Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988 sa 1818-1918-1988 460manns til Hiíseyjar Sigtufirði. Liður í hátíðarhöldunum í Siglu- firði átti að vera boð Björgunar- sveitarinnar Stráka til siglingar í Héðinsfjörð með varðskipinu Tý. Lagt var af stað í gær en snúa varð við í Héðinsfirði þar sem skipið komst ekki nógu inn- arlega í fjörðinn til að hægt væri með góðu móti að ferja far- þega til strandar. Var þá tekið til þess bragðs að sigla í Hrísey. Um 460 manns voru með í ferð- inni og var fólk mjög ánægt með siglinguna og lét vel af óvæntri heimsókn til Hríseyjar. Matthías Það er ákaflega góð stemnuiing á afmælinu - segir Ísak J. Ólafsson bæjarstjóri á Siglufirði ÍSAK J. Ólafsson hefur gegnt starfi bæjarstjóra á Siglufirði síðast liðin 2 ár. „Ég er ekki Siglfirðingur en líkar mjög vel hér og get vel hugsað mér að vera hér til frambúðar,“ sagði ísak i viðtali við Morgunblaðið. „Siglfirðingar eru sérstaklega hlýlegt og gott fólk og undirbúningur afmælishátíðarinnar hefur gengið eins og í sögu.“ „í fyrra var skipuð undirbún- ingssnefnd vegna afmælisins," segir ísak aðspurður um skipu- lagningu hátíðarhaldanna. „Haft var samráð við félagasamtök og hópa í bænum og tóku þeir að sér ýmis verkefni, til dæmis við fegr- un bæjarins, en allt var þetta gert í sjálfboðavinnu. Hér hefur skapast alveg sérstök stemmning við undirbúning hátíðarhaldanna og held ég að mer sé óhætt að segja að sjaldan hafi ríkt eins já- kvæður andi meðal bæjarbúa.“ Um framkvæmdir á vegum bæjarins segir ísak. „Við höfum staðið aftarlega í gatnagerðar- málum en það er óðum að færast til betra horfs því að á þessu ári eykst sá hluti gatnakerfisins sem er malbikaður um fimmtung. Menntamálin brenna mjög á okk- ur um þessar mundir og fagnaðar- efni að nú eigi að hefja undirbún- ing fiskvinnslunáms á Siglufirði. Það er ekki síst vegna fárra menntunartækifæra sem krakk- arnir flytjast héðan á mesta mót- unaraldrinum, eða þegar þau eru 15 eða 16 ára, og fæst þeirra snúa til baka. Ef þau ílengdust hér nokkur ár til viðbótar er ég viss um að færri flyttust á brott.“ „Undanfarin 2 til 3 ár hefur nóga vinnu verið að fá á Siglu- firði,“ heldur ísak áfram. „En vandi sjávarútvegsins er greini- legur hér eins og í öllum öðrum sjávarplássum. Ég er smeykur við stöðuna í dag. Hér eru Stór og Það var handagangur í öskjunni á sýningu Brúðuleikhússins. Börnin fylgdust með af athygli og skemmtu sér hið besta. Texti og viðtöl: Þórunn Sveinbjarnardóttir. Myndir: Þorkell Þorkelsson. Hér sést forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, skoða málverkasýn- inguna í Ráðhúsinu ásamt ungum siglfirðingum. eftir hina miklu blóðtöku er'fylgdi því að síldin þvarr og fólk flúði bæ- inn í leit að atvinnu. Faðir Siglufjarðar Það sté ekki sá ræðumaður í pontu á hátíðarsamkomunni í Siglufjarðar- kirlqu sem ekki minntist sr. Bjama Þorsteinssonar, sem af mörgum er nefndur faðir Siglufjarðar. Séra Bjami vígðist til Hvánneyrarpre- stakalls árið 1888 eða fyrir réttri öld og á þessu ári em liðin 50 ár frá því að hann lést. Frá þeim degi er séra Bjami flutti til Siglufjarðar átti bærinn og íbúar hans hug hans all- an. Hann var ekki aðeins andlegur leiðtogi Siglfirðinga, heldur einnig forystumaður í bæjarmálum og um skeið oddviti Siglfirðinga. Það var ekki síst fyrir tilhlutan hans að Siglu- Qörður fékk kaupstaðarrettindi árið 1918. Sem alkunna er safnaði sr. Bjami Þorsteinsson íslenskum þjóðlögum og er safn hans grundvallarrit í íslenskri tónlistarsögu og óhætt að fullyrða að annað eins þrekvirki hafí ekki verið unnið á þessu sviði hér á landi. Siglfírðingar minnast sr. Bjama á táknrænan hátt dag hvem, þvf að á hveijum