Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKIPn/AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 Iðnaður Gluggasmiðjan byggir stórhýsi GLUGGASMIÐJAN hf. hefur ný- lega hafið byggingu á 3600 fer- metra verksmiðju- og skrifstofu- húsnæði að Viðarhöfða 3. Ætlunin er að taka húsið í notkun i vetur. Gluggasmiðjan hf. framleiðir glugga og hurðir úr tré og áli. Fyrir- tækið var í einkaeigu Gissurar Símonarsonar fram til ársins 1987, en í byrjun þess árs komu synir hans, Símon og Gunnar L. Gissurar- synir, inn í reksturinn og hefur Gluggasmiðjan verið hlutafélag síðan þá. Gluggasmiðjan er nú með verk- smiðjur á tveimur stöðum í bænum. Greiðslukort Verslanir tengdar tölvu VISA VISA International hefur kynnt sérhannaðan tölvubúnað til að annast beinlínutengsl á milli verslana og Visa í hveiju landi. ARC pökkunarvélar og pökkunarfilma HEILDSOLUBIRGÐIR PDæsöos KRÓKHÁLSI S SÍMI 671900 Eigum nú fVrírlíggjandí vínsaelu tölvuborðín frá Verðfrákr. 15.100- • GÆÐI • ÞJÓNUSTA* ■ ■■ ' ■iB ■■■ ■■■ ■■■ ■■■ ■■■ ■■■■■ KRISDÁN SIGGEIRSSON SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Hesthálsi 2-4 • sími 672110 Hefur þessi búnaður þegar verið tekinn í notkun í Stokkhólmi og að sögn Júlíusar Óskarssonar forstöðumanns tæknisviðs Visa á íslandi verður svona búnaður væntanlega tekinn i notkun á íslandi upp úr næstu áramótum. Fram að þessu hefur slíkur bún- aður verið nokkuð dýr og kostar til dæmis sambærilegur búnaður sem Visa hefur reynt í Danmörku hverja búð um 100 þúsund íslenskar krón- ur. Búnaðurinn sem nú er verið að reyna í 300 verslunum í Stokkhólmi á hins vegar að verða ódýrari og viðráðanlegur fyrir smærri verslan- ir. Söluáðilinn þarf lítið lestæki og prentara sem tengt er búðarkassan- um og símkerfi verslunarinnar. Verður unnt að nota búnaðinn til að afla úttektarleyfis sjálfvirkt og senda inn allar færslur í dagslok eða eftir ákveðinn flölda færslna. Að sögn Júlíusar verður svona búnaður væntanlega fyrst settur upp í stærri verslunum á Islandi en síðan hjá smærri aðilum. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hve- nær búnaðurinn verður settur upp hérlendis en ísland verður meðal fyrstu landanna þar sem það verður gert. trégluggaverksmiðju í Síðumúla, og álgluggaverksmiðju í Bildshöfðan- um. Gunnar Levý Gissurarson segir, að þessar aðstæður, sem séu til komnar vegna þrengsla, séu ástæður þess að ráðist var í að byggjanú. „Undanfarin ár hefur velta fyrirtæk- isins aukist um 60—70% á hveiju ári, þannig að stækkun framleiðslu- rýmis var óumflýjanleg," sagði Gunnar. Húsið kemur til með að skiptast í 600 fermetra skrifstofu- og sýning- arhúsnæði annars vegar, og 3000 fermetra verksmiðjuhúsnæði hins vegar. Gluggasmiðjan er sjálf bygg- ingaraðili hússins, en nú er unnið að jarðvegsskiptum á lóðinni, sem er alls um 7400 fermetrar. „Við átt- um áður lóð niður við Grafarvoginn, en sú bygging sem þar átti að rísa hefði orðið okkur óhagkvæm, þar sem hún átti að verða á þremur hæðum. Það var svo í fyrra sem við skiptum á henni og þeirri sem við erum nú að byggja á,“ sagði Gunnar að lokum. VELGENGNI — Rekstur Gluggasmiðjunar hf. hefur gengið að óskum eftir að þessir feðgar stofnuðu hlutafélag um reksturinn árið 1987, f.v. Símon Gissurarson, Gunnar Levý Gissurarson og Giss- ur Símonarson. Grænland Nær 40 íslenzk fyrirtæki á sjávarútvegssýningunni NÆR 40 íslenzk fyrirtæki munu sýna á fyrstu grænlenzku sjávar- útvegssýningunni, sem haldin verður í Nuuk dagana 28.