstöður könnunarinnar, en alls er óvíst hversu vísindaleg hún var, svaraði hann að bragði: „Ég veit sveim mér ekki hvað mér á að fínnast. ítalskar konur vilja ólmar giftast mér, en fara svo rakleitt í bólið með Walter ZengaH!" KNATTSPYRNA / NOREGUR Enn tekst Brann ekki að skora! íslendingaliðin áttustvið um helgina ÞAÐ var fátt um fína drætti í leik íslendingaliðanna Brann og Moss er þau mættust í 10. umferð norsku 1. deildarinnar. Sviplitlum leik liðanna lauk með markalausu jafntefli, 0:0. Eftir umferðina er Moss í þriðja sæti, en Brann vermir 8. sætið. Brann hóf leikinn af miklum krafti og pressaði stíft. Liðið sýndi á köflum stórgóða knatt- spymu í fyrri hálfleik, en leikmönn- um Brann var að Frá venju fyrirmunað að Sigurjóni koma knettinum í Einarssyni mark andstæðing- iNoregi ,, .. . anna. Moss vornin var góð, en sóknin brást og hafði Bjami Sigurðsson það náðugt í marki Brann í fyrri hálfleik. í síðari hálfleik datt leikur Brann nokkuð niður og menn gemst sekir um gmndvallarmistök. Engu að síður átti Brann nokkur dauðafæri sem ekki tókst að nýta. Odd Jo- hnsen skaut beint í hendur Moss markvarðarins af tveggja metra færi. Þá var Wilborn kominn inn í teig, einn á móti markverði Moss sem kominn var á hnén, en Wilbom tókst á ótrúlegan hátt að skjóta himinhátt yfir. Brann hefði verðskuldað öll stigin, en mátti sætta sig við markalaust jafntefli gegn daufu Moss liði. Hljóðið var ekki gott í Teiti Þórðar- syni, þjálfara Brann, eftir leikinn. 1 Gunnar Gfslason og félgar hans hjá Moss eru nú í 3. sæti norsku 1. deildarinnar eftir jafntefli við Brann. „Ég er hættur að botna nokkuð í þessu. Það er eitthvað meira en lítið að hjá leikmönnum sem klúðra svona marktækifærum," sagði Teit- ur og var greinilega ekki sáttur við lið sitt. Önnur úrslR Rosenborg-Djerv 1919........8:0 Lilleström-Tromsö...........2:0 Molde-V alerengen...........2:2 Bryne-Kongsvinger...........0:0 Sogndal-Strömmen............1:0 KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA Valur vann toppslaginn Valsstúlkur tryggðu stöðu sína á toppi 1. deildar er þær unnu Stjörnuna 2:0 í gærkvöldi. ÍBK sigraði Fram 4:1 í botnbarát- tunní og ÍA vann KA 2:1. Einn bikarleikur var á dagskrá um helgina. KR sigraði UBK með tveimur mörkum gegn engu, en UBK spilar í 2. deild. Leikur Vals og Stjömunnar byrj- aði rólega og engin hættuleg færi sköpuðust þrátt fyrir ágætt spil. Þegar á leið þyngdist sókn Vals og á 35. mínútu skomðu þær fyrra markið. Ingibjörg Jónsdóttir fékk sendingu utan af kanti og lagði boltann vel fyrir Ameyju Magnús- dóttir sem skoraði örugglega, 1:0. Nokkm seinna urðu slæm mistök í vörn Stjömunnar og Ingibjörg komst ein i gegn, en góður mark- maður Stjömunnar, Anna Sigur- bjömsdóttir, varði vel. Staðan í leik- hléi var 1:0 fyrir Val. Valur hóf síðari hálfleik af krafti og strax á fyrstu mínútunum skaut Bryndís Valsdóttir yfir Stjömu- markið í opnu færi. Á 8. mínútu kom svo síðara mark Vals. Bryndís lék upp hægri kantinn og gaf fyrir markið. Þar háðu Anna Stjörnu- markmaður og Ingibjörg mikið kapphlaup sem lauk með því að Ingibjörg náði að senda boltann í netið. Skemmtilegt mark og staðan 2:0. Eftir þetta jafnaðist leikurinn. Um miðjan hálfleikinn komst Guðný Guðnadóttir ein í gegn, en Sigrún Norðfjörð í marki Vals bjargaði vel. ÍBK-Fram 4:1 Leikur ÍBK og Fram fór rólega af stað. Fyrri hálfleikur var mjög dauf- ur og lítið um marktækifæri, enda tókst hvomgu liðinu að skora mark. ÍBK-stúlkurnar mættu öllu hressari til leiks í síðari hálfleik, og þegar upp var staðið höfðu þær skorað 4 mörk gegn einu marki Fram. Morgunblaðið/Sverrir Arney Magnúsdóttir skoraði fyrra mark Vals er þær sigruðu Stjömuna með tveimur mörkum gegn engu í gærkvöldi. Mörk IBK skomðu Kristín Blöndal 2, Svandís Gylfadóttir 1 og Anna María Sveinsdóttir eitt úr víti. Fyr- ir Fram skoraði Kristín Þorleifs- dóttir. ÍA-KA 2:1 Það vom KA-stúlkumar sem vom fyrri til að skora. Inga Bima Hákon- ardóttir skoraði gott mark beint úr aukaspymu á 30. mínútu. Skömmu síðar átti Halldóra Gylfadóttir skot úr aukaspyrnu sem hafnaði í marki KA, 1:1. Rétt fyrir lok fyrri hálf- leiks skoraði Halldóra annað mark og kom ÍA yfír 2:1. KR4JBK 2:0 KR-stúlkumar slógu UBK út úr bikamum er liðin mættust á laugar- dag. Leiknum lauk með góðum sigri KR, 2:0. Hrafnhildur Hreinsdóttir skoraði fyrir KR í fyrri hálfleik og Margrét Leifsdóttir bætti öðm markinu við rétt fyrir leikslok. MATREIÐSLUBÆKURNAR frój ÍTILyERUNA Hver bók er 140 bls., skreytt 150 litmyndum, prentuðum á úrvals myndapappír. Verðið er ótrúiega lágt, aðeins kr. 1150.-* hver bók sími•• 75444

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.