miðaftni spilar klukknaspilið í kirlqutumi Siglu- fjarðarkirkju stef úr lagi hans, Kirkjuhvoli. Fjölbreytt dagskrá Sérstök afmælisnefnd var skipuð á síðasta ári til þess að undirbúa hátíðarhöldin. Haft var að leiðar- ljósti að hafa hátíðarhöldin sem fjöl- breyttust, með menningar- og skemmtidagskrá við allra hæfí. Þijár sýningar voru opnaðar á upphafsdegi afmælisvikunnar og yerða þær opnar alla daga vikunnar. í Ráðhúsinu er myndlistarsýning. Þar má sjá málverk og vatnslita- myndir eftir landskunna málara. All- ar eiga myndimar það sameiginlegt tsak J. Ólafsson bæjarstjóri á Siglufirði. vel rekin fyrirtæki en rekstrarskil- yrði eru slæm og þess vegna eru fyrirtækin rekin með tapi.“ Þrátt fyrir fjárhagsvandann er bæjar- stjórinn hvergi banginn: „Á hátí- ðisdegi sem þessum kemur best í ljós að ef rétt staðið að málum á bæjarfélagið bjarta framtíð fyrir sér“ Frá sýningu Hestamannafélagsins Glæsis á sunnudag. Vigdís Finnbogadóttir á tali við heimamenn. að sýna Siglufjörð síldaráranna eins og hann kom listamönnunum fyrir sjónir. Þama má sjá myndir eftir Mugg, Gunnlaug Blöndal, Kristínu Jónsdóttur og Kristin Pétursson, svo einhveijir séu nefndir. í gagnfræðaskóla Siglufjarðar hafa nemendur sett upp heimildasýn- ingu um sögu Siglufjarðar. Sýningin er einkar fróðleg, sagt er frá í mynd- um og prentuðu máli, auk þess sem gamlir munir lífga upp á hana. Þriðju sýninguna má beija augum í Slysa- varnarfélagshúsinu niður við höfn. Þar er á ferðinni ljósmyndasýning tileinkuð sjómennsku á Siglufirði, í þeirri von að fyrr eða síðar verði komið á fót minjasafni um Siglu- fjörð, eins og segir á spjaldi í and- dyri sýningarsalarins. Flestar myndir Leikarar Alþýðuleikhússins þakka fyrir sig að Ioknu Ævintýri á isnum. Andartaki síðar voru þeir úti á meðal barnanna og gríman fallin. á sýningunni tók Vigfús Sigurgeirs- son. ...og börnin gleymdust ekki Engin er hátíð nem börnin fái eitt- hvað við sitt hæfi. Það var líf í tusk- unum á sýningu Brúðubílsins á Skólabala. Ungir Siglfírðingar létu ekki sitt eftir liggja og tóku ríkan þátt í sýningunni. Alþýðuleikhúsið var einnig á staðnum og sýndi Ævin- týri á ísnum við mikinn fögnuð áhorf- enda. Að sýningu lokinni brugðu leik- aramir sér út til barnanna og leyfðu þeim að skoða búningana og spjöll- uðu við þau um sýninguna. Ný- breytnin mæltist vel fyrir hjá yngstu kynslóðinni, enda ekki á hveijum degi sem tækifæri gefst til að svala forvitni sinni á þennan máta. Messað í Hvanneyrarskál Hún var tignarleg fylkingin sem hélt upp að Hvanneyrarskál laust eftir hádegi á sunnudag. Hesta- mannafélagið Glæsir stóð fyrir hóp- reið.til messu. Fremstir riðu félagar í hestmannafélaginu með Erling Óskarsson, bæjarfógeta og sr. Vigfús Þór Ámason í fararbroddi. A eftir gengu bæjarbúar og aðrir gestir. Klukkan 2 eftir hádegi hófst svo hátíðarmessa undir bemm himni og töldu kunnugir að ekki hefðu færri en 500 manns mætt til guðsþjón- ustunnar. Var það mál manna að tekist hefði að fá fjölda manns til að gera sér ferð upp í Hvanneyrar- skál sem þeir hefðu annars ekki far- ið. Að guðsþjónustu lokinni sá Hesta- mannafélagið Glæsir um reiðsýningu á gamla knattspymuvellinum við Túngötu og var bömum boðið á bak. Enn er hátíð í bæ Góður rómur var gerður að dag- skráratriðum hátíðarhaldanna um helgina. Afmælisvikunni lýkur laug- ardaginn 20. ágúst, en þá verður öllum bæjarbúum boðið til grillveislu á vegum íþróttabandalags Siglu- fjarðar. Margt verður um að vera alla daga vikunnar og má þar nefna Sjóstangveiðimót og vígslu nýs knattspymuvallar að Hóli, að ógleymdum sfldardansleik á föstu- dagskvöld á Hótel Höfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.