-31. júlí nk. Það er lang stærsta sýningarþátttaka íslendinga á vörusýn- ingu erlendis hingað til. Flestir þessara aðila eru framleiðendur tæknivara fyrir sjávarútveg, en Grænland verður sennilega einn mikilvægasti markaður íslendinga fyrir þá útflutningsgrein á þessu ári. íslenzku • fyrirtækin munu kynna þarna allt frá nærfatnaði upp í skip, en meðal þátttakehda verða Fínull og Skipasmiðja Mars- ellíusar, Skipasmiðjan Hörður, Trefjaplast og Bátasmiðja Guð- Bankar Hlutabréf í Útvegsbanka skráðhjáVIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR Iðn- aðarbankans hefur tekið upp skráningu á hlutabréfum í Ut- vegsbankanum hf. þótt megnið af hlutafé bankans sé enn í hönd- um ríkisins. Kaupgengi hluta- bréfanna er í fyrstu skráð 1,19 eða 19% umfram nafnverð bréf- anna. Sölugengi þeirra er 1,25. „Þetta gengi er í raun bara áætlun*okkar,“ sagði Sigurður B. Stefánsson framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar Iðnaðarbank- ans. „Tilgangurinn með því að skrá gengi á hlutabréfunum er að koma viðskiptum með þau af stað. Það kann að vera að mönnum þyki þetta vera í lægri kantinum. Til dæmis höfum við reiknað út að ef miðað er við breytingu lán- skjaravísitölu frá því í maí í fyrra þegar bankinn hóf starfsemi þá ætti gengið að vera í kringum 1,3. Við ákvörðun gengisins er því ekki tekið tillit til þeirrar aukningar eig- in fjár bankans sem orðið hefur FLUGLEIÐIR -lyrírþíg- iðsalir eru í flestum flughöfnum fyrir Saga Class farþega þar sem þægindi eru meiri en .gerist og gengur; ókeypis veitingar, dagblöð og lipur þjónusta starfsfólks. síðan í fyrra. Raunar ætti gengi bréfanna að vera ríflega 1,4 ef virði bankans væri reiknað nákvæmlega. Þetta gengi segir því kannski ekki mikið um það hvaða verð feng- ist fyrir bréfin ef þau væru til sölu í það miklu magni að það nægði mönnum til að ná áhrifum eða jafn- vel meirihluta í bankanum. Nú eru menn í raun að kaupa og selja hlut í ríkisfyrirtæki þar sem ráðherra hefur öll völd.“ Fer ðaskrif stof ur mundar, en síðastnefnda fyrirtæk- ið mun afhenda grænlenzkum kaupendum tvo Sómabáta á sýn- ingunni. Bátunum verður siglt frá Hafnarfírði til Nuuk, sem er um 1500 sjómílna sigling og fá bát- amir þar gott tækifæri til þess að sanna sjóhæfni sína. Plastos, Plastprent og Umbúða- miðstöðin munu kynna umbúðir sínar, Normex, Sæplast og Pla- steinangrun kynna plastker og kassa, Marel og Pólstækni sýna tölvuvogir og skráningartæki og tveir framleiðendur toghlera, Skipasmiðjan Hörður og Jósafat Hinriksson, munu einnig verða í hópi íslenzku sýningaraðilanna. Meðal annarra sýningarþátttak- enda verða DNG, Sjóvélar, Gneisti, Snartak, Asiaco, Vélsmiðjan Klett- ur, Sjöfn, ísco, Icecon og fjöldi þjónustufyrirtækja frá ísafirði. Gert er ráð fyrir, að allt að 100 íslendingar fari á sýninguna og hefur Utflutningsráð skipulagt flugferðir milli Reykjavíkur og Nuuk með daglegu leiguflugi frá 25. júlí til 2. ágúst. — Við erum mjög ánægðir með að geta orðið vinum okkar, Græn- lendingum, að liði við að skipu- leggja þessa fyrstu sjávarútvegs- sýningu þeirra, sagði Jens Ingólfs- son. Nýir eigendur að Ferða- miðstöðinni Eigendaskipti urðu fyrir skömmu að Ferðamistöðinni hf., er þeir Sigurður H. Garðarson og Sigurður Örn Sigurðarson í Hagskiptum keyptu 90% af hlutabréfum fyrirtækisins. Á aðalfundi Ferðamið- stöðvarinnar, sem haldinn var 11. júlí sl., var fyrirtækinu kosin ný stjóm og.skipa hana nú þeir Sigurður H. Garðarsson, sljórnarformað- ur, Sigurður Öm Sigurðarson og Hörður Helgason, sem starfar hjá Olís. — Aherzla verður áfram lögð á leiguflug Ferðamiðstöðvarinnar til Benidorm á Spáni, sem verið hefur mjög vinsælt og er alltaf uppselt, sagði Sigurður Om í viðtali við við- skiptablaðið. — Þá munum við eins og áður leggja áherzlu á ferðir á viðskipta- og vörusýningar. Við stefnum að því að efla og auka enn starfsemi Ferðamiðstöðv- arinnar í framtíðinni. Ætlunin er að flytja fyrirtækið í annað hús- næði og er búið að kaupa lóðina Aðalstæti 12 undir hús í þessum tilgangi. Miðað er við, að það verði fjórar hæðir og ris. Fyrirtækið Hag- skipti mun eiga hlut í þessari bygg- ingu, en eigendur að því eru að hluta hinir sömu. Bjami Marteinsson og arkitekta- stofan við Austurvöll teikna húsið. Byggingaframkvæmdar eiga að hefjast rétt eftir áramót og verða lokið seinni hluta næsta árs. Auk Ferðamiðstöðvarinnar verða vænt- anlega sérverzlanir á jarðhæð húss- ins og íbúðir á rishæðